Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1988, Blaðsíða 4
24 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988. FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988. 33 Messur Guðsþjónustur i Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudag 25. sept. 1988 Árbæjarkirkja. Guösþjónusta kl. 11 ár- degis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guö- mundur Þorsteinsson. Áskirkja. Guösþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sigríöur Jónsdóttir. Sr. Gísli Jönasson. Bústaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Stefania Valgeirsdóttir syngur tónverk eftir Gubjörgu Snót Jónsdóttur guöfræði- nema. Organisti Guöni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. Félagsstarf aldr- aðra: Miðvikudag 28. sept. verður farin hin árlega haustferð. Farið verður austur yflr fjall og m.a. yfir Óseyrarbrú. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 14. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Órganleikari Marteinn H. Frið- riksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Viðeyjarkirkja. Messa kl. 11 (ath. breytt- an messutíma). Leikmenn flytja bænir og ritningartexta. Organisti Birgir Ás Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árelíus Níelsson. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organ- isti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fund- ur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld 26. sept. kl. 20.30. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudagsins fellur niöur. Safnaðar- stjórn. Grensáskirkja. Messa kl. 11. Organisti Ámi Arinbjamarson. Sr. Gylfi Jónsson. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Ragn- ar Fjalar Lámsson. Dr. Axel Torm, fyrrv. form. dansk-ísraelska kristniboðsins, prédikar. Mál hans verður túlkað á ís- lensku. Messa kl. 14. Sr. Miyako Þórðar- son. Baráttudagur heynleysingja í heim- inum. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspitalinn. Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Hjallaprestakall. Almenn guðsþjónusta kl. 14 í messuheimili Hjallasóknar, Digra- nesskóla. Væntanleg fermingarböm og foreldrar þeirra em sérstaklega hvött til þátttöku í guðsþjónustunni en að henni lokinni verður ftindur um tilhögun ferm- ingarstarfsins í vetur. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Langholtskirkja, kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jón Stefánsson, prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Kór Langholtskirkju syng- ur. Heitt á könnunni eftir athöfn. Sóknar- nefndin. Laugarneskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Bamastarfiö hefst. Böm og fullorðnir koma saman til guðsþjónustunnar. Fyrir prédikun fara bömin í safnaðarheimilið og fá fræðslu. Kaffi á könnunni eftir guðs- þjónustuna. Sóknarprestur. Neskirkja. Messa kl. 11. Sr. Ólafur Jó- hannsson. Förum í ferð eftir hádegi (sunnudag). Leiðin liggur í Þjórsárdal- inn. Lagt af stað frá kirkjunrii kl. 13. Guðmundur Óskar Ólafsson. Miðviku- dagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Ól- afur Jóhannsson. Seljakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Altaris- ganga. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Seltjarnarneskirkja. Messa kl. 11. Org- anisti Sighvatur Jónasson. Sr. Guðmnd- ur Öm Ragnarsson. Fríkirkjan i Hafnarfirði. Bamasam- koma kl. 11. Lagt af stað í safnaðarferð kl. 12. Farið verður austur á Selfoss en þar verður guðsþjónusta í kirkjunni óg kaffiveitingar á eftir. