Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988.
29
Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur skrifar:
Nýtt imdraefhi:
Hvítlaukur
læknar allt
Enn eitt undraefniö er komið á
markaðinn, nýtt frá Japan. Er það
svo öflugt að ætla má að lækna-
stéttin verði fljótlega atvinnulaus.
Svo merkja megi að hér sé fariö
með rétt mál er rétt að vitna í aug-
lýsingabæklinginn um „alveg lykt-
arlausa og bragðlausa hvítlaukinn
Kyolic“. Þar stendur: „Þær tilraun-
ir . . . sem mikið hefur verið
skrifað um í læknaritum um allan
heim síðastliöin 20 ár, hafa sannað
{leturbr. höfundar] aö hvítlaukur
hefiu- fyrirbyggjandi og/eða lækn-
isfræðiiega eiginleika við meöferð
ýmissa sjúkdóma.“.
Er síðan fullyrt að hægt sé að
lækna sjúkdóma eins og krabba-
mein, seðkölkun, astma, ofnæmi,
blóðsótt, berkla, hðagigt og margt
margt fleira. Má segja að blóma-
fijókornin komist varla með tæm-
ar þar sem laukurinn hefur hæl-
ana!
Vísindalega sannað
í bak og fyrir
Að sjálfsögðu er vitnað í fjöldann
allan af vísindamönnum og að
minnsta kosti einn nóbelsverð-
launahafa og Hippokrates (sem
læknaeiðurinn er ne&idur eftir)
„bara til að néfna nokkra“ eins og
stendur í auglýsingabæklingnum.
Einnig eru þar nefndir til leiks
„margir af stærstu nööium samtíö-
arinnar eins og Albert Schweitzer,
Ragnar Berg, Wemer Zabel og Are
Waerland". Þessir menn „notuðu
hvítlauk til lækninga á öllu frá
þarmasýkingum og meltingartrufl-
unum tii of hás blóðþrýstings, efli-
hrumieika og kynferðislegs getu-
leysis“.
En ekki era ástæðumar fyrir því
, .hvemig og hvers vegna hann hríf-
ur“ af verri endanum:
* Allicin sem myndar hina sér-
stöku iykt hvítiauksins (verst er
að Kyolic á að vera lyktarlaus).
* Allin (forveri þess fyrra) sem
verkar eins og sýklalyf.
* Gurwitch geislar. Upprunalegir
orkuhvatageislar, hvorki meira
né minna!
* Frumefni sem gerir ótal margt (að
sjálfsögðu skv. rannsóknum).
* AJlithiamin, líflfræðileg virk sam-
setning sem „hefur mikinn lækn-
ingamátt".
* Og að lokum annaö framefni, se-
len!! sem er svo nauðsynlegt og
merkilegt að það er eiginlega
ómögulegt aö segja frá því hér.
Það era þvi eindregin tilmæli til
fólks aö lesa sjálfan bæklinginn
sem nefnist „Sömi skýrsla um
Kyolic" til að komast að hinu
sanna. Siöar í bæklingnum er
greint frá óvenjulegri vinnsluað-
ferð, ströngum gæðakröfum í
framleiðslunni, boði á Who ráð-
stefnu o.fl. o.fl.
Trúin flytur fjöil
og selur hvítlauk
Þar sem um mikið undraefni er
að ræða er alls ekki rétt að greina
frá því hér aö...
* ítarleg tölvuleit erlendis hefur
ekki staðfest „mikil skrif í lækna-
rit um allan heim síðastliðin 20
ár“, að minnsta kosti ekki í við-
urkenndum læknaritum.
* Örfáar viðurkenndar rannsóknir
hafa staðfest að stórir skamiptar
af hráum hvitiauk og lauk lækki
blóðfitu en ekki blóðkólesteról,
sem lýsi getur þó gert mun betur
og jafnframt lækkað bæði blóð-
fitu og kólesteról. Svo þarf marg-
falt minna magn af lýsi.
* Heiftarleg ofnæmisviðbrögð eru
algeng, td. þekkja ýmsir mat-
reiðslumenn aö hendurnar geta
hlaupið upp í exemi við að skera
hvítiauk.
* Ofneysla á hvítlauk geti stórskað-
að magann.
* Inntaka bama á lyfiablöndu
(preparation) úr hvítlauk er
hættuleg og eru dauðsföli þekkt.
* Það eru ekki ný sannindi að lauk-
ur og hvítlaukur innihalda efiú
sem verka gegn bakteríum. Aftur
á móti er afar hæpið aö treysta
því að hvítiaukur geti læknaö
ýmsa sjúkdóma af völdum sýkla.
* Erlendir vísindamenn dragi stór-
lega i efa virkni belgja meö af-
lyktaöri hvitiauksolíu, aö
minnsta kosti finnast engar við-
urkenndar rannsóknir þar um.
* Að orðiö „sannað“ er ekki til i
orðaforða náttúravísindamanna,
það er helst notað í stærðfræöi.
