Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988. Spumingin Telurðu að söfnuðir þjóð- kirkjunnar ættu að geta rekið presta sína? Ólöf Gísladóttir: Ég myndi segja þaö. Guðrún Guðmundsdóttir: Já, ef presturinn stendur sig ekki í stykk- inu og þaö er óánægja með hann. “ -• ■■iÁÍK'*:t-.s v. i-i.N Guðrún Guðmundsdóttir: Já, það er safnaðarins að ákveða þvi hann starfar fyrir hann. Valur Ármann Gunnarsson: Það er sama við hvað menn starfa, ef þeir standa sig ekki í stykkinu er full ástæða til að reka þá. Katrín Ásta Gunnarsdóttir: Ég hef eiginlega ekki skoðun á því. Lesendur Fagnar ráðningu í lektorsstöðu Hannes Hólmsteinn Gissurarson, nýskipaður lektor í stjórnmálatræði við Háskóla íslands. - „Mikill málafylgjumaður og hefur haft ómælda athygli allra sem á hann hlýöa,“ segir bréfritari. Sigurður Gunnarsson skrifar: Það var viturlegt hjá menntamála- ráðherra að draga ekki lengur veit- ingu í stöðu lektorsembættisins í stjórnmálafræði við Félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Þaö var meira en mál til komið að þarna í deildinni yrði einhver breyting á. Það kemur hins vegar ekkert á óvart að um slíka veitingu verði styr, því það er segin saga að ef ráðinn er prófessor við Háskólann sem hinum vinstri sinn- uðu líkar ekki (og þá einkum vegna stjórnmálaskoðana), verður uppi fót- ur og fit, blaðaskrif og harðorðar yfirlýsingar og málið teygt og togað, einungis til að halda uppi hinu hefð- bundna andófi. Nú er ég, sem þetta skrifa, ekki sjálfstæðismaður og hef ekki kosið flokk Birgis ísleifs, en mér fmnst hann hafa sýnt þarna ótvíræða rögg- semi og ábyrgð í starfi sínu með því að taka af allan vafa - og standa við gerðir sínar. Röksemdir hans eru mjög sterkar. - Hver á að hafa úr- slitavald í veitingu þessara embætta? Það er skýrt tekiö fram að ráðherra hafi úrskurðarvaldið. Og það þýðir, að ráðherra hlýtur að vega og meta hverju sinni hvernig hann úrskurð- ar. Menntamálaráðherrann núver- andi hefur einnig ótal sinnum farið eftir dómnefndaráliti og áliti há- skóladeildar, þegar skipað er í stöður við Háskólann og er það algengara en hitt. - En þegar að því kemur, þótt ekki sé nema örsjaldan, að ráð- herra tekur sjálfur ákvörðun eftir rækilega athugun, þá eru það alltaf sömu mennirnir eða oftast nær þeir sömu, sem fordæma að ráðherra skuli fylgja þeirri starfsskipun sem hann hefur, að hann úrskuröi til skipunar í embættin. Það mátti hver maður sjá fyrirfram að áfiti dómnefndar yrði tekið með fyrirvara, þótt ekki væri nema vegna þess hvernig dómnefndin var skipuð, því vitað var að Hannes Hólmsteinn Gissurarson sækti um stöðuna um- ræddu. Það hefur staðið styr um þennan fræði- og vísindamann eink- um meöal áhrifamanna á vinstri væng í Háskólanum og það er ekkert óeðliiegt. Þeir vita sem er að Hannes Hólmsteinn er gífurlega mikill mála- fylgjumaður og hefur haft ómælda athygli allra sem á hann hlýða. Hann hefur verið afkastamikill á ritvelli um margra ára skeið og blaðagreinar hans hafa vakið mikla athygli og verðskuldaða, enda mað- urinn skarpgreindur og kemur skoð- unum sínum einkar vel frá sér. - Ég fagna því innilega að hann hefur fengið stöðu við sitt hæfi og þar sem honum á örugglega eftir að farnast vel og lyfta umræðunni hjá okkur upp úr þeim andlega doða sem oftast einkennir þær hjá okkur. Annatímí í umferðinni: litið um lögreglumenn Hafliöi Helgason hringdi: Á miklum annatímum, td. fyrir helgar, seinni hluta fóstudaga eða fyrir stórhátíðir, er mikil þörf fyrir löggæslu vegna hins mikla um- ferðarþunga sem myndast, nánast alis staðar á aðalbrautum höfúð- borgarinnar. Ef slys eiga sér stað teppist umferðin venjulega mjög og lögreglumenn eru