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku hjá safnaðarpresti. Gaulverjabæjarkirkja. Messa kl. 14. Sóknarprestur. Fermingar1989 Haustið er komið. Laufin falia bráðlega flest. Skólamir eru byijaðir og nú hefjast spurningar fermingar- bamanna sem á vordögum 1989 raða sér í hvítu kyrtlunum sínum kring- um altari kirkju sinnar. Leikfélag Reykjavíkur: Sveitasinfónían f gærkvöldi hófst leikárið hjá Leik- félagi Reykjavíkur með sýningu á nýju leikriti, Sveitasinfóníunni eftir Ragnar Arnalds, í Iðnó. Sveitasinfó- níunni er lýst sem alvöru gamanleik- riti um drauga, ástir, stjómmál, brennivín, graðhesta og góðar stund- ir í sveitinni. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Tórdist samdi Ath Heimir Sveinsson og leikmynd og búninga gerði Sigur- jón Jóhannsson. Leikendur eru margir og má nefna Eddu Heiðrúnu Bachman, Valdimar Örn Flygenring, MargrétiÁkadóttur, Gunnar Eyjólfs- son, Örn Árnason og Valgerði Dan. Leikárið 1988-89 er tímamótaár í sögu Leikfélagsins. Þetta er 92. og síðasta leikár félagsins í Iðnó. Iðnó hefur veriö fast aðsetur Leik- félagsins frá stofnun þess. Saga húss- ins er samtvinnuð sögu leikhstar á íslandi. í tæpa öld hafa hundraðir þúsunda íslendinga lagt þangað leið sína og vísast munu fleiri en leikarar kveðja húsið með eftirsjá. Það er metnaðarmál ahra hjá Leik- félagi Reykjavíkur að hafa þetta síð- asta leikár í Iðnó sem allra glæsileg- ast og vonast Leikfélagið til að áhorf- endur láti ekki sitt eftir hggja og kveðji Iðnó með eftirminnilegum hætti. örn Árnason i hlutverki sínu í Sveitasinfóniunni Kjarvalsstaðir: Fyrirlestur um steinprentmyndir í tilefni sýningar á steinprent- myndum á vegum Tamarind-stofn- unarinnar sem opnuð var að Kjarv- alsstöðum um síðustu helgi verður fyrirlestur um stöðu grafíkhsta- manna í Bandaríkjunum. Steven Sorman, hstamaður frá Minneapolis sem getið hefur sér gott orð bæði sem málari og grafíklista- maður, mun halda fyrirlesturinn á sunudaginn kl 16.00. Sorman hefur haldið 40 einkasýningar viðs vegar um Bandaríkin og verk hans hafa verið á fjölda samsýninga þar í landi jafnt sem í Evrópu, Suöur-Ameríku og Japan. Ein myndanna á sýningunni á Kjar- valsstöðum. Norræna húsið: í kvöld verður fyrsta frumsýning leikársins í Þjóðleikhúsinu. Verkið er Marmari eftir Guðmund Kamban í leikgerð og leikstjórn Helgu Bach- mann. Leikbúninga og leikmynd gerði Karl Aspelund og tónhst við verkið samdi Hjálmar H. Ragnars- son. Tvær forsýningar vora á verkinu á Listahátíð í sumar. Þrjátíu og fjórir leikarar taka þátt í sýningunni. Áðal- hlutverkið, hugsjónamanninn Ro- bert Belford, leikur Helgi Skúlason. Guðmundur Kamban hóf að skrifa Marmara í Ameríku, en lauk verkinu í Kaupmannahöfn sumarið 1918 og kom verkið út á prenti sama ár. Leikurinn gerist í Bandaríkjunum á þriðja áratugnum og i nútímanum og í honum felst ádeila á réttarfar og brot á mannréttindum. Viðteknar þjóðfélags- og siögæðis- hugmyndir manna era oft gagnrýnd- ar. Aðalpersónan segir upp stöðu sinni til að geta óskipt helgað sig baráttunni fyrir þjóðfélagslegum endurbótum. Marmari var fyrst frumsýndur í Þýskalandi 1933 og hlaut frábærar viðtökur. Hann var fyrst fluttur hér á landi 1950 í Iðnó. Var leikritiö þá stytt um einn þátt. í leikgerð Helgu Bachmann er verkið stytt til muna og er þó fjórði þátturinn með.. Helgi Skúlason leikur hugsjónamanninn Robert Belford. Með honum á myndinni er Helga Vala Helgadóttir. Þjóðleikhúsið: Marmari Verk eftir Nínu Tryggvadóttur í Nýhöfn í ár era hðin tuttugu ár frá því hin þjóðkunna hstakona, Nína Tryggvadóttir, lést. Um síðustu helgi var opnuð sýning á verkum eftir hana í hstasalnum Nýhöfn. Á sýningunni eru olíumálverk, khppimyndir, blekteikningar, vatnslitamyndir og pastelmyndir. Flest eru verkin unnin á sjöunda áratugnum. Sýningin, sem er sölu- sýning, stendur th 5. október. Opn- unartími er frá 10.00-18.00 virka daga og frá 14.00-18.00 um helgar. 