Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988. 11 DV Leiðtogi stjóm- arandstöðunnar í Mexíkó myrtur Francisco, Ovando, einn l'eiðtogi stjórnarandstöðunnar og einn helsti stuðningsmaður forsetaframbjóð- anda vinstri flokkanna í Mexíkó, var myrtur á laugardag. Forsetakosning- ar fara fram í Mexíkó á morgun en Carlos Salinas de Gortari, forseta- frambjóðandi byltingarflokksins, PRI, er talinn öruggur sigurvegari. Flokkurinn hefur sigrað í öllum for- setakosningum sl. 59 ár. í kosningun- um verða einnig kosnir 64 fulltrúar á þing en stjórnarandstaðan hefur aldrei átt mann á þingi. Frambjóöandi vinstri flokka, Cu- auhtemoc Cardenas, hefur sakað stjómarflokkinn um víðtækt kosn- ingasvindl fyrir kosningarnar, m.a. að um 5 milljón látinna manna séu á kjörskrá. Andstæöingar PRI og erlendir stjómarerindrekar telja að kosning- ar í Mexíkó hafi hingað til einkennst af víötæku kosningasvindli. Og þrátt fyrir að Salinas hafi nú heitið heiöar- legum kosningum, er. stjórnarand- staðan vör um sig. Að sögn Jorge Del Rincon, leiðtoga hægri sinnaða PAN-flokksins, hefur stjórnarand- staðan uppgötvað rúmlega 170 að- ferðir sem hún segir að PRI muni nota til að falsa úrslit kosninganna. En að mati fréttaskýrenda marka kosningarnar á morgun tímamót í sögu Mexíkó. í fyrsta smn hefur sam- staða náðst meðal vinstri afla í landinu og bjóða þau nú fram sam- eiginlegan forsetaframbjóðanda. Salinas hefur lofaö umbótum í kosningum í framtíðinni auk þess sem hann hefur lofað breytingum í efnahags- og stjórnmálum landsins. Talið er að hann muni mæta and- stöðu innan síns eigin flokks hyggist hann reyna að fá fram róttækar breytingar. Reuter Salinas, sem hér sést á síðasta kosningafundi sinum fyrir forsetakosningarn- ar sem fram fara á morgun, er talinn næsta öruggur um sigur. Simamynd Reuter Bjami Himiksson, DV, Bordeaux: Franska stjórnin hefur tekið af- stöðu í deilumáli páfagarðs og franska bisktipsins Lefebvre sem er leiötogi íhaldssamra innan ka- þólsku kirkjunnar og var bann- færður í síðustu viku af páfanum vegna biskupsvígslu i trássi við vilja páfagarðs. biðlaði til fylgismanna Lefebvre í Þessi bannfæring hefur skapað messu sem hann hélt á latinu í klofning innan kirkjunnar og er Notre Dame kirkjunni á sunnudag. langtsíðankaþólsktrúhefurstaðið Eitt af óánægjuefnum hinna frammi fyrir jafiiviðkvæmu máli. íhaldssömu er aö nú skuli ekki Roland Dumas utanríkisráðherra lengur vera messáð á latínu og með lýsti yfir algjörum stuöningi við þessu vildi erkibiskupinn vinna til páfann og Jean Marie Lustiger, sin fylgismenn Lefebvre. kardínáli og erkibiskup í París, Vilja ekki „ljósrita“ stefhu Gorbatsjovs Gizur Helgason, DV, Reersnæs: Flokksráðstefnunni í Moskvu hef- ur verið tekið fálega af a-þýskum stjórnvöldum ef miða á við þá um- fjöllun er hún hefur hlotið í fjölmiðl- um í A-Þýskalandi. Flokksforysta A-Þýskalands hefur fram að þessu ávallt sagt að engra umbóta sé þörf í A-Þýskalandi. Aftur á móti eru ýmis öfl sem krefjast umbóta eftir sovéskri mynd. Það er enginn vafi á því aö umbætur Gorbatsjovs hafa valdið stjórnvöldum í A-Þýskalandi vandræðum. Stjórn A-Þýskalands hefur lýst því yfir að hún óski ekki eftir því að „ljósrita“ umbætur Gor- batsjovs þvi að áætlanir A-Þýska- lands virki samkvæmt áætlun og A-Þýskaland hefur þar að auki marg- víslegan hagnað af þátttöku V-Þýska- lands í Efnahagsbandalaginu. A-þýsk stjórnvöld hafa birt opnun- arræðu Gorbatsjovs í heild. Að öðru leyti hafa ráðstefnunni og niðurstöð- um hennar verið gerð mjög fátækleg skil. Útlönd Fer milliveg inn í skatta hækkunum Bjami HiniikBaon, DV, Boideainc Línur skýrast smám saman þessa dagana hvað varðar stefiiu og aögerðir hinnar nýju ríkis- stjórnar Michels Rocard, forsætis- ráðherra Frakklands. Eitt af helstu báráttumálunum i kosningunum var hærri skattur á hina ríku og nú hefur forsætisráðherrann, eftir miklar viðræður við fjármálaráð- herra sinn, komist að niðurstöðu. Hann fer milliveginn í tillögum sínum, hækkar skattinn en þó ekki svo mikið að hætta sé á fjármagns- streymi út úr landinu, líkt og gerð- ist 1981 þegar sósíalistar komust fyrst til valda og hrintu í fram- kvæmd stefnumálum sínum. í hinum nýju tillögum, sem ríkis- ráðið og ríkisstjórnin munu ræða endanlega næstu daga áður en þær verða síðan lagðar fyrir þingið með haustinu, er reiknað með að skatt- urinn leggist á allt ríkidæmi ein- staklings sem fer yfir fjórar milfj- ónir franka. Undanskilin eru lista- verk og vinnutæki. Þeir sem teljast eiga allt að sjö milfjónir franka fá 0,5 prósent skatt, sjö til tólf-milljónamæring- arnir borga 0,8 prósent og hinir rík- ustu eitt prósent. Alls er áætlað að hundrað og tuttugu þúsund heimili borgi meiri skatt og ríkið vonast eftir'tæplega fjórum milljörðum i kassann sinn sem varið verður til að greiða hækkun lágmarkslauna. Ekki þarf að taka fram að borg- ara- og hægriflokkarnir eru að miklum meirihluta mótfallnir þessum skatti á meöan kommún- istar og sósíalistar lengst tfl vinstri vilja ganga lengra. Hægrimenn hafa ávallt haldið því fram að hærri skattur myndi ýta frönskum iön- rekendum út úr landinu og minnka samkeppnishæfileika Frakklands, sérstaklega með markaðsbreyting- arnar í Evrópu 1994 í huga. fS O.Ó- Ný tímarit og metsölubækur berast viku- lega í flugfrakt. Yfir 200 titlar til sölu í dag og yfir 2.000 titlar í pöntunarþjónustu (póstsend- um ef óskað er). Engar kvaðir að kaupa tímarit áfram eftir pöntun og skoðun. Líttu við eða hringdu í síma 686780. BOftAHÚSIB LAUGAVEGÍ 178, SÍMI 686780 Magnafsláttur 10% yfir 1.000 kr. 15% yfir 5.000 kr. 20% yfir 10.000 kr. 30% á tímaritum síðasta mánaðar. Heildsöludreifing: DCO sf. Simi 91-651815

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.