Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Page 20
20
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
21
íþrótdr
863 mórká
Tommamótinu
Alls voru skoruö 863 mörk á
Tommamótinu um helgina. Það
voru ófáir strákar sem komust á
blað yfir markaskorun og væri
allt of langt mál að telja þá alla
upp en það voru þónokkrir sem
skáru sig úr á toppnum.
Það má kannski segja að Eiður
Smári Guðjohnsen hafi stolið
senunni yfir markahæstu menn
en drengurinn skoraði hvorki
meira né minna en27 mörk. Bald-
ur Aðalsteinsson úr Völsungi
gerði 20 mörk og varð í öðru sæti
yfir markahæstu menn. ÍK-
maðurinn Atli Kristjánsson skor-
aði 17 mörkog Ásgeir Ásgeirsson,
Fylki, hafnaði i 4. sæti með 16
mörk. -RR
Birgir og Jón
sigurvegarar
Opna Samverksmótið i golfi fór
fram í stuttbuxnaveðri á Strand-
arvelli á Rangárvöllum á laugar-
daginn. Keppt var með háforgjöf,
yfir 20, með og án forgjafar. Úr-
slit uröu þessi:
Án forgjafar:
1. Birgir ísleifsson, GK......85
2. JónFriðriksson,GSG.........88
3. Þóroddur Skúiason, GHR.....89
Með forgjöf:
1. Jón Friðriksson, GSG.......64
2. Þóroddur Skúlason, GHR.....64
3. Birgirísleifsson.GK........65
Leiðrétting
Það var Hermann Arason sem
skoraði síðara mark Þróttar gegn
Breiðabliki í 2. deildinni í knatt-
spymu á laugardaginn - ekki
Haukur Magnússon eins og mis-
sagt var í blaðinu í gær.
ísland í neðsta sæti
Island hafiiaði í neðsta sæti
bæði í drengja- og stúlknaílokki
á Noröuriandamótinu í goifi sem
fram fór í Tönsberg í Noregi um
helgina. íslensku drengirnir léku
á 1637 höggum en Svíar, sem urðu
Norðurlandameistarar, á 1504.
Stúlkumar léku á 667 höggum en
þær sænsku, sem sigruðu, léku á
609 höggum. -VS
HM1994verður
í Bandaríkjunum
- fyrsta keppnin utan Evrópu og Suður-Ameríku
Bandaríkjamenn' verða gestgjafar
í úrslitum heimsmeistarakeppninn-
ar í knattspyrnu í fyrsta skipti árið
1994. Á þjóðhátíðardegi þeirra í gær
ákvað Alþjóða knattspyrnusam-
bandið, FIFA, með atkvæðagreiðslu
að sá heiður skyldi falla þeim í skaut.
Það voru Bandaríkin, Brasilía og
Marokkó sem bitust um að fá að
halda keppnina en samkvæmt regl-
um FIFA gat engin Evrópuþjóð sótt
um þar sem keppnin má ekki fara
fram tvisvar í röð í sömu heimsálf-
unni. Næsta keppni er haldin á Ítalíu
árið 1990 eins og kunnugt er. Þetta
verður í fyrsta skipti sem úrslit HM
fara fram utan Evrópu og Suður-
Ameríku.
Bandaríkin fengu 10 atkvæði, Ma-
rokkó 7 en Brasilía aðeins 2 at-
kvæði. Joao Havelange, forseti FIFA,
sem er brasilískur, sat hjá og stýrði
ekki fundinum. Brasilíumenn töldu
sig vera með tapað spil fyrirfram því
að ríkisstjórn landsins og forseti
studdu ekki umsóknina. Marokkó-
búar urðu fyrir talsverðum von-
brigðum en Driss Bamous, forseti
knattspyrnusambands þeirra, sagði
að atkvæðin 7 væru þýðingarmikill
áfangi - með þeim hefðu möguleikar
Afríku- og Asíuþjóða á að fá keppn-
ina til sín í framtiðinni aukist til
muna.
Joao Havelange sagði að það væri
markmið FIFA að halda keppnina í
öllum heimsálfum og því hlytu
möguleikar Marokkóbúa á að fá
hana árið 1998 að vera nokkrir.
-VS
Glæsilegur árangur Jóns Arnars:
Náði lágmarkinu
iyrir HM í Kanada
Með glæsilegum árangri sínum á
Norðurlandamótinu í Svíþjóð um
síðustu helgi tryggði Jón Arnar
Magnússon úr HSK sér þátttökurétt
á heimsmeistaramótinu í tugþraut
fyrir 19-20 ára sem fram fer í Kanada
í haust. Hann náði lágmarkinu sem
sett er fyrir það mót.