200 ár frá fæðingu Bjama Gunnlaugssonar Vísindafélag íslendinga boðar th almenns fundar í Norræna húsinu á sunnudaginn í tilefni þess að þann dag eru hðin 200 ár frá fæðingu Björns Gunnlaugssonar, stærðfræð- ings og landmælingamanns. Á fundinum sem hefst kl. 14.00 verða fluttir flmm fyrirlestrar um ævi Björns og störf. Fyrirlesarar eru Bergsteinn Jónsson, Ottó Bjömsson, Gunnar Haröarson, Haraldur Sig- urðarson og Ágúst Guðmundsson. Fundarstjóri verður Magnús Magn- ússon prófessor. Björn var þekktur fyrir að hafa farið vítt og breitt um landið og full- gera betra íslandskort en áður var th. Margir voru vantrúa á að Björn gæti unnið þetta viðamikla verk, en hann lauk verkinu 1843 eftir tólf ára starf. Auk kennslu og kortagerðar fékkst Björn einnig við ritstörf. hann skrif- aði einkum um þau fræði sem honum voru handgengust og skrifaði bæöi í Björn Gunnlaugsson. erlend blöð sem og íslensk. Björn Gunnlaugsson lést 1876, áttatíu og átta ára að aldri. Ljóðalestur Musica Nova og Tónlistarskólinn - hollensk-kanadísk vika Ásunnudaginnmunufimmskáld Bijálaða plánetan. Þorri Jóhanns- lesa upp úr verkum sínum í gallerí son kynnir nokkur ný Ijóð. Sigur- berg Bragi les einnig ljóð. Siguröur Undir pilsfaldinum sem er th húsa í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Á undan upplestri skáldanna mun Geir Viðar Vhfijálmsson sál- fræðingur halda fyrirlestur. Skáld- in eru Bjarni Bernharður Bjarna- son sem mun lesa úr bók sinni Johannsson, sem ekki hefúr komiö fram í mörg ár, og Pálmi Örn Guð- mundsson les úr bók eftir sig. Ljóöalesturinn hefst kl. 21.00 og er aðgangseyrir 200 krónur. Hohenska tónskáldið Louis Andri- essen og kanadíski sehóleikarinn Francis-Marie Uitti verða gestir Musica Nova og Tónlistarskólans í Reykjavík 25. september th 1. októb- er. Haldnir verða þrennir tónleikar og tveir fyrirlestrar. Á sunnudaginn kl. 20.30 verða haldnir tónleikar með verkum eftir Andriessen í Norræna húsinu. Flytjendur verða Frances Marie Uitti, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Maarten van der Valk, Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Þóra Kristín Johansen sem kemur sérs- taklega frá Hohandi til að taka þátt í þessum tónleikum. Uitti verður síðan með einleikstón- leika í Norræna húsinu á þriðjudag- inn kl. 20.30 og leikur verk fyrir ein- leikssehó. Gestirnir munu svo halda sitt hvorn fyrirlesturinn í húsnæði Tón- listarskólans aö Laugavegi 178. Uitti mun halda fyrirlestur á mánudaginn kl. 17.00 um nýja tónlist og nýjar hugmyndir í sehótækni og á mið- vikudaginn mun Andriessen halda fyrirlestur um tónsmíðar. Sá fyrir- lestur er einnig kl. 17.00. Að ári eiga þau böm rétt á ferm- ingu að lokinni fræðslu sem fædd eru 1975. Línum þessum fylgja* upplýs- ingar sóknarprestanna í Reykjavík- urprófastdæmi um það hvenær börnin eiga að koma hið fyrsta skipt- ið og fá þau þá að vita um stunda- skrá og tilhögun námsins. En sé ein- hver í vafa um það hvaða sókn