Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988.
35
Hver hreppir marka-
kóngstitilinn?
- lokaumferð íslandsmótsins í knattspymu á morgun
Síðasta umferð íslandsmótsins í
knattspymu verður leikin um
helgina í 1. og 2. deild. í báðum
deildum em úrslit þegar ráðin,
Fram er orðinn íslandsmeistari og
ÍA hefur tryggt sér sæti í Evrópu-
keppni, auk Vals, og Leiftur og
Völsungur eru fallnir í 2. deild. Þá
varð ljóst fyrir nokkra að FH og
Fylkir leika í 1. deild næsta sumar
og KS og Þróttur í 3. deild.
Mesta spennan í lokaumferð 1.
deildar er fólgin í því hver hreppir
markakóngstignina. Þar eru tveir
til kallaðir, Sigurjón Kristjánsson
úr Val og Guðmundur Steinsson
úr Fram. Sigurjón hefur undirtök-
in, hefur gert 13 mörk gegn 12 hjá
Guðmundi. Síðan koma margir til
greina í baráttunni um bronsið,
helst þeir Þorvaldur Örlygsson úr
KA og Aðalsteinn Víglundsson frá
Akranesi, en þeir hafa gert 9 mörk
hvor, og Pétur Ormslev sem hefur
skorað. átta fyrir Fram.
Leikir 1. deildar hefjast allir kl.
14.00 á morgun, laugardag. Völs-
ungur og Leiftur eigast við á Húsa-
vík, ÍBK og Víkingur í Keflavík,
KR og Þór á KR-velli, KA og Valur
á Akureyrarvelli og síðast en ekki
sist Framarar og Skagamenn í
Laugardal en þar taka Framarar
við Islandsbikarnum í leikslok.
í 2. deildinni er einn leikur kl. 17
í dag, Selfoss og ÍBV mætast þá á
Selfossi. Hinir eru kl. 14 á morgun,
FH-ÍR í Kaplakrika en þar verður
FH afhentur 2. deildar bikarinn,
Breiðablik og Tindastóll í Kópa-
vogi, KS og Fylkir á Siglufirði og
Víöir og Þróttur í Garðinum.
Knattspyrnuvertíðinni hérlendis
lýkur síðan formlega í Broadway á
sunnudagskvöldið en þar halda 1.
deildar leikmenn uppskeruhátíð
sína og útnefna besta og efnilegasta
leikmann deildarinnar.
Körfubolti
Fjórir leikir í Reykjavíkurmótinu
fara fram í Hagaskója á sunnudag-
inn. Kl. 17 leika ÍS-a og ÍS-b í
kvennaílokki, kl. 18.30 ÍR og ÍS í
karlaflokki, kl. 20 KR og Valur í
karlaílokki og loks kl. 21.30 ÍR og
KR í kvennaflokki.
Handbolti
Reykjavíkurmótinu lýkur í Selja-
skólanum um helgina. Á morgun,
laugardag, er byijaö kl. 14. Þá leika
fyrst í kvennaflokki Fram-KR og
Víkingur-ÍR en síðan í karlaflokki
yalur-Fram og Þróttur-Víkingur.
Á sunnudag er byrjað kl. 17.30. Þá
leika fyrst í kvennaflokki Valur og
Fram en síðan í karlaflokki Ár-
mann-KR og Fram-Þróttur.
Golf
Styrktarmót vegna þátttöku Golf-
klúbbsins Keilis í Evrópukeppni
félagsliða verður haldið á velli
klúbbsins á morgun, laugardag.
Það nefnist Opna Alohoa ’88 mótið
og er kennt við völlinn sem keppt
verður á við Marbella á Spáni í lok
nóvember.
-VS
• Hörkubarátta er á milli Sigurjóns Kristjánssonar, Val, og Guðmundar Steinssonar, Fram, um markakóngs-
titilinn í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu 1988.
trT» '"" ^
ALASKA Lakkgljái er betra bon ! ,
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuð 1988,
hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin
20% en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. október.
Fjármálaráóuneytið.
NYJA POSTULAKIRKJAN
SLANDI
HÁALEITISBRAUT 58-60 (MIÐBÆR)
Guðsþjónustur:
Sunnudaga kl. 11.00.
Flmmtudaga kl. 20.00.
Þú ert hjartanlega velkomln(n).
SPURNINGAR OG SVÖR VID ÞEIM:
Hvaó gerlr mannlnn melri en allt það sem Guð hefur skapaö é jörðu?
a. Allt var skapað af orði Guðs en Guð myndaöi manninn af leir jarðar.
b. Maðurinn var gerður eftir Imynd Guös.
c. Guð blés llfsandanum I manninn og maðurinn varð lifandi sál. Þetta
gerði manninn að kórónu sköpunar Guðs og voru honum falin yfirráð
yfir öllu sem Guð hafði skapað á jörðu.
d. Guð myndaöi manninn af kærieika slnum og gaf honum einnig hæfi-
leika til þess að endurgjalda honum ást sfna. Guö gaf manninum eigin
vilja til þess að ákveða framtlða slna.
v
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
í haust verðurskáklíf á íslandi með
meiri blórna en nokkru sinni í sög-
unni. Hæst ber þar Heimsbikarmót
Stövar 2 en það er fleira að gerast. í
næstu viku verður boðið upp á skák-
veislu í Kringlunni þarsem Helgi Ólafs-
son teflir blindfjöltefli og Hannes Hlíf-
ar ætlar að leggja fjölda af þekktum
alþingisskákmönnum. Meira umskák-
ina í helgarblaðinu.
Er hugsanlegt að íslenskum stjórn-
málamönnum hafi láðst að leita ráða
hjá mesta stjórnvitringi allra tíma? Svo
virðist vera ef marka má viðtal helgar-
blaðsinsviðsjálfan Niccoió Machia-
velli, meistara í pólitískum refsskap.
„Ég erekki hætturað leika en ég vil
ekki vera bundinn einum né neinum
að eilífu, amen," segir Jón Sigur-
björnsson leikari sem hefur látið af
störfum sem fastráðinn leikari í Iðnó
eftir 21 ár. Jón segirað margar
ástæður liggi að baki og frá þeim og
sjálfum sér segir hann í Helgarblaðs-
viðtali á morgun. Jón er einnig
„bóndi" austur í sveitum þar sem
hann býr einn með hrossunum sínum
hluta ársins. Þar vill hann vera í róleg-
heitum burtu frá hringiðu leikhússins.
Hressilegt viðtal við leikarann, bónd-
ann og einsetumanninn Jón í helgar-
blaðinu á morgun.