Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1988, Side 7
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988.
7
Fréttir
^ Ávísanir bókaðar samstundis:
Afiall fyrir þá sem
aldrei eiga innstæðu
- segir Stefán Pálsson bankastjóri
Erfitt að stöðva
útflutninginn
„Viö höfum ekki skoöaö þetta
mál og það hefur engin formleg
beiöni borist til okkar frá Norð-
mönnum. Við munum sjálfsagt
eiga erfitt meö að stöðva útflutn-
ing á flökum þar sem við höfum
skyldum að gegna gagnvart þeim
kaupendum sem við erum samn-
ingsbundnir," sagði Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra.
Norðmenn haía nú ákveðið að
hætta útflutningi á frystum flök-
um þar sem verð er of lágt. Þeir
ætla að safna birgðum þar til
verðið hækkar. -gse
Húsaleigahækkar
Húsaleiga fyrir íbúðar- og at-
vinnuhúsnæði hækkar um 8%
frá 1. júh nk.
Hækkunin snertir aðeins húsa-
leigu sem breytist samkvæmt
lögura nr. 62/1984. Leigan helst
óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e.
ágúst og september 1988. -StB
„Þetta er afls ekki mikil breyting
því mönnum ber að eiga innstæöu
fyrir þeim tékkum sem þeir gefa út.
Þetta er einungis breyting fyrir þá
sem alltaf eru með allt niður um
sig,“ sagði Stefán Pálsson, banka-
stjóri Búnaðarbankans og formaður
Sambands viðskiptabanka.
Að sögn Stefán hafa samtök við-
skiptabanka veriö að ræða um að í
haust verði ávisanir og ávísanainn-
legg færð inn beint, strax og slíkt
berst bankanum. „Þetta verður ekki
ákveðiö fyrr en í haust og þá yröi
slíkt kynnt. Tilgangurinn með því að
gera þetta er aö nýta sér möguleika
sem ekki hafa verið fyrir hendi fyrr
en nú með tölvuvæðingunni. Það er
mikið öryggi sem felst í því að gjald-
kerar geti alltaf fullvissað sig um að
innstæða sé fyrir tékka sem þeir taka
viö,“ sagði Stefán.
Eins og fyrirkomulagið er nú getur
fólk borgað með ávísun að kvöldi og
sé hún innstæðulaus getur fólk lagt
inn fyrir henni að morgni, þar sem
bókun fer fram að næturlagi og upp-
gjör liggur ekki fyrir fyrr en á
morgnana. Þegar breytingin hefur
orðið mun bókun fara fram samtímis
því sem tékkar eru leystir út eða
lagðir inn. Með þessu móti geta því
bankarnir nánast gulltryggt sig fyrir
því aö taka ekki viö innstæðulausum
ávísunum.
Stefán sagði að hraöbankarnir
hefðu ekki verið teknir inn í umræð-
una en þeir hefðu fullt gildi sem af-
greiðslustofnanir.
„Þessi breyting á við gjaldkerana
sem taka við ávísunum, til að þeir
geti fullvissað sig um að innstæða sé
fyrir hendi,“ sagði Stefán Pálsson.
-JFJ
Flugmannadeilan:
Áhersla á annað en laun
samdráttur hjá Flugleiðum í haust
„Flugleiðir líta svo á að það séu
engar samningaviðræður í gangi.
Menn eru að ræða atriði varðandi
kjarasamninga, vinnutilhögun og
hugmyndir flugmanna um breyting-
ar án þess að Flugleiðir ljái máls á
launahækkun umfram það sem
kveðið er á um í bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar," sagði Steinn
Logi Björnsson, forstöðumaður upp-
lýsingadefldar Flugleiöa.
Fundir hafa veriö milli samninga-
nefndar flugmanna og Flugleiða,
bæði í gær og fyrradag, þar sem far-
ið hefur verið yfir ýmis atriði er lúta
að kjarasamningum flugmanna, þó
ekki sé sagt að um samningaviðræð-
ur sé aö ræða. Flugleiðir hafa gert
flugmönnum ljóst að fyrirtækiö
muni ekki standa að kauphækkun
umfram ákvæði bráðabirgðalaganna
og því hefur umræðan beinst inn á
að ræða önnur atriði.
Rætt hefur veriö fyrirkomulag og
framkvæmd leiguverkefna en inni í
því er meðal annars rætt að rýmka
dvöl erlendis vegna slíkra verkefna.
Einnig er rætt um veikindaréttindi
og vinnutímareglur. Um þær hafa
komið fram hugmyndir um að
minnka fjölda flugstunda í mánaðar-
kaupinu og greiða meira fyrir um-
framstundir en því hefur verið hafn-
að af Flugleiðum.
Um leiguverkefnin sagði Steinn
Logi að það væru sameiginlegir hags-
munir beggja að Flugleiðir væru
samkeppnisfærar og gætu aflað sér
leiguverkefna. „Þeir telja sig sjá fram
á uppsagnir í haust og vilja því liðka
til vegna slíkra verkefna sem gæti
dregið úr þeim samdrætti,“ sagði
Steinn Logi.
- Kemur til uppsagna í haust?
„Það verður einhver samdráttur í
haust.“
-JFJ
Hallvarður Einvarðsson um gagnrýni sakadómara:
Segi ekkert fyrr
en ég hef fengið
dómsgerðina
, JÉg get ekkert sagt um þetta fyrr
en ég hef fengið dómsgeröina. Hún
hlýtur að koma til embættisins inn-
an skamms,“ sagði Hallvaröur Ein-
varðsson ríkissaksóknari.
1 DV í gær var greint frá marg-
þættri gagnrýni sem Ólöf Péturs-
dóttir, sakadómari i Kópavogi, setti
fram á ákæruvaldið í máli Her-
manns Björgvinssonar.
Haflvarður vildi ekki heldur tjá
sig um aöra gagnrýni sem komið
hefur fram á embætti ríkissak-
sóknara aö undanfómu, svo sem í
Kaffibaunamálinu.
Hallvarður sagöi að hann ætti
eftir að taka ákvörðun um hvort
hann áfrýjaði dómi Sakadóms
Kópavogs í okurmálinu til Hæsta-
réttar.
Ríkissaksóknari hefur þrjá mán-
uöi, frá því að honum berast dóms-
gerðir, til að ákveða áfrýjun.
-sme
A
i
V/SA
OPIÐ LAUGARDAG
9-13
A
{
A
VINNUFATABÚÐIN
LAUGAVEGI76 — HVERFISGÖTU 26