Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLl 1988.
17
Lesendur
Eitt stórt brugghús
Halldór Bjðmason skrifar:
Nú er búið að samþykkja bjórinn
' og innflyljendur og tvö litil brugg-
hús hugsa sér gott til glóöarinnar.
Mér fmnst aö ríkið, Öryrkjabanda-
lagið og ef til vill fleiri góðir aðilar
ættu að leggjast á eitt um það að
byggja stóra og vandaða brugg-
verksmiðju sem framleiddi margar
tegundir af bjór, og þá jafiit til inn-
anlandsneyslu sem útflutnings.
Stórt brugghús myndi varla
kosta miklu meira en það sem hin-
ir mörgu og merku embættis- og
ráðamenn fara með í farareyri ár-
lega til útlanda. Þama væri hægt
að hafa verndaöan vinnustaö fyrir
fatlaða þvi þeir geta ýmislega
vinnu innt af hendi og gera það í
dag. Einnig þyrfti þarna auðvitað
einhverja mjólkurfræðinga og
lærða bruggara, helst bruggara
sem eru uppfinningasamir.
Mér finnst þessi sjötíu ára gamla
danska uppfinning frá Agli ekki
vera nógu góð. En eitt stórt brugg-
hús er þaö sem hér þarf að koma
með tilliti til hagkvæmni og ein-
fóldunar í fraraleiðslu og raarkaös-
setningu bjórtegundanna.
Fegurð IIFs-
sambanda
Ingvar Agnarsson skrifar:
Hlýja sumars liggur yfir landi. Lít-
iil fugl á grænni grein syngur ljóðin
sín fögru. En á mosaþúfu í nágrenn-
inu situr móðir á eggjum sínum og
hlustar hugfangin á sönginn fagra
sem henni einni er ætlaður þótt fleiri
kunni einnig að njóta góðs af.
Vor og sumar tengjast lífi og kvikn-
un lífs. Þá bindast bönd milU em-
stakUnga og lífssambönd eflast við
hinn æðsta mátt. Ferskleiki og end-
umýjun eru einkenni þessa árstíma
og ástin, sem er hinn fegursti neisti
guðdómsins, er þá nývakin úr dróma
vetrar. Allt verður sem nýtt. - Og
hver einstaklingur í ríki náttúrunn-
ar Utur tiiveruna og fegurð hennar
nýjum augum.
Gleði og lofsöngur til hins mikla
máttar er aöall lífsins á vori og
sumri.
„Vor og sumar tengjast lífi og kvikn-
un lífs.“
Hefúrveriðdregið?
Svava Blomsterberg hrrngdi:
Ég er með fyrirspum vegna
happdrættismiða sem ég keypti á
sínura tfina af Samtökum aldraðra.
Draga átti hinn 20. maí sl. Ég hef
hvergi séð auglýsingu um að dregiö
hafi verið í happdrætti þessu þótt
eins geti veriö að svo hafi verið
gert.
Ég hef reynt margsinnis að
hringja í símanúmer það er gefiö
er upp í símaskránni en án árang-
urs. Þar er ekki svarað á þeim tím-
um sem ég hringi. Fróðlegt væri
að fá nánari fréttir af þessu frá
aðstandendum þessa haþpdrættis.
Lesendasíðan, sem gerði eins kon-
ar fyrstu könnun í málinu, varð
ekki mikils vísari heldur, utan þess
að í öðrum fyrirtækjum í húsi því
sem Samtök aldraöra hafa aðsetur,
Laugavegi 116, fengust þær upplýs-
ingar að þeir menn sem um skrif-
stofuna helöu séö hétu Hans Jörg-
ensson og Sigurður Gunnarsson.
Hringið
í síma
27022
miUi kl.
13 og 15,
eða skrifið.
PÍPULAGNIR
Getúm bætt við okkur verkefnum í pípulögnum nú
þegar, allt frá teikningum til lokafrágangs. Uppl. í
síma 91-671310.
BÍLASALAN BUK
Skeifunni 8 Sími68-64-77.
FORD THUNDERBIRÐ
coupé, turbo, árg. 1984, ekinn 50.000. Bíllinn er út-
búinn öllum fáanlegum aukahlutum.
Upplýsingar hjá Bílasölunni Blik,
Skeifunni 8, sími 686477, og I sima 92-13363. Áskell.
Kr.3.750-
■Q^jámm hjólum'
ovo/
t
a
Hver kannast ekki við það
vandamál þegarenginn fæsttil
að vökva blómin í sumarfríinu?
DV kannaði hvernig hægt er að
leysa þennan vanda. í lífsstíl á
morgun verða kynntar nokkrar
leiðir þar sem um „sjálfvökvun"
er að ræða. Þar kemur m.a. fram
að blómasvampur eða dag-
blaðabunki geta komið að góðu
gagni.
Á heimilissíðum verður einnig
fjallað um ráð til að forðast ill-
gresi í görðum.
í hundaskólanum reyna tví- og
ferfættir nemendur að skilja
hvern annan. Það er mikið um
að vera þegar skipanir og gelt
blandastsaman. Erhundaskól-
inn enn ein dellan eða ber það
vott um ábyrga afstöðu í hunda-
málum?
Á morgun verður fjallað um
skólann og rætt við nokkra ein-
staklinga sem farið hafa í hund-
ana, í orðsinsfyllstu merkingu.