Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988.
9
Utlönd
Hafnar gagniýni
Bandaríkjanna
56 kfló af heróíni
Lögreglan í Mílanó á Ítalíu geröi
um síöustu helgi upptæk ömmtíu
og sex kíió af heróíni og mikla fjár-
muni í peningum. Þrettán manns
voru handteknir vegna málsins,
þar af tveir Júgóslavar, Austurrík-
ismaöur og Tyrki. Handtökurnar
voru afrakstur rannsóknar sem
staöið hefur yfir í þrjá mánuði.
Þetta er eitt mesta magn eitur-
lylja sem ítalska lögreglan hefur
náð frá einum og sömu aðilum.
Lögreglumenn i Milanó með eitur-
lyfin sem gerð voru upptæk
. Simamynd Reuter
Yitzhak Rabin, varnarmálaráðherra ísraels, mun í dag ræða við Reagan
Bandaríkjaforseta i Washington. Ágreiningur er enn milli stjórna þeirra um
aðferðir ísraelsmanna við að bæla niður uppreisnina á herteknu svæðunum.
Símamynd Reuter
Varnarmálaráöherra ísraels, Yitz-
hak Rabin, vísar á bug gagnrýni
Bandaríkjamanna á aöferðir ísraels-
manna viö aö bæla niður uppreisn-
ina á herteknu svæöunum.
Rabin mun hitta Reagan Banda-
ríkjaforseta að máli í dag en í gær
átti hann viðræður við Shultz, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna. Eftir
þær viðræður sagði Rabin að löndin
tvö greindi á um hvort alþjóöleg lög
heimiluðu ísraelsmönnum að reka
Palestínumenn af Vesturbakkanum
og Gazasvæðinu.
Rabin sagði við fréttamenn aö aðal-
vandamálið væri hvort ísraelsmenn
ættu að láta undan ofbeldi og hefðu
þeir valið að láta ekki undan. Þegar
ofbeldinu lyki myndu ísraelsmenn
hætta valdbeitingu og brottrekstri.
Bandaríkin, sem eru einn helsti
stuðningsaðih ísraels og veita árlega
mikið fé til hemaðaraðstoðar í ísra-
el, hafa sætt gagnrýni vegna aðferða
ísraels viö að bæla niður uppreisnina
á herteknu svæðunum.
Bandaríkjastjórn er nú að setja
saman áætlun um frið í Miðaustur-
löndum þar sem gert er ráð fyrir aö
ísrael afhendi hluta herteknu svæð-
anna gegn því að friður komist á.
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
ísraels, telur áætlun þessa óaðgengi-
lega.
Réttarríkið eitt
aðalkosningamálið
uinfjöllun um málið fram yfir kosn-
ingar á þeim forsendum að nú í
miðri kosningabaráttunni myndi
umfjöllun nefndarinnar um málið
óhjákvæmilega taka á sig flokkspó-
lítískan blæ.
FuIItrúar stjórnarandstööunnar
halda því hins vegar fram að það
séu einmitt flokkshagsmunir sem
ráða afstöðu meirihlutans, það er
óttinn við að ríkisstjómin skaðist
á því að rannsóknamefnd fjalli um
málið fyrir kosningar.
Guimlaugur A. Jónsson, DV, Lundi:
„Ég held að kjósendur geri sér
grein fyrir því að réttarríkið er í
hættu. Þegar ráðherrar telja sig
hafna yfir lögin eða sniðganga þau,
eins og Anna-Greta Leijon gerði í
Ebbe Carlsson-málinu, þá er óhjá-
kvæmilegt að um það sé fjallað í
kosningabaráttu. Eg tel því aug-
ljóst að þessar kosningar muni að
stórum hluta íjalla um lög og rétt
og spurningar er tengjast réttarrík-
inu,“ sagði Carl Bildt, formaður
sænska Ihaldsflokksins, í gær.
Sænska kosningabaráttan er nú
hafin og Carl Bildt viröist að
minnsta kosti ætla að leggja sitt af
mörkum til þess að Ebbe Carlsson-
málið gleymist ekki í þeirri baráttu.
Stjómarandstaðan hefur gagnrýnt
jafnaðarmenn mjög fyrir að koma
í veg fyrir að rannsóknamefnd
þingsins fjalli um Ebbe Carlsson-
málið fyrir kosningar.
