Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Side 32
32
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLl 1988.
LífsstOI
Miðbær Reykjavikur fyllist af lifi og
fólki þegar sólin lætur svo lítið að
sýna sig. Skyndilega verða þessi gráu
og blautu torg uppfull af glaðlegum
andlitum, sumarldæddu og óstres-
suðu fólki. Það hreinlega lifnar yfir
miðbænum! Aðra daga einkennir
regnfrakkaklætt fólk á harðahlaup-
um götulífið. Og ölvaðir unglingar
um helgar.
Torgsala á miklum vinsældum að
fagna á Lækjartorgi, sérlega þegar
sólin skín. Þó er þetta tiltölulega
nýtilkomið fyrirbæri í Reykjavík.
Hins vegar hefur veður verið með
albrigðum leiðinlegt á Reykjavíkur-
svæðinu í sumar og því hafa tjöldin
staöið niðurrignd og mannlaus allan
júnímánuð.
Svo gerðist það í síðustu viku, flest-
um aö óvörum, að það stytti upp.
Hinn sjaldséði en eftirsótti eldhnött-
ur sást á lofti og sumarbragur færð-
ist í einni svipan yfir höfuðborgina.
Miðbærinn fylltist af ljósklæddu og
lífsglööu fólki sem virtist nú skyndi-
lega hafa tíma til að setjast niður og
fá sér ís.
Líf í torgsöluna
Það lifnaði líka heldur betur yfir
torgsölunum. Margir aðilar hafa
greitt stórar fúlgur fyrir leigu á
svæði undir tjöld og borð, en torgsala
lá nánast algerlega niðri allan júní-
mánuð. Nú viðruðu þeir tjöldin,
lögðu fram vörur sínar og horfðu
björtum augum til framtíðarinnar.
Sú spuming hefur stundum skotið
upp kollinum hvort veðurfar hafi
áhrif á skap og sálarlíf fólks. Flestir
sálfræðingar eru þeirrar skoðunar
og margir einstaklingar segjast vera
þyngri í skapi og eigi erfiðara með
að vakna á morgnana þegar veðrið
er leiðinlegt. Aðrir svara því geð-
vonskulega neitandi þegar þeir eru
spurðir eftir langvarandi rigningar-
tíð hvort veðrið hafi áhrif á það.
Fólkið verður fallegra
Fullorðinn maður, sem DV hitti í
miðbænum, sagði aö það væri með
Mikid líf var í miðbænum fyrsta sólardaginn í heilan mánuð, eins og sjá má af myndinni. DV-mynd S
ólíkindum hvað íslenskt kvenfólk,
og þá sjálfsagt karlar líka, breyttist
þegar sólin færi að skína. Hann sagö-
ist koma við í miöbænum nánast á
hverjum degi á sumrin og fengi sér
sæti á bekk ef hann væri ekki of
blautur. Hann hefði verið að velta
fyrir sér í sumar þeirri staðhæfingu
að íslenskt kvenlólk væri það falleg-
asta í heimi.
„Mér fannst það yfirleitt heldur
púkalegt og óspennandi," sagði mað-
urinn sem skiljanlega vildi ekki láta
nafns síns getið.
„I dag sé ég svo sömu konumar.
Nú eru þær búnar að kasta af sér
regnflíkunum, úlpunum og ólundar-
svipnum. Fyrir framan mig sé ég því
hverja þokkagyðjuna af annarri og
er því sammála fullyrðingunum um
fegurð íslenskra kvenna. Meira að
segja strákamir eru miklu myndar-
legri í dag!“
Skemmtikraftar!
Það er ekki bara markaður og fall-
egt fólk sem einkennir torgið á fall-
egum sólardegi. Þar má iðulega sjá
skemmtiatriði af ýmsu tagi. í sumum
tilfellum hafa fengist leyfi til að
fremja skemmtunina en í öðmm
ekki.
Það hefur því iðulega gerst að verð-
ir laganna hafa komið og beðið við-
komandi að láta af skemmtuninni.
Það hafa þó verið skiptar skoðanir
meðal torggesta hvort stöðva ætti
skemmtikraftana þar sem þeir hafa
þótt glæða líf og „stemningu" á Lækj-
artorgi.
DV kannaði lífiö í miðbænum dag-
inn sem sólin ákvað að láta sjá sig á
suð-vesturhomi landsins.
-ATA
Það lifnaði yfir miðbænum
- þegar sólin lét loksins sjá sig
Höftun beðið eftir
sól frá sumar-
degimim fVrsta
- sögðu ísætumar Anna Melsteð og Birgir Magnússon
„Við erum bara að
pjóta þess að loksins er
komin sól,“ sögðu þau
Anna Melsteð og Birgir
Magnússon sem sátu á
Útvegsbankatröppunum
og borðuöu ís í gríð og
erg.
„Við erum í matarhléi
núna. Það er stutt að
koma hingað af okkar
vinnustöðum. Ég vinn í
Sparisjóði Reykjavikur
og Anna þjá Steinum
hérna beint á móti,“
sagði Blrgir.
„Maður er eiginlega
búinn -aö bíða síöan
sumardaginn fyrsta eför
þvi að sólin láti sjá sig
almennilega. En nú trú-
um við þvi að sumarið
sé komið. Maður er líka
alltaf bjartsýnn þegar í
sólin 8kin,“ sögðu þau EL_
Anna og Birgir. Anna Melsteð og Birglr Magnússon njóta þess að sltja í aól-
-ATA Inni og gsða sér é ta.
Skemmtilegast
að skoða
- sögðu þær Bryndís, Lise og Rakei
„Það er gaman aö máta
þessa hatta. Við erum
bara að skoða núna og
ætlum ekkert að
kaupa,“ sögðu þær
Bryndís Skaftadóttir,
Lise Lotte Elmstrand og
Rakel Bergmann, sem
skörtuðu einstaklega
skrautlegum höttum í
sólinni á Lækjartorgi.
„Við erum allar í ungl-
ingavinnunni og notum
matartímann okkar til
að koma niður á torg að
sjá mannlífið í sólinni og
skoða vöruúrvalið.
Ef við ættum peninga
myndum við hugsanlega
kaupa eitthvað því flest
er ódýrara hér en í buð-
um. En aðalskemmtunin
er þó bara að skoða,"
sögðu vinkonumar,
tóku ofan hattana og
buðu ljósmyndaranum
karamellu.
-ATA
Rakel Bergmann, Bryndis Skaftadóttir og Lise Lotte Elmstrand
notuðu sér matarhléið I unglingavinnunn) til að máta hatta
og sólgleraugu. DV-mynd S