Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1988, Qupperneq 40
1% ♦ Cr F R TTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið ( hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hefur skrifað ættfræðiforrit Friðrik Skúlason, 24 ára Reykvík- ingur, sem er að ljúka viö nám í tölv- %r unarfræði og sálfræði við Háskóla íslands, er þessa dagana að ljúka við mjög athyglisvert ættfræðiforrit. Og svo getur farið að Friðrik safni upp- lýsingum um milljón íslendinga allt aftur til landnámsaldar. Það þýðir að tölvuforritið getur rakið ættir núlifandi íslendinga til manna eins og Ingólfs Arnarsonar og Egils Skallagrímssonar. „Ég byrjaði að skrifa ættfræðifor- ritið fyrir mánuði og er að ljúka því þessa dagana," segir Friðrik. „Ég hef enn ekki ákveðið hvort ég sel forritið eða set upp ættfræðiþjónustu.“ Velji Friðrik síðari kostinn hyggst hann safna upplýsingum um milljón íslendinga í gagnabanka, spurningin sé fyrst og fremst hvernig hann fari • að því. „Það er sá fjöldi íslendinga sem til eru heimildir um. Erfiðast verður að vinna gamlar heimildir en eftir 1700 má styðjast við manntöl og kirkjubækur." -JGH Nauðgunarmálin: r Fara öll til saksóknara Nauðgunarmálin þrjú, sem kærð voru sunnudaginn 19. júní, veröa öll send til ríkissaksóknara. Stúlkan sem kærði tvo varnarliðsmenn hefur óskað eftir að ekki verði frekari að- gerðir vegna kæru sinnar. Ríkissak- sóknari fær málið eigi að síður til umsagnar. Þau tvö mál sem kærð voru vegna nauðgunar og tilraunar til nauðgun- ar, í heimahúsum í Hafnarfirði, verða send til ríkissaksóknara í dag eða á morgun. í öðru tilfellinu mun ^vera um fullframda nauögun að ræða. Sá maður hefur ekki áður gerst sekur um slíkt afbrot. í hinu tilfellinu var maður kæröur fyrir tilraun til nauðgunar. Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgunartilraun árið 1985. -sme LOKI Þeir ætla greinilega að reyna samkeppni við okkur á DV í ættfræðinni. Nýstofnað Félag rækj uvi n nsl ustöðva: Ætlar ser að stefna sjávarútvegsráðherra „Það verður örugglega látið reyna á þessa reglugerð fyrir dóm- stólum. Við trúumþví ekki að hægt sé að innleiða aftur svipað fyrir- komulag og hér gilti fyrir 1762. Þá voru menn skyldaðir til að selja ákveðnum kaupmönnum og hýdd- ir ef þeir sinntu því ekki,“ sagði Óttar Yngvason, framkvæmda- stjóri íslensku útflutningsmið- stöðvarinnar. Nýstofnað Félag rækjuvinnslustöðva hyggst nú stefna sjávarútvegsráðherra vegna reglugerðar sem sett hefur verið um kvóta á rækjuvinnslu. Sextán rækjuvinnslur stofhuðu Félag rækjuvinnslustöðva fyrir tveimur mánuðum, í kjölfar deilna vegna samráðs Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda við sjáv- arútvegsráöuneytið vegna þessar- ar reglugerðar. Á félagsfundi í fe- brúar voru samþykkt mótmæli við hugmyndum um kvóta á stöðvam- ar. Að sögn Óttars hélt þó meiri- hluti stjórnar og framkvæmda- stjóri félagsins áfram samráði við ráðuneytið. Það varð til þess að fjöldi framleiöenda stofnaði nýtt félag og hætti afskiptum af því gamla. „Það hafa ekki nema þrír fram- leiðendur sagt sig úr félaginu,“ sagði Lárus Jónsson, fram- kvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda. „Ég á bágt með aö skilja hvers vegna framleiðendurnir láta óánægju sína með kvótann bitna á félaginu. Við höfum einungis fylgst með störfum ráðuneytisins á sama hátt og Landssamband útvegsmanna hefur gætt hagsmuna sinna félaga varðandi ráðuneytinu. Kvótinn er ekki settur á fyrir okkar tilstuðl- an," sagði Lárus. Óttar sagði hins vegar að mun fleiri hefðu hætt afskiptum af félag- inu. Á félagsfundinum í febrúar heföu þannig mætt fulltrúar 36 framleiðenda en á aðalfundinum fyrr í þessum mánuði hefðu ein- ungis fulltrúar frá 20 framleiðend- um látið sjá sig. „Menn höfðu ekki einu sinn fyrir því að fella meirihluta stjómar sem hafði unnið gegn vilja meirihluta félagsmanna. Við ætlum okkur að vinna á öðrum vettvangi að okkar málum," sagði Óttar. ■ í gamla félaginu sitja eftir nokkr- ar kaupfélags- og Sambandsverk- smiöjur og nokkrar af stærri verk- smiðjunum í einkaeign, í nýja fé- laginu eru þeir sem fá minni kvóta vegna reglugerðarinnar. -gse Það er engu líkara en að Gisli Reynisson sitji undir stýri á einhvers konar vörubil. En raunin er önnur, hann er hér að aka öðrum hjólabáti félagsins Mýrdælings í Vik í Mýrdal. Félagið á tvo fimm tonna báta, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að bátarnir eru á hjólum. Margir gestir sem og heimamenn i Vík i Mýrdal hafa án efa oft rekið upp stór augu þegar áhöfnin á Farsæl heldur til veiða. Bátnum er einfaldlega ekið eftir götum þorpsins, niður að flæðarmáli og út i sjó. Sjá frétt á bls. 4. DV-mynd Brynjar Gauti Veðrið á morgun: Vindursnýst til norð- lægrar áttar Á morgun snýst vindur smám saman til norölægrar áttar. Léttir þá til um landið sunnanvert en norðanlands verður skýjað og sums staðar súld á annesjum. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Suðaust- urlandi. Víða sunnanlands er hætta á síðdegisskúrum. Enskur ferðalangur: Drukknaði í Jökulsá Ensk kona féll í Jökulsá á Dal í gær og drukknaði. Slysið varð rétt við brúna við Fossvelli síödegis í gær. Lík konunnar fannst nokkru neðar í ánni skömmu síðar. Erlendir feröalangar voru saman í hópferðabíl og yfirgáfu þeir bílinn um stund. Ekki er vitaö með vissu hvernig slysið bar að. -sme Innbrot í íbúð Brotist var inn i íbúð á sjöundu hæð hússins númer 4 viö Hátún í nótt. Þjófurinn hafði á brott með sér sjónvarpstæki, myndbandstæki og myndbandsspólur. Rannsóknarlögreglan hefur máliö til rannsóknar. -sme Eldur í íbúð: Glóð í húsgagni orsök eldsins íbúð á efri hæð hússins númer 36 a við. Kársnesbraut í Kópavogi skemmdist töluvert af völdum elds, reyks og sóts í nótt. Þegar slökkvi- liðsmenn komu á vettvang lagði mik- inn reyk frá íbúðinni. íbúarnir höfðu komist út óskaddaðir. Reykkafarar fóru inn í íbúðina. Þeir sáu strax aö eldur var í hús- gagni og greinilegt að glóðin hafði logað lengi. Vel gekk að slökkva eld- inn. Húsgögn og stofan eru mikið skemmd vegna hita, reyks og sóts. Þá lagði reyk og sót um alla íbúðina. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.