Fulltrúar jafnaðarmanna í rann-
sóknamefndinni hafa með stuðn-
ingi fulltrúa kommúnista frestað
Reyna að draga úr spennunni
Stjómvöld í Kanada og Sovétríkj-
unum reyna nú að slaka á spennu
þeirri sem ríkt hefur milli ríkjanna
undanfama daga eftir að upp komst
um víðtækar njósnir Sovétmanna í
Kanada. Lýstu fulltrúar beggja rikja
þeirri von sinni í gær að málið færi
nú að hægja á sér og gagnkvæmum
brottrekstrum stjómarerindreka
ríkjanna myndi linna.
Joe Clark, utanríkisráðherra
Kanada, kallaði í gær á sinn fund
Alexei Rodionov, sendiherra Sovét-
ríkjanna í Kanada. Áttu þeir með sér
hálfrar klukkustundar fund og eftir
hann lýstu þeir báðir þeirri von sinni
að tengsl ríkjanna kæmust fljótlega
í samt horf að nýju.
Rodionov sagði að hann teldi að
deilurnar væm nú að baki.
Kanadamenn hafa rekið úr landi
eða meinað landvist nítján sovéskum
stórnarerindrekum. Sovétmenn hafa
á sama veg skipað þrettán kanadísk-
um stjórarerindrekum að koma sér
úr landi í Sovétríkjunum eða bannað
þeim að koma til Sovétríkjanna.
Stjómvöld í Kanada hafa sakað
Sovétmenn um víðtækar njósnir, þar
á meðal um að hafa sóst eftir hernað-
arlegum og viðskiptalegum leyndar-
málum.
Clark lagði á það áherslu í gær að
hann vonaðist eftir góðum samskipt-
um við Sovétmenn í framtíðinni á
sama tíma og hann lagði áherslu á
að njósnaathæfi þeirra yrði ekki þol-
að.
Clark sagði hins vegar að tafist
gæti að afgreiða vegabréfsáritanir
fyrir verkamenn sem ættu að starfa
við byggingu nýs sovésks konsúlats
í Montreal.
Alexei Rodionov, sendiherra Sovétrikjanna í Kanada (til hægri), sem var
kallaður fyrir Joe Clark, utanrikisráðherra Kanada, sagðist t gær vonast til
þess að njósnadeilur rikjanna tveggja væru nú aö baki. Símainynd Reuter
Leíta orsaka
Páfi við komuna til skiðastökkvangsins í Innsbruck í gær.
Simamynd Reuter
Kurt Waldheim, forseti Austurrfkis,
og eiginkona hans skýla sér fyrir
sótinni viö messu páfa.
Símamynd Reuter
Um áttatíu þúsund manns sóttu
messu sem Jóhannes Páll páfi II.
söng á skíðastökkvanginum í Inns-
bruck í Austurríki í gær. Messan
var eins konar lokapunktur á opin-
berri heimsókn páfatil Austurrikis
því að hann hélt síðdegis í gær heim
á leið eftir að hafa dvahð með Aust-
urríkismönnum í fimm daga.
Meöal þeirra sem sóttu messu-
gjörð páfa í gær voru Kurt Wald-
heim, forseti Austurrikis, og eigin-
kona hans, Elisabeth.
Heimsókn páfa til Austurríkis
hefur verið umdeild vegna ásakana
sem hvíla. á Waldheim um aðild
hans að striösglæpum nasista í síð-
ari heimsstyrjöldinni.
'
Ní
.. ■
>•
i
Flak Airbus þotunnar i skóglendi náiægt Habsheim
Sérfræðingar framleiðenda Air-
bus A 320 farþegaþotunnar, sem
fórst við Habsheim í Frakklandi
um siðustu helgi, vinna nú að því
með rannsóknarmönnum flug-
málayfirvalda aö finna orsakir þess
að þotan hrapaði í skóglendi.
Þrír raenn fórust meö þotunni og
um fimmtíu aðrir raeiddust í slys-
inu en þeir raunu nú flestir úr lífe-
hættu.
Meöal þeirra sem í gær komu á
slysstað og skoðuðu brak þotunnar
var flugmaðurinn sem var við
stjórn hennar þegar slysið varð.
Slys þetta þykir mikið áfall fyrir
framleiðendur þotunnar en þeir
hafa kynnt hana sem sérstaklega
örugga.
Sfmamynd Reuter
Flugstjóri þotunnar skoðar brak
hennar i gær.
Simamynd Reuter