Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Page 33
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988. 33 Lífsstm lega í sólinni - segir Helga Pálsdóttir „Ullarvöruraar eru vinsælar og lopapeysurnar seljast bara prýði- lega í sólinni," sagði Helga Páls- dóttir sem selur vörur sínar í sölu- tjaldi í Austurstræti. „Reyndar eru það mest útlend-. ingar sem kaupa ullarvörumar á sumrin. Bæði eru þeir aö flytja þetta heim til sín til minja um Is- landsdvölina og svo finnst þeim kannski ekkert of heitt héma, jafn- vel þótt sólin skíni.“ Helga Pálsdóttlr var bjartsýn á aö ullarvörurnar myndu seljast vel í sólinní enda eru þaö aðallega út- lendingar sem eru viöskiptavinir hennar. DV-mynd S Gömul í hettunni Helga segist vera gömul í hett- unni í torgsölunni í Austurstræti. „Ætli ég sé ekki búin aö vera með tjald hérna í sjö eða átta ár og mér flnnst þetta mjög skemmtilegt. Hérna hittir maöur fjöldann allan af fólki og kynnist mörgura.“ - JPyrir hvern ertu að selja? „Ég er bara aö selja fyrir. sjálfa mig. Þetta er allt eigin framleiðsla. Ég prjóna og sauma á veturna og sel svo vöruraar á sumrin. Þetta er eina starfiö mitt og á þessu verð ég að lifa. Bjartsýn á framhaldið Salan í sumar hefur eðlilega ekki veriö mikil þar sem þetta er eigin- lega fyrsti dagurinn frá því í mai sem ég hef getað haft opið vegna rigningar. Nú þýðir bara ekkert annað en að vera bjartsýnn á fram- haldiö og að sólin haldi áfram að skína,“ sagði Helga Pálsdóttir. -ATA Allt á heild- söluverði - segir Einar Bjömsson torgsölumaður „Það er töluvert að gera í sólinni. Við höfum ekki opið þegar rignir og það þýðir að sjaldan hefur verið opið í sumar,“ sagöi Einar 0. Dægradvöl Björnsson sem var að koma vörum sínum fyrir í sölutjaldi í Austur- stræti. „Ég er aö selja vörur fyrir heild- sölu og þær eru hér á heildsölu- veröi. Fólk virðist kunna vel aö meta að kaupa ódýrar vörur,“ sagöi Einar. Gaman að skoða Margir voru að skoða úrvalið hjá Einari, meöal annars vinkonurnar Einar Björnsson torgsölumaður var að koma vörum sínum fyrir. Perla Þrastardóttir og Lísa Amne Libungan. „Við erum bara að skoða núna. Kannski kaupum við seinna,“ sögðu þær stöllur sem báðar eru tíu ára. „Við komum oft hingaö á mark- aðinn á Lækjartorgi þegar hann er opinn vegna veöurs. Þaö er gaman aö skoöa og svo er ýmislegt hægt Perla Þrastardóttir og Lísa Anne Libungan virtu fyrir sér vöruúrvalið aö fá ódýrt," sögöu Lísa og Perla. og skemmtu sér við að skoða. DV-myndir S -ATA á nýjum verðti^ggöum 18 mánaóa sparireikningi ♦ SAMVINNUBANKI fSLANDS HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.