Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Blaðsíða 1
Jaguar XJ 220, frumgerð nýs tveggja sæta sportbíls sem frumsýnd var í Birmingham í vikunni. Þessi nýi sportbíll kostar skildinginn, eða nærri tuttugu milljónir króna. Bílasýningin í Birmingham opnuð almenningi í dag: Nýr Jaguar sem kostar tuttugu milljónir króna Ein stærsta bílasýningin í Evrópu var opnuð almenningi í National Exhibition Centre í Birmingham í Bretlandi í dag, laugardaginn 22. okt- óber. Þeir sem vit hafa á segja París- arsýninguna á dögunum standa þessari sýningu langt að baki og að- eins bílasýningin í Tokýo seinna í vetur jafnist á við þessa sýningu. Sýningin var opnuð fyrir bílablaða- menn og aðra áhangendur bílaiðnað- arins og þá var meðal annarra bíla frumsýndur nýr Aston Martin og eins ný gerð af sportbíl frá Jaguar. Kostar tæpar tuttugu milljónir króna Þessi nýi sportbíll frá Jaguar heitir XJ 220 og var hulunni svipt af bílnum í Birmingham á þriðjudaginn. Þetta er tveggja sæta bíll með 6,2 lítra vél. Þeir sem áhuga hafa á slíkum bíl í sýningarbás Ford á bílasýningunni i Birmingham verður aðalathyglinni örugglega beint að þessum tilraunabíl, Ford Ghia Saguaro, en hann er talinn gott dæmi um það hvernig fjölskyldubíllinn komi til með að líta út á næsta áratug. verða að opna budduna upp á gátt því hann kemur til með að kosta í kringum 250 þúsund pund, eða um 19,9 milljónir íslenskra króna (án tolla). „Hvar sem ríkt fólk er mun það vilja bíla sem þennan,“ sagði sir John Egan, stjómarformaður Jaguar, við opnun sýningarinnar fyrir blaða- menn í vikunni. Þessi nýi sportbíll, sem er með yfir- byggingu úr áli og var smíðaður til að minnast sigurs Jaguar í 24 stunda kappakstrinum í Le Mans á þessu ári, verður ekki tilbúinn fyrr en á næstu árum. Egan sagði við sama tækifæri að væntanlegir kaupendur heíðu þegar haft samband við verksmiðjurnar út af þessum hraöskreiða bU sem kemst upp í 350 km/klst. Fyrsti nýi Aston Martin í 20 ár Keppinauturinn Aston Martin kynnti fyrsta nýja bílinn frá verk- smiðjunum í 20 ár. Þessi nýja gerð kallast Virage og er sögð komast á 250 kOómetra hraöa. Hann verður heldur á viðráöanlegra verði en Jaguar-bíllinn, í kringum 90 þúsund pund eða um 7,4 milljónir króna. Þá notaði Audi tækifærið og fram- sýndi nýja gerð af Audi Coupé, en sá bíll fer í sölu á Bretlandseyjum tveimur vikum áður en ökumenn á meginlandi Evrópu fá tækifæri til að reyna gripinn. Vauxhall, sem er dótturfyrirtæki General Motors á Bretlandseyjum, sýnir endurbætta gerð af Cavalier, en með þeim bíl hyggst GM ná til sín meginsölunni á bUum í miðlungs- Uokki á Bretlandi, en Ford Sierra hefur haldið toppsætinu undanfarin ár. Þá kynnti Vauxhall nokkuð sem kaUað er sérstakur „kvennabU", með hárþurrku, upplýstum snyrtispegli og sérstökum búnaði sem léttir dekkjaskipti ef springur. Stendur þessa viku Ef einhver hefði ætlað að heim- sækja National Exhibition Centre í Birmingham í dag og skoða dýrðina þáTiefði aðgangseyririnn verið tíu pund. Strax á morgun lækkar að- göngumiðinn niður í 4 pund og tvö pund fyrir elhlífeyrisþega og böm yngri en 14 ára. Sýningin er opin frá klukkan 9.30 tU 19 daglega, nema síð- asta daginn, sunnudaginn 30. októb- er, en þá er lokað klukkan 17.30. Fyrir bUaáhugamenn, sem staddir verða í London í næstu viku, er upp- lagt að bregða sér í stutta lestarferð tU Birmingham og skoða það nýjasta sem er að gerast í bUaheiminum. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.