Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1988, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988. t .ffcgtm Ostagerð er mikið tilfinningamál - tHurð mjúkosta í Búðardal rakin „Fólk er í síauknum mæli farið að bjóða upp á ostaborð þegar gestir koma í heimsókn á kvöldin í stað þess að bjóða upp á kaffi og kökur,“ sagði einn viðmæl- enda blaðamanns úr ostabrans- anrnn þegar ostaneyslu bar á góma. Stór hluti þeirra osta sem þá eru á borðum eru hinir svo kölluðu mjúkostar, það er brie, camembert og mygluostar. Hafa mjúkostarnir unnið sérstaklega á í vinsældum hjá fólki. Mjólkursamlagið í Búðardal er að öðrum ólöstuðum orðið þekkt fyrir ostagerð sína og þá sérstak- lega Dalabrie og Dalayrju, sem er eins konar blanda af brie og mygluosti. Unnu Dalamenn til verðlauna í mjúkostaílokki á Ostadögum Osta- og smjörsöl- uxmar 1985. Þessir ostadagar eru haldnir á tveggja ára fresti, þar sem ostar og ostagerðarmenn ársins eru valdir. Auk verðlauna fyrir ostinn hafa Dalamenn feng- ið viðurkenningu fyrir umbúða- gerð. Gestur Traustason, fram- leiðslustjóri hjá Mjólkursamlag- inu í Búðardal, tók vel á móti blaðamanni er var þar á ferð á dögunum. Var farið yfir fram- leiðsluferli Dalabrie og Dalayxju, allt frá því mjólkurbíllinn rennxxr í hlaðið og þar til osturinn er til- búixm til neyslu. Góður kúltúr er aðalatriði í ostagerð „Það eru þxír mjólkurbílar sem smala mjólk frá býlum á Vestur- landi og í kringuixi Búðardal. Frá þeim er mjólkinxú dælt ixm í véla- sal sem við köllum hjarta húss- ins. Þar er hún hreinsuð og geril- sneydd. Mjólk, sem fer í ostinn, er hituð upp í 72 gráður, snögg- kæld og hreinsuð í skilvindu. Þar sem mjólkin frá bændunum er um 3,8 prósent feit að meðal- tali, þurfum við að bæta rjóma í mjólkina sem fer í mjúkostana. Verður hún að vera 4,2 prósent feit.“ Þessu næst kemur Gestur að því sem hann segir vera númer eitt, tvö og þijú í gerð góðra osta. Það er kúltúrinn. Kúltúrinn, eða súrmjólkin, er gerilsneydd mjólk sem frystiþurrkuðum þurrkúltúr er bætt út í. Þessi þurrkúltúr er framleiddur í Danmörku, er alltaf eins og gerir það að verkum að kúltúrinn fyrir hvem ost veröur alltaf eins. Styrkleiki eða sýrustig kúltúrsins raeður holusetningu og bragðstyrk ostanna og sam- kvæmt upplýsingum Gests má holusetning osta hvorki vera of lítil né of mikil. Því fleiri holur sem eru í ostínum því bragösterk- ari er hann. í mjúkum ostum er engin sjáanleg holusetning enda bragðmildir, alla vega meðan þeir erulíttþroskaðir. „Kúltúrinn er afar mikilvægur. Við gerum kúltúr daginn fyrir ostagerð og er fylgst mjög vel með honum. Lélegum kúltur yrði umsvifalaust hent, hann yrði aldrei að osti. Kúltúrinn er að vinna alveg frá því hann er settur út í mjólkina og því mikilvægt að hann sé góður. Það eru þijú at- riði sem miklu máli skipta í osta- gerðinni, sama fitumagn, sama gerilsneyðingarhitastig og loks samikúltúr." Gestur Traustason, framleiðslustjóri hjá Mjólkursamlaginu i Búðardal, skoðar brieost á gerjunarlagernum. Þaðan koma þeir úr saltpækli og eftir um 10 daga eru þeir orðnir kafloðnir. Tæplega þúsund ostar verða til úr um 1800 Iftrum af mjólk. DV-myndir hlh Prófa sig áfram með puttunum Mjólkin og kúltúrinn eru nú til- búin. Þá er mjólkinni dælt inn í ostagerðarsal og hituð upp í ná- kvæmlega 34 gráður. Þar standa þrjú 600 lítra kör sem mjólkin rennur í. Þá er kúltúmum bætt í mjólkina og þeirri myglu sem við á. Kemur myglan á