Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1988, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1988, Side 32
po " ''öM Bí HUO/G: 32 MIÐVlKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988. LífsstHl Spáð í Tarotspil og rúnasteina „Spái í spil, bolla og lófa. Upplýs- um framtíðina. Tvö þjónustuíyrir- komið í staö kaffibollans sem hand- hefðu ákveðið að leita huggunar í við trúum, þrátt fyrir allt, öll á? ingar í sima ..." Auglýsingar af tœki á sviði stjömuspeki sjá fólki hæg aöferð til þess að skyggnast kukli og hindurvitnum. Getur tóm- Geti menn án mikillar fyrirhafnar þessu tagi eru daglega í stærstu fyrir fæðingarkortum, samskipta- inn í framtíðina og sjá fyrir óorðna stundaiðkunafþvítagisemlýster gengið á eldi, er þá ekki næsta blöðum á landinu. Eitt vinsælasta kortum og framvindukortum. atburöi. hér aö ofan samrýmst kristinni trú skrefið, í bókstaflegri merkingu, að tímaritið fær hóp þjóðþekktra Fjöldi fólks safiiast saman á Snæ- Af þessu mætti draga þær álykt- og kristnum lifsviðhorfum? Geng- ganga á vatni eins og Biblían segir manna til þess að kasta upp hand- fellsnesi og iðkar ihugun og gengur anir að íslendingar væru búnir aö ur þetta ekki þvert á þær grund- okkur að Jesús Kristur hafi gert? fylli af rúnasteinum og spyrja þá á glóandi kolum. Tarotspil haía glata trúnni á guðlega forsjón og vallarreglur nútímavísinda sem -Pá Þrídrangur: Regnhlífasamtök hluti af alheimsvitundarvakningu Þrídrangur er nafn samtaka sem voru stofnuö í október 1986 og telja innan sinna vébanda um 300 fullgilda félaga en alls eru um 700 manns á skrá hjá samtökunum. í lögum um hlutverk samtakanna segir: „Hlut- verk félagsins er: Aö efla áhuga á og stuðla að vísindalegri fræðslu og rannsókn á heildrænum málefnum. Að efla samheldni með þeim aðilum sem aðhyllast heildræn málefni, gæta hagsmuna þeirra og vera í fyr- irsvari fyrir þá.“ Þrídrangur er sagður vera hluti af alheimslegri vitundarvakningu í heiminum sem má finna í aukinni áherslu á eflingu andlegra verðmæta og heildrænni lífssýn til lausnar að- steðjandi vandamála á einstaklings- og félagssviði. Þrídrangur rekur verslun aö Garðastræti 17 þar sem selt er hvað- eina sem að gagni má koma í heild- rænni lífsbaráttu. Bæði eru innlend og innflutt rit um heildræn málefni á boðstólum, steinar, kristallar og snældur með hugleiðslutónlist og heilunaræfingum ásamt öðru „ný- aldar dóti“ svo vitnað sé í fréttabréf félagsins. Eldganga, hugrækt, dáleiðsla og kynlíf í ágúst í sumar hélt Þrídrangm- sitt annaö mót á íslandi um mannrækt og heildræn málefni. Mótið fór fram við rætur Snæfellsjökuls. Bandarísk- „Viö erum ekki í neinni samkeppni við þjóökirkjuna.” DV-mynd KAE ur leiðbeinandi stjórnaði eldgöngu og fjallað var um hugrækt, geim- verur, kosmíska krafta, dáleiðslu, huglækningar, sjálfsnudd, kynlíf sem leið til andlegs þroska og skyggni. Nýalssinnar, ásatrúarmenn og Hare Krisna hópurinn kynntu starfsemi sína. „Með hugtakinu heildrænt er átt við það að við lítum á manninn sem eina heild bæði líkamlega, sálrænt og tilfinningalega. Það er ekki til nein ein aðferð sem veitir svör eða lausn á vandamálum. Hver og ein aðferð hefur eitthvað til síns ágætis. Fólk sem er í þessum samtökum er, ef svo má segja, ekki við eina fjölina fellt í þessum málum, þess vegna má líta á Þrídrang sem nokkurs kon- ar regnhlífasamtök,“ sagði Hart- mann Bragason, einn af forsvars- mönnum Þrídrangs, í samtali við DV. - Flokkast starfsemi Þrídrangs að einhveijum hluta undir önnur trúar- brögö en kristni? „Hugmyndafræðin er afar víðtæk,“ sagði Hartmann. „Dulspeki og ýmis- legt úr austurlenskri trú er ríkt í ýmsum fræðum sem við erum að kynna. Við teljum til skyldleika við kristna dulhyggju. Við erum ekki í neinni samkeppni við þjóðkirkjuna, við erum bara að hjálpa fólki. Það er ekki til neinn algildur sannleikur ofan og utan við manninn. Við viljum benda fólki á ýmsar leiðir svo hver geti fundið sannleikann fyrir sig. Guðsríki er innra með yður og leitið og þér munið finna, segir í Bibl- íunni. Guð er aðeins einn og við erum hluti af þessari lífsheild. Einnig verð- um við vör við aukinn áhuga á nátt- úrudýrkun. Með því er átt við að endurheimta sambandið við náttúr- una og leggja áherslu á lífræn tengsl við náttúruöflin, líkt er ásatrúin þjóðlegt afturhvarf." - Hvað með hefðbundin vísindi? Hvemig samræmist eldganga og trú á lækningamátt steina og kristalla nútímavísindum? „Einu sinni héldu menn að vísindin hefðu endanlegt svar við öllum leyndardómum tilverunnar og allt annað væri hjátrú. En þaö er að verða vakning í aðra átt og vísindun- um er að verða ljóst að því meira sem menn vita því minna vita þeir. Dul- Hartmann Bragason, einn af forsvarsmönnum Þrídrangs, fyrir utan verslun samtakanna. DV-mynd KAE Tíöarandi sálfræði er að verða viðurkennd sem vísindagrein enda hefur hún þurft að sýna fram á haldbetri niðurstöður en aörar vísindagreinar og það hefur hún gert. Fjarskyggni og andlegar lækningar hafa verið sannaðar en vísindin eiga samt ekki skýringar á þvi hvers vegna það gerist. Vísinda- menn eru óðum að skilja að þetta efni sem við sjáum í kringum