Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1988, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1988, Qupperneq 1
Tinna og hjólakeppnin Tinna, mamma og pabbi fóru í hjólakeppni og Tinna vann bikar. Um nótt- ina gat Tinna ekki sofnað því að hún var svo æst. Um morguninn, þegar Tinna vaknaði, fór hún að pússa bikarinn sinn. Nanna, vinkona Tinnu, vann líka bikar og þær fóru að pússa bikarana sína saman. Nanna og Tinna eru svo miklar vinkonur. Tinna Guðjónsdóttir, 7 ára, Gaukshólum 2 (5-A), 111 Reykjavík. Vélhjólakeppnin Einu sinni fóru Hildur og pabbi hennar að horfa á vélhjólakeppni. Þar var bróðir Hildar að keppa. Hann lenti í fyrsta sæti. Drífa Kristín Sigurðardóttir og Martin Ingi Sigurðarson, Safamýri 77, 108 Reykjavík. Torfærukeppnin Einu sinni var stelpa sem hét Anna. Hún var úti í löndum á ferðalagi. Þar fór hún og sá torfærukeppni með mömmu sinni og pabba. Þeim fannst æðislega gaman. Þegar keppnin var búin fóru þau á hótelið sem þau dvöldu á og borðuðu kvöldmat. Helgi Guðlaugsson, Álfheimum 66, 104 Reykjavík. Kappaksturinn Það var 31. júlí og kappaksturinn átti' að vera klukkan hálflimm. Núna vantaði klukkuna fimm mínútur í fjögur. Magnús Örn átti að keppa í kapp- akstrinum. Það voru allir að búa sig undir keppnina. Magnús Örn var númer 4 og keppti við Sigga, Agnar, Steinar, Tryggva, Jón og Garðar. Núna var keppnin hafin og það voru tíu erfxðar torfærur sem þeir þurftu að fara yfir. Fjölskylda Magnúsar var komin og horfði á hann. Magnús var fremstur og Jón rétt á eftir honum. Magnús var á 130 km hraða og var alveg að komast í mark. Núna kom hann í mark. Fjölskylda Wagnúsar öskraði af gleði því nú hafði Magnús unnið sér inn ferð fyrir Qóra í þrjár vikur. Það var heppilegt því það voru bara fjórir í fjölskyld- unni. Eftir þijá daga ætluðu þau í ferðalagið. Það var auðvitað til útlanda, alla leið til Flórída þar sem Disney-land er. Svavá Ólafsdóttir, Miðleiti 6, 103 Reykjavík. Lísa Lísa hafði mikinn áhuga á mótorhjólum. Einn dag sagði pabbi við Lísu að nú skyldu þau fara og horfa á torfærukeppni. Um daginn klukkan þrjú fóru þau frá Selfossi þar sem þau bjuggu og óku til Hellu. Keppnin var æðislega spennandi og allt fór vel. Allt í einu benti pabbi Lísu á að þarna væri heimsmeistarinn kominn. Síðar kom það í ljós að hann lenti í öðru sæti. Lísu dreymdi eintóm mótorhjól næstu nótt. Sigríður Erla Hjálmarsdóttir, Árbæjarhjálei^u, 851 Hellu. Mótorhjólakeppnin Einu sinni voru tveir strákar sem ætluðu í mótorhjólakeppní. Annar var númer fjögur og hinn var númer níu. Svo komu mamma þeirra og pabbi til aö horfa á þá. Þar var líka fullt af öðru fólki. Strákarnir þurftu að fara yfir drullupolla og stökkva hátt á mótorhjólunum. Keppnin gekk bara vel. Sigríður Sóley Hafliðadóttir, Lækjargötu 6r 580 Siglufirði. Halli og hjólið hans Einu sinni var stákur sem hét Halli. Hann hafði lengi langað í vélhjól. Mamma og pabbi höfðu alltaf neitað honum um það. En þegar Halli spurði þau hvort hann mætti kaupa sér vélhjól þegar hann yrði 16 ára ef hann yrði duglegur að vinna leyfðu þau honum það. Halli fékk sér nóg að gera. Hann fór í unglingavinnuna og bar út blöð. Hann vann líka í sjoppu á kvöldin. Loksins var hann búinn að safna nóg- um peningum til að kaupa hjólið. Einn daginn sá Halli auglýst í dagblaðinu að það ætti að verða vélhjóla- keppni rétt hjá Bláfjöllum helgina. Hann dreif sig í keppnina á fína hjólinu sínu. Mamma og pabbi komu til að horfa á Halla og litla systir hans fékk líka að vera með. Halli varð ekki fyrstur en hann var duglegur samt því hann varð í öðru sæti. Um kvöldið hafði mamma rjómatertu handa þeim til að halda upp á það hvað Halli hafði verið duglegur í keppninni. (Höfundur gleymdi að skrifa nafnið sitt og heimilisfang og er því beðinn að skrifa aftur.) Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 36. tbl. og getur að sjálfsögðu hreppt verðlaunin. ✓ / / ✓ ✓ * * s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.