Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1988, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1988, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988.. Frjálst.óháÖ dagblað Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Aronska til umræðu Svonefnd aronska er enn í umræðunni. Fylgi við hana hefur blundað með stórum hluta þjóðarinnar. Aronska er kennd við Aron heitinn Guðbrandsson. Hún átti að felast í því, að við tækjum gjald af Bandaríkja- mönnum, af því að þeir hafa hér varnarlið. í víðara samhengi mætti einnig hugsa sér, að við tækjum greiðsl- ur af Atlantshafsbandalaginu eða létum bandalagið eða Bandaríkjamenn um að greiða ýmsar framkvæmdir hér, sem við nýttum. Flestir stjórnmálamenn hafa verið andvígir aronsku. Þeir telja, að þjóðarstolt okkar leyfi ekki slíkt. Þeir segja eitthvað á þá leið, að við megum ekki selja landið. Utanríkisráðherra lét uppskátt fyrir skömmu, að mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins væri reiðu- búinn að greiða kostnað við varaflugvöll hér á landi, sennilega um 11 milljarða króna. íslendingar skyldu engu síður reka slíkan flugvöll. Skilyrði væri, að Atl- antshafsbandalagið mundi stýra flugvellinum, kæmi til styrjaldar. Þessi hugmynd mætti þegar í stað andstöðu stjórnmálamanna. Fylgi við aronsku var á sínum tíma athugað í skoð- anakönnunum. Þar kom meðal annars í ljós, að mikill meirihluti landsmanna var því fylgjandi, að við létum varnarliðið greiða gjald fyrir veru sína hér. Þetta sjónar- mið grundvallaðist á því, að ýmsar aðrar þjóðir hafa látið Bandaríkjamenn greiða fyrr slíka aðstöðu. Menn töldu, að við þyrftum ekki að vera stoltari en aðrir í því efni. Bent var á, að bandarískt varnarlið væri hér fyrst og fremst til að verja Bandaríkin sjálf. Margt er til í þessum skoðunum. Flestir stjórnmála- menn hafa þó ekki viljað á þau hlusta. En landsfeðurn- ir hafa ekki verið heilagri en svo, að þeir hafa í ýmsum efnum farið braut aronsku. Öll vitum við um greiðslur Bandaríkjanna vegna byggingar hinnar rokdýru flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli. í raun geta hinir sömu stjórnmálamenn naumast talað um, að við megum ekki taka greiðslur af þessum aðilum, sé kostur á slíku. En við verðum að fara með gát. Við verðum að gæta þess vel, að við látum sjálfstæði okkar í engu. Hitt er rétt, að við gætum mætavel fengið Bandaríkin eða Atlantshafsbandalagið til að greiða fyrir uppbygg- ingu, til dæmis almannavarna. Slíkt yrði þáttur í varn- arstarfmu. Vafalítið yrði unnt að fá hina erlendu aðila til að samþykkja þetta. Þjóðarstolt okkar má ekki ganga út í öfgar. Ásgeir Hannes Eiríksson, varaþingmaður Borgara- flokksins, lagði til á alþingi, að við tækjum greiðslur af Bandaríkjamönnum. Raunar gekk hann svo langt, að hann vildi, að við fengjum Bandaríkjamenn til að greiða allar erlendar skuldir okkar. Slíkt yrði rangt, jafnvel þótt það kynni að vera unnt. Slíkt yrði í raun landsala. Það eru engin tengsl milli erlendra skulda okkar og veru varnarliðsins. Því er ekki samhengi í þessari tillögu. Margt annað, sem fram kom hjá Ásgeiri, er hins vegar satt. Þannig væri rök- rétt, að varnarstarfið yrði aukið með eflingu almanna- varna. Það gæti meðal annars tekið til vegagerðar í sumum tilvikum. í stuttu máh eigum við ekki að hika við að feta braut aronsku, svo fremi slíkt sé í hófi gert. Sjálfstæði okkar verður auðvitað að vera það, sem við missum aldrei sjónar á. Haukur Helgason Þortabú gömlu flokkanna Það er ekki nema von að almenn- ingur sé orðinn þreyttur á íslensk- um stjórnmálamönnum. Stjórn- leysi og ráðleysi gömlu flokkanna hefur bakað almenningi og at- vinnulífmu í landinu mikil óþæg- indi og nánast kippt fótunum und- an- heilu starfsgreinunum. Það virðist vera nákvæmlega sama hverjir þeirra fara með völdin. Allt situr við hið sama, mikil óreiða í ríkisfjármálunum eins og hjá þeim einstaklingum og íjölskyldum sem lifa um efni fram. Sífellt verið að slá nýja víxla, þ.e. taka ný erlend lán til þess að standa undir sukkinu þar sem skattpíning þegnanna dug- ar ekki til. Nú