Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Blaðsíða 4
32 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1988. Bílar Notagildi og mikilvægi endurskinsmerkja Undanfarna viku hefur Umferöar- ráð leitast við að vekja athygli á nota- gildi og mikilvægi endurskins- merkja. Slík fræðsla er árviss og fylg- ir skammdegismánuðum ársins. Það er hreint ótrúlegt hversu miklu munar fyrir ökumenn ef gangandi vegfarendur nota endurskinsmerki. Mælingar hafa leitt í ljós að bílstjóri, sem ekur með venjulegum lágum ökuijósum, kemur auga á gangandi vegfaranda, sem ekki er með end- urskinsmerki á fótum sínum, í 20 til 30 metra fjarlægð. Sé sá gangandi hins vegar með endurskinsmerki sést hann í 120 til 130 metra fjarlægð. Sem sagt endurskinið sést fimm sinnum fyrr. Það munar um minna. Athygli okkar beinist fyrst að börn- um þegar verið er að ræða um end- urskinsmerkjanotkun. En í raun þurfa alhr sem eitthvað eru í um- ferðinni að nota þau. Þess vegna segj- um við núna: ALLIR ÞURFA END- URSKINSMERKI! Leiðum hugann til dæmis að ungl- ingum sem oft þurfa að fara á milli húsa á kvöldin eftir að tekiö er að skyggja. Þeim finnst kannski ekkert „töfif" að vera með endurskinsmerki en það er hins vegar nauðsynlegt. Það eykur öryggi þeirra og getur hreinlega bjargað mannslífum. Úr- val endurskinsmerkja er íjölbreytt og því er sérstök ástæða til að kynna sér hvað er á boðstólum. Það ættu allir að geta fundið eitthvaö sem þeim hentar. En hvar eru endurskinsmerki seld? Sá aðih sem á að öhu forfahalausu að hafa þau á boðstólum eru apótek, en margar aðrar verslanir selja end- urskinsmerki og þá eru þau einnig th sölu á skrifstofu Umferðarráðs. -S.He. ALVEG SKINANDI Lélegar merkingar hjá verktökum Eitt af því sem þenur taugar öku- manna í höfuðborginni eru htlar og lélegar merkingar verktaka þar sem framkvæmdir standa yfir. Að und- anfórnu hafa staöið yfir miklar fram- kvæmdir viö Suöurlandsbraut og því miður hefur stundum skort á að merkingar væru fullnægjandi. Sem dæmi má nefna að sl. sunnudag ók undirritaður inn Suðurlandsbraut og beint fram undan húsi Gunnars Ás- geirssonar var stór skurður. Myrkur var og ekkert sem gaf til kynna að framkvæmdir stæðu yfir og öku- menn, sem ekki þekkja til, gátu átt það á hættu að lenda úti í skurði. Svona vinnubrögð eru mjög slæm og skapa hættu og ekki síður gremju sem kemur fram í aksturslagi og framkomu ökumanna. Vonandi geta lögreglan og Reykja- víkurborg komið þessum málum í betra horf og það þarf að gerast áður en slys verður. -S.He. Ljósa- skoðun að ljúka Japan: Met í inn- flutningi bíla í september var sett nýtt met í inn- flutningi bíla til Japan. í þeim mán- uði voru fluttir inn til landsins 15.284 bílar og er það 51 prósenti meira en í næsta metmánuði á undan, mars á þessu ári. Bílar frá V-Þýskalandi eiga meira en 70 af hundraði þessa mark- aðar. VW Jetta CL 1600, árg. ‘86, 4 gíra, 4ra dyra, grásans., ekinn 50.000. Verð 495.000 Árlegri ljósaskoðun bifreiða á að vera lokið 31. þessa mánaðar. Þannig fer hver að verða síðastur að koma þeim málum í lag. Mikhvægt er að fjós séu rétt stillt, hvort sem er við akstur úti á vegum eða í þéttbýh. Þá er ljósasthhngin thvahð tæki- færi fyrir ökumenn th að fuhvissa sig um aö ljósabúnaöur sé í góðu lagi. Að undanfömu hafa ljóslausir bílar og eineygðir verið mjög áberandi í borgarumferðinni og með hhðsjón af skyldunotkun ljósa er ástæða th að minna ökumenn á að þeir geta verið sjálfum sér og öðmm hættuleg- ir sé ljósabúnaðurinn ekki í fuhnægj- andi ástandi. Brátt verða 550 millj- ónir bíla í heiminum Bhum fjölgar ört hér á jarðkúl- unni. Breskir framtíðarspámenn hafa komið fram með þá spá að um aldamótin 2000 verði um 550 milljón- ir bha í akstri í heiminum. Þetta er aukning um 180 mihjónir frá degin- um í dag. MMC Lancer GLX station 1500, árg. ’88, 5 gira, 5 dyra, Ijósbl., ekinn 10.000. Verö 620.000. MMC Lancer GLX 4x4 1800, árg. ’88, 5 gira, 5 dyra, Ijósbl., ekinn 15.000. Verð 780.000. MMC Lancer CLX 1500, árg. '88, 5 gira, 4ra dyra, gr. brúnn., ekinn 15.000. Verð 580.000. MMC Lancer GLX 4x4 1800, árg. ’87, 5 gíra, 5 dyra, hvítur, ekinn 22.000. Verð 680.000. MMC Pajero SW 2500, árg. ’87, 5 gira, 5 dyra, hvítur, ekinn 64.000. Verð 1.280.000. BRAUTARHOLTI33 - SÍMI695660. Toyota HiLux X Cap dísil 2400, árg. ’87, 5 gíra, 2ja dyra, rauður, ekinn 40.000. Verð 990.000. MMC Colt GLX1500, árg. ’85,5 gíra, 5 dyra, silfurl., ekinn 24.000. Verð 370.000. Citroen AX11 RE 1100, árg. ’87,4ra gíra, 3ja dyra, blár, ekinn 13.000. Verö 350.000. Lancia Y10, árg. '88, 5 gira, 3ja dyra, rauður, ekinn 1.400. Verð 380.000. VW Golf CL 1600, árg. '87, 4ra gíra, 3ja dyra, grás., ekinn 26.000. Verð 540.000. MMC Colt GLX1500, árg. '87,5 gira, 5 dyra, silfurl., ekinn 16.000. Verð 430.000. yUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.