Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1988, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988. Duiarfull og hættuleg Það er fátt um nýjar myndir á list- anum að þessu sinni, reyndar að- eins ein mynd, Made to Order. Það hefur verið mikið að gerast í hinu pólitíska leikhúsi að undanfórnu og má vera að fólk vilji heldur fylgj- ast með því heldur en að labba út á leigu eftir leikþætti. Líklega fara þó flestir að þreytast á því. Þaö er leynilögreglumyndin Dragnet sem tekur 1. sætiö af ævin- týrámyndinni Princess Bride. Þá sækir myndin um svörtu ekkjuna fast upp hstann og má búast við að þessar tvær myndir keppi um efsta sætið á næstunni. 1. (4) Dragnet 2. (3) Black Widow 3. (1) Princess Bride 4. (2) Hentu mömmu af lestinni 5. (9) Summer School 6. (5) Kæri sáli 7. (6) Three for the Road 8. (-) Made to Order 9. (7) Some Kind of Wonderful 10. (10) Revenge of the Nerds II ★★ MM Vandræðaunglingar TUFF TURF Utgefandi: Myndbox Leikstjóri: Frltz Kiersch. Handrit: I.M. Peterson. Tónlist: Jonathan Elias. Fram- leiðandi: Donald P. Borcers. Aðalhlut- verk: James Spader, Kim Richards og Paul Mones. Bandarísk. 106 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Lífið er fullt af erfiðleikum en þau vandamál sem fólk fær að glíma við dags daglega eru yfirleitt dálítiö öðruvísi en þeir erfiðleikar sem söguhetjur bandarískra kvik- mynda verða að yfirstíga. Eitt sinn var sagt að vinsældir stórslysa- mynda hefðu meðal annars stafað af því að fólki (í skugga olíukreppu) hefði þótt þægilegt að horfa á ein- hvem á hvíta tjaldinu eiga við vandamái sem væru risavaxin. Þar með hefðu dagleg vandamál, sem flestir eiga í nægum erfiðleikum með að greiða úr, orðið næsta smá- vægileg. Hér segir einmitt frá ungum pilti sem verður að glíma við stór vandamál. Þó að margt sé þokka- lega gert í myndinni verður aldrei mjög djúpur tónn í því sem verið er að gera. Þó er reynt og aðalper- sónurnar tvær eru hvorki iha leiknar né skrifaðar. Hins vegar bregöur fyrir kunnugum khsjum í formi slæma stráksins. Þessi mynd ætti því að stytta mönnum stundir þó varla veki hún hrifningarstrauma. -SMJ ★ '/2 ® Stelpur í byssuleik SHE'S IN THE ARMY NOW Utgefandi: Bergvik Leikstjóri: Hy Averback. Myndataka: William Jurgensen. Aóalhlutverk: Jamle Lee Curtis, Steven Bauer, Kathleen Qulnlan. Bandarísk 97 min. öllum leyfð. Sú ímyndaða manndómsraun sem menn verða að ganga í gegnum við herþjálfun hefur orðið mörgum Visss saket it strányt furtijudna í en armá. Nágon glófnde ».Ma omdclfordem... SHE’S INTHE tm NOW JAMIELEECURTIS "'SlfVtM SaLT if ” KÁTÍiQíN'íttjjíÁVÁN SCSIWBUWCHAHO MflAMfinfiWlTH. DAUiROBðlEITt AJEB0ACK vMcxkHAkRY R. SPERMAff M..DIANE AOLfft . (íl'JrM (tOHHÖ WfUAM mWCAX mw»£Aftl. W. WAUACf mm.TR ACY {OUSUAN Jgr tílefni til kvikmynda. Dæmin eru mörg og hafa sum hver notið tölu- verðra vinsælda s.s. An Officer and a Gentleman. Hugmyndin er í grundvallarat- riðum sú sama, ólíkir menn koma saman, þeir fá óblíða þjálfun en lenda saman í harðsnúnu liði og hatur breytist í ást og virðingu. Eftir að hafa séö mynd Kubricks um Skotvestið verða flestar þess- ara mynda fánýtar. Hér er fiskað á þessi mið nema hvað nú eru stúlkur komnar í strákahlutverk. En þó aö kynin skipti með sér hlutverkum þá eru khsjurnar á sínum stað. Sömu per- sónur og ávallt bregður fyrir í þess- um mennigarafkima, herþjálfunar- búðum, eru hér á ferð. Harö- skeytti, svarti hðþjálfinn er mætt- ur, sömuleiðis harðskeytti náung- inn og snjalh, úrræöagóði kappinn. Munurinn er bara sá að nú eru konur mættar í hlutverkin. Myndin er þó unnin á þokkalegan hátt hvað ytri umgjörð varðar nema hvaö leikur er ekki tilþrifa- mikill. -SMJ BLACK WIDOW Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Bob Rafelson. Aðalhlutverk: Debra Winger, Theresa Russell, Sami Frey og Nicol Williamson. Bandarisk, 1986-sýningartimi 97 mln. Th er kóngulóartegund sem nefn- ist svarta ekkjan. Fyrir utan að vera baneitruð mönnum leggur hún maka sinn sér til munns eftir að hann hefur gert sitt gagn. Frá þessu óþverradýri er tilkomið nafn myndarinnar sem hér er fjallað um, Black Widow. Debra Winger leikur ríkisstarfs- manninn Alex Barnes sem að th- vhjun fær áhuga á konu einni sem er marggift en af dularfullum ástæðum er orðin ekkja að nokkr- um mánuðum liðnum. Bames