Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988. 15 „Beztu hugmyndimar kvikna út frá þessu bulli" „Skyldi álit hinna útlenzku áheyrenda hafa vaxið á Kvennalistanum og íslenzku þjóðinni við þetta?“ spyr greinarhöfundur. - Þórhildur Þorleifs- dóttir, þingflokksformaður Kvennalistans. Margt var athyglisvert í sambandi viö nýlegar forsetakosningar ann- aö en úrslitin, sem lágu fyrir löngu áöur en kosið var. Einkar athyglis- verö var frásögn Páls Líndal, þá- verandi formanns kjörstjómar í Reykjavík, um atburðina við taln- ingu á kosninganóttina þegar Kristján Eldjám sigraöi Gunnar Thoroddsen meö miklum yfirburö- um. Til þess aö hlífa kjósendum í Reykjavík við „sjokkinu“ tók kjör- stjómin þá ákvörðun aö segja ekki frá nema hluta þeirra atkvæöa sem talin þöfðu veriö. Af þessu má sjá hversu stór- hættulegt lýðræðið getur verið sál- arheill manna og færi sjálfsagt bet- ur ef kjörstjómir gættu í framtíð- inni ennþá betur aö sálgæzluhlut- verki sínu og létu t.d. sálusorgara um aö flytja mönnum vondar kosn- ingafréttir áður en fariö er að peðra þeim í útvarpið. Svo er þaö auðvit- aö sjálfsögð nærgætni, ef tíðindin eru þeim mun verri, að geyma sér dulítinn slatta af atkvæðum fram yfir kosningahelgina eða jafnvel fram á sumar svo menn geti verið betur undir þaö búnir aö taka á móti tíðindunum. Mesta nærgætnin er fólgin í því að þeir sem kjósa séu barasta alls ekkert að standa í því að greiða þannig atkvæði að það hvekki menn. Þá list kunna þeir í Rúss- landi en þar fá allir frambjóðendur ávallt og undantekningalaust mjög góða kosningu. Ríkir þar enda hið líöilegasta jafnvægi á milli fram- boðs og eftirspurnar. Ótrúlegur þekkingarskortur Umræöumar um forsetaembætt- ið endurvöktu hjá mér hugsanir sem ég hef áður ætlað aö festa á pappír en aldrei orðið af. Mér hefur nefnilega oft orðið að umhugsunar- efni hversu botnlausa fáfræði mað- ur rekur sig oft á varðandi alger frumatriði í stjórnkerfi og gerð hins íslenzka samfélags og stofn- ana þess. Eðhsgreint og vel menntað fólk KjaUarinn Sighvatur Björgvinsson alþingismaöur er oft svo fáfrótt um grundvallar- þætti í stjómkerfmu að mann rek- ur í rogastanz. Hvað eftir annað hefur það t.d. hent mig að fjölmiðla- menn hafa spurt þannig að auðs- ætt er aö þekking þeirra á einfóld- ustu viðfangsefnum íslenzkrar stjórnsýslu er langt fyrir neðan frostmark. Hvernig þessir ágætu ungu karl- ar og konur ætla síðan að miðla til almennings einþverju af viti úr sín- um galtómu tunnum er ofvaxið mínum skilningi, enda verða frá- sagnirnar oft þannig að maður hlustar gapandi á. Er ekki viö góðu að búast fyrst þannig getur veriö ástatt um fólk sem hefur þó með höndum það viðfangsefni að vera milliliðir milli fólksins og stofnana, milh íjöldans og kerfisins. Löngu er oröið tímabært að gera tilteknar lágmarkskröfur um alhhða þekk- ingu til þeirra sem taka að sér að flytja fólkinu fréttir og skýra þær. Á meðan ekki hefur verið komið á fót námi í fjölmiðlafræðum við Háskóla íslands væri e.t.v. ekki úr vegi að t.d. Alþingi og e.t.v. aðrar stjómsýslustofnanir efndu til nám- skeiða fyrir þá fréttamenn sem hefðu hug á að fjalla um stjómkerf- ið og stofnanir þess. Gæti þar vel gagnast yfirgripsmikil þekking hinna reyndu þingfréttamanna sem bæði em kunnugir stjómkerf- inu og fjölmiðlum. Það ætti að vera metnaðarmál hvers fjölmiðiis að þeir fréttamenn, sem fahð er það viðfangsefni að upplýsa og skýra afgreiðslu mála í löggjafarstofnuninni, hafi yfir að ráða þekkingu á einfóldustu gmnd- vaharatriðum. Það hafa þeir frétta- menn ekki sem t.d. hafa ekki hug- mynd um mun á lagafrumvarpi og þingsályktunartillögu, kunna eng- in skil á deildaskiptingu Alþingis eða starfsháttum þess yfirhöfuð aö tala og hafa aðeins óljósar hug- myndir um ólík viöfangsefni