Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988.
23
Dansstaðir
ABRACADABRA,
Laugavegi
Bigfoot sér um tónlistina um helgina.
AMADEUS,
Brautarholti, simi 23333
Greifamir leika fyrir dansi fóstudags-
og laugardagskvöld.
ÁRTÚN,
Vagnhöfða 11
Gömlu dansamir fostudagskvöld kl.
21-3 og laugardapskvöld kl. 22-3.
Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir
dansi bæði kvöldin.
BÍÓKJALLARINN,
Lækjargötu 2, sími 11340.
Diskótek um helgina.
BROADWAY,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
CASABLANCA,
Skúlagötu 30
„Hip-hop house acid“ danstónlist
föstudags- og laugardagskvöld.
DUUS-HÚS,
Fischersundi, sími 14446
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
EVRÓPA
v/Borgartún
Ný og betri Evrópa. „Acid-house tón-
list“ um helgina.
GLÆSIBÆR,
Álfheimum
Hljómsveitin „í gegnum tíðina" leik-
ur gömlu og nýju dansana fóstudags-
og laugardagskvöld.
HOLLYWOOD,
Ármúla 5, Reykjavik
BaU fóstudags- og laugardagskvöld.
HÓTEL BORG,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími
11440
Diskótek fostudags- og laugardags-
kvöld.
HÓTEL ESJA,
SKÁLAFELL,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími
82200
Dansleikir fóstudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tónUst. Tískusýningar
öU fimmtudagskvöld. Opið frá kl.
19-1.
HÓTEL ÍSLAND
Amerískir dagar með öllu tilheyrandi
um helgina. Stórsýning sem byggð
er á völdum köflum úr söngleiknum
Oklahoma ásamt vUlta vestrinu með
tUheyrandi dönsum, kúrekaleikjum
og sveitasöngvum.
HQTELSAGA,
SULNASALUR
v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221
Danshljómsveitin Einsdæmi leikur
fyrir dansi á laugardagskvöld.
André Bachmann leikur fóstudags-
og laugardagskvöld á Mímisbar.
LÆKJARTUNGL,
Lækjargötu 2, sími 621625
Nýtt tungl í kvöld. Opnað um mið-
nætti fyrir almenning.
VETRARBRAUTIN,
Brautarholti 20, simi 29098
Hljómsveitin Boogie spilar um helg-
ina.
ÖLVER
Álfheimum 74, s. 686220
Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
ZEPPELIN,
rokk-klúbburinn
Borgartúni 32
Royal Rock, ný húshljómsveit, leikur
fyrir dansi um helgina.
Leikfélag Akureyrar:
Gríniðjan sýnir N.Ö.RD
í fyrra frumsýndi Gríniðjan á
Hótel íslandi gamanleikinn
N.Ö.R.D sem útleggst Nær Öldung-
is Ruglaður Drengur eftir Larry
Shue. Hlaut sýningin mikla aðsókn
og góðar undirtektir gesta.
Leikfélag Akureyrar hefur fengið
sýninguna norður og var fyrsta
leiksýningin í gærkvöldi. Sýning
verður í kvöld og laugardag og
sunnudag.
N.Ö.R.D var frumsýndur vestan
hafs 1981 og lék höfundurinn eitt
aðalhlutverkið. Leiðin lá næst til
Englands og þar voru viðtökur frá-
bærar og ekki voru viðtökurnar
síðri þegar hann var settur upp á
Broadway. Var fullt hús í tvö ár.
Það er Gísli Rúnar Jónsson sem
leikstýrir verkinu. í aðalhlutverk-
um eru Randver Þorláksson, Sigr-
ún Waage, Júlíus Brjánsson, Gísli
Rúnar Jónsson, Edda Björgvins-
dóttir og Þórhallur Sigurðsson.
Gríniðjan mun svo færa sig til höf-
uðborgarinnar og byija sýningar
um næstu helgi. -HK
Alþýðuleikhúsið:
Hótel ísland
#
Hótel ísland hefur tekið upp þá
nýbreytni aö bjóða listakokkum
að sjá um sérstök sælkerakvöld í
Norðursal hótelsins.
Perlukvöld munu þau nefnast.
Ætlunin er að dekra alla sælkera
upp úr skónura. Sá fyrsti sem fær
það verkefni er Brynjar Ey-
mundsson, en gestir á Gullna
hananura hafa fengiö að njóta
hæfileika hans.
í kvöld og annað kvöld býöur
hann upp á sérstakan gala-mat-
seöil, þar sem perlur matargerð-
arlistarinnar verða bomar fram
af þjónum staðarins.
Hfjómsveitin Kaskó leikur und-
ir borðum og einnig fyrir dansi í
Norðursalnum eftir boröhaldiö.
Gestum er velkomið að yfirgefa
Norðursalin eftir borðhaldiö og
ganga í aöalsalinn á dansleik þar.
Brynjar Eymundsson.
Alþýðuleikhúsið hefur aö undan-
fórnu sýnt leikrit Harolds Pinter,
Elskhugann, í Ásmundarsal. Sýn-
ingin hefur hlotið góðar viðtökur
þeirra sem séð hafa. Um helgina
verða þrjár sýningar, í kvöld kl.
20.30, á morgun kl. 20.30 og á
sunnudaginn kl. 16.00.
Elskhuginn er sálfræðidrama og
fjallar um hjón sem virðast í fyrstu
ósköp venjuleg. En persónur'Pint-
ers tala oft um hug séf. „í stað þess
að sýna tilfmningaleg vibrögð sín
stríða þær hver annarri, særa hver
aðra með lygum og ásökunum,
leggja snörur hver fyrir aðra til
þess að fá uppljóstrað leyndarmál-
um sem betur lægju í þagnargildi,“
segir Martin Regal í leikskrá.
Viðar Eggertsson og Erla B.
Skúladóttir leika hjónin. Leikstjóri
er Ingunn Ásdísardóttir.
Djass í
Heita pottinum
Að venju er djass í Heita pottin-
um í Duus húsi a sunnudagskvöld.
Jón Páll Bjamason, sá ágæti gítar-
leikari sem hefur starfað undanfar-
in ár í Svíþjóð, er kominn heim í
stutta heimsókn og mun sýna snilld
sína í Heita pottinum. Hann hefur
hér stutta dvöl í þetta skiptið svo
enginn, sem kann að meta góðan
gítarleik, ætti að láta sig vanta.
Með honum spila Tómas K. Ein-
arsson á kontrabassa og Guðmund-
ur Örn Einarsson á trommur. Sér-
stakur gestur þetta kvöld er Björn
R. Einarsson sem mun þenja bás-
únu sína með þremenningunum.
Björn er óþarft að kynna. Hann
hefur leikið djass í fjöldamörg ár
jafnframt því að leika í Sinfóníu-
hljómsveitinni. Þess má geta að
trommarinn Guðmundur er bróðir
Björns. -HK
Björn R. Einarsson verður sérstak
ur gestur i Heita pottinum.
Elskhuginn í Ásmundarsal