er svo komið að er- lendar skuldir þjóðarbúsins nema orðið um 130 milljörðum króna eða um tvöfaldri upphæð fjárlaga hins íslenska ríkis. Þetta er álíka og hjá fjölskyldu sem skuldar tvöfaldar árstekjur sínar. Skyldi henni líða vel? Nærri hver einasta króna, sem er í umferö á íslandi, er fengin að láni erlendis. Það stefnir því í efna- hagslega ringulreið og sjálfstæði þjóðarinnar er komið í hættu. Borgaraflokkurinn vill að opin- berir aðilar hætti að taka erlend eyöslulán. Þannig er ástandið á því herrans ári 1988 í upphafi stjórnartíðar nýrrar ríkisstjórnar. Almenningur veit þó að það er ekki við neinu að búast. Hér er nefnilega um hefð- bundna ríkisstjórn gömlu flokk- anna aö ræða. Gamli fjórflokkur- inn, þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, hefur undan- fama áratugi farið með völdin til skiptis. Til dæmis er eina breyting- in, sem nú hefur orðið, sú að nokkr- um ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins hefur verið skipt út fyrir ráð- herra Alþýðubandalagsins. Gömlu flokkarnir em orðnir ófærir um að stjórna landinu. Þeir eru svo önn- um kafnir við að standa vörð um hagsmuni ákveðinna hópa innan vébanda sinna, halda völdum sín- um, t.d. í bankakerfinu og í ýmsum mikilvægum samtökum, að annað kemst ekki að hjá þeim. í tíð gömlu flokkanna hefur þjóð- félagið orðið sífellt flóknara og ómanneskjulegra. Þeir hafa sett alls kyns lög og reglur sem alls ekki henta þessu fámenna þjóð- félagi hér á norðurhjara veraddar. Sú árátta gömlu flokkanna og emb- ættismanna þeirra að innleiða hér sama þjóðfélagskerfi og ganga ávallt út frá sömu efnahagslegu forsendum og gilda fyrir milljóna- þjóðfélögin í nágrenni viö okkur, er okkur dýrkeypt. Ég hef kallað það kommuskekkjuna þegar verið er að setja lög og reglur, búa til mennta- og heObrigðiskerfi eins og 2,5 milljónir manna búi á íslandi en ekki 250 þúsund. Það er engu líkara en ráðamenn séu haldnir einhverri minnimáttarkennd út af því hve þjóðin er fámenn. Þaö er ólíkt virðulegra að geta sagt í hana- stélsboði í Brussel: „Við erum líka með virðisaukaskatt." Útflutningsviðskipti Útflutningsframleiðsla pkkar á' nú undir högg að sækja. Á meðan aUur rekstrar- og launakostnaöur innanlands hefur hækkað um 20% á ári umfram það sem gerist í helstu samkeppnislöndum okkar hefur gengi krónunnar og þar með útflutningstekjumar nánast staðið í stað. Ástandiö er því orðið þannig að nær öll fyrirtæki, sem byggja á útflutningstekjum, og fyrirtæki 1 samkeppnisiðnaði em komin í þrot. Forystumenn ferðamála era einnig mjög uggandi um ástandið. Hætta er á að ferðamannaþjónusta, sem hefur verið mikill og vaxandi atvinnuvegur og skilar nú um 10 milljörðum króna árlega í þjóðar- búið eftir mikið og gott uppbygg- Kjallariim Júlíus Sólnés alþingismaður ingarstarf, hrynji saman. Útlend- ingum, sem hingaö koma, blöskrar verðlagið, einkum þó hið geipiháa verð á matvörum og hvað þeir fá lítið fyrir gjaldeyrinn sinn. Á sama tíma er erlendur gjaldeyrir nánast á útsölu og alls kyns erlendur varn- ingur flæðir inn í landið, bílar og hvers kyns græjur. Engu er líkara en hagkerfi okkar sé eingöngu miðaö við innflutn- ingsverslunina. Allur innflutning- ur er meira eða minna frjáls, en útflutningsverslunin háð höftum og leyfum. Þeir aðilar, sem eru að baksa við að framleiða eitthvað til útflutnings, eru oft litnir hornauga, einkum og sér í lagi ef um iðnaðar- vörur er að ræða. Þetta eru ein- hverjir menn úti í bæ sem eru sí- fellt að kvarta yfir slæmum rekstr- arskilyrðum, of háu gengi og of háum fjármagnskostnaöi. Væri ekki betra að losna alveg við þá? Því geta þessir menn ekki gerst venjulegir launþegar, lagt kaupið sitt inn á banka og fengið háa vexti í staðinn? hugsar hæstvirtur iðnað- arráðherrann og dæsir. Fisk eiga helst engir aðrir að selja en gömlu sölusamtökin, að ekki sé talaö um landbúnaðarafurðir. Þar má eng- inn koma nálægt nema SÍS frændi. Það skyldi því engan undra þótt hinir fjölmörgu dugnaðarmenn í verslunarstétt hafi haslað sér völl í innflutningi. Á meðan allar þjóðir leggja höfuðáherslu á