Jón Árnar vann yfirburðasigur
eins og fram kom í DV í gær og setti
íslandsmet unglinga, 6975 stig. Ár-
angurinn í einstökum greinum var
þessi: 10,81 sek. í 100 m hlaupi, 6,91
m í langstökki, 12,31 m í kúluvarpi,
1,91 m í hástökki, 50,83 sek. í 400 m
hlaupi, 16,28 sek. í 110 m grinda-
hlaupi, 37,28 m í kringlukasti, 4,00 m
í stangarstökki, 54,64 m í spjótkasti
og 4:58,30 mín. í 1500 m hlaupi.
Árangur Jóns í 100 m hlaupinu er
sá besti í þeirri grein hérlendis í ár
og í stangarstökkinu bætti hann sig
um hálfan metra. í heild bætti hann
eigin árangur um ríflega 300 stig. Jón
Arnar sló þarna níu ára gamalt met
Þorsteins Þórssonar, sett í Bremer-
haven árið 1979, sem var 6631 stig.
-VS
Yfirburðasigur hjá Júgóslövum
Fjórir fyrstu leikirnir í undankeppni átta Evrópuþjóða fyrir ólympíuleik-
ana í Seoul fóru fram í gærkvöldi en þjóðirnar leika í Hollandi.
Spánn sigraði Frakkland 97-70, Sovétríkin unnu Grikkland með 82 stigum
gegn 75, ítalir unnu Breta 81-71 og Júgóslavar sigruðu Vestur-Þjóðveija með
108 stigum gegn 84. -SK
BURÐARFOLK
ú /weAsjji/:
Reykjavík
Víðimel
Kleppsveg 2-60
Grandaveg
Hringbraut 21-út
Hamrahlíð
Bogahlíð
Hraunbæ 102-150
Kirkjuteig
Hraunteig
■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■
Maríubakka
Leirubakka
•■■■■■■■■■■■■■■•■•■■
Tjarnargötu
Suðurgötu
• GuðmundurTorfason. Þaðskýrist
í dag hvort hann gengur til liðs við
Rapid Vín.
Staðan
Staðan er nú þessi í 2. deild
kvennaknattspyrnunnar eftir
sigur Selfoss gegn KS, 3-2. Mörk
Selfossliösins skoruðu þær Lauf-
ey Guðmundsdóttir, 2, og Bára
Stefánsdóttir. Mörkin fyrir KS
skoruðu þær Anna María Björns-
dóttir og Margrét Sigurðardóttir.
Breiðablik.2 2 0 0 13-0 6
Þór.......2 2 0 0 6-0 6
KS.........4 2 0 2 10-6 6
Selfoss...3 1 0 2 3-13 3
FH........3 0 0 3 1-14 0
-MHM
DV DV
Guðmundur Toifason til Rapid Vín?
Guðmundur
skoraði með
þrumuskoti
- þegar Rapid vann æfingaleik, 7-0
„Ég lék æfmgaleik með Rapid Vín á sunnudag og tókst mér að skora eitt mark í leikn-
um sem við unnum, 7-0. Markið var sérlega glæsilegt, gert með vinstrifótarspymu af
25 metra færi. Þjálfari liðsins var mjög ánægður með minn hlut í leiknum og það mun
endanlega skýrast í dag hvort ég mun ganga til félagsins. Valið stendur á milli mín
og sovésks landsliðsmanns," sagði Guðmundur Torfason, landsliösmaður í knatt-'
spyrnu, í samtali við DV í gærkvöldi. Stjóm Rapid Vín kom saman til fundar í gær-
kvöldi þar sem ræða átti þessi mál til hlýtar og var þá vonast eftir að niðurstaða fyndist.
Guðmundur Torfason hefur æft með
Rapid Vín í viku og hafa forráðamenn liðs-
ins hrifist mjög af því sem þeir hafa séð
til hans. í gær fengu forráðamenn Rapid
Vín hins vegar spurnir af sovéskum lands-
liösmanni sem var í 20 manna hópi sov-
éska landsliðsins sem tók þátt í Evrópu-
keppninni í Vestur-Þýskalandi. Sá leik-
maður hefur fengið leyfi til aö leika knatt-
spyrnu í Vestur-Evrópu. Eins og áður
sagöi mun Rapid Vín taka ákvörðun í dag
hvort það verður Guðmundur eða Sovét-
maðurinn sem leikur með félaginu á
næsta keppnistímabih og mun Guðmund-
ur eiga fund með félaginu þar sem honum
verður tilkynnt niðurstaöan.
Guðmundur fékk mjög góða dóma í aust-
urrískum dagblöðum eftir leikinn á
sunnudag. Fyrir hjá Rapid Vín eru þrír
útlendingar en aðeins mega þó tveir þeirra
leika hverju sinni með liðinu. Einn þeirra
er Soran Stojadinovic, jógóslavneskur
landsliðsmaður, en hann mun líklega vera
á fórum frá félaginu. Nokkur lið í Evrópu
hafa sýnt honum áhuga og er franska lið-
ið Paris Saint Eitenne meðal þeirra.