* Selenskortur hefur ekki þekkst á
íslandi.
.... því ef fulllyrðingar þær sem
birtast í bæklingnum góða væru
dregnar í efa af „einhveijum út-
lendum sérfræðingum“ gæti þaö
orðið til þess að einhveijir raisstu
trúna á hvitlaukinn og er þá hætt
við að sá hinn sami raissti af lækn-
ingunni.
Þóknunarhrifin (placebo) eða
trúin á lækningarmáttinn getur
nefnilega gert ótrúlegustu hluti eða
eins og einn ósvífinn vantrúandi
dóni sagði um daginn: „Þetta eru
ekki lengur skottulækningar, þetta
er kukl.“
Heimilcllr: Martendale 26. útg. bls. 710.
Tölvuleit Madline. J. Nut. Ed. vol 15, '83
og almenn skynsemt
Hvað kosta náttúrulyfm?
Kyohc hvítiauksperlur kosta á bil-
inu 1200-1300 krónur. Er þá miöað
viö glas með 200 stykkjum. Ef aftur
er miöað við 90 stykki er verðið kr.
600-700. Algengur dagskammtur er 3
belgir.
Lustis hvítiauksperlur kosta kr.
312 ef keypt era 100 stykki. Dag-
skammtur er gjaman 3 perlur á dag.
Ef keyptur er „súperhvítiaukur"
kostar glas með 90 stykkjum kr. 586.
Blómafijókom eru til af ótal gerö-
um. Sú algengasta er High Desert.
Séu keyptar 90 töflur er algengt verð
kr. 600-700. Algengur dagskammtur
er 3 töflur. Einnig er hægt að kaupa
komin í lausu. Dós með þriggja mán-
aöa skammti kostar 1.400-1.500 krón-
ur.
Pollen fijókorn kosta kr. 420 ef
keyptar era 90 töflur. Þessi kom em
einnig til í lausu og kosta 472-596
krónur.
APP 99 töflur kosta kr. 292,30 töfl-
ur. Dagskammtur er ein tafla á dag.
Melbrosia er til sérvalið fyrir konur
eða karla. 30 belgir fyrir konur kosta
kr. 817 en 15 belgir fyrir karla kosta
kr. 419. Tekinn er einn belgur á dag.
Þetta er alls ekki tæmandi úttekt
heldur er ætiunin aðeins að gefa
hugmynd um verð og fiölbreytni
náttúrulyfja. Upplýsingamar feng-
ust í Heilsuhúsinu, Náttúrulækn-
ingafélagsbúöinni og Frækominu.
-PLP
Lífsstffl
Náttúrulyf:
Sífellt meiri
sölumennska
Sölumennskan lýsir sér ekki hvað síst i augiýsingabæklingum sem gefnir
eru út um einstök lyf. DV-mynd S
Náttúrulyf taka til sín æ stærri
hluta lyfjamarkaðarins. Eftir því
sem salan eykst því meiri er gróða-
vonin. Þetta skilar sér í auknu fram-
boði og harðari sölutækni.
Hlutir eins og hvítiaukur, blóma-
fijókom og ginseng hafa fylgt mann-
inum um árþúsundir sem lyf. Skiptar
skoðanir eru um verkanir þessara
lyfja en fátt hefur komið fram sem
bendir til þess aö þau verki ekki eins
og til er ætiast.
Það sem læknavísindin hafa helst
á móti þessum lyfjum er það að vegna
þóknunarhrifa geti fólk fengiö
ímyndaðan bata á krankleika sínum.
Það er að fólk langi svo mikið til að
lyfið verki að það telji sig hafa fengið
bata. Það leitar því ekki læknis og
sjúkdómurinn heldur áfram að búa
um sig. Þegar víman er runnin af
mönnum getur oft verið of seint að
koma í veg fyrir heilsutjón.
Lyfin gerð dýrari og dýrari
Með aukinni sölu á þessum lyfjum
hafa augu frameiðenda beinst að því
hvemig hægt sé að auka arðsemi við
sölu þeirra. I þvi skyni hafa streymt
á markað alls kyns útfærslur lyfj-
anna.
Allar hafa þær nokkur sameiginleg
einkenni. I fyrsta lagi eru þær dýrari
og í öðra lagi eiga nútímavinnsluað-
ferðir að hafa aukið virkni þeirra.
Ef flett er auglýsingabæklingum
kemur þetta berlega í ljós. Ákveðin
tegund blómafijókoma á að vera
betri en aðrar vegna þess að hún er
unnin með „hátækni" sem fyrirtæk-
ið hefur einkaleyfi á. Hvítiaukspillur
eiga að taka hvítlauknum fram
vegna þess aö þær eru lyktarlausar.
Þá hefur lyktinni veriö eytt með vís-
indalegum aðferðum.
Samfara þessari „vísindalegu"
vinnslu er svo undirstrikað hve var-
an sé náttúruleg. Spumingin er bara:
Hvað er náttúrulegt viö pillur?