ekki til staðar tU aö stjórna umferðinni, beina henni framhjá eða inn á aörar göt- ur. Auðvitað kann aö vera að mannekla hái lögreglunni, en varla þó hinum breyttu háttum, sem ein- kenna umferðargæslu i seinni tíð. Eitt er það að lögreglumenn við umferðarstjóra eru sjaldséðir á götiun í eigin persónu, eins og mað- ur sér víða erlendis. Þetta var tíðk- að hér áður og var þó umferðar- þunginn þá mun minni en nú er. Nú er svo komið að lögregluþjónar sjást mjög lítið i umferðinni sjálfri, nema á bílum. Þetta leiðir til þess að margir sem eru frakkir í um- ferðinni verða enn ófyrirleitnari er þeir vita aö iögreglan er ekki til staðar öðruvísi en er hún kemur aöyífandi á bílum sínum. Ég vil koma á framfæri þeirri ósk minni að yfirstjórn iögreglunnar hér i Reykjavik taki upp breytta háttu og reyni að dreifa lögreglu- mönnum sem mest um borgina og þá einkum við og i kringum helstu umferðaræðarnar og þar séu þeir staðsettir, þannig að menn viti af þeim þaraa. Þetta gæti leitt til fækkunar á slysum og ákeyrslum og skaplegraaksturslags hjá verstu ökufontunum, a.m.k. þar sem um- ferð akandi og gangandi er mest. „Nú er svo komiö að lögregluþjónar sjást mjög lítiö ( umferðinni, nema í bílum,“ segir hér. Vatnsrennibrautin í Laugardal virðist hafa mikið aðdráttarafl og biðraðir lengjast. Sundlaugamar í Laugardal: Fastagestir fastir í biðröð Þór hringdi: Eftir að vatnsrennibrautin nýja var tekin í notkun í Sundlaugum Reykja- víkur í Laugardal hefur hagur okkar fastagesta lauganna ekki vænkast að sama skapi og þeirra sem sækja rennibrautina hvað stífast. Þaö skal tekið fram að fastagestir lauganna eru ekki bara þeir sem mæta í heita pottinn á morgnana, þeir eru aö koma allan daginn og ekki síður síðdegis. Það er líka eink- um eftir hádegið, sem rennibrautar- fólkið sækir laugarnar hvað stífast. Og þaö er einmitt þá sem biðraðir myndast við innganginn og eru þær nú orðnar mun lengri en nokkurn tíma hafa verið. Ég hef velt því fyrir mér, hvort ekki sé hægt að hafa aöra og þá sér- staka afgreiðsluröð, sem fastagestir eigi aðgang að. Ég er ekki að segja að við fasfágéstir eigum einhvern sérstakan rétt á þessu umfram hina. En með slíku fyrirkomulagi nytu báðir hópar góös af, fastagestir og hinir, sem aðallega eru af yngri kyn- slóðinni og ætla að halda sig við rennibrautina. - Vinsamlega athugið þetta nú frekar, forráðamenn Sund- laugar í Laugardal. Veikindi í flugstöð Ragnheiður Ingibergsdóttir hringdi: í sambandi við hin þrálátu veik- indi, sem fréttir hafa borist um að hxjái starfsfólk í hinni nýju flug- stöð Leifc Eirikssonar, langar mig til að koraa með hugmynd sem ég tel að ekki ætti að saka að fram- kvæma, Ég er neötilega þeirrar skoðunar að of mikið af gróðri, þó einkanlega inniplöntum hvers konar sem ekki sætta sig við nýjan dvalarstað, geti haft óæskileg áhrif á umhverfi sitt, þar með taiið menn og aðrar lifandi verur. Það er algengt að afleiðingamar lýsi sér einmitt á þann hátt sem ég hef heyrt í íréttum, þ.e. að fólk verði kvefsækið, fái höfuðverk, nefrennsh og húöin þorni upp. Það er þekkt fyrirbæri að dýr og jurtir noti innbyggt varnarkerfi til aö hafa áhrif á umhverfi og lifandi dýr sem ásæki þær. Það væri því reynandi að fjar- lægja hinar erlendu plöntur sem komið hefur verið fyrir í flugstöö- inni og koma þeim fyrir annars staðar, þar sem enginn þarf að umgangast þær. Nú, ef þetta virðist ekki hafa nein áhrif á vanlíðan starfsfólksins og til hins betra, þá er bara aö bera plönturnar inn aft- ur og láta sitja við hið sama. Beita erlendar plöntur brögðum gagnvart starfsiólkí í Leitestöð? - Ffkjutré i flugstöö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.