Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Blaðsíða 2
30 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1988. BOar i>v Isuzu Gemini á íslandi: Snotur bíll á snotru verði Isuzu bílar hafa staðiö sig vel hér- lendis, einkum trölljeppinn Isuzu Trooper, svo og sendibílar og litlir vörubílar. Isuzu býður nú nýjan fólksbíl hér - Isuzu Gemini. Þetta er bíll í millistærð, fáanlegur sem fjög- urra dyra fólksbíll eða tveggja dyra hlaðbakur, fimm gíra eða sjálfskipt- ur, með 1300 cc eða 1500 cc vél. Umboðsaðili Isuzu á íslandi, Bíl- vangur, kynnti þessa bíla nú á dög- unum, að viðstöddum erlendum sölufulitrúum Isuzu. Adachi, japanskur yfirmaður þeirrar deildar sem sér um söluna til íslands og fleiri staða, kynnti bíl- inn og verksmiðjurnar í heild. Hann rifjaði upp að Isuzu var brautryðj- andi í Japan á sviði bílagerðar, með því að fyrirrennari verksmiðjanna, Ishikawajima skipasmíðastöðin, hóf samsetningu á bresku Wolseley bíl- unum í Japan árið 1916. Verksmiðja með færibönd og tilbera { framhaldi af því voru Isuzu bíla- verksmiðjurnar stofnaðar árið 1937 í Tokýo. Þær voru fyrsti aðilinn sem DES BENZ O.FL. Isetning ef óskað er. Ath. verði ð og greiðsluskilmála. y i c 1. Erlingsson h/f, varahlutir, Hvaleyrarbraut 3, Hafnarf., »ími 651537 þjónusta fyrir allar gerðir TOYOTA, MITSUBISHI, DAIHATSU O.FL. PERKINS, MERCE- Isuzu Gemini - nýr fólksbill frá Japan á Islandi. Þessi bill hefur átt velgengni að fagna I Bandaríkjunum en þar selja General Motors bílinn undir sínu merki og kalla hann Geo Spectrum. ' - Turbósett fyrir flestar tegundir véla. Varahlutir og viðgerðar- Til að vekja athygli á þessum nýja bíl var einum á gámi við Vesturlandsveginn. framleiddi dísilvélar í Japan, og fyrstu árin lögðu Isuzu verksmiðj- urnar áherslu á framleiðslu dísilvéla og dísilknúinna vöruflutningabíla. Upp úr 1960 voru settar upp nýjar verksmiðjur í Fujisawa og þá kom röðin hka að fólksbílum. Verksmiðj- urnar í Fujisawa eru mjög tækni- væddar, en markviss notkun færi- banda og tilbera tryggir sem kunnugt er vandaðri framleiðslu heldur en þar sem meira er treyst á manns- höndina. Gemini bíllinn, sem nú er kominn hingað, hefur hlotið miklar vinsæld- ir í Bandaríkjunum, þar sem hann er seldur undir merkjum Chevrolet og Pontiac, auk Isuzu merkisins, en sem kunnugt er eiga General Motors verksmiðjumar nú verulegan hlut í Isuzu, eða 42%. Þetta er léttbyggður bíll, 825-890 kg eftir útfærslu, og virð- ist við fyrstu sýn vel frágenginn. Varahlutalager þegar fyrir hendi Erlendu fulltrúarnir lögðu áherslu á að Isuzu bílarnir, ekki síst Gemini, væm smíðaðir með góða endingu og lága bilanatíðni í huga. Þar að auki væri lögð sérstök áhersla á góða þjónustu við þá og allir nauðsynlegir varahlutir væru ávallt fyrir hendi. Til marks um það benti Adachi á að varahlutasending heföi fylgt hingað þegar með fyrstu bílunum, og að full- trúar Isuzu myndu fylgja varahluta- þjónustunni eftir. Á sama hátt er með viðgerðaþjón- slíkum komið fyrir uppi DV-myndir RS ustuna. Fulltrúi þjónstudeildar verk- smiðjanna hefur verið hér á landi undanfarið til að þjálfa viðgerðaþjón- ustu Bílvangs í viðhaldi Gemini bíl- anna. Viðgerðarmenn Bílvangs fengu til dæmis að rífa einn bílanna í parta að kalla og setja hann saman aftur. DV Bílar fékk tækifæri til að hreyfa þennan bfi og gat ekki betur fundið en hann væri sómasamlega samansettur - nema kúplingin tók fullhátt! Aflstýrið framúrskarandi Síðar gefst væntanlega tækifæri til að segja frá reynsluakstri á þessum bíl. Við fyrstu kynni virðist hér vera á ferðinni lipur bíll, þægilegur og vel búinn. Sérstaka athygli vakti aflstýr- ið. Það er einstaklega lauflétt en gef- ur þó góða tilfinningu fyrir bílnum, og stýrishjólið er af þeirri sveru gerð sem fer svo vel í hendi. Verðið ætti ekki að fæla neinn frá kaupunum, að minnsta kosti ekki á ódýrustu útgáfunni. Tveggja dyra hlaðbakur með 1300 cc 72 ha vél, 5 gíra, kostar aðeins 495 þúsund krón- ur, fyrir utan skráningu, skatt og ryðvörn. Dýrasti bíllinn, fjögurra dyra, með 1500 ha vél og sjálfskipt- ingu, kostar á sama hátt 662 þúsund. Allar útgáfur bílanna, jafnt ódýr- asta sem dýrasta, eru með lúxusinn- réttingu, aflstýri og aflhemlum, út- varpi og ökuljósum sem með einum rofa er breytt í gul ljós - ef maður skyldi nú lenda í þoku. S.H.H. Hættulegast að aka í Portúgal Ef við ætlum að aka um í umferð- inni í Portúgal ættum við að vera vel á verði því landið er það hættuleg- asta innan Evrópubandalagsins séu skoðaðar nýlegar tölur um hlutfall banaslysa í umferðinni. Nýlega gerð frönsk rannsókn leiddi í ljós að Portúgal trónaði langefst á listanum með 108 látna í umferðinni á hveija 10.000 bíla. Grikkland kom næst með 81 dauðaslys á hverja 10 þúsund bfia og þar næst Spánn (61), Belgía (52), Frakkland (48), írland (46), Luxembourg (45) og Danmörk (40). England er langöruggasta landið með aðeins 27 dauðaslys á hverja 10.000 bíla. í Danmörku urðu hins vegar fæst umferöaróhöpp miðað við hverja tíu þúsund bíla, eða 744. Fiat á nú 90 prósent í Ferrari Eftir lát Enzo Ferrari á dögunum hefur nú orðið sú breyting á högum Ferrari-fyrirtækisins að sonurinn, Piero Lardi, á eftir 10 prósent í fyrir- tækinu, en Fiat-samsteypan getur bætt 40 prósentum við þau 50% sem hún átti fyrir. Piero er varformaður stjómar Ferrari eftir þessa breyt- ingu. Þessa dagana eru framleiddir um 4.000 Ferrari-bfiar á ári, en áætlanir eru uppi um að auka framleiösluna verulega. I anddyri verksmiðjanna í Maranello má sjá þennan fyrsta bíl sem bar nafn Enzo Ferrari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.