er alveg örugg um að ekkjan kemur mönnum sínum fyr- ir kattarnef. Þess má geta að eigin- mennimir hafa allir verið efnaðir. Yfirmenn Bames eru ekki trúað- . ,J BLACK I IINGER W[POW@im SHE MATES ANO SHE KILLS. ir á skýringar hennar og th að geta helgað sig rannsókn á ekkjunni og aðferðum hennar fær hún frí. Enn einn eiginmaður safnast til feðra sinna og ekkjan heldur th Hawaii th að jafna sig og Bames á eftir. Kunningsskapur tekst með þeim og söguþráðurinn verður að flóknu og spennandi sálfræði- drama sem ekki er vert að fara nánar út í. Black Widow er sérlega vel gerð og spennandi sakamálamynd. Per- sónulýsingar em skarpar og leik- stjórinn, Bob Rafelson, hefur góð tök á hlutunum. Samt sem áður væri Black Widow ekki svona vel heppnuð kæmi ekki th stórleikur Debm Wínger og Theresu Russeh í aðalhlutverkun- um. Þær ná ótrúlega sterkum tök- um á persónunum og gera þær ógleymanlegar. Black Widow er öðruvísi sakamálamynd. Karl- menn koma lítiö við sögu þótt ágætir leikarar á borð við Nicol Wihiamson og Dennis Hooper séu um borð. -HK ★★ Herferð gegn illum öflum FRIDAY CURSE Útgefandl: Háskólabíó. Leikstjórar: Timothy Bond og Richard Friedman. Aðalhlutverk: John D. Le May, Robey og Christopher Wlgglns. Bandarisk, 1987 - Sýningartími 100 min. Friday Curse er sjónvarpssería sem varö th í Bandaríkjunum í fyrra og kemur í kjölfarið á aukn- irni vinsældum hrylhngsmynda og kvikmynda um dularfuUa atburöi. Á þessari spólu em tveir þættir sem teljast verða í meðallagi af af- þreyingarefni að vera. Frænd- systkini hafa erft verslun eina sem verslar með fommuni. Eitthvað skrýtið er á seyði innan verslunar- innar, enda kom í ljós í fyrsta þætt- inum að fyrrum eigandi haföi selt djöfhnum sálu sína með þeim af- leiðingum aö alhr munir sem hann selur eru búnir djöfullegum krafti sem virkar á eigendur þeirra. Fjallar sjónvarpsserían um þegar frændsystkinin tvö ásamt aöstoð- Sweet dreams. armanni reyna að hafa uppi á þeim hlutum sem frændi þeirra seldi úr búðinni. Fyrri þátturinn heitir Shadow Boxer og íjallar um boxara einn sem er iUa hðinn og getulaus. Hann kemst yfir boxhanska úr búöinni góðu og með það breytist hann í djöfulóðan boxara sem ekki nægir að rota í hringnum. Seinni myndin heitir Dr. Jack og fjallar um nútíma Jack the Ripper sem komist hefur yfir skurðhníf sem að sjálfsögðu var seldur út úr fombúðinni. Með hnífnum getur honum ekki mistekist skurðað- gerð. En það fylgir böggull skamm- rifi. Hnífurinn öðlast aðeins kraft séhanneinnignotaðurtilmorða ... Ekki veit ég hvort sjónvarpssería þessi hefur orðið langlif vestan hafs. Nokkuð er um ofbeldi sem gerir það að verkum að börn hafa ekki gott af að sjá þættina. En aðdá- endur hryllingsmynda geta unað glaðir við sitt, þótt ekki getir þætt- irnir tahst merkhegir. -HK ★ */* Hættulegt símaat I SAW WHAT YOU DID ... AND I KNOW WHO YOU ARE Útgelandl: Laugarásbió. Leikstjórl: Fred Walton. Aöalhlutverk: Robert Carradine, Shaw- nee Smith, Tammy Laren og David Carradine. Bandarisk, 1987-Sýningartimi: 90 min. Einstaka nýjar kvikmyndir virka þaö kunnuglega á mann að maður er nær öruggur um að hafa séð þær áður. Þannig kvikmynd er I Saw What You Did ... Staöreyndin er hka einmitt sú að gömlum síghdum khsjum í spennumyndum er raðað saman í eina heild svo úr kemur afþreying sem er bara nokkuð spennandi en eins ófrumleg og hægt er. Söguþráðurinn er í stuttu máh þessi: Tvær unglingsstúlkur eru einar heima hjá annarri. Th aö gera sér eitthvað til dundurs taka þær upp á því að gera símaat, segja við þann sem svarar að þær hafi séð hvað hann gerði og þær viti hver hann er. Þetta er gaman sem verður að alvöru þegar þær hitta á geðveikan mann sem nýbúinn er að myrða unnustu sína. Hin undarlega hegð- un hans í símanum vekur forvitni stúlknanna svo þær ákveða að sjá hvar hann á heima. Upp frá þessu tekur gamanið á sig alvarlega mynd og þótt þær sleppi frá morðingjanum í eitt skipti hefur honum tekist að hafa upp á heimilisfangi þeirra. Robert Carradine leikur hinn sál- sjúka morðingja með ágætum og er Ijósi punkturinn í mynd sem annars er rétt í meðallagi. Þess má geta að eldri bróðir Roberts David leikur eldri bróður hans í mynd- inni. Stúlkurnar eru sætar en eiga nokkuð í land innan leikhstar- skóla. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.