fjöl- skyldan tilheyrir er hægt að fá um slíkt upplýsingar á Hagstöfunni eða á skrifstofu dómprófasts. Mikh umræða á sér nú staö um fermingar og fermingarfræðslu. Alls staðar er lögö áhersla á það aö hér sé um viðburð að ræða sem snertir aha fjölskylduna. Fundir eiga sér stað með foreldram og mjög er æski- legt að öh fjölskyldan sæki kirkju með fermingarbarninu og slái þann- ig skjaldborg um það og tryggi aö þetta fermingarár verði ekki ein- angrað frá öðrum áram í ævi bams og fjölskyldu heldur sé um að ræða upphaf þess sem vel skal varið og vel ræktað. Ahar nánari upplýsingar gefa sóknarprestarnir og era fúsir að ræða ferminguna, thgang hennar og markmið. Ólafur Skúlason dómprófastur Fermingarbörn ársins 1989 Árbæjarprestakall. Væntanleg ferming- arböm mín í Árbæjarprestakalli á árinu 1989 eru beðin að koma til skráningar og viðtals í safnaðarheimili Árbæjarsóknar mánudaginn 26. sept. nk. á tímabilinu frá kl. 17 til 19 og hafi bömin með sér rit- fóng. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja. Væntanleg fermingarbörn komi th skráningar. í Askirkju þriðjudaginn 27. sept. nk. kl. 17.00. Takið með ritfóng. Sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtssókn. Væntanleg fermingar- böm mæti til skráningar í Breiöholts- kirkju fimmtudaginn 29. sept. kl. 16.30. Sóknarprestur. Bústaðakirkja. Væntanleg fermingar- böm em beðin um að mæta í kirkjuna miðvikudag 28. sept. kl. 18. Bömin hafi með sér ritföng. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall. Væntanleg ferm- ingarböm em beðin að koma til innritun- ar í safnaðarheimilið við Bjamhólastíg þriðjudaginn 27. sept. kl. 14-16. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. Dómkirkjan. Væntanleg fermingarböm mæti til innritunar 1 Dómkirkjunni mið- vikudag 28. sept. kl. 15.30. Sr. Hjalti Guð- mundsson og sr. Lárus Halldórsson. Fellaprestakall. Fermingarböm komi til skráningar í kirkjuna aö Hólabergi 88 þriðjudag 27. sept. kl. 18. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja. Væntanleg fermingar- böm komi til skráningar í safnaðar- heimili Grensáskirkju við Austurver nk. mánudag, 26. sept., kl. 16-18. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja. Fermingarbörn í Háll- grímskirkju mæti til viðtals í kirkjunni miðvikudag 28. sept. kl. 17. Sóknarprest- amir. Háteigskirkja. Væntanleg fermingar- böm mæti til skráningar í Háteigskirkju fimmtudag 29. sept. kl. 15. Börnin hafi með sér ritföng. Sóknarprestamir. Hjallaprestakall i Kópavogi. Skráning fermingarbama fer fram þriðjudag 26. sept. kl. 15.30-17.30 á skrifstofti Hjalla- sóknar, Digranesskóla viö Skálaheiði. Fermingarböm em beðin að hafa ritföng meðferðis. Sr. Kristján E. Þorvarðarson. Hólabrekkuprestakalt. Væntanleg fermingarböm komi til skránignar mið- vikudag 28. sept. Id. 16 í kirkjunni. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kárnesprestakall. Væntanleg ferming- arböm mæti til skráningar í Kópavogs- kirkju miðvikudagmn 28. september kl. 11.30-12.30. Sr. Ami Pálsson. Langholtskirkja. Væntanleg fermingar- böm í Langholtskirkju mæti til innritun- ar og viðtals í safnaðarheimilinu mið- vikudaginn 28. sept. kl. 18. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Laugarneskirkja. Væntanleg ferming- arböm komi til skráningar í safnaðar- heimili Laugameskirkju þriðjudaginn 27. sept. kl. 17. