Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988.
31
LífestOJ
Fánahylling i Vatnaskógi. Ágúst
Magnússon dregur niður fánann á
meðan strákarnir syngja viðeigandi
söng.
flokki. Yfir hverjum flokki er svo
einn fullorðinn foringi sem fylgir sín-
um mönnum eftir í gegnum allt nám-
skeiðið. AIls eru starfsmenn við sum-
arbúðimar fjórtán talsins.
„Ég hef mikla ánægju af starfinu
hér enda hef ég verið viöloðandi
Vatnaskóg í þrettán ár. Þá er ég í
Árni Sigurðsson var sæll með dvöl-
ina og hafði gaman af kvöldvökunni.
stjóm Skógarmanna," sagði Guð-
mundur. Hann bætti því viö að um
átta hundmð strákar væm aö meðal-
tali í sumarbúðunum á hverju sumri.
Dvalargjöld fara eftir lengd nám-
skeiðanna en átta daga dvöl með
uppihaldi og rútuferðum kostar 9.580
krónur.
Einn foringjanna í Vatnaskógi er
Ágúst Magnússon.
„Það er meiriháttar gaman aö vera
hér með strákunum. Þeir eru svo
jákvæðir og skemmtilegir. Strákarn-
ir koma alls staðar af landinu og
þekkjast fæstir þegar þeir koma
hingað. En nánast allir aðlagast um-
hverfinu fljótlega og félagsskapurinn
og samheldnin er mikil og skemmti-
leg enda koma flestir strákarnir aftur
og aftur hingað," sagði Ágúst sem
verður foringi í Vatnaskógi í allt
sumar. -ATA
Trausti Kristinsson, ívar Meyvants-
son og Einar Jón Erlingsson voru
saman í herbergi. Þeir skemmtu sér
konunglega í sumarbúðunum.
Vertu nú með
uppí
Vatnaskóg
Dægradvöl
Einar var á sama máli og ívar.
Hann hafði aldrei komið áður í skóg-
inn en líkaði vel. „íþróttahúsið er
skemmtilegast og einnig að fara á
báti út á vatnið - jafnvel að stökkva
út í það. Það gerir ekkert til þótt
vatnið sé kalt. Þá fáum við bara svo-
lítið kvef sem batnar strax aftur.“
Nú voru komnir til strákanna
nokkrir félagar þeirra úr næstu her-
bergjum. Þar sem líða tók að kvöld-
matartíma og búist var við hátíðar-
mat barst taliö að eftirlætisréttun-
um.
Guðrún Guðmundsdóttir ráðskona
og Linda Sjöfn Sigurðardóttir höfðu
í nógu að snúast því þær þurftu að
steikja 250 hamborgara.
Eftirlætisrétturinn minn!
„Hamborgarar meö frönskum og
kokkteil," sagði einn, og annar bætti
við: „Nei, kjúklingar!" Síðan komu
uppástungur um lambalæri og pyls-
ur í brauöi og margt fleira. Þegar
maturinn var borinn fram í matsaln-
um kom í ljós að þetta var eftirlæti
meirihluta strákanna, hamborgarar.
„Það er töluvert mál að steikja 250
hamborgara handa soltnum strák-
um,“ sögðu þær Guðrún Guðmunds-
dóttir ráðskona og aðstoðarmaöur
hennar, Linda Sjöfn Sigurðardóttir.
Þær stóðu kófsveittar yfir ofnunum
og slengdu hamborgurum á bakka
fyrir strákana sem virtust endalaust
geta tekið á móti.
Líka gaman á kvöldvökunni
Eftir kvöldmat hófst síðan kvöld-
vakan. Eftir kristnifræðslu hófst
upplestur sem einn foringjanna,
Andri Heide, sá um og náði fullkom-
inni eftirtekt strákanna.
„Mér finnst rosalega gaman hérna,
líka á kvöldvökunum," sagði Árni
Sigurðsson, „samt finnst mér
skemmtilegast að spila fótbolta."
Á eftir upplestrinum var fjölda-
söngur og hefur áreiðanlega sjaldan
heyrst eins vel tekið undir og þessa
kvöldstund í Vatnaskógi þegar sung-
ið var lagið: „Vertu nú með í Vatna-
skóg, af fjöri og glaðlyndi þar færðu
nóg!“
Nú leið að kvöldi og krakkar, jafnt
sem foringjar og starfsmenn, voru
greinilega orðnir úrvinda af þreytu.
