Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
7
Fréttir
Þijú stórhýsi Öiyikjabandalagsins við Hálún:
Brunavömum er
mjög ábótavant
- „steypan í lagi og þá er það upptalið"
„Brunayörnum er mjög ábóta-
vant í öllum þremur húsunum.
Steypan er í lagi og þá er þaö upp-
talið,“ sagði Guðmundur Gunnars-
son byggingaverkfræðingur hjá
Brunamálastofnun ríkisins.
Guðmundur Gunnarsson hefur
gert úttekt á húsunum aö fc'úðni
Ríkisspítalanna. í Ijós kom að nán-
ast ekkert er í lagi hvaö varðar
brunavamir.
„Það var lán í óláni að eldurinn
varð laus á efstu hæð. Ef kviknað
hefði í á neðri hæðum hússins heföi
reykur komist óhindrað um allt
húsið. Þama býr fólk sem á erfitt
meö að bjarga sér ef eldur verður
laus,“ sagði Guðmundur Gunnars-
son.
Húsin eru ekki í beinni tengingu
við slökkvistöð. „Það er varla von
þar sem ekkert brunavarnakerfi er
í þessum húsiunsagði Guðmund-
ur.
Nýlega varð eldur laus í íbúð á
áttundu hæð í Hátúni ‘0. Eldurinn
var ekki mikill. Þrátt fyrir þaö var
ein kona flutt á slysadeild vegna
ótta um reykeitrun. í húsunum
þremur eru rúmlega tvö hundmð
íbúðir auk öldmnardeildar og geð-
deilda. „Það er rekiö þarna elli-
heimili án þess að lágmarksskil-
yrði séu til staðar," sagði viðmæl-
andi DV sem vel þekkir til í húsun-
um. Slökkvitæki eru á göngum en
ekki í íbúðum húsanna.
Allir sem DV ræddi við voru sam-
mála um aö íbúar í þessum húsum
væm í.mikilli lífshættu yrði eldur
laus og þá sérstaklega ef hann
kæmi upp á neðri hæðunum.
-sme
Bogi Ágústsson, nýr fréttastjóri
sjónvarps, kominn til starfa.
DV-mynd GVA
Það verður
mikið um
breytingar
- segir Bogi Ágústsson
Þrjátíu í fallhlrfar-
stökki á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þaö voru um 30 stökkvarar sem
voru hérna um helgina en það er stór
hluti vönustu stökkvara hér á landi,“
sagði Sigurður Baldursson, fallhlíf-
arstökkvari á Akureyri, í samtali við
DV en um helgina var haldið svokall-
að Twin-Otter mót fallhlífarstök-
kvara á Akureyri.
Ætlunin var að reyna við íslands-
met að þessu sinni með því að 20
stökkvarar mynduðu stjörnu í því
sem kallað er frjálst fall. Af því gat
þó ekki orðið þar sem lágskýjað var
og ekki hægt að stökkva úr nægilega
mikilli hæö.
„Það var þó mikið stokkið, eitthvað
á annað hundraö stökk og við notuð-
um þrjár vélar. Þótt svo lágskýjað
væri reyndu menn að hafa gaman
af þessu og ég held aö þetta hafi tek-
ist vel,“ sagði Sigurður.
Uppboðsrettur Vestmannaeyja:
Fórst fyrir að
bóka í dómabók
- vinnubrögðin ámæíisverð að mati Hæstaréttar
Jóni Ragnari ÞorSteinssyni, sem
gegndi starfi bæjarfógeta í Vést-
mannaeyjum, varð það á að láta ekki
bóka úrskurði sem hann kvað upp í
fjórum uppboösmálum.
Jón Ragnar var uppboðshaldari i
sjö uppboðsmálum á eignum Pálma
Lórenssonar veitingamanns. Lög-
maður Pálma kærði framkvæmd á
sex uppboðum. Uppboðshaldari féllst
ekki á kæru lögmannsins sem áfrýj-
aði úrskurðum uppboðshaldara til
Hæstaréttar. Hæstiréttur hefur nú
kveðið upp dóma í málunum. Fjórir
af úrskurðum uppboðshaldara voru
ómerktir frá 3. desember 1987.
Ómerkingarnar voru byggðar á því
að forsendur vantaði fyrir úrskurð-
unum í dómabók.
Hæstiréttur segir aö vinnubrögð
uppboðshaldara, Jóns Ragnars Þor-
steinssonar, í þessum málum séu
ámæhsverð.
