Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Qupperneq 30
30
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
LífsstíU
Stykkishólmur:
Friðun gamalla húsa
setur svip á bæinn
Hús Sigurðar Ágústssonar hf. Klæðningin utan á húsinu, svokölluð flögu-
klæðning, þykir einstök og hefur varðveist að mestu.
í miöbæ Stykkishólms standa
nokkur gömul hús sem setja óneit-
anlega svip sinn á bæinn. Eru þetta
elstu hús bæjarins og hefur mikil
vinna verið lögö í aö varðveita þau
í upprunalegri mynd sinni.
Þarna eru Norska húsið, Egils-
hús, Apótekið. Frúarhúsið, Kúlds-
hús og hús Sigurðar Ágústssonar
hf. Flest eru þetta hús sem skipaö
hafa stóran sess í sögu bæjarins og
bera athafnasemi forfeðranna góð-
an vitnisburð.
Smánarblettur á bænum
Egilshús, byggt 1867, er það hús-
anna sem síðast var lokið við að
gera upp. Er það betur þekkt undir
nafninu Egilsenshús, eða Settu-
höllin, en verið ákveðið að kalla
það hreinlega Egilshús. Hin nöfnin
vísa til byggjanda hússins og eins
íbúa þess á tímabili. Er húsið í eigu
Egilsenshús sf„ sem eru Eyjaferðir
hf. og fleiri að tveimur þriðju og
Stykkishólmsbær að einum þriðja.
Ef minnst hefði veriöá þetta hús
fyrir nokkrum árum hefðu bæj-
arbúar lítið vilja kannast við það.
„Smánarblettur á bænum“, „það
ætti að kveikja í þessu greni“ og
þvílík orð hefðu þá hrotið af vörum
Hólmara.
Endurbyggingin
í myndasögu
Roy Shannon er aðfluttur Hólm-
ari og hefur unniö hvað mest við
endurbyggingu Egilshúss. Hann er
„altmuligmaður" eöa fjölvirki eins
og það heitir í dag.
„Bróðir minn, Karl Dyrving, hef-
ur unnið við gömul hús í mörg ár.
Hann var á bát hjá Pétri Ágústs-
syni, einum eigenda hússins og
Eyjaferða. Varð úr að húsið var
keypt af bænum að tveimur þriðju.
Upphaflega stóð til að rífa húsið,
en það var B-friöað, sem þýðir að
endurbyggja varð húsiö að utan
nákvæmlega eins og það haföi ver-
ið. Kaupin voru auösótt mál. Verö-
ið fólst í að taka að sér endurbygg-
ingu hússins. Lagði bærinn til efni
í endurbygginguna að utan.“
Hófust framkvæmdir vorið 1985
og lauk þeim endanlega snemma í
sumar. Roy festi endurbygginguna
á filmu og er myndasaga af henni
í möppu sem gestir Egilshúss geta
skoðað.
„Höröur Ágústsson listmálari
var aöalhvatámaður að friðun
hússins, en hann hefur gert úttekt
á gömlum húsum í Stykkishólmi
Gamalt veðurkort
og hundsklór
Við endurbæturnar á Norska
húsinu kom ýmislegt í ljós mili
þilja. Þar má nefna gamlan
skinnskó, veðurathugunarkort frá
1874, oddlaga stein í bandi, sem
menn álíta að hafl verið notaður
sem lóðbretti við byggingu hússins,
og fleira. Eru þessir hlutir til sýnis
í glerborði í Norska húsinu.
Húsið er um 450 fermetrar í allt.
Er áætlað að nota það undir safn
Árna Thorlaciusar og byggðasafn.
„Hurðirnar eru því sem næst all-
ar upprunalegar. Á hurðinni inn í
stofuna, þar sem ofninn var, eru
klórför. Eru þau eftir hundinn, en
hann hefur viljað komast inn í hlýj-
una í stofunni. Húnarnir eru einnig
upprunalegir. Til gamans má geta
þess að við endurbyggingu Egils-
húss, hér rétt hjá, fannst lykill. Viö
nánari athugun kom í ljós að hann
gekk að öllum skrám Norska húss-
ins. Skemmtileg tilviljun það.“
Með víðförlari húsum
Apótekshúsið var áður pakkhús
fyrir Clausenverslun. Er þaö byggt
1876. Er húsið friðað í B-flokki og
var unnið að endurbótum þess
meöan Stefán Sigurkarlsson var
þar apótekari 1963-1975.
