Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Page 40
62 •
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá ísíma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
-i.
Fangar reyndu strok úr Hegningartiúsinu:
Fangavörður hand-
leggsbrotinn eftir átök
við tvo refsifanga
Tveir fangar, sem eiga eftir að
afþlána langa refsidóma, réðust að
fangaverði í Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg um klukkan hálf-
fimm í nótt. Fangamir börðu
fangavörðinn með sveram borð-
fæti sem þeir höfðu tekið af borði
í klefa sínum. Fangavörðurinn
barðist einn við fangana í nokkrar
minútur. Hann handleggsbrotnaöi
i átökunum.
Tveir verðir era í Hegningar-
húsinu á nóttinni. Hinn fangavörð-
urinn hringdi neyðarbjöllu og lög-
regluaðstoð barst mjög fljótt.
Guðraundur Gislason, forstööu-
maður Hegningarhússins, sagði í
morgun að greinilegt væri að fang-
arnir hefðu ætlað að yfirbuga
fangaverðina og leggja á flótta úr
fangelsinu. Guðmundur sagöist
ekki muna til þess að til jafhalvar-
iegra átaka hefði komið við fanga
i Hegningarhúsinu síöastliðin tíu
ár.
í Hegningarhúsinu eru tuttugu
og þrir fangar. Fangarnir sem réð-
ust að 'fangaverðinum voru í
þriggja raanna klefa. Þeir hafa nú
veriö fluttir í Síðumúlafangelsiö.
Þriðji fanginn, sem var í klefa með
þeim, tók ekki þátt í árásinni.
„Þetta kom okkur mjög á óvart.
Samskipti við fanga hafa verið
mjög góð og fariö batnandi. Þaö er
hætta á að þessi atburður bitni á
fleirum en þeim sera voru að verki
i nótt,“ sagði Guðmundur Gíslason
forstöðumaður.
-sme
Guömundur Gislason, forstöðu-
maöur Hegningarhússins, með
lurkinn sem fangarnir börðu
fangavörðinn með. Guðmundur
taldi víst að fangarnir hefðu ætiað
að yfirbuga fangaveröina og
ieggja á flótta.
DV-mynd S
Landsbankinn:
Valur ræðir
- við Pétur
„Við Pétur Sigurðsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, ætlum að
hittast og ræða saman á morgun eða
hinn," sagði Valur Amþórsson,
kaupfélagsstjóri KEA, í morgun viö
DV.
- Hefur þú áhuga á að verða næsti
bankastjóri Landsbanka íslands?
„Ég vil ekkert meira segja um mál-
iö, ég tel ótímabært að ræða það frek-
ar.“
Háttsettur maður innan Fram-
sóknarflokksins sagði í morgun við
DV að Valur myndi taka endanlega
ákvörðun í málinu eftir viðræðurnar
viö Pétur. „Hann ákveður sig þá. En
! “^ég get sagt að Valur verður ráöinn,
til þess hefur hann stuöning innan
bankaráðs, hafi hann áhuga. Og ef
menn ætla að ganga frá máhnu á
næstunni kemur enginn annar fram-
sóknarmaður en Valur Arnþórsson
til greina." -JGH
ygrtTWBOTi
Skrifað hefur verið á marga sektarmiða í höfuðborginni síðustu daga og vikur enda þykja
mörgum gjöldin há
LOKI
Er valið enn Vals?
------------------------
Veðrið á morgun:
Að mestu
skýjað
vestan-
lands
Á morgun verður hæg.vestlæg
eöa breytileg átt á landinu. Vest-
ast á landinu verður skýjaö að
mestu en víða léttskýjað í öðrum
landshlutum. Hiti veröur á bihnu
7 til 15 stig.
Stöðumæla-
gjöld lækkuð
um helming?
„Undirtektir okkar eru vinsamleg-
ar. Miðbæjarsamtökin hafa heilmik-
ið til síns máls og verða kröfur þeirra
skoðaðar betur á borgarráðsfundi í
dag,“ sagði Davíð Oddsson borgar-
stjóri við DV.
Miðbæjarsamtökin funduðu með
borgarstjóra, formanni skipulags-
nefndar borgarinnar og borgarverk-
fræðingi á föstudag og lögðu fram
tillögur Miðbæjarsamtakanna í þess-
um efnum. Þar á meðal eru tillögur
um að gjald í stöðumæla verði 50
krónur á klukkustund í stað 100 í dag
en það er helmingslækkun. Eins var
lagt til að stöðumælasektir lækkuðu
úr 500 krónum í 300 krónur. Kom
fram hjá borgaryfirvöldum að slík
lækkun yrði möguleg með ákveðnum
skilyrðum, til dæmis að sektin yrði
þá að greiðast innan viss tíma. -hlh
Fíkniefnasmygllð:
IVeir í varðhaldi
Tveir menn eru enn í gæsluvarð-
haldi vegna hinnar umfangsmiklu
húsleitar sem fikniefnalögreglan
gerði í tveimur íbúðum í Reykjavík
um helgina og frá var sagt í DV í gær.
Alls fannst um 1 kíló af hassi, 11
grömm af hassolíu, 40-50 grömm af
amfetamíni og um 5 grömm af kóka-
íni. Söluverðmætið mun vera vel yfir
einni milljón króna.
Arnar sagði að fíkniefnin hefðu
fundist á 4-5 stööum í Reykjavík og
Keflavík. -JFJ
Segir ekki orð
Þegar DV hafði samband við Ás-
geir Friðjónsson, framkvæmdastjóra
Efnagerðarinnar Vals, um notkun
fyrirtækisins á ólöglegum htarefn-
um, sem frá er sagt á bls. 2, vildi
hann ekki gefa upp neina ástæðu
fyrir því hvers vegna fyrirtækiö
hefði haldið áfram að nota viðkom-
andi efni þrátt fyrir tilmæli Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur. Afstaða
hans var skýr. Hann vildi ekkert láta
hafa eftir sér. -gse