glösum frá erlendum framleiðanda og er sín my glugeröin fyrir hvort, brie og yiju. Þar á eftir er ostahleypi, sem einnig kemur erlendis frá, bætt í til að mjólkurblandan hlaupi. Ostahleypir er vökvi sem unninn er úr þörmum ungkálfa. í þeim er sérsakt ensym, eða hvatefni, sem hleypir mjólkina. „Konur gerðu hleypa sem þessa sjálfar hér áður fyrr og notuðu meðal annars mikið til skyrgerð- ar. Okkar hleypir er, eins og svo mörg efni sem notuð eru í þessari framleiðslu, unninn af sérhæfð- um fyrirtækjum erlendis. Það tekur mjólkurblönduna um klukkutíma að hlaupa. Þá er osta- massinn skorinn í kerunum, í teninga eða kom sem em einn sentímetri á kant. Þannig er ost- amassinn látinn standa og hrært svona þrisvar í með um kortérs millibili. Þar erum við komnir að , einu tilfinningaatriði ostagerðar- innar. Mjólkin er misjafnlega móttækileg fyxir sýringu og það finnur ostagerðarmaðurinn með því að þreifa með puttunum. Reyndar er mjólkin, sem við fáum, prófuð með tillití til gerla og lyfjaleifa ogþví alltafmjög svipuð. En það er ostamaðurinn sem finnur nákvæmlega hvemig míólkin er í hvert skiptí.“ Osturinn látinn „svitna“ Ostamassinn er mjög viðkvæm- ur þegar hann er skorinn. Hann er látinn standa smástund eftir skurð og „svitnar" þá osturinn. Það þýðir að mysan lekur úr hon- um. Þá minnka komin og verða stífari. Eftír að hrært hefur verið og komin orðin minni og hnött- ótt í laginu er mjúkum ostamass- anum ausið í kringlótt form sem em eins að ummáli og osturinn verður að lokum en 10 sentímetra há. Er ausið með netausu svo mesta mysan leki frá, en þó er aðalatriði að einhver mysa komi með í mótin. Er ostamassinn í mótum þessum til næsta dags og snúið um þrisvar sinnum á með- an. Hafa komin þá límst saman og er osturinn orðinn aðeins 3 sentímetrar á þykkt. Kúltúrinn hefur verið að aíla nóttina, en osturinn verður að hafa náð vissu sýmstígi áður en hann er lagður í saltpækil sem er næsta þrep. Matur „Það er mikilvægt atriði varð- andi þessa osta að ostamassanum er ausið í mótin og hann er látinn pressast saman sjálfur. Komin mynda himnu eftir að þeim hefur verið ausið í formin og límast því ekki saman strax. Það þarf nótt- inatil." Osturinn er nú farinn að líkjast brie eða yrju eins og við þekkjum þá. Er hann látinn í saltpækil og fær að fljóta þar í um tvo tíma. Ef það er ekki gert verða ostamir nánast bragðlausir. Verða kafloðnir á tíu dögum „ Að þessu loknu er ostunum raöað á grindur og settir inn á geijunarlager. Það er kælirúm þar sem óstamir fá að liggja í um það bil tíu sólarhringa. Þetta með tímann er tilfinningaatriði og veltur á ostagerðarmanninum. Á þessum tíma myndast mygluhúð- in á ostana, þannig að eftir um tíu daga em þeir kafloðnir." Eftír veruna á gerjunarlagem- um er ostunum pakkað og þeir settir í kulda til að stöðva geijun- ina. Ef það er ekki gert verður osturinn fljótt að grautarmassa. Eftír fimm daga í kæli em ostam- irsendiríbúðir. „Þetta verður að ganga fljótt frá þvi að ostunum hefur verið pakk- aðþartilþeiremsendiríbúðir. ' í þessu sambandi má geta þess aö hægt er að frysta brie og yrju til þess að stöðva geijunina alveg. Hin virku efni kúltúrsins drepast ekki þótt þau séu fryst.“ „Ég vil undirstrika að við gerð þessara osta koma vélamar hvergi nærri, nema ef með er tal- in gerilsneyðing og hitun mjólk- urinnar. Þannig er ostagerð mik- ið tilfinningaatriði og aldrei eins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.