Fátt bendir til að slíkar aðferðir
geri annað en að hækka verð vö-
runnar.
Hverjir kaupa lyfin?
Ef kannað er hvéijir kaupa slík lyf
kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós.
Þetta er ýmist gamalt fólk, fólk sem
gefist hefur upp á að leita sér hefö-
bundinna lækninga eða fólk sem lifir
Neytendur
mjög óhollu lífi aö staðaldri. Einnig
er talsvert um fólk sem hafnar ger-
samlega vestrænni læknisfræði.
Þessir hópar era hins vegar flestir
mjög móttækilegir fyrir þóknunar-
hrifum. Undantekning er þó síöast-
- nefndi hópurinn. -PLP
Auglýsingamennska eða kraftaverk?
Gífurleg sala á
blómafijókomum
Blómafrjókom seldust fyrir 60
milljónir króna á síðasta ári. Þennan
árangur má þakka gífurlegri auglýs-
ingaherferð um ágæti þessa lyfs þar
sem fjölyrt var um undraverða eigin-
leika þess.
Svo sterkur var auglýsingaáróöur-
inn að fólk gein við efninu. Menn
skrifuðu í blöð og lýstu því hvernig
blómafijókom heföi umbylt lífi
þeirra og læknað ótrúlegustu sjúk-
dóma. Blómaftjókomaát varð trúar-
brögöum líkast.
Þegar trúarbríminn var í hámarki
var haft eftir landlækni í DV að hans
embætti heföi ekki fundið neitt það
er benti til þess að blómafrjókom
heföu nein undraáhrif. Síðan hafa
aðrir riðið á vaðið og talað um slæm
áhrif.
Svæsnar aukaverkanir
Ýmislegt bendir til mjög óæski-
legra aukaverkana við neyslu efnis-
ins. Era það sérstaklega ofnæm-
issjúklingar sem verða fyrir barðinu
á þessum áhrifum. Þetta hefur m.a.
leitt til þess aö tveir sjúklingar hafa
lent á gjörgæslu vegna heiftarlegs
ofnæmis sem talið er aö rekja megi
til neyslu blómafrjókoma.
I grein hér á síöunni fyrir nokkru
fjallar Ólafur Sigurðsson matvæla-
fræðingur um þessi frjókom. I grein-
inni kemur fram að engar sannanir
hggi fyrir um aö þau auki þrek, auk
þess sem varað er við aukaáhrifum
þeirra. Er þar sérstaklega talað um
ofnæmisáhrif og óæskilegar verkan-
ir á fólk með þvagsýrugigt.'
í nýútkominni lyíjabók er sérkafli
um svokölluð náttúralyf. I umíjöllun
um blómafrjókom er mjög tekið í
sama streng og í áöumefndri grein
Ólafs Sigurðssonar. Aukaverkanir
era nefndar ofnæmi. Er staðhæft aö
neysla efnisins hafi í nokkrum tilfell-
um leitt til mjög alvarlegra ofnæm-
istilfeha og jafnvel ofnæmislosts.
Einnig stendur að neysla efnisins
geti verið varasöm fyrir þá sem hafa
háa þvagsýra í blóði eða þvagsýru-
gigt. Sagt er að líkur bendi til að
neysla efnisins sé óæskileg á með-
göngutíma.
Sterk auglýsingamennska
Auglýsingaáróðurinn hefur ein-
kennst af því aö nafnkenndir ein-
staklingar eru fengnir til að lýsa
þeim góöu áhrifum sem neysla efnis-
ins hefur haft á heilsu þeirra og störf.
Samfara auglýsingunum hefur inn-
flytjandi útbúið bækhnga um efnið
og áhrif þess. Þessum bækUngum
hefur gjarnan verið dreift í stór-
mörkuðum.
Einnig var beitt nýstárlegri sölu-
tækni í dreifingu lyfsins. Þannig var'
félögum í Félagi eldri borgara send
greinargerð um undraáhrif lyfsins.
AUt þetta hefur gert það að verkum
að fólk hneigist til aö kaupa efnið
þótt verðið sé í hærra lagi.
Villandi upplýsingar í auglýsingum?
Þar sem niðurstöður vísindarann-
sókna hafa ekki leitt neitt það í Ijós
er skýrt gæti þau undraáhrif sem
blómafrjókom eiga að hafa haft á
þessa einstaklinga er spuming hvort
ekki sé um vfflandi auglýsingar að
ræða. DV sneri sér tfi Verðlagsstofn-
unar og spurði Gísla ísleifsson, lög-
fræðing stofnunarinnar, hvort ein-
hver afskipti heföu verið höfö af
þessari auglýsingaherferð:
„Við förum yfirleitt ekki af staö
nema einhver hafi kært. Ef einhver
myndi kæra í þessu tilfeUi myndum
við leita umsagnar landlæknisem-
bættisins og heUbrigðisráðuneytis-
ins.“ -PLP