Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1988, Síða 4
LAUGARDAGUR 20. AGUST 1988. ®m Hvert gætu krakkarnir veriö aö fara? Nefniö þijá staöi. Sendið lausn til: BARNA-DV. ELSKU AMMA! Elsku amma! Ég er mjög hrifinn af stelpu en ég veit ekki hvort hún er hrifm af mér. Ég er mjög feiminn viö hana og er alveg í vandræðum. Elsku amma, hjálpaöu mér! Morten. Kæri Morten! Þú skalt gefa þig á tal við stelpuna næst þegar þú hitt- ir hana. Þú getur alltaf rætt um skólann, sumarvinn- una, áhugamál og fleira til aö byrja með. Þá finnur þú íljótt hvort stelpan hefur áhuga á aö tala viö þig. Síöan getur þú boðið henni 1 bíó og reyndu bara aö vera glað- legur og skemmtilegur! Amma. Elsku amma! Ég er nýbyrjuð meö strák sem var með vinkonu minni en ég vissi ekk'ert af því. Ég er sko nýflutt í bæinn aft- ur en ég og þessi vinkona mín höfum hist og verið í bréfa- og símasambandi og verið góðar vinkonur síðan ég man eftir mér. Hún hefur alltaf verið hrifin af strákum og ég var hætt aö taka eftir hverjum hún var með í það og það skiptið. Hún var alltaf að skipta. Svo þegar ég kom í bæinn byrjaði strákurinn sem hún var með að reyna við mig og fyrr en varði vorum við byrjuð saman. Svo sá hún okkur saman og þá varð hún brjáluð út í mig. Hún sagði að ég hefði beðið strákinn um að segja sér upp en það er ekki satt! Hvað á ég.að gera? Ég vil ekki missa strákinn og ekki heldur vinkonuna. Ein ástfangin í vanda. Kæra í vanda! Þar sem þú ert komin á fast með stráknum hlýtur hann að gera þér þann greiða að segja vinkonunni að þú segir satt. Þú komst ekki upp á milli þeirra og það verður strákurinn að segja henni. Best væri að þú byðir vinkonunni til þín, hreinlega bæðir hana að koma þegar strákurinn er í heimsókn hjá þér. Þá getið þið öll spjallað saman og hreinsað andrúmsloftið fyrir fullt og allt. Ef stráknum þykir í raun og veru vænt um þig á hann að útskýra málið fyrir vinkonunni. Þín amma. Geturðu fundið 6 atriði sem ekki eru eins á báðum myndunum? Sendið lausn til: Barna-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík KVEÐJUR Okkur langar að senda kveðjur til allra krakkanna sem voru með okkur í sumarbúðum Þjóðkirkjunnar á tímabilinu 20. júní-1. júlí. Og bráð- hressa kveðju fær pennavinkona okkar, Valgerður Dýrleif. Elva Brá og Jóhanna (Jóa). Ég ætla að senda kveðju til penna- vinkonu minnar sem er búin að skrifa mér lengst. Hún heitir Katr- ín ög á heima á Hvammstanga. Álfheiður H. Hafsteinsdóttir, Breiðvangi 13 í Hafnarfirði. Sendi frábærar stuðkveðjur til Olla, Bjössa, Kidda og Jóa, sem ég hitti á Laugarvatni um verslunarmanna- helgina. Strákar, látið sjá ykkur sem fyrst á rúntinum! Ragna Ósk (Ragga). Safnarar! Kæru safnarar! Vill einhver skipta á úrklippum, pla- kötum, límmiðum, glansmyndum, servíettum (munnþurrkum) eða bréfsefnum? Svava Ólafsdóttir, Miðleiti 6, 103 Reykjavík. P.S. Munið að senda heimilisfang líka! Gátur 1. Hvaða dýr hermir eftir manni? 2. í hvaða húsi býr enginn maður? 3. Einu sinni voru tvær hænur. Önn- ur hét Fram og hin Aftur. Síðan dó Fram. Hver var þá eftir? 4. Hvaða farartæki hefur bæði hjól og fætur? 5. Hvað er það sem flýgur, hefur fjóra fætur og segir bra-bra? 6. Hversu lengi sefur asninn á næt- umar? 7. Hvað fer í gegnum skóginn án þess að snerta hann? 8. Hve langir þurfa fætur mannsins að vera? 9. Á hvað getur sólin ekki skinið? Rakel Sif Gunnarsdóttir, Krummahólum 4, Reykjavik. (Svör aftast.) Tveir eins Aðeins tveir flskanna eru alveg eins. Hvaða fiskar eru það? Sendið lausn til: Barna-DV. Litmynd 1 = svartur 2 = bleikur 3 = rauður 4 = gulur 5 = grænnr G = hvítur 7 = blár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.