Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Page 9
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988.
9
Uflönd
Reyna að bjarga
Finnmörku
Björg Eva Erlendsdóttix, DV, Osló:
Norska ríkisstjómin ætlar að gera
stórátak til aö bjarga Finnmörku,
norðlægasta fylki landsins, frá gjald-
þroti. Gro Harlem Brundtland for-
sætisráðherra er nýkomin heim frá
Finnmörku þar sem hún gaf íbúum
fylkisins loforð um 650 millj. norskra
króna aukaíjárveitingu á næstu
þremur árum. Þessir peningar eiga
að bjarga atvinnuiífinu í Finnmörku
og sérstaklega eiga þeir að forða fisk-
iðnaðinum frá algeru hruni.
Flestir sveitarstjórnarmenn og at-
vinnurekendur í Finnmörku voru
ánægðir með framlag ríkisstjómar-
innar þó að sumir hefðu getað hugs-
að sér meiri hjálp. Mesta gagnrýni
fékk forsætisráðherrann fyrir að
hafa ekki létt nógu mikið á skatta-
og lánabyrðum Finnmerkurbúa.
Aflabrestur á flskimiöum Noregs
hefur orðið til þess aö margir báta-
eigendur hafa selt báta sína á nauð-
ungamppboðum nú þegar og enn
fleiri bátar eru í hættu. Þetta getur
orðið til þess að þegar fiskurinn kem-
ur aftur verði engir bátar til segja
forkólfar fiskiðnaðarins í Finn-
mörku. Þeir em bjartsýnir á framtíð
fylkisins ef tekst að bjarga flotanum
á meðan beðiö er eftir fiski.
En margir em svartsýnir og fólks-
flóttinn úr fylkinu lýsir því best.
Hvert þorpið á fætur ööm minnkar
um helming og meira en þaö á nokkr-
um áram. Það er sérstaklega unga
fólkið sem flytur suöur á bóginn. Á
fundinum með forsætisráðherra
heyrðust meira að segja raddir sem
sögðu að það þýddi lítið að veita íjár-
magni til Finnmerkur því það væri
. eins og aö gefa dauðum manni með-
ul.
En norska ríkisstjórnin viil ekki
gefast upp ennþá. Stuðningurinn,
sem Finnmörk þiggur árlega, er nú
kominn upp í tvo milljarða norskra
króna á ári þó að íbúunum fækki
stöðugt. Brundtland vildi ekki úti-
loka að Finnmörk fengi fleiri auka-
fjárveitingar ef á þyrfti áð halda og
hefur hún með heimsókn sinni til
Finnmerkur sýnt að norski Verka-
mannaflokkurinn vill halda til
streitu dreifbýlisstefnu sinni þrátt
fyrir efnahagsvandann sem Noregur
á við að glíma.
Super Glandin - hin náttúrulega andlitslyfting
Nú er komið helmingi sterkara Super Glandin næturkrem.
• >
Eftir áralangar rannsóknir hafa sænskir vísinda-
menn þróað húðnæringu sem inniheldur GLA-
fitusýru. í tilraunum, sem gerðar voru í Svíþjóð
með Super Glandin, kom árangurinn ótvírætt í ljós.
• Super Glandin gekk fyrr og betur inn í húðina en
nokkurt annað húðkrem.
• Eiginleikar Super Glandins sem rakakrems reyndust
ótvíræðir. Það klesstist ekki og það jók mýkt og
téygjanleika húðarinnar mikið.
• Blóðstreymi í húðinni jókst en það var í mörgum til-
. fellum nauðsynlegt til að eðlileg endurnýjun gæti átt
sér stað.
• Nær allar konurnar, sem tóku þátt í tilraununum með
Super Glandin, kusu að nota það áfram, jafnt þær
sem áttu viö húðvandamál að stríöa og hinar.
KfistÍH
* IMK
INNFLUTNINGSVERSLUN
• •
INNROMMUN
RAMMA
OPIÐ TIL
MIÐSTOÐIN KL. 18 Á LAUGARDÚGUM
SIGTÚN 10-SÍMI 25054
SÉRVERSLUN MEÐ INNRÖMMUNARVÖRUR
Friðargæslumenn í Irak skoða stööuna á vigstöðvunum.
Símamynd Reuter
Viðræður írana og ír-
aka ganga eðlilega
Fyrsti sáttaumleitanafundur Talsmaöurinn sagði greinilegt að
fulltrúa írana og íraka stóð í hálfa bæði írönum og írökum væri nú
þriðju klukkustimd í Genf í gær og alvara með aö leita sátta í deilum
að honum loknum drógu fulltrúar ríkjanna. Sagöist hann telja að
hvors ríkis sig í hlé til að ræða þaö gangur fundarins hefði stefnt í
sem fram hafði komið. rétta átt
Talsmaður Sameinuöu þjóðanna Vopnahlé það sem gekk í gildi
sagði að fundinum loknum að hann milli ríkjanna tveggja síðastliöinn
heföihvorkigengiðvelnéillaheld- laugardag, eftir átta ára langa
ur eðlilega. Bað hann fjölmiðla að styijöld, hefur verið haldið til
láta vera að túlka athafnir fundar-' þessa.
setumanna á einn veg eða annan.
Húðnæríng fyrir alla með
Verkföllin brot
in á bak aftur
Verkfallsmenn í skipasmíðastöðinni i Gdansk sitja og biöa átekta.
Símamynd Reuter
Verkfóll í kolanámum í suðurhluta
Póllands voru brotin á bak aftrn- af
óeirðalögreglu í gær en í norðri eru
verkamenn í þremur námum enn í
verkfalli.
Verkfollin hófust fyrir ellefu dög-
um í Manifest Lipcowy kolanámunni
í bænum Jastrzbie. Vinna Uggur enn
niðri í námunni þrátt fyrir að óeirða-
lögregla hafi reynt að stöðva mót-
mæli námumanna.
Verkfallsmenn segja aö lögregla
hafi umkringt námuna í gærkvöldi
og reynt að-svæla verkfallsmenn út
með vatni. Þeir segja einnig aö
óeirðalögregla hafi barið marga
verkfallsmanna á miðvikudagskvöld
þegar lögreglan réðst inn í þrjár
námur nálægt Jastrzþie við landa-
mæri Tékkóslóvakíu.
Lech Walesa, leiðtogi hins bannaða
verkalýðsfélags Samstöðu, átti í gær
viðræður við fulltrúa pólskra yfir-
valda í fyrsta sinn síðan verkfóflin
hófust. Fundurinn átti sér stað í Len-
in skipasmíðastöðinni. Fulltrúinn
vfldi ekkert segja um árangur við-
ræðnanna að loknum fundinum og
hélt tfl Varsjár á ný.
Viðræður stjórnvalda og fulltrúa
hafnarverkamanna, sem em í verk-
fafli í bænum Szcezin í norðurhluta
Póllands, áttu sér einnig stað í gær
en enginn árangur hefur enn komið
í ljós.
Verkfallsmenn krefjast þess að
Samstaða verði viðurkennd og að
kjör þeirra veröi bætt. Þetta eru
verstu verkföll í Póllandi síöan áriö
1981 þegar herlög voru sett í landinu.
Talsmaður stjórnvalda sagði að of
snemmt væri aö segja tfl um hvort
verkfallsöldunni væri lokið.