ráð- herra og alþingismanna - en það er síður en svo dæmafátt að þannig sé ástatt um þekkinguna eða öllu heldur þekkingarleysið hjá sumum þeim fjölmiðlamönnum sem hafa þann starfa að elta uppi stjóm- málamenn í fréttaleit. Umræða á lágu plani Það er ekki hvað sízt út af þessum þekkingarskorti sem umræðan um íslenzka stjórnkerfið getur verið á svo ákaflega lágu plani. Vegna ein- bers þekkingarskorts og þess skorts á gagnrýnni umfjöllun sem af þekkingarskortinum stafar geta fjölmiðlar fjallað eins og af fuhri afvöru sé um áht eða tillögur um beitingu valds í stjórnkerfinu sem er algerlega fráleitt og í hróplegu ósamræmi við það stjórnkerfi sem við íslendingar höfum. Þaö virðist næstum því vera hægt að bera á borð hvaöa firru sem er án þess að fjölmiðlarnir sýni minnstu merki um að gera sér ljóst hvernig í pottinn er búið. Stundum er þetta gert af því að sá sem á borð ber veit sjálfur ekki betur. Stundum vita menn betur en virö- ast vera að draga fjölmiöla og þjóð- ina á asnaeyrunum sér til skemmt- unar. Það var t.d. fróölegt að lesa frá- sögn Ólafs G. Einarssonar alþm. af ræðu, sem þingflokksformaöur Kvennalistans, Þórhildur Þorleifs- dóttir, hélt nýlega á kvennaráö- stefnu í Kanada, en frásögnina birti Ólafur í 5. tbl. af blaðinu VOGAR frá þvi í júní 1988. Að sögn Ólafs sagði Þórhildur m.a. orðrétt í þess- ari ræðu og var þar að lýsa störfum Kvennalistans á Alþingi íslend- inga: „Viö erum eina stjórnmálahreyf- ingin í heiminum, sem stefnir að því að hennar verði ekki lengur þörf. Við höfum skemmt okkur konunglega og við erum að þessu skemmtunarinnar vegna. Ef þetta væri ekki gaman, þá værum við ekki að þessu. Það er hlegið og grín- ast á fundum okkar. Beztu hug- myndirnar kvikna út frá þessu buhi.“ Svo mörg voru þau orð. Hér talar fulltrúi þeirrar stjórnmálahrevf- ingar sem okkur er sagt að njóti mests fylgist meðal kjósenda á ís- landi. Sá sem þannig lýsir yinsæl- ustu stjórnmálahreyfingu íslend- inga á fundi með útlenzkum - hvaða lýsingu er sá hinn sami að gefa af landsmönnum sjálfum og því á hvaða plani stjórnmálaum- fjöllunin er í þessu landi? Mörgum er þannig farið - enda algengt meðal þegna smáþjóða - að láta sig mestu skipta raunverulegt eða ímyndað áht útlendinga á því sem íslenzkt er. „Upphefð vor kem- ur aö utan“. Er enda ekki laust viö að afstaða margra landsmanna til innlendra viðfangsefna, bæði á stjórnmálasviði og á öörum svið- um, ráðist af þvi hvað þeim er talin trú um að útlendingar áhti. Fyrir þá sem þannig hugsa gæti verið góöur kostur að hugleiða þau orð sem formaður þingflokks Kvennahstans lét falla um stjórn- málaþroska íslendinga á ráðstefn- unni í Kanada og hér hefur verið vitnað til. Skyldi áht hinna út- lenzku áheyrenda hafa vaxið á Kvennalistanum og íslenzku þjóð- inni viö þetta? Sighvatur Björgvinsson „Mörgum er þannig farið - enda al- gengt meðal þegna smáþjóða - að láta sig mestu skipta raunverulegt eða ímyndað álit útlendinga á þvi, sem ís- lenzkt er.“ Að hlæja saman „Hér í vesturheimi, þar sem þykir fínt að vera kröfuharður sparifjóreig- andi, eru enn lifandi, hugsandi einstaklingar," segir i greininni. Það þarf ekki að kafa mjög djúpt til að sjá hve ástin og lýðræðið eru hk hugtök, gera svipaöar kröfur og lúta oft sömu lögmálum. Nauðsyn- legur aðbúnaður og nauðsynlegt viðhald er svo líkt að stundum dett- ur manni í hug að feha þetta saman í eitt. Ég nefni þetta hér í upphafi því það einfaldar oft flókin mál að hafa góðan samanburð við annað sem við flest ættum að þekkja. Nýr flötur Hannes Hólmsteinn, dr. í stjórn- málafræði og frjálshyggjupostuh, virðist ekki trúa á þennan saman- burö. Hann leggur ekki mikið upp úr því aö lýðræðið þurfi að rækta og honum virðist aldrei hafa dottið í hug að lýðræðið á Vesturlöndum sé farið að