Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Page 3
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. 19 QQP Seoul ’88 Linfbrd Christie mælist jákvæður í lyfjaprófl - enn eitt lyflahneykslið í uppsiglingu á ólympíuleikunum í Seoul ' : $ Hér kemur Bretinn Linford Christie í mark á hæla þeirra Carls Lewis og Bens Johnson. Svo kann að fara að Bretinn hljói sama hlutskipti og Kanadamaðurinn Ben Johnson sem sviptur var titli, meti og æru. Símamynd Reuter Ólögleg lyf fundust í þvagi tveggja breskra íþróttamanna í morgun. Talsmaður breska ólympíuliðsins sagði í morgun að spretthlauparinn Linford Christie ætti þarna í hlut en hann fór i lyfjapróf í kjölfar 200 metra hlaupsins þar sem hann náði 4. sæti. Talsmaðurinn gaf ekki upp nafn hins íþróttamannins. Christie er einn fremsti og kunn- asti íþróttmaður Bretlandseyja. Hann hreppti silfur í 100 metra hlaupinu fræga á dögunum, varð þó þriðji í einvígi aldarinnar. Hann fékk hins vegar önnur verðlaun í kjölfar þess að framganga Bens Johnson var látin falla ómerk vegna lyíjanotkun- ar hans. Þess má geta að Christie gekkst einnig undir lyíjapróf eftir 100 metra hlaupið en þá reyndist allt í góðu lagi. í kjölfar þess að Johnson var sviptur gulli og heimsmeti sagöi Christie þetta: „Mér stendur á sáma hvaða íþróttamenn neyta ólöglegra lyfja svo lengi sem ég stend utan viö lyfja- neysluna.“ Lyfið’ sem Christie á að hafa neytt, er örvandi og heitir sódöfedrín (pse- udoephedrín). Því er aðallega beitt við lækningar á kvefi og heymæði. Ekki er enn ljóst hver afdrif þessa máls verða. Þvagprufur eru tvær og hefur aðeins önnur þeirra verið könnuð. Verði sú seinni jákvæð á sama hátt og sú fyrri á Christie yfir höföi sér brottvísun frá leikunum og keppnisbann. . Þess má geta aö hinn maðurinn, sem á hlut að þessu lyfjamáli, er júdómaðurinn Kerrith Brown sem vann bronsverðlaun í sínum þyngd- arflokki. Hann kom fram fyrir bresku þjóðina í sjónvarpi í morgun og kvaðst þar hafa mælst ,jákvæð- ur“ í lyfjaprófi. Júdómaðurinn, sem er 28 ára gam- all forstööumaður heilsuræktar í Wolferhampton, sagöi í samtali við breska sjónvarpið að hann væri mjög hissa á þessari niðurstöðu prófanna. „Ég hef ekki. hugmynd um hvað þaö er sem þeir hafa fundið. Ég verð bara að bíða og sjá,“ sagði hann. Þess má geta að fjölmargir íþrótta- menn fyrri leika hajfa verið reknir frá keppni vegna þess að ólögmæt efni hafa komist inn í blóðrásin eftir notkun bakstra sem innihalda efnið efedrín (ephedrine). Það efni er skylt því efni sem Linford Christie er sak- aður um að hafa neytt. -JÖG Svíar skelltu Tékkum Svíar unnu Tékkslóvakíu býsna auðveldlega í leik um 5. sætið í handknattleikskeppninni í Seoul í morgun, 27-18. Svíar hreppa því sama sæti og i Los Angeles árið 1984 en þá unnu þeir íslendinga í samsvarandi leik. Af öðrum rimmum í nótt er það að segja að Spánn nældi í 9. sætið með sigri á Alsír, 21-15, og Japan vann Bandaríkin í leik um 11. sætið, 24-21. -JÖG Atvinnumenn í körfuknattleik þiýsta á FIBA - veröa liklega meö á næstu ÓL Svo kann að fara að atvinnumenn fái heimild til aö leika á næstu ólympíuleikum í körfuknattleik en til að svo veröi þarf að breyta einni reglu í sáttmála alþjööasambands áhugamanna í íþróttinni. Einnráðamanna sambandsins, Borislav Stakovic, sagöi í morgun aö þetta mál yröi rætt á næsta þingi sem veröur haldiö í Barcelona á Spáni. Stakovic kvaöst ætla að þá kæmu ieikmenn NBA-deildarinnar inn í myndina varöandi leikana. „Allir toppíþróttamenn í körfuknattleik þiggja fé fyrir aö leika og af þeim sökum er ekki réttlátt að láta leikmenn NBA-deildarinn- ar sitja hjá,“ segir Stakovic. Þess má geta aö sföast þegar greidd voru atkvæöi innan FIBA um að veita atvinnumönnum heimild til aö leika í nafni sambands- ins féll tillagan mjög naumlega. 31 var andvígur en 27 meðmæltir. Stakovic sagði aö Sovétmenn heföu hug á aö koma með þá til- lögu á þinginu í Barcelona að aöeins veröi heimilt aö tefla fram tveimur leikmönnum úr atvinnuliöi með landsliði hvetju sinni. -JÖG MÓT MÓTANNA ANGLO ICELANDIC MASTERS 2. október lýkur undankeppni ensk-íslensku meistarakeppninnar í golfi á Hvammsvelli í Kjós. GLÆSILEG VERÐLAUN Englandsferð í lok október þar sem keppt verður um endanlega röð ásamt keppni við úrvalslið Sundridge Park Golfclub í Bromley Kent. Aukaverðlaun: Hola í höggi, 1. braut: Val á milli Ford Bronco og Mercury Topas. Hola i höggi, 36. braut: Hnattreisa. Næstur holu, 1. braut: Kvöldverður, Grillið. Næstur holu, 9. braut: Golfpoki, John Drummund. Næstur holu, 10. braut: Námskeið, Matreiðsluskólinn okkar. Næstur holu, 18. braut: Helgardvöl, Hótel Örk. Næstur holu, 19. braut: Golfpoki, John Drummund. Næstur holu, 27. braut: Námskeið, Matreiðsluskólinn okkar. Næstur holu, 28. braut: Helgardvöl, Hótel Örk. Næstur holu, 36. braut: Kvöldverður, Grillið. Keppnisgjald: 1. hringur kr. 1.000,- 2. hringur kr. 2.000,- (Val betri 18 holur.) SÍMI í GOLF- OG VEIÐIHÚSI: 667023.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.