Hanna María Siggeirsdóttir apó-
tekari segir húsiö alltaf hafa átt
stóran þátt í verslunarsögu Stykk-
ishólms, sérstaklega þegar sam-
göngur voru á sjó og höfnin var
lífæð bæjarins.
Hús Sigurðar Ágústssonar var
upphaflega byggt sem pakkhús fyr-
ir Grammsverslun á árunum
1880-1890. Síðan fluttist verslunin
í húsið, síðan verslun Tang og Riis
og þá verslun Sigurðar Ágústsson-
ar. Eru skrifstofur fyrirtækisins á
annarri hæð. Loftið hefur ekki ver-
ið nýtt að fullu. Anddyri hússins,
þar sem verslunin var áður, hefur
verið gert mjög skemmtilegt. Þar
er meöal annars verslunarpúlt frá
árum áður.
Klæöning hússins er einstök, svo
kölluö flöguklæðning, og hefur hún
haldið sér áð mestu.
Loks má geta Kúldshúss. Það er
með víðförlari húsum. Var það
fyrst í Flatey. Þaðan var það flutt
að Þingvöllum í Helgafellssveit og
loks inn í Stykkishólm. Hafa íbúar
hússins sótt um B-friðun á því.
-hlh
og víðar. Hjörleifur Kristinsson
arkitekt hafði siðan umsjón meö
endurbyggingunni. Hann þekkir
vel gamlar hefðir í húsasmíði og
Báðar efri hæöirnar eru notaðar
undir gistirými. Þar eru samtals 10
herbergi, eða 20 rúm og 7 lausir
beddar.
verkinu sumarið 1985. Vann Lárus
Pétursson, húsasmíðameistari,
tónlistarmaður og kennari með
meiru, að endurbótum hússins að
Egilshús eftir endurbygginguna. Niöri er afgreiðsla Eyjaferða og Arnarflugs en á hæðunum er gistirými fyrir
allt að 27 manns.
hafði með höndum allt sem kom
húsfriðunarmálum við. Fundum
við heihega hluta úr öllu húsinu
nema útidyrahurðina. Hún var
teiknuð eftir gömlum ljósmyndum.
Á Lárus Pétursson, húsasmíða-
meistari nieð meiru, heiðurinn af
smíöi hennar.“
Niðri á jarðhæöinni er afgreiðsla
fyrir gistingu, Eyjaferðir, Arnar-
flug og myndbandaleigu.
Tíðarandi
innan og var mest einn viö það
verk. Hefur Hörður Ágústsson gef-
ið Lárusi nafnbótina fornhúsa-
smiður.
„Þetta var nokkuð slitrótt í byrj-
un vegna fjárskorts. Þaö þurfti að
rífa töluvert niður og setja upp aft-
ur. Ég hef lært heilmikið af vinn-
unni í Norska húsinu. Maður verð-
ur hálfgerður fornleifafræðingur á
þessu.“
*
Norska húsið var flutt inn í bitum og sett saman 1828, eftir númerum
sem skorin voru í bjálkana. Var það langt á undan sinni samtið. Hundr-
að árum eftir byggingu þess var enn til fólk sem bjó i moldarkofum.
Einingahús síns tíma
Norska húsið, eins og það er jafn-
an kallað, er elsta og var lengi eina
tvílyfta timburhúsið á íslandi. Árni
Thorlacius byggði Norska húsið
1828. Árni var mikill framkvæmda-
maður. Er talið að hann hafi fyrst-
ur manna hafið skipulegar veöur-
athuganir í Evrópu. Norska húsið
heitir svo, þar sem það var flutt inn
frá Noregi og sett saman hér á
landi, - eins konar einingahús þess
tíma.
Norska húsið er friðað í A flokki.
Það þýðir að allt, bæði úti og inni,
verður að vera eins og uppruna-
lega. Tók 7 ár að fullgera Norska
húsið í upprunalegri mynd. Lauk
Apótekið. Það stendur við höfnina og hefur alltaf verið snar þáttur í
verslunarsögu bæjarins, sérstaklega þegar vörur komu sjóleiðina.