rotna. Að sama skapi telur hann allt inn úr rotið og illa lyktandi fyrir austan tjald og vissu- lega er það rétt að þar er farið að slá í. Með hhðsjón af þessari lífsýn skrifar Hannes tvær greinar hér í DV sem ljalla um þá sálarbjörg kúgaðra þegna sameignarríkjanna (þ.e. kommúnistar) að geta gert grín að öllu saman „þegar veröldin er vond“, svo vitnað sé í hann sjálf- an. Þessar greinar eiga sjálfar að vera grín en e.t.v. er það á þeim grundvelh sem best er að svara Hannesi. Hannes segir m.a. í seinni grein- inni: „Þeir hafa hins vegar eitt ráð, sem yfirvöld geta ekki tekið af þeim, á meðan þeir eru enn lif- andi, hugsandi einstakhngar - og KjaJlaiinn Einar Þór Gunnlaugsson gæslumaður það er aö segja gamansögur, beita hinni nöpru hæðni, sem kemur upp um tvískinnunginn í orðum og gerðum valdhafanna."... þ.e., Gorbatsjov og alhr hinir. Hér, í vesturheimi, þar sem þykir fínt að vera kröfuharður sparifiár- eigandi eða eiga íburðarmiklar umbúðir um sjálfan sig, hér í möt- unarsamfélaginu „eru enn lifandi, hugsandi einstakhngar" sem kunna gamansögur, eins og fyrir austan. Erum við þá ekki búin að finna nýjan flöt á samskiptum þessara ólíku heima þar sem borgarar aust- an og vestan að gætu komið saman (í skjóh perestrojku) í Genf t.d. eða í Reykjavík, og bara hlegið að öllu saman, saman? Og á meðan Hannes Hólmsteinn segir brandara af Gorbatsjov, Lím- ítoff, Vladímír og Búsku má heyra aðrar sögur, í öðrum sal. Ný saga Fræg er sú saga þegar þriðji heimurinn, í krafti samtakamátt- arins, reyndi að rétta hlut sinn gagnvart „hinum frjálsa heimi". Öll helstu kakó- og sykurríki stöðv- uðu útflutning „sinn“ til V-Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada svo að uppistöðuhráefni vantaði í allt al- mennilegt nammi (sweet). Viðbrögðin létu að sjálfsögðu ekki á sér standa, harðorðar yfir- lýsingar gengu á vixl, bankastjórar alþjóðabankans reknir og sendir til Síberíu og risagróðurhús byggð í stórum stíl. „Við framleiðum þetta bara sjálfir" sögðu talsmenn vest- rænna ríkisstjóma. En brátt kom í ljós að launakostnaður og kostn- aðarsamt viðhald hleypti verðinu svo upp að aðeins þeir efnameiri höfðu ráð á þvi að borða almenni- legt gotterí. Svartamarkaðsbrask með suðusúkkulaði varð þmigt áhyggjuefni í hinum frjálsa heimi og vestrænir fréttaskýrendur læddust með veggjum. Nú, nú, loks var svo komið að aðalkosningamál- ið í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum var súkkulaði og skyldi engan undra. Almenningur gerðist órólegur og fannst sér nóg boðið. Pólitíkusar sögðu að nú væri af sem áður var, i bili alla vega. Háværar kröfur af götunni, úr verkalýðshreyfingum og frá ýmsum hagsmunahópum um súkkulaði handa almenningi gerðust æ óþægilegri fyrir vest- rænt lýöræði. Kröfugöngur voru farnar í öllum helstu stórborgum þar sem sjá mátti slagorð á við „Við viljum fransbrauð" og „Viltu nammi, væna.“ Ghstrupar og Le Penistar skutu upp kollinum eins og loftbólur í kafi og á íslandi kom fram einstakt framboð „Nammhsti sælkera". - Nammlistanum finnst nóg komið, finnst þessir póhtíkusar alhr eins, þeir gera aldrei neitt, skilja aldrei neitt og nammlistinn gefur sko skit í aht hægri og vinstri. Hótað er for- setaframboði og ríkisstjórnir faha þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar á „ytri aðstæður". - Um hvað er svo kosið? Og að lokum er spurt: Hver veit, þegar fiölmennur útifundur Nammlistans á Austurvelh stend- ur sem hæst, nema enn sem fyrr gægist Hannes Hólmsteinn fyrir Dómkirkjuhornið með konfekt- mola í munninum? Einar Þór Gunnlaugsson „Háværar kröfur af götunni, úr verka- lýðshreyfmgunni og frá ýmsum hags- munahópum um súkkulaði handa al- menningi gerðust æ óþægilegri fyrir vestrænt lýðræði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.