Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1988, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988. 13 Lesendur Gragrýkissvæði landsins: Heppilegasta búsetan Halldór Björnsson skrifar: mönnum saman á suðvestur-horn- Þótt fréttir Qölmiðla snúist oft um inu, þar sem víðast hvar er mikið slys, manndráp og hryðjuverk, móbergssvæði og lítið á náttúruöfl- þykir mér þó sumt jákvætt í frétta- in treystandi. Þess vegna þóttu mér flutningi undanfarið. - Nú fyrir það gleðitíðindi að frétta að byggja skemmstu voru fréttir af því að ætti kaupleiguíbúöimar í stærstu farið væri að byggja kaupleigu- bæjum á grágrýtissvæðunum. íbúðir og í þetta sinn, sem betur „Búsetuhúmbúkk“ framsóknar- fer, úti á landsbyggðinni. Ég tel það ■ manna á litið erindi, þarsemfram- varasamt að hrúga öllum lands- takssemi Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra er annars veg- ar. - Og nú ætlar hún, að þvi er mér skilst, að veita miklu meira fé í þetta á næsta ári. Vona ég að sem mest af því fé renni til Akureyrar og Neskaupstaðar, því þeir staðir eru á grágrýtissvæöi, sem er hið heppilegasta til búsetu. t Skagfirðinga skortir stöðvar I.A.H. skrifar: Ég er hérna með eina spurningu sem mig langar að setja fram. Hún er þessi; Hvenær ætla Stjarnan, Bylgjan og Hljóðbylgjan á Akureyri að liefja útsendingar i Skagafirði - eða bara um allt land? Nú geta Reykvíkingar og nærbúar valið um 7-8 útvarpsstöðvar og Ak- ureyringar og nærsveitir valið um 5 til 6 stöðvar. - Skagfirðingar hins vegar geta aðeins vahð um rás 1 og rás 2. Eg skora þess vegna á útvarps- stjóra Stjörnunnar, Bylgjunnar og Hljóðbylgjunnar að kippa þessu í lag, eins fljótt og mögulegt er. Lesendasíðan leitaði upplýsinga um málið og kom þá eftirfarandi í ljós; Pálmi Guðmundsson, útvarpsstjóri Hljóðbylgunnar, sagði að vissulega hefðu þeir mikinn áhuga á að sinna stærra svæði en Akureyrarsvæðinu og væri verið aö skoða það mál af alvöru. - Hjá Stjörnunni fengust þær upplýsingar að um þetta væri allt óákveðið eins og stendur. - Ólafur Njáll, flármálastjóri Bylgjunnar, sagði aðspurður að þetta væri ein- faldlega spurning um íjármagns- kostnað og eins og mál stæðu nú væri ekki fyrirhugað að leggja í þann kostnað. Hótel Ljósbrá í Hveragerði Regína Thorarensen, DV, Selfossi: ; Sigrún Sigfúsdóttir er hótelstýra á Hótel Ljósbrá í Hveragerði en hótel hennar er opið allan ársins hring. Þar er gistirými fyrir 23 gesti. Góöur matur fram borinn og ódýr. Hótelið tekur að sér veislur og einnig sendir það mat og kaffl í heimahús ef þess er óskað. Sigrún hefur ^ rekið hótelið með miklum myndarbrag í fimm ár og er búin að gera mikið við gamla húsið, gera það upp að miklu leyti á alllöngum tíma eftir efhum og ástæðum, því Sigrún segist ekki vilja lifa um efni fram. Hvergerðingar segja að Sigrún hótelstýra sé mjög snjöll á sínu sviði. Ekki má gleyma kaffihlað- borðinu á sunnudögum á Hótel Ljósbrá og þar er sjón sögu ríkari. Vil ég ráðleggja öllum aö fá sér þar kaöi og meðlæti. Tapaði páfagauki Steinunn hringdi: Ég tapaði páfagauki úr stofunni hjá mér á mánudagsmorgun, 27. júní, úr húsi við Hagamel. Páfagaukurinn er ungur fugl, hvítur og ljósblár að lit. Þeir sem kynnu að hafa séð til ferða páfagauksins eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 18404 eftir kl. 6 á kvöldin. Uti á landsbyggðinni er góð reynsla fengin á dreifingu og sölu áfengis í almennri verslun. - Bréfritari leggur til að matvöruverslanir annist sölu á bjór og léttum vínum. Besta lausnin á bjórdreifingunni: Selja hann í matvöruverslunum Jóhann Pétursson skrifar: Það hefur nokkrum sinnum verið minnst á að vandræði kunni að skap- ast þegar sala og dreifmg á hinu áfenga öli hefst hér á landi. Fréttir hafa spurst frá ÁTVR um að það sé ekki gert ráð fyrir þessari viðbót á þeirra athafnasvæði í verslunum og þurfi því að gera einhverjar sérstak- ar ráðstafanir varöandi dreifingu. Nú hefur maður séö í fréttum sjón- varps að úti á landsbyggðinni er áfengi ekki endilega afgreitt í versl- unum eða útsölum sem tilheyra ÁTVR sérstaklega, heldur er það selt og afgreitt í verslunum sem selja annan varning, svo sem fatnað og aðrar óskyldar vörur. Virðast engin vandkvæði á þessu fyrirkomulagi og enginn hefur gert athugasemd við þessa lausn. Mér finnst að hinn áfenga bjór eigi að afgreiöa og selja, strax og hann kemur í umferð, í almennum mat- vöruverslunum, eins og gert er hvar- vetna um hinn frjálsa heim. Einnig ættu létt vín að vera þar til sölu. Þetta myndi létta á útsölustöðum ÁTVR og fólk myndi strax taka þessu fyrirkomulagi eins og annars staðar í heiminum og umgangast þessar vörutegundir eins og aðra neyslu- vöru. Eða hver er munurinn á þessu fyrirkomulagi og því sem gerist á landsbyggðinni, þar sem vínið, létt og sterkt, er selt í almennri verslun? Ég myndi hins vegar ekki vilja að bjórinn eða létt vín yrði selt í sjopp- um eða öðrum nætursölum, heldur aðeins í matvöruverslunum þar sem fólk kemur til að versla alla aðra matvöru hvort eð er. Og er einhver siðferðismunur á því að selja bjórinn í matvöruverslun eða sérstökum út- sölum ÁTVR? - Munurinn er aðeins sá að fólki eru bökuð óþægindi með hinum síðarnefndu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.