Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Blaðsíða 6
42 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1988. Bílar dv Á myndinni má sjá einn af fyrstu T-módelunum, í miðjunni fyrsta bílinn sem Henry Ford smiðaði árið 1896 og loks lengst til hægri T-módel númer 15.000.000 sem kom af færibandinu árið 1927. Uppfinningin sem lækkaði bílverð um helming: Færibandið 75 ára í þessum mánuði, nánar tiltekiö 7. október, átti uppfmning innan bíla- iðnaöarins stórafmæli. Þessi nýjung átti sinn þátt í að gjörbylta þeirri ungu iðngrein sem baasmíðin var og jafnframt að gera bílinn að almenn- ingseign. Það var 7. október 1913 sem Henry Ford tók færibandiö í notkun við smíði T-módelsins. Grindur bílanna voru dregnar eftir verksmiðjunnni með reipi. Með þessu tókst að stytta framleiðslutímann um helming og einnig að lækka verðið um helming. Með takomu færibandsins varð það raunhæft fyrir hvem sem-var aö eignast bíl. Baiinn varð almenn- ingseign. Allt frá þessum degi, 7. október fyr- ir 75 árum, fóru hjólin að snúast fyr- ir alvöru. Á næstu 14 árum spúðu verksmiðjur Ford frá sér meira en 15 miUjónum eintaka af T-módelinu. Veröldin var svo að segja sett á hjól- in. „Það var fyrir sjötíu og fimm ámm sem langafi minn og félagar hans tóku í notkun þá tækni sem geröi þann draum hans að veruleika aö smíða bíl á viðráðanlegu verði fyrir fjöldann," sagði Edsel B. Ford II, sölustjóri Lincoln-Mercury deildar Ford og sonarsonur stofnandans Henry Ford. „Hjá Ford er takmarkiö enn það sama og var á tímum lang- afa, að mæta kröfum kaupenda með því að smiða ódýra hágæðabíla sem eru peninganna virði.“ Edsel B. Ford lét þessi orð falla í tilefni þessara tímamóta í móttöku í samsetningar- verksmiðju Ford í Wayne, þar sem tímamótanna var minnst á dögun- um. A efri myndinni gefur aó líta færibandið í Highland Park árið 1914 og sýn- ir hún þann hluta þess þar sem vélarnar voru settar í bílana. Á neðri myndinni er færiband í bílaverksmiðju Ford i Dagenham í Eng- landi þar sem vélmenni hafa tekið við verki rafsuðumanna í yfirbygginga- deildinni. Fyrsta T-módelið frá 1913, sem kom af færibandinu í Highland Park, er á efri myndinni en á neðri myndinni er einn af Ford-bílum dagsins í dag, Ford Escort GL. Einfalt en áhrifaríkt Færiband Henry Ford var einfalt en áhrifamikið. Kaöall, sem festur var við spil, dró bílinn áfram eftir verksmiðjugólfinu, á meðan þeir sem unnu við samsetningamar festu hina ýmsu hluti bílsins við grindina. Með þessu urðu verkamennirnir sérfræð- ingar hver á sínu sviði og gæði bíl- anna jukust snarlega. Jafnframt þessu lækkaði verð bíls- ins þvi nú var hægt að setja hann saman á einum og hálfum klukku- tíma í staö tólf tíma áður. Verðið féll hka snarlega, úr 850 niður í 360 doll- ara. Þegar hætt var að smíða T-módelið árið 1927 höfðu alls 15.456.868 bílar runnið af færibandinu. Þetta met var fyrst slegið af gamla góöa Volks- wagen mörgum áratugum síðar. Færiböndin skipa enn stóran sess í bílasmíði nútímans, en vélmenni eða tilberar (eins og félagi minn hér á DV Bílum vill kalla þá) hafa tekið við mestu af einhæfu og hættu- legustu verkunum, eins og til dæmis sprautun bílanna. Sumar bílasmiðjur em orðnar svo sjálfvirkar að hinn venjulegi verka- maður við færibandið er horfinn, en í staðinn em komnir eftirlitsmenn sem fylgjast með vinnu tilberanna. Vélmenni eða tilberar em ekki aö- eins notaðir við sjálfa smíði bílanna heldur notaðir til að setja rúður, mælaborð, rafgeyma og varadekk á sinn stað. í sumum bílasmiðjum, eins og til dæmis Volvo-verksmiðjunum í Gautaborg, er hiö eiginlega færiband horfið en vinnuhópar hafa leyst það af hólmi aö hluta. Færiböndin sjá áfram um að færa hlutina til smíð- innar jafnóðum og þeirra er þörf. Breytti meiru en margir halda Tilkoma færibandanna breytti meiru en margir halda; strax á áran- um í kringum 1920 voru ýmis heimil- istæki framleidd á færiböndum. Þetta er skoðun David A. Hounsell sem er prófessor í sagnfræði í háskól- ann í Delaware og hefur rannsakað sérstaklega bandaríska framleiðslu- tækni. „Þaö sem gerðist í Detroit fyrir 75 áram hefur sennilega breytt lífsmáta á 20. öldinni meira en nokkuð annað ef atómsprengjan er frátalin," segir dr. Hounsell. Það sem dr. Hounsell er að vitna til er tilkoma færibandanna í verk- smiðju Ford í Highland Park. Færibandatæknin náöi strax til Evrópu. Nokkrum mánuðum eftir tilkomu þeirra í Highland Park voru komin færibönd í verksmiðju Ford í Trafford Park í Manchester á Eng- landi, og þar með jókst framleiðslu- getan upp í 150 bfia á dag. Hafði aukna nýtni í för með sér Tilkoma færibandanna hafði einn- ig í för með sér aukna nýtni í fram- leiðslunni. Þegar ný verksmiðja Ford var opnuð í Bordeaux í Frakklandi 1919, og leysti þar með af hólmi eldri verksmiöju frá 1913, var allt gert til þess að auka nýtnina 1 verksmiöj- unni sem smíðaði T-módel á fyrsta færibandinu í Frakklandi. Kæhvif- tumar vora stansaðár úr afklippum og timbrið úr kössunum utan af hlut- um til smíðinnar var notað í yfir- bygginguna, en afgangstimbrið fór til húsgagnasmiða í nágrenninu. Þessi nýja verksmiðja átti hins vegar við vanda að stríða sem leiddi af aukinni afkastagetu. Engin bílastæði vora til þess að taka við stórauknum straumi bíla úr verksmiðjunni og því varð að nota nærhggjandi götur fyrir bíl- ana. Tímamótanna var minnst, eins og fyrr sagði, með hátíðlegri athöfn í verksmiðju Ford í Wayne í Michigan í Bandaríkjunum. TU að minnast af- mæhsins var einu af fyrstu T-módel- unum ekið af færibandi nútímans, en í síðustu viku átti T-módehð ein- mitt 80 ára afmæh. Tn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.