Ánægjulegur dagur í Vatnaskógi var
að kvöldi kominn.
-ATA
Allir tóku vel undir i fjöldasöngnum á kvöldvökunni. Hér syngja strákarnir hátt og snjallt:
Vatnaskóg/af fjöri og glaðlyndi þar færðu nóg ...“
,Vertu nú með upp í
DV-myndir ATA
Vatnaskogur:
Smnarbúðir í 65 ár
Sumarbúðir KFUM-manna í
Vatnaskógi hafa í sumar veriö
starfræktar í 65 ár og virðast alltaf
vera jafnvinsælar. Upppantað er í
flesta dvalarflokka sumarsins en í
hveijum dvalarflokki eru hátt í
hundrað drengir. Þeir eru aðallega
frá höfuðborgarsvæðinu en einnig
víða af Vesturlandi og Suðumesj-
um.
Það tekur ekki nema um einn og
hálfan tíma í bíl að komast upp í
Lindarrjóður, höfuöstöðvar KFUM
í Vatnaskógi í Svínadal. Þetta er
þægileg, átakalitil og falleg leið. En
svo hefur ekki alltaf verið.
Tveggja daga stíf ganga
Þegar séra Friðrik Friðriksson
og aðrir forystumenn í KFUM
fengu úthlutað landspildu í Vatna-
skógi í árslok 1922 var saga bílsins
í landinu ekki orðin löng og vegir
voru fáir og flestir afleitir. Þegar
fyrsti dvalarflokkurinn fór í Vatna-
skóg í ágúst 1923, tuttugu manns
alls, var hópnum skipt. Annar hóp-
urinn fór með farangur og efni í
skúr með vélbátnum Óðni sem
lenti í fjörunni við Saurbæ. Þaðan
var farangur og efni í skúrinn flutt
á hestvögnum upp í Vatnaskóg.
Hinn hópurinn fór með bifreið
upp að Þverárkoti í Mosfellssveit
og þaðan var gengið í Vatnaskóg.
Þetta var tveggja daga stíf ganga
og þurfti meðal annars að vaða yfir
hluta Hvalfjarðar á fjöru,
Mikil uppbygging
Fyrstu árin var aðeins einn skúr
í Vatnaskógi en Skógarmenn, eins
og þeir hafa kallað sig frá byijun,
gistu í tjöldum. Fyrsti skálinn var
vígður á stríðsárunum. Húsakost-
ur í Lindarrjóðri er nú gamli skál-
inn, matskálinn, tveir svefnskálar,
íþróttahús, bátaskýli og kapella.
Flestar byggingarnar hafa verið
reistar í sjálfboðavinnu.
Skógarmenn skipta nú þúsund-
um eða jafnvel tugþúsundum.
Flestir eiga góðar minningar frá
dvöl sinni í Lindarrjóðri og frá
Eyrarvatni sem búðirnar standa
við. Þarna hafa strákarnir í nógu
aö snúast allan daginn. A morgn-
ana eru þeir vaktir klukkan hálf-
níu til að hylla fánann, borða morg-
unverð og meðtaka andlega
fræðslu í kapellunni.
Þreyttir en ánægðir
Síðan taka við leikir, bátsferðir,
silungsveiðar og íþróttir allan dag-
inn. Eftir kvöldverö er svo haldin
kvöldvaka en inn í hana fléttast
kristileg uppfræðsla, upplestur og
leikir. Aö loknum hverjum degi eru
strákarnir yfirleitt orönir þreyttir
en ánægöir og þeir fullorðnu sjálf-
sagt líka. Þeir sem eiga tíu til tólf
ára stráka vita að það getur verið
erfitt aö halda þeim viö efnið og
halda jafnframt uppi aga. Hvað þá
að vera með hundraö stykki!
En starfsmennirnir kvarta ekki.
Þeir njóta þess að umgangast strák-
ana. Það hlýtur líka að vera sérlega
jákvætt og gefandi starf að leið-
beina og umgangast hundrað án-
ægða stráka.
-ATA
Veðrið var ekki gott en samt vildu margir strákanna fara út á prammann á Eyrarvatni. Vatnið, siglingar á
því, sund og silungsveiðar skipa veglegan sess á dagskrá strákanna í Vatnaskógi, einkum þegar veðrið er gott.
DV-mynd ATA