Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Síða 8
40 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. Seoul Úrslit 1 körfuknattleik: „Stærsta stundin í lífi mínu“ - Sovétmenn unnu Júgóslava, 76-63 Sovétmenn sneru alveg viö úrslit- unum úr fyrri viðureign sinni viö Júgóslava í körfuknattleikskeppn- inni í Seoul þegar þjóðirnar mættust í úrslitaleiknum í nótt. Júgóslavar sigruöu með þrettán stigum í fyrsta leik riðlakeppninnar en í nótt áttu þeir aidrei möguleika á að endurtaka þau úrslit. Sovétmenn höfðu undir- tökin allan tímann og nú var komið að þeim að sigra með þrettán stiga mun, 76-63. Staðan í hálfleik var 31-28, Sovét- mönnum í hag, og þeir náðu tíu stiga forystu í upphafi síðari hálfleiks sem þeir voru í litlum vandræðum með að halda gegn reynsluminna liði Júgóslava. Þetta eru önnur gullverð- laun Sovétmanna í körfuknattleik karla á ólympíuleikum frá upphafi. Þeir unnu Bandaríkjamenn í frægum leik í Múnchen árið 1972 en annars hafa þeir bandarísku verið ósigrandi þar til nú. Sovéska hðið fór rólega af stað í Seoul en óx eftir því sem á keppnina leið og kom verulega á óvart með því að sigra Bandaríkja- menn í undanúrslitunum. Risinn Sabonis var Júgóslövum erfiður. Hann lék vel í vöm og sókn Sovétmanna og skoraði 20 stig en félagi hans, Marchulionis, skoraði 21. Drazen Petrovic var í aðalhlutverki hjá Júgóslövum að vanda og skoraði 24 stig en næstur kom Vlade Divac með 11 stig. „Þetta er stærsta stundin í lífi mínu,“ sagði Alexandr Gomelski, þjálfari sovéska liðsins, eftir að hafa verið „tolleraður" þrívegis af leik- mönnum sínum í leikslok. „Strák- arnir mínir léku betur og betur eftir því sem á leið keppnina. Sabonis er stórkostlegur leikmaður, hann er besti miðherji í heimi,“ sagði Gom- elski. Bandaríkjamenn vora ekki í vand- ræðum með aö tryggja sér brons- verðlaunin í gær. Þeir sigruðu þá Ástrali, 78-49, og voru aldrei í vand- ræðum eins og tölumar bera með sér. -VS 50 km ganga: Sovéski kennarinn bestur í göngunni Vyacheslav Ivanenko, 27 ára gamall kennari frá Sovétríkjunum, hreppti gullverðlaunin í 50 km göngunni í Seoul í morgun. Hann labbaði fram úr Austur-Þjóöverj- unum Ronald Weigel og Hartwig Gauder á lokasprettinum og kom í markið eftir 3 klukkustundir, 38 mínútur og 29 sekúndur og var 250 metrum og 27 sekúndum á undan Weigel sem einnig fékk silfrið í 20 km göngunni á dögunum. „Ég hefði getað veitt Ivanenko harða keppni en fékk mína aðra aðvörun í göngunni þegar nokkrir kílómetrar voru eftir og þess vegna varð ég að ganga af öryggi og ein- beita mér að öðru sætinu,“ sagöi Weigel eftir gönguna. • Miloslav Mecir frá Tékkóslóvakíu sést hér I úrslitaleiknum gegn Tim Mayotte frá Bandarikjunum í nótt. Mecir vann gullið og það er í fyrsta skipti I 64 ár sem keppt er I tennis á ólympíuleikunum. Símamynd Reuter „ÞGÍtð. VHF storkostlegt og það er mlkill helður að ná að vinna fyrstu gullverð- laun Kanada á þessum ólympiuleikum," sagði Carolyn Waldo frá Kanada en hún vann I nótt fyrstu gullverð- laun Kanadamanna á ólympíuleikunum er hún sigraðl af nokkru öryggi I elnstaklingskeppninnl I sundfim). Á myndinnl sést Waldo fagna sigrlnum I nótt. Simamynd Reuter Tennis í Seoul: Mecir með fyrsta gullið í 64 ár „Þessi sigur veitir mér meiri gleði en nokkur annar sigur á mínum ferli hingað til. Það er stórkostleg tilfinn- ing að leika þegar maður hefur svona stóran hóp stuðningsmanna frá sínu heimalandi," sagði Miloslav Mecir, 24 ára gamall Tékki, en hann vann í nótt gullverðlaunin í einliðaleik karla í tennis. Ekki hefur verið keppt í tennis á ólympíuleikum síðan árið 1924 og Mecir er því fyrsti tennisleikarinn sem vinnur gullverðlaun í tennis á ólympíuleikum í 64 ár. Mecir lék gegn Bandaríkjamanninum Tim Mayotte og sigraði 3-6, 6-2, 6-4 og 6-2. Mecir hlaut því gullverðlaunin, Mayotte silfrið og þeir Stefan Edberg frá Svíþjóð og Brad Gilbert frá Bandaríkjunum deildu bronsverö- laununum. Þess má geta að úrshta- leikurinn í einliðaleiknum í nótt tók tvær klukkustundir og þrjátíu og níu mínútur. -SK Tennis - tvíliöaleikur kvenna: Pam og Zina unnu Bandarísku stúlkurnar Pam Shriver og Zina Garrison urðu í nótt sigurvegarar í tvíhðaleik kvenna á ólympíuleikunum. Þær sigruöu 'Helenu Sukovu og Jönu Novotna frá Tékkóslóvakíu í hörkuleik, 4-6, 6-2 og 10-8. Þær bandarísku era í efsta sæti á heims- listanum en tékknesku stúlkurnar í þriðja sæti og þvi kom sigur þeirra Pam Shriver og Zinu Garrison ekki svo rajög á óvart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.