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Neskirkja. Væntanleg fermingarböm komi til viðtals og skráningar í Neskirkju miðvikudag 28. sept. kl. 15.20 og hafi meö sér pappír og skriffæri. Seljasókn. Væntanleg fermingarböm úr Seljaskóla mæti til skráningar í Selja- kirkju fimmtudag 29. sept. kl. 15. Ferm- ingarböm úr Ölduselsskóla mæti til skráningar fimmtudag 29. sept. kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðsson. Seltjarnarneskirkja. Væntanleg ferm- ingarböm komi til ski áningar í kirkjimni milh kl. 15 og 17 þriðjudag 27. sept. Sýmngar Árbæjarsafn, sími 84412 < Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Lokað um óákveðinn tíma. FIM-salurinn, Garðastræti 6 Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Gunnar Karlsson. Þetta er þriðja einka- sýning Gunnars. Sýningin er opin ffá kl. 14-19 alla daga nema mánudaga og stend- ur til 2. október. Gallerí Gangurinn Enskur Ustamaöur, Adam Baker MUl, sýnir ljósskúlptúr sinn í Ganginum og mun sýningin standa fram í miðjan okt- óber. Verk hans byggjast á samspUi ljóss og umhverfis. Skúptúrinn í Ganginum getur bæði verið handstýrður og tölvu- stýrður eftir því sem við á. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4a Samsýning meðlima GaUerí Gijóts. Á sýningunni em málverk, grafik, teikn- ingar, skúlptúrar í stein, leir, jám og stál, nytjahlutir úr leir og sUfurskartgripir. Gallerí List, Skipholti 50 í GaUerí List em tíl sýnis og sölu verk eftir Braga Hannesscn, Erlu B. Axels- dóttur, Hjördisi Frímann, Sigurð Þóri, EUs B. Halldórsson, Helgu Ármanns, Guðmund Karl, Tolla, Svem Bjömsson, Ingunni Eydal o.fl., einnig rakú og keramik. Grafík-gallerí Borg, Austurstræti 10 í glugga grafík-gallerísins stendur nú yfir kynning á grafíkmyndum eftir Daða Guðbjömsson og keramikverkum eftir BorghUdi Óskarsdóttur. Auk þess er tíl sölu úrval grafíkmynda eftir fjölda Usta- manna. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Hringur Jóhannesson Ustmálari sýnir oUumálverk og Utkrítarmyndir frá síð- ustu tveimur árum. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 en um helgar kl. 14-18 og stendur hún tU 27. september. Gallerí Gangskör er opið þriðjudaga tU föstudaga kl. 12-18, um helgar kl. 14-18. Nú stendur yfir sýn- ing Unu Dóm á collagemálverkum og stendur sýningin tíl 2. október. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustig 2, textflgaUerí. Opið þriðjudaga til föstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11—14. Gallerí Svart á hvítu í GaUerí Svart á hvítu stendur yfir sýning á höggmyndum BrynhUdar Þorgeirs- dóttur. Á sýningunni em höggmyndir, unnar úr gleri, jámi og steinsteypu. Sýn- ingin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14—18 og stendur hún til 25. septem- ber. í Ustaverkasölu gaUerísins (efri hæð) em til sölu verk ýmissa myndUstar- manna og er opið þar á sama tíma og í sýningarsalnum. Hafnargallerí, Hafnarstræti 4 Gréta Ósk Sigurðardóttir, Guðrim Nanna Guðmundsdóttir, íris Ingvarsdóttir og Þórdís EUn Jóelsdóttir sýna grafík í HafnargaUeríi. Sýningin er opin tU 22. október á opnunartíma verslunarinnar. Kjarvalsstaðir við Miklatún Þar stendur yfir sýning á steinprent- myndum sem unnar hafa verið af Usta- mönnum og prenturum við Tamarind- stofnunina í Bandaríkjunum. Þá sýnir Ása Ólafsdóttir einnig myndvefnað í vestursal Kjarvalsstaða. Sýningamar standa tU 2. október og em opnar daglega kl. 14-22. Listasafn ASÍ, Grensásvegi Hin árlega fréttaljósmyndasýning World Press Photo stendur yfir í Listasafni ís- lands. í ár bámst í keppnina 9202 myndir eftir 1215 ljósmyndara frá 64 löndum. Að þessu sinni em 159 ljósmyndir á sýnrng- unni. Sýningin er opin aUa virka daga kl. 16-20, um helgar kl. 14-20 og lýkur henni 25. september. