Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Síða 29
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
' 29
LíGsstQl
Fimmtán Svíar á ferð
Komin til
að kaupa
hesta
Á tjalds.tæðinu sátu nokkrir
Svíar í kringum hlaðið morgun-
verðarborð. Kátt var á hjalla og
blaðamaður rauk á þessa saklausu
Svía með spumingarflóð. Fyrst
varð fyrir svörum Enger Karlstro-
mer. Hún ætlaði að skorast undan
spurningunum vegna þess að hún
taldi sig venjulegan ferðamann.
En hvað var hún þá að gera hér
á landi?
„Ég stunda hestasölu i Svíþjóð
og sérhæfi mig í íslenska hestin-
um,“ sagði Enger.
„íslenski hesturinn er að verð æ
vinsælli í Svíþjóð og er ég hingað
komin til aö bæta viö hestaeignina.
Ég hef ferðast um landið til að
skoða og kaupa,“ bætir hún við.
En hvers vegna er sá íslenski
svona vinsæll úti?
Dægradvöl
Enger Karlstromer selur islenska
hesta í Svíþjóð. Hún hefur verið
að skoða og kaupa hesta hér á
landi.
Unnið er af fullum krafti við bygginguna. Á næstu dögum verður hún
tekin i notkun.
Fullkomin aðstaða fyrir tjaldferðalanga
Þjónustumiðstöð
í torfbæjarstíl
Ný þjónustumiðstöð fyrir tjald-
stæðið í Laugardal verður tekin í
notkun á næstu dögum. Byggingin
er hin glæsilegasta og veröur til
prýði á staðnum. Hún er hönnuð í
torfbæjarstíl þar sem nútíma bygg-
ingarmáti og gamall stíll fer vel
saman. Arkitekt byggingarinnar er
Manfreð Vilhjálmsson en bygging-
ardeild borgarverkfræðings sér um
framkvæmdahliðina.
Sigurður HaUdórsson sagði okk-
ur hvaða þjónustu yrði boöið upp á.
„I fyrsta lagi verður öll snyrti-
og salernisaðstaða til staðar. Allt
er hannað með tilliti til fatlaðra.
Þvottavélar og eldunaraðstaða er
einnig fyrir hendi og úti veröur
glæsilegt grill. Upplýsingar verða á
staönum og gæslumaður hefur
þama afdrep. Þá er einnig aöstaöa
til að þurrka fót,“ sagði Hann.
Þama er á ferðinni glæsileg bygg-
ing sem koma ætti ferðalöngum
framtíðarinnar til góða.
-EG.
Hluti af þeim fimmtán Svium sem höfðu tjaldað i Laugardalnum.
„Aöallega er það vegna þess
hversu gæfur og góður hann er.
Hann er mjög vinsæll sem alhliða
heimilishestur. Fjölskyldur kaupa
sér kannski einn til tvo hesta og
er íslenski hesturinn heppilegur.
Allir í fjölskyldunni geta notað
hann. Hann er einnig skemmtileg-
ur reiðhestur. Ég held að varla sé
ástæða fyrir mig að lofa hestinn
ykkar, þið þekkiö hann miklu bet-
ur en ég,“ segir Engér.
Með heilaæxli
Ungur piltur meö hjálm kom út
úr tjaldinu og settist í fangið á
mömmu sinni. Þarna voru á ferð-
inni Maria Lundqvist og sonur
hennar, Ulf. Viö spurðum möm-
muna um veru hennar á íslandi.
„Við komum til að leyfa syninum
aö fara á hestbak. Ulf er með heila-
Maria og Ulf skelltu sér með i ferð-
ina. Litli drengurinn er með heila-
æxli og langaði að fara á hestbak.
Aðeins íslenski hesturinn er nógu
þýður fyrir Ulf.
æxli og getur því ekki setið hvaða
hest sem er. íslenski hesturinn er^
svo þýður aö hann getur setiö hann
án þess aö þjást mikið. Hjálmurinn
sem hann er með á höfðinu er
vegna þess aö jafnvægisskynið er
komið úr lagi og hann á það til að
detta," segir Maria.
Ulf var spurður hvað honum
fyndist skemmtilegast við landiö.
Sá stutti var dálítið feiminn en -
sagði að hestarnir og sérstaklega
hundarnir væru spennandi.
Það var, einlæg ósk blaðamanns
og ljósmyndara að ferðin hans Ulfs 4
litla til íslands yrði sem ánægjule-
gust og við kvöddum þessa hestaá-
hugamenn.
-EG
ísland fær flmmtán af tíu mögulegum
Hvemig farið þið að að lifa?
- spyrja tveir Englendingar
Á tjaldstæðinu í Laugardal hittum
viö hjónin Mavis og Bob Winter.
Þau komu frá Englandi fyrir þrem-
ur vikum og hafa veriö að ferðast
um landið. Okkur lék hugur á að
vita hvað þeim fyndist um land og
þjóð.
„Þetta er búið aö vera dásamlegt
ferðalag," segir Mavis. „Ég hef
skrifað í dagbók á ferðalaginu og
ég var að segja við manninn minn
að á hveijum degi hef ég skrifað
að þessi dagur sé sá besti. Af tíu
mögulegum fær ísland fimmtán,"
bætir hún viö.
En hvers vegna ísland?
„Við erum lítið gefin fyrir sólar-
landaferðir og okkur finnst nátt-
úruskoðun skemmtileg,“ segir Bob.
„Þegar við sögðum vinum okkar
frá því að við færum til íslands
voru viöbrögðin „rpjög athyglis-
vert“ en það er ein leið á ensku til
aö segja aö maður sé klikkaður,"
segir hann og hlær.
Ég kann einnig mjög vel við þjóð-
ina. Allir eru svo hjálpsamir og
elskulegir," segir Mavis og Bob
samsinnir.
„Mig langar að nota tækifærið og
kvarta dálítið," segir hann. „Ég vil
benda yfirvöldum á að merkingar
eru í miklum ólestri hér á landi.
Það er erfitt að finna á hvaða leið
maður er og allar almennar merk-
Verðlagið kom mest á óvart
„Veðrið á leiðinni var leiöinlegt
en viö bjuggumst heldur ekki við
sólarlandaveðráttu, ‘ ‘ segir hún.
„Verðlagið kom okkur hins vegar
á óvart og er trúlega þaö neikvæð-
asta við dvöUna," bætir hann við.
„Mér er ómögulegt að skilja hvem-
ig þið íslendingar farið aö því að
halda lífi þegar svona dýrt er að
kaupa í matinn. Annars er ferðin
þess virði. Landið er gífurlega fall-
egt og fjölbreytnin alveg ótrúleg.
ingar eru varla til.
Þaö var dálítið fyndið aö sjá til
dæmis alla smáflugvelli úti á landi
vel merkta. Flugvellir sem sáust
alls staðar frá og enginn vandi var
að finna. En í Reykjavik tók það
okkur næstum klukkutíma að
finna innanlandsflugvöllinn," seg-
ir Bob Winter
-EG.
Bob og Mavis Winter voru að njóta morgunmatar við tjaldið sitt í Laug-
ardal. Þau voru ákaflega fegin að sólin var farin að skína.