„Ég er spenntur fyrir því að leika með
Rapid Vín en því er ekki að leyna að fleiri
lið eru inni í myndinni ef dæmið hjá Rapid
Vín gengur ekki upp. Knattspyrnan er
hins vegar alveg óútreiknanleg og þess
vegna er sá möguleika ennþá fyrir hendi
að ég leiki heima á íslandi í sumar,“ sagöi
Guðmundur Torfason. -JKS
Sjö leikir í mjólkurbikamum í kvöld
í kvöld verða leiknir sjö leikir í 16-liða úrslitum mjólkurbikarsins í knattspyrnu.
Allir hefjast kl. 20 og fara fram utan höfuðborgarsvæðisins.
Tindastóll og KR leika á Sauðárkróki. Reynir og FH mætast í Sandgerði. Einheiji og
Valur leika á Vopnafirði. Völsungur og Leiftur mætast á Húsavík. ÍBV og Fram leika
í Eyjum. Þór og Víkingur mætast á Akureyri. ÍÁ og KA leika á Akranesi. -VS
• Anna Sigurðardóttir, Stjörnunni, t.v., hafði betur i þetta sinn gegn Bryndisi Valsdóttur i Val en það var Bryndís sem fagn-
aði sigri í leikslok. DV-mynd Brynjar Gauti
Valsstúlkumar á toppinn
í 1. deild eftir 2-0 sigur gegn Stjömunni í gærkvöldi
Valsstúlkur komust í efsta sæti deild-
arinnar með því að leggja Stjörnustúlk-
ur að velli á Hlíðarenda í gærkvöldi.
Valsstúlkurnar voru mun meira meö
boltann í leiknum fyrir utan fyrstu 15
mínúturnar þegar Stjömustúlkur réðu
gangi leiksins. Arney Magnúsdóttir
skoraöi fyrra mark Vals á 30. mínútu.
Há sending kom utan af kanti og Arney
afgreiddi hana snyrtilega í markiö. í
hálfleik var staðan 1-0. Valsstúlkur
sóttu nær látlaust síöustu mínúturnar í
fyrri hálfleik. Baráttuglaðar Valsstúlkur
bættu við ööru marki strax á 15. mínútu,
Bryndís Valsdóttir náði boltanum eftir
mikið harðfylgi og renndi honum á Ingi-
björgu Jónsdóttur sem kom eins og
stormsveipur og þrumaöi knettinum yfir
markmann Stjömunnar sem átti ekki
möguleika að veija þetta þrumuskot.
Enn héldu Valsstúlkur áfram að sækja
en ekki urðu mörkin fleiri. Stjörnustúlk-
ur áttu nokkrar góðar skyndisóknir en
öryggið var uppmálað hjá Guðrúnu Sæ-
mundsdóttur. Guðný Guðnadóttir stóð
sig einna best hjá Stjörnunni. Hjá Val
réð meðalmennskan ríkjum en stúlk-
urnar unnu sanngjarnan sigur og tróna
nú á toppi deildarinnar.
-MHM
fþróttir
Wimbledonmótið í tennis:
Atta ára bið Svía loks á enda
Stefan Edberg frá Svíþjóð sigraði
í einliöaleik karla á Wimbledon-
mótinu í tennis í gær. Edberg sigr-
aði Boris Becker frá Vestur-Þýska-
landi í úrslitaleik, 4-6, 7-6, 6-4 og
6-2. Þetta er í fyrsta skipti sem
Edberg vinnur sigur á Wimledon.
Átta ár em síðan Svíar áttu sigur-
vegara í einliðaleik en þá sigraði
Bjöm Borg.
Boris Becker, sem sigrað hafði á
Wimledon 1986 óg 1985, vann fyrstu
lotuna í keppninni í gær en síðan
fór Edberg að láta að sér kveða og
vann næstu þijár loturnar. Edberg
lék við hvern sinn fingur og aö lok-
um varö sjálfur meistarinn að láta
í minni pokann fyrir hinum 22 ára
Svía.
Upphaflega átti keppninni í ein-
liðdeik karla að Ijúka á sunnudag
en vegna mikillar rigningar sem
verið hefur undanfama daga á
Bretlandseyjum varð að fresta leik
þeirra félaga í fyrstu lofii á sunnu-
dag eftir 22 minútna leik. í gær
tókst að þúka keppninni þrátt fyrir
talsverða rigningu.
Boris Becker tók ósigrinum vel
en sagöi við fféttamenn eftir leik-
inn aö viðureignin hefði verið mjög
erfiö eins og raunar allir úrslita-
leikir í keppni sem þessari. Edberg
hefði haft meiri andlegan kraft og
það hefði dugað honum til sigurs.
