Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988. 11 Utlönd Þrjátíu og níu létust í lestar- slysi í París Að minnsta kosti þrjátíu og níu manns létust þegar neðanjarðarlest ók á kyrrstæða lest á einni af í]öl- fornustu brautarstöðvum Parísar- borgar síðdegis í gær. Snemma í morgun óttuðust björgunarmenn að tíu manns væru enn lokaðir inni í braki lestarinnar á Gare de Ly’on- stöðinni. Þrjátíu og tveir slösuðust við áreksturinn, þar af fimmtán al- varlega. Örsök slyssins er sögð vera hemla- bilun í aðkomulestinni sem var á 60 kílómetra hraða. Þegar lestin, sem var að koma frá Melun, átti eftir 500 metra ófarna að inngangi brautar- stöðvarinnar áttaöi lestarstjórinn sig á því aö ekki væri allt í lagi. Hann æpti til farþeganna að þeir skyldu hlaupa aftur í lestina. Skelfingu lostnir lögðust farþegarnir á gólf lest- arinnar sem þaut stjórnlaus áfram. Að sögn björgunarmanna urðu hin skjótu viðbrögð lestarstjórans til þess að bjarga nokkrum mannslíf- um. Tveir lestarvagnar lögðust alveg saman við áreksturinn. Báðar le- Björgunarmenn unnu i alla nótt viö að reyna að losa slasaða farþega úr lestarbraki eftir slysið á Gare de Lyon-stöðinni í Paris í gær. Simamynd Reuter stirnar voru fullar af farþegum. Margir hinna slösuðu voru í kyrr- stæðu lestinni sem var rétt ófarin frá brautarstöðinni er slysiö átti sér staö. Forsætisráðherra Frakklands, Michel Rocard, innanríkisráðher- rann, Pierre Joxe, og samgöngu- málaráðherrann, Louis Mermaz, voru meðal þeirra embættismanna sem flýttu sér á slysstaðinn. Lestar- slysið í gær var það versta í Frakk- landi frá árinu 1985 en þá létust sjö- tíu og fjórir í tveimur lestarslysum og tvö hundruð særðust. Hundruð ættingja lestarfarþeg- anna stóðu í gær álengdar og horfðu á hjúkrunarfólk flytja hina slösuðu um borð í þyrlur sem biðu fyrir utan brautarstöðina. Neyðarskurðarborði hafði verið komið fyrir á brautar- stöðinni þar sem sumar aðgerðir þoldu ekki biö. Taka þurfti báða fæt- ur af einum farþeganum sem hafði verið lokaður í brakinu í nokkrar klukkustundir. Konu nokkurri var bjargað óslasaðri eftir aö hafa verið klemmd föst í tíu klukkustundir. Snemma i morgun var óttast að tíu manns væru enn lokaðir inni i lestarbrakinu. Simamynd Reuter Danir flýja skattana Gisair Hslgason, DV, Reexanæs: Danir flýja sitt fósturland í ár meira en nokkurn tíma áður. Tvær ástæður liggja að baki, allmargir sækja á hlýrri landsvæði en meiri- hlutinn sest aö í löndum þar sem skattaálagningin er ekkijafnóvæg- in og í Danmörku. Fyrir valinu verða oftast Spánn, England og Frakkiand. í öðru lagi Portúgal, .Bandaríkin og Ástralía. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fluttust tæpir fimm þúsund danskir ríkisborgarar til útlanda og munu ekki hverfa til síns heima í bráð. Á árinu 1987 fluttust alls 30.123 frá Danmörku og þar af voru tæpir 20 þúsund danskir ríkis- borgarar. Nú er talið aö Danmörk og Sviþjóð séu þau lönd jaröarinn- ar þar sem skattbyrðin er hvað þyngst Tugir farþega slösuðust í lestarslysinu, þar af fimmtán alvarlega. Simamynd Reuter Vinningstölurnar 25. júní 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.094.044, 1. vinningur var kr. 2.048.178,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning færist hann yfir á fyrsta vinning á laugardaginn kemur. 2. vinningur var kr. 614.128,- og skiptist hann á 293 vinningshafa, kr. 2.096,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.431.738,- og skiptist á 7.231 vinningshafa sem fá 198 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.