Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1988, Blaðsíða 1
Laugardalshöll: Tölvur á tækniári fyrir almenning. Hér er um að ræða hugbúnað sem gerir fólki kleift að sitja við heimilistölvuna sína og panta vöru og þjónustu í gegnum tölvuna, jafnt frá innlend- um aðilum sem og erlendum. Veitir gagnabankinn meðal annars að- gang að vörulistum í Bretlandi og Bandaríkjunum sem hægt er að skoða og panta úr. Þá verður til sýnis róbót sem tal- ar og syngur, gengur um salinn og dansar þegar þess er óskað, auk þess að vera þátttakandi í ýmsum smellnum uppákomum. Margeir Pétursson og Hannes Hlífar Stefánsson koma til með að tefla Qöltefli við 20 tölvur um helg- ina. Fæst þá úr því skorið hvort tölvur tefla betur en menn. Þetta er aðeins brot af því sem almenningi er boðiö upp á til skemmtunar á sýningunni. Þá má geta þess að fyrirlestrar eru dag hvern í baksal Laugardalshallar- innar. Er þar fjallað um efni sem tengist tölvubúnaði. Fyrirlesarar verða innlendir og erlendir sér- fræðingar hver á sínu sviði. -HK í tilefni af Norrænu tækniári hafa tölvunarfræöinemar við Háskóla íslands gengist fyrir stórsýningu á tölvun og hugbúnaði. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið hér á landi. Sýn- ingin er jafnt ætluð atvinnumönn- um á tölvusviðinu, sem og leik- mönnum og verður margt athyghs- vert til skemmtunar. Mörg forvitnileg forrit er hægt að sjá og kynnast á sýningunni. Hágreiðsluforrit er kannski það sem leikmönnum þykir einna skemmtilegast. Gerð er teikning og hraðmynd af viðkomandi persónu og hún notuð sem grunnur fyrir mismunandi hárgreiðslur. Hægt er að fá útprentaða mynd þegar að- geröinni lýkur. Ættfræðiforrit sér kannski fyrir endann á grúskinu sem svo margir íslendingar hafa gaman af. Með aðstoð forritsins getur þriðji hver íslendingur rakið ættir sínar til sögusviðs íslendingasagna á einu augnabliki. Einna forvitnilegast fyrir al- menning og neytendur í þjóöfélag- inu er fyrsti íslenski gagnabankinn Tölvur ó tækniári er bæði fróðleg og skemmtileg sýning fyrir almenning. Frjálsíþrótta- keppnin á ólympíu- leikunum í Seoul Nokkrar helstu greinarnar sem sjónvarpaö verður frá: Föstudagskvöld 23. sept.: 400 m hlaup karla, 1. riöilL Spjótkast karla, undankeppni. 100 m hlaup kvenna, 1. riðill. 100 m hiaup karla, undanúrslit. Þrístökk karla - úrslit. 100 m hlaup karla úrslit. Laugardagskvöld 24. sept.: 400 m grind kvenna, undanrásir. Spjótkast karla, úrslit. Hástökk karla, úrslit. 400 m grind karla, úrslit. Spjótkast kvenna, undankeppni. Sunnudagskvöld 25. sept.: 400 m grind kvenna, undanúrslit. Sleggjukast karla, úrsliL 800 m kvenna, úrslit. Langstökk karla, úrslit. Spjótkast kvenna, úrslit. 110 m grind karla, úrslit. Þriðjudagskvöld 27. sept.: Tugþraut karla. Stangarstökk karla, úrslit. 400 m grind kvenna, úrslit. 400 m hlaup karla, úrslit. 200 m hlaup karla, úrslit. Miðvikudagskvöld 28. sept.: Tugþraut karla, frh. Kringlukast kvenna, úrsliL Hástökk kvenna. 1500 m hlaup karla, undattrásir. Langstökk kvenna. Fimmtudagskvöld 29. sept.: Kringlukast karla, undanúrsMt. 1500 m hlaup karla, undanúrslit. Hástökk kvenna, úrslit. 3000 m hindrunarhlaup karla, úrslit. Föstudagskvöld 30. sept.: Kúluvarp kvenna, úrsMt. Kringlukast karla, úrsMt. 1500 m hlaup kvenna, úrslit. 1500 m hlaup karla, úrsML 4x100 m boðhlaup karla og kvenna, úrslit. Útsendingar heQast yflrleitt milli kl. 23 og 24 og standa fram undir morgun. Ólympíuleikamir í Seoul: Fjöldi íslendinga keppir um helgina Um þessa helgi ná ólympíuleikarn- ir hámarki hvað varðar fjölda keppn- isgreina. Undankeppni í boltaíþrótt- um er aö ljúka. Sund og fimleikar eru á lokadögum og keppni í frjálsum íþróttum hófst í gær. Þátttaka íslendinga hingað til hef- ur verið með ágætum þótt sundfólkið hefði mátt standa sig betur. Nú um helgina verða flestallir íslendingar í eldMnunni. SigMngamennirnir eru nú sem næst hálfnaðir. Meö tvo sigra að baki leikur íslenska handknatt- leiksMðið gegn Svíum í kvöld. Best er að vara þá sem vilja fylgj- ast með sjónvarpsútsendingum og lýsingu í útvarpi um helgina strax við að nætursvefn verður ekki mik- Ml. Fyrir utan handknattleiksMðið og sigMngamennina, sem keppa í nótt, verða eftirtaldir íþróttamenn í eld- Mnunni: Einar VMhjálmsson og Sig- urður Einarsson keppa í undanrás- um í spjótkasti rétt fyrir miðnætti. Ragnheiður Runólfsdóttir, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Magnús Ólafsson og Ragnar Ólafsson keppa öM í und- anrásum í sundi. Kl. fjögur verður bein lýsing á rás 2 frá leik íslendinga og Svía. Sá leikur verður svo í Sjón- varpinu kl. 8.15 um morguninn. Á laugardaginn lýkur sundfólkið keppni. Þá eru einnig úrslit í spjót- kasti og má fastlega reikna með að Einar Vilhjálmsson verði þar á með- al og ef Sigurður Einarsson er í stuði verður hann einnjg í úrsMtum. Helga HaMdórsdóttir mun svo keppa í 400 metra grindahlaupi. Sjónvarpiö veröur meö útsending- Tveir frægir kappar. Annar, Matt Biondi, er búinn að næla i nokkra verðlaunapeninga í sundi. Hinn, hlauparinn frægi, Carl Lewis, á ör- ugglega eftir að næla sér í nokkra verðlaunapeninga. ar nær allan sólarhringinn um þessa helgi. Hvort við sjáum í beinni út- sendingu alla þá íslensku keppendur, sem verða í eldlínunni um helgina, er ekki alveg víst. Það verður bara að vona að svo verði. Þar sem frjálsar íþróttir eru jafnan vinsælastar íþrótta á ólympíuleikum birtum við hér á síðunni Msta yflr þær grehiar sem keppt er í um helg- ina og í næstu viku. -HK Veitingahús vikunnar: Við Tjömina - sjá bls. 22 N.Ö.R.D á Akureyri - sjá bls. 23 Frumsýn- ingar í Þjóð- leikhúsinu og Iðnó - sjá bls. 24 Ungfra Marple snýr aftur - sjá bls. 25 Nyjar kvikmyndir í bíóum - sjá bls. 34

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.