Stefan Edberg var að vonum
mjög ánægður með sigurinn og
sagði vdð fréttameim að Björn Borg
hefði haft mikil áhrif á sig sem
tennisleikara. Hann hefði horft á
alla úrslitaleiki hans á árunum frá
1976-1980 og lært mikiö af þeim.
Þess má geta að með sigrinum í
gær varð Stefan Edberg 13 milljón
krónum ríkari.
-JKS
13 milljónir fékk Sviinn Stefan Edberg fyrír slgurinn á Wimbie-
donmótinu f tennis. Edberg sigraðl Vestur-Þjóöverjann Boris Becker í úrslit-
um og gekk sá úrslitaleikur ekki andskotalaust fyrir sig. Fresta varö viður-
eign kappanna á sunnudag vegna mikillar rigningar en síðan gátu þeir
haldiö áfram í gær. Edberg er annar Svíinn sem sigrar á þessu mikla stór-
móti tennisleikara en Bjöm Borg sigraöi á mótinu fyrir átta árum. Á mynd-
inni hér að neðan kyssir Edberg verðlaunagripinn og eflaust hefur ávísun-
in fengið álíka móttökur hjá hinum 22 ára gamla Svfa.
Símamynd/Reuter
Mjólkurbikarínn -16 liða úrslit:
30% vrtanýting í Keflavík
- 7 víti af 10 misnotuð er ÍBK marði 2. deildar lið Selfoss, 2-1
Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum:
„Ég er stoltur af strákunum. Þetta
var þriðji leikur þeirra á fimm dög-
um en lið Keflvíkinga vel hvílt. Viö
áttum góða möguleika í þessum leik
og það hefði verið gaman aö sigra
Keflvíkinga og slá þá út úr bikar-
keppninni," sagði Magnús Jónatans-
son, þjálfari 2. deildarliðs Selfyss-
inga, í samtali við DV eftir að Kefl-
víkingar höfðu slegið Selfyssinga út
úr Mjólkurbikarnum. Liðin léku í
Keflavík og mörðu heimamenn sigur
eftir vítaspyrnukeppni.
Eftir venjulegan leiktíma hafði
ekkert mark verið skorað og sama
staða var aö lokinni framlengingu.
Skrautleg vítaspyrnukeppni
Vítaspyrnukeppnin var í skraut-
legra lagi. Þórarinn Ingólfsson tók
fyrsta vítið fyrir Selfoss en Þorsteinn
Bjarnason varði spyrnu hans. Þá var
komið að Ragnari Margeirssyni fyrir
ÍBK en hann skaut hátt yfir. Páll
Guðmundsson, Selfossi, skaut einnig
hátt yfir og Daníel Einarsson, Kefl-
víkingur, skaut framhjá. Þegar hér
var komið sögu höföu leikmenn lið-
anna því tekið fjórar vítaspyrnur og
ekki tekist að skora eitt einasta
mark. Björn Axelsson kom Selfossi
yfir, 0-1, og Kjartan Einarsson jafn-
aði samstundis fyrir Keflavík. Guð-
mundur Magnússon tók næstu víta-
spyrnu Selfyssinga en Þorsteinn
varði. Grétar Einarsson fékk nú
tækifæri til að koma Keflvíkingum
yfir en Anton Hartmannsson, mark-
vörður Selfoss, varði. Þá var komið
að Heimi Bergssyni hjá Selfossi en
laust og lélegt skot hans varði Þor-
steinn. Það var svo Sigurður Björg-
vinsson sem skoraði sigurmark Kefl-
víkinga úr síðustu vítaspyrnunni og
tryggði þar með Keflvíkingum þátt-
tökurétt í 8-liöa úrslitunum. Mark-
verðir liðanna, Þorsteinn Bjarnason
og Anton Hartmannsson, voru bestu
leikmenn á vellinum.
• Lið ÍBK: Þorsteinn Bjarnason,
Gestur Gylfason, Peter Farell (Jón
Sveinsson), Guðmundur Sighvats-
son, Daníel Einarsson, Ingvar Guð-
mundsson, Ragnar Margeirsson, Sig-
urður Björgvinsson, Einar Ásbjörn
Ólafsson, Kjartan Einarsson, Grétar
Einarsson.
• Lið Selfoss: Anton Hartmanns-
son, Sævar Sveinsson, Sveinn Jóns-
son, Wilhelm Fredriksen, Páll Guð„-
mundsson, Einar Jónsson, Guð-
mundur Magnússon, Björn Axels-
son, Jón B. Kristjánsson (Heimir
Bergsson), Þórarinn Ingólfsson, Ing-
ólfur Jónsson.
• Leikinn dæmdi Eyjólfur Ólafs-
son.