„Sjaldgæft að slíkt hendi“
Kristján Torfason, bæjarfógeti í
Vestmannaeyjum, vildi ekkert tjá sig
um gerðir uppboðshaldara, Jons
Ragnars Þorsteinssonar, í þessum
málum. Kristján gat ekki sagt til um
hversu háar uppboðskröfurnar
væru. Hann taldi víst að þær næmu
tugum milljóna.
„Ég held að ég sjái ekki ástæðu til
að tjá mig um þetta mál. Það er sjald-
gæft að slíkt hendi. Þetta lá ekki fyr-
ir fyrr en í munnlégum málflutningi
í Hæstarétti. Við sem fluttum máhö
fyrir uppboðsbeiðendur höfðum ekki
hugmynd um að ekki hefði verið
fært i dómabók," sagði Gunnlaugur
Claessen ríkislögmaður.
Gunnlaugur flutti máhð fyrir upp-
boðsbeiðendur, ásamt hæstaréttar-
lögmönnunum Baldvini Jónssyni og
Jóni Hjaltasyni. Það voru margir lög-
menn sem sóttu málið. Baldvin Jóns-
son flutti málið fyrir fiórtán lögmenn
í Hæstarétti. Björgvin Þorsteinsson
hæstaréttarlögmaður flutti máliö
fyrir Pálma Lórensson veitinga-
mann.
-sme
Vinnuskóli Akureyrar:
Hæsta tímakaup 151 króna
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Hæstu laun unglinga hjá Vinnu-
skóla Akureyrar í sumar eru 151,73
krónur á klukkustund, og eru það
15 ára unglingar sem fá þá upphæð.
Fjórtán ára unglingar fá 136,56
krónur á tímann og 13 ára ungling-
arnir verða að láta sér nægja 106,21
krónu. Þeir sem eru 15 ára vinna í 7
klukkustundir á dag en hinir aldurs-
flokkarnir aðeins í 3,5 klukkustund-
ir. Þeir fá því innan við 2 þúsund
krónur í laun á viku.
Aö sögn Valdimars Péturssonar,
forstöðumanns Vinnuskólans, eru
um 350 unglingar í skólanum í sumar
og vinna þeir að mestu við fegrun
bæjarins og hreinsun.
Einn fallhtíteStCkkvarinn lendir mjúklega á mótinu á Akureyri.
DV-mynd GK
„Það er gott að komast á gamla
staðinn og tilhlökkunarefni að takast
á við komandi verkefni. Við erum
hvergi bangin hér á fréttastofunm."
sagði Bogi Agústsson, nýr fréttastjóri
Sjónvarpsins, viö DV í gær.
Bogi hóf störf í gærmorgun og eftir
6 tíma vinnu sagði hann ekki ástæöu
til annars en að vera ánægður. Þarna
væri nýtt fólk og gamlir kunningjar,
sem öll hafi skilað sínu hlutverki vel.
„Það verður mikið um breytingar,
en þær koma ekki sem bylting. Það
mun fyrst fara fram ítarleg skoðun
á fréttastofunni sem allir starfsmenn
hennar taka þátt í og koma með hug-
myndir. Þessir hlutir eru í stööugri
þróun. Hvað mannabreytingar varð-
ar, þá er ástæða til að taka fram að
ekki er óeðlilegt þótt fólk fari héðan.
Við þær breytingar, sem hafa orðið
á flölmiðlun hérlendis, er ekki í mörg
hús að venda fyfir þá sem leita að
vönu fiölmiðlafólki. Loks má benda
á að héöan hafa fréttamenn fariö án
þess að fara á Stöð 2“. -hlh
Reglubundnir
sumartónleikar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Reglulegir sumartónleikar verða
haldnir í Akureyrarkirkju, Húsavík-
urkirkju og Reykjahlíðarkirkju á
Mývatni fram í ágúst.
Þessir tónleikar eru í Akurevrar-
kirkju á sunnudögum kl. 17.00, í
Húsavíkurkirkju á mánudögum kl.
20.30 og í Reykjahlíðarkirkju á
þriðjudögum kl. 20.30.
GARÐURIIMN ÞINN VERÐUR
GÖTUPRÝÐI
EF ÞÚ KLIPPIR LIMGERÐIÐ
MEÐ
JEEuSF
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16, s. 691600.