það aö stuðla að auknum útflutningi á sem flest- um sviðum virðist höfðuáherslan hér vera lögð á innflutning enda viðskiptahallinn kominn upp í 12 milljarða króna og talið að hann minnki ekkert á næstunni. Ný- frjálshyggjupostularnir, innan rík- isstjórnarinnar sem utan, virðast halda að þjóðin geti lifað á því að höndla með pappíra og flytja inn vörur frá útlöndum. Þjóðartekj- urnar virðast aðallega eiga að byggja á því, að við seljum hvert öðru verðbréf á fjármagnsmörkuð- um, það er að segja klippum hvert annað. Alhr eru að vísu sammála um að selja fisk meöan við nennum að veiða hann sjálfir. Ef til vill er betra að selja Efnahagsbandalag- inu allan fiskveiðikvótann dýru verði. Við getum þá hætt allri at- vinnustarfsemi og hfað á atvinnu- leysisbótum. Hér þarf að verða hugarfars- breyting. Við verðum að gera stór- átak í útflutningsmálum og hugsa um það eitt hvernig við getum skapaö útflutningsgreinunum sem best ytri skilyrði. Hugsanlega verð- ur aö taka upp annars konar geng- isskráningu sem tekur mið af raun- ghdi útflutningsverðmæta okkar. Þá verður að gefa útflutningsversl- unina frjálsa og heimila útflutn- ingsfyrirtækjum að hafa erlend bankaviðskipti aö vild tilað treysta samkeppnisstöðu þeirra. íslenska bankakerfið virðist ekki fært um að sinna alhliða erlendum viðskipt- um. Borgaraflokkurinn vih efla ís- lenskan iðnað og stuðla að útflutn- ingi á íslensku hugviti og tækni- þekkingu, ekki hvað síst í þeim iðn- greinum sem tengjast sjávarútvegi. Borgaraflokkurinn vill koma upp öflugum útflutningsábyrgðasjóði þannig að útflutningsfyrirtæki, bæði iðnfyrirtæki, afurðasölufyrir- tæki og ráðgjafarfyrirtæki sem selja þekkingu, geti fengið útflutn- ingsábyrgðir við gerð útflutnings- samninga. Slíkar útflutnings- ábyrgðir eru veittar nánast sjálf- krafa í nágrannalöndum okkar en íslenskir aðhar hafa átt í erfiðleik- um með að útvega slíkar ábyrgðir. Innflutningsverslun Þá má ekki gleyma innflutnings- versluninni en hún er ekki síður mikhvæg. Við komumst einfald- lega ekki hjá því að flytja inn vörur og hráefni th landsins í miklu magni. Sjálfsagt er að leyfa erlend vörukaupalán og greiðslufrest til erlendra viðskiptaaðha. Við verð- um að taka upp nútímalegri við- skiptahætti og aðlaga okkur þeirri staðreynd að ísland er orðiö hluti af heimsmarkaði verslunar og við- skipta sem gerbreyst hefur á und- anförnum árum. Borgaraflokkur- inn vhl stuðla að því að á íslandi verði komið upp heimsverslunar- miðstöð þar sem hægt verði að stunda viðskipti við allar kauphall- ir heims með beinum tölvufjar- skiptum. Kjósendur átti sig Borgaraflokkurinn vhl beita sér fyrir einfaldara og réttlátara sam- félagi þar sem hagsmunir almenn- ings eru hafðir að leiðarljósi og ein- staklingurinn fær að njóta ávaxta elju sinnar og hugvits. Ekki síst með því að hlynna að þeim vaxtar- broddi atvinnulífisins sem felst í hvers kyns nýjungum á sviði við- skipta, iðnaðar og tækni. Borgara- flokkurinn vih hagnýta til fuhs alla kosti upplýsinga- og tölvualdar. En fyrst og fremst þarf að leita leiða sem henta okkur íslendingum, leiða th að rétta hlut landsbyggðar- innar og þess launafólks sem hefur borið skarðan hlut frá borði þrátt fyrir mikinn þjóöarauð. Borgaraflokkurinn er þess full- viss að dugnaður, ráödeild og þrautseigja íslensku þjóðarinnar muni enn sem fyrr reynast henni besta leiðarljósið út úr þeim ógöngum sem gömlu flokkarnir hafa leitt hana í. Sú leið er þó vand- farin meðan gömlu flokkarnir halda dauðahaldi í völdin og standa sameiginlega vörð um hagsmuni sína. Þaö er því löngu orðið tíma- bært að hrista upp í stjómmálalíf- inu á íslandi. Þörf er fyrir nýja flokka og nýtt fólk sem tekur öðru- vísi á málunum en gömlu flokkam- ir. í næstu kosningum er því nauð- synlegt að kjósendur átti sig á þessu og hristi rækhega upp í kerf- inu. Júlíus Sólnes „Engu er líkara en hagkerfi okkar sé eingöngu miðað við innflutningsversl- unina. Allur innflutningur er meira og minna frjáls en útflutningsverslunin háð höftum og leyfum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.