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið aUa laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðaUega eftir yngri Ustamenn þjóöarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Frikirkjuvegi 7 Fimm ungir Ustamenn sýna 25 málverk og skúlptúra. Það em þau Georg Guðni Hauksson, Hulda Hákon, ívar Valgarðs- son, Jón Óskar og Tumi Magnússon. Listasafnið er opið aUa daga nema mánu- daga kl. 11-17 og er veitingastofa hússins opin á sama tíma. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opiö á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið Bandaríski málarinn L. Alcopley sýnir málverk, grafík og teikningar í anddyri Norræna hússins. Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma Norræna húss- ins kl. 9-19 á virkum dögum og kl.T.2-19 á sunnudögum fram til 9. október. Nýhöfn v/Hafnarstræti I Nýhöfn stendur nú yfir sýning á verk- um Nínu Tryggvadóttur en í ár eru lið- in 20 ár frá þvi hún lést.-Á sýningunni eru oliumálverk, kUppimyndir, blek- teikningar, vatnslitamyndir og pastel- myndir, flestar unnar á sjöunda ára- tugnum. Sýningin, sem er sölusýning, stendur til 5. október. Einnig eru til sýnis og sölu í Nýhöfn málverk eftir Jón Stefánsson, Kjarval, Gunnlaug Blöndal og nokkra helstu núlifandi listamenn þjóðarinnar. Opið er virka daga kl. 10-18 og 14-18 um helgar. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Árna Magnússonar er í Ámagarði viö Suðurgötu á þriðjudögum, fímmtudögum og laugardögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Þjóðminjasafn íslands Safnið er opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11-16. SÝNINGAR Á LANDSBYGGÐINNI Listkynning Alþýóu- bankans á Akureyri Að þessu sinni kynna Menningarsamtök Norðlendinga og Alþýðubankinn hf. á Akureyri myndhstarkonuna Dröfn Frið- fmnsdóttur. Á listkynningunni em 12 verk unnin með akrýl-litum á striga. Kynningin er í útibúi Alþýðubankans hf., Skipagötu 14 á Akureyri, og lýkur henni 4. nóvember. Rúna Gísladóttir sýnir á Blönduósi Rúna Gísladóttir listmálari sýnir á Hótel Blönduósi verk unnin á sl. 2-3 árum, bæði málverk og collage. Þetta er önnur einkasýning Rúnu. Sýningin er sölusýn- ing og mun standa til 1. október. Slunkaríki, ísafirði Erla Þórarinsdóttir mun opna myndlist- arsýningu í Slunkaríki, ísafirði, laugar- daginn 24. sept. nk. „Nærmyndir minnis oggleymsku" kallast myndröð sem Erla mun sýna í Slunkaríki. Myndimar em málaðar með olíu á striga, flestar á þessu ári. Sýningin stendur til 9. október. Tilkyimingar Húnvetningafélagið Félagsvistin hefst laugardaginn 24. sept- ember kl. 14. Spilað verður í félagsheimil- inu Húnabúð, Skeifunni 17. Allir vel- komnir. Spilað verður alla laugardaga kl. 14 í vetur. Kökubasar JC-Víkur JC-Vík heldur sinn glæsilega kökubasar í Blómavali sunnudaginn 25. september kl. 10-17. Mikið úrval af nýbökuðum ilm- andi kökum á basarverði. Vetrarstarf Borgfirðingafélagsins hefst með félagsvist í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, á sunnudaginn kl. 14. Baráttuganga > Flokks mannsins í dag, 23. september, efnir Flokkur mannsins til kröfugöngu niður Lauga- veginn og útifundar á Lækjartorgi. Krafan er kosningar strax. Komið verður saman á Hlemmi kl. 16.30 og lagt af stað frá Hlemmi kl. 17. Útifundur hefst á Lækjartorgi kl. 17.30. Konur í Hafnarfirði og nágrenni Laugardaginn 24. september nk. kl. 10.30-12 fh. verður opið hús fyrir konur í Hafnarfiröi og nágrenni í kaffistofu Hafnarborgar. Það em konur sem fóm á Nordisk Forum sem standa fyrir þessum fundi og nokkrar þeirra munu segja frá ýmsu sem þær uppliföu og á daga þeirra dreif í Noregi. Konur em hvattar til að koma. Fyrirlestur í Norræna húsinu í tilefni aldarafmælis finnska nóbels- skáldsins F.E. Sillanpáá (1888-1946) verð- ur dagskrá í Norræna húsinu laugardag- inn 24. september kl. 17. Irmeli Niemi, prófessor í bókmenntafræði viö háskól- ann í Turku, heldur fyrirlestur sem hún nefnir „Manniskan og naturen í Sill- ianpáás författarskap“. Auk þess verð- ur spjallað um þijú verk Sillanpáás sem hafa verið þýdd á íslensku og lesnir verða stuttir kaflar úr þeim. Hjörtur Pálsson rithöfundur og Timo Karlsson, finnski sendikennarinn við HÍ, sjá um dag- skrána. Frans Eemil Sillanpáá fæddisl 1888. Fyrsta bók hans, Elámá ja aurinko, Lífið og sólin, kom út 1926 og síðan fylgdu margar bækur í kjölfarið. Hann hlaut nóbelsverðlaunin 1939. Hjólreiðakeppni Sunnudaginn 25. september mun hjól- reiðakeppni JC-Hafnaríjarðar og Hjói- reiðafélags Reykjavíkur fara fram á göt- um Hafnarfjarðar. Keppt verður í þrem flokkum: 1. keppnisflokkur 30 km. 2. Al- mennur flokkur, 14 ára og eldri, 10 km. 3. Unglingaflokkur, 14 ára og yngri, 6 km. Hjólreiðamenn í keppnisflokki munu beijast um Iðnaðarbankaskjöldinn en sá skjöldur er farandgripur. Iðnaðarbank- inn gefur einnig eignarbikar til sigurveg- arans í keppnisflokknum. Auk þess fá þrir efstu menn í hveijum flokki verð- launapeninga. Keppnin hefst við Lækjar- skóla kl. 10 f.h. Verðlaunaafhending fer fram viö Lækjarskóla að keppni lokinni. JC-Hafnarfjörður fer þess á leit við öku- menn að þeir sýni keppendum fyllstu til- litssemi. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Síðasta ferð félagsins í sumar verður Þingvallahringurinn. Lagt af stað frá Umferðarmiðstöð BSÍ laugardaginn 24. sept. kl. 10. Borðað verður á Hótel Sel- fossi. Verð kr. 2000. Matur innifalinn. Kristnihald i Rúss- landií þúsund ár Nk. sunnudag, 25. september, kl. 16 verð- ur erindi flutt í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Sr. Rögnvaldur Finnbogason, prestur á Staðastað, segir frá hátíðahöldum þeim sem fram fóru í Moskvu og fleiri sovésk-' um borgum í júnímánuði sl. í tilefni af 1000 ára afmæh kristnitöku í Rússlandi, en Rögnvaldur var gestur rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar við þessi hátíðahöld, ásamt biskupi fslands og frú. Sýning á eftirprentunum íkóna (helgimynda) og Ijósmyndum, sem tengdar eru starfi kirkju og trúarsafnaða í Sovétríkjunum, verður opnuð í sýningarsal MÍR á Vatns- stig á sunnudag og síðan verður sýningin opin næstu vikur á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum kl. 17-18.30. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. Gerningar Undir pilsfaldinum Gemingakvöld verður í galleríinu Undir„ pilsfaldinum í Hlaövarpanum, Vestur- götu 3, í kvöld, 23. september. Þeir sem koma fram á gemingakvöldinu em Ómar Stefánsson og Þqrri Jóhannsson sem flytja gemingana ísland er best og Ljóð- zen, hljóðzen. Einnig koma fram Eggert Einarsson, Ólafur Lámsson, Helgi slg. Friöjónsson og fleiri með eigin geminga. Skemmtunin hefst kl. 21 og er aðgangur 200 kr. Veitingar verða á staönum og em allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.