Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 2
38
LAUGARD^AGUR 8. OKTÓBER 1988.
wm
KRAKKAR!
NAFN: Margrét Magnúsdóttir
HEIMILI: Hjarðarslóö 2 E, 620 Dalvík
FÆDD: 30. júlí 1977
SKÓLI: Dalvíkurskóli
ÁHUGAMÁL: Fimleikar, frjálsar íþróttir og fleira
ÓSKAPRINS: Hann er dökkhærður með brún augu og
mjög sætur
BESTU SÖNGVARAR: Michael Jackson, Madonna og
Whitney Houston
SYSTKINI: Linda Rós og Gunnar Már
BESTI MATUR OG DRYKKUR: Hamborgarar, franskar
kartöflur, ávextir, kók og pilsner
NAFN: Elín Sveinsdóttir
HEIMILI: Tjarnarlönd 13, Egilsstöðum
BESTA HLJÓMSVEIT: A-ha og Model
BESTU VINKONUR: Arnrún Þórey og Sóley
BESTI MATUR OG DRYKKUR: Hrísgrjónagrautur, sam-
lokur, grape og hreinn appelsínusafi
ÁHUGAMÁL: Fimleikar, dans, frjálsar íþróttir og fleira
Fjársjóðurinn
Hvora leiðina á Bjössi að velja til að
finna fjársjóðinn?
Er það leið nr. 1 eða nr. 2?
Sendið svar til: BARNA-DV.
Halló krakkar!
Að gefnu tilefni skal það enn tekið fram
að PÓSTLEGGJA verður efni til
BARNA-DV strax á MÁNUDEGINUM.
Margar skemmtilegar sögur og vel unn-
ar lausnir á þrautum berast oft allt að
viku of seint. Sé ég iðulega á póststimpl-
unum að bréfin hafa ekki verið póstlögð
fyrr en á fimmtudegi eða jafnvel fóstu-
degi. Sem dæmi má nefna um prýðisgóð
bréf sem bárust of seint í síðasta blað.
Þau voru frá eftirtöldum:
Hönnu Jónsdóttur, Jaðri, 781 Suður-
sveit.
Karli Ferdinandssyni, Heiðarvegi 16,
730 Reyðarfirði.
Nínu Björg, Hjallavegi 23, Súgandafirði.
Bergdísi Örlygsdóttur, Borgarási 10,
Garðabæ.
Fríðu Birnu Þráinsdóttur, Smára-
grund 5, Laugarbakka.
Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur, Dæli,
Víðidal, V-Húnavatnssýslu.
Lovísu Gylfadóttur, Réttarholti II,
Grýtubakkahreppi, 601 Akureyri.
Mörtu Sigurðardóttur, Hofi, Öræfum,
785 Fagurhólsmýri.
MIG DREYMDI...
Halló BARNA-DV!
Ég sendi bréf til BARNA-
DV sem birtist í 32. tölu-
blaði og þar spurði ég
hvort þið gætuð lesið úr
skriftinni minni. Þið
gerðuð það og sögðuð að
ég væri 11 eða 12 ára. Ég
er bara 8 ára! Ég vissi
ekki að ég skrifaði svona vel!
En nú ætla ég að biðja ykkur um að ráða draum. Mig
dreymir yfirleitt ekkert en einu sinni dreymdi mig stutt-
an og skrýtinn draum: - Kári bróðir minn (við erum tví-
burar) sat í einum sófa (það eru tveir í stofunni) en ég
stóð á gólfinu og æpti á hann: „Hvers vegna gerðir þú
þetta?“ Hann sat bara í sófanum og lét sem ég væri ekki
þarna. Ég vona að þetta birtist fljótt.
Halldór Svansson, 8 ára, Leirubakka 24, Reykjavík.
Kæri Halldór!
Okkur hefur heldur betur orðið á í messunni með aldur
þinn! Þú skrifar bara svona vel! En drauminn ráðum við
á þann veg að Kári verði ásakaður fyrir eitthvað sem
hann hefur jafnvel EKKI gert. Hann mun eiga í nokkrum
erfiöleikum með að sanna sakleysi sitt en tekst það að
lokum. Þar sem hann situr rólegur í sófanum bendir allt
til þess að allt fari vel.
B.B.B!
(Þetta er skammstöfun fyrir BESTA BARNABLAÐ!)
Ég ætla að segja frá draumi sem mig dreymdi fyrir
nokkru. Það var þannig að ég var að ganga úti og fór síð-
an inn í hús sem var fullt af kaktusblómum. Það var karl
þarna inni með alskegg. Skeggið var svart og sítt og hann
sagði mér að koma og hann ætlaði kannski að gefa mér
hest. Karlinn var blindur. - Svo vaknaði ég og sá að ég
var hálfgul í framan.
Freyja Guðrún Andrésdóttir
Kæra Freyja!
Á næstunni munt þú verða fyrir einhverjum óvæntum
glaðningi. Þú munt vinna í happdrætti eða fá góða gjöf.
En þessi gjöf eða vinningur verður til þess að einhver sem
þú þ.ekkir verður öfundsjúkur. Hann/hún mun ekki þola
þessa velgengni þína og gerir þér lífið leitt. Þú skalt ekki
láta það spilla gleði þinni - því kunningi þinn mun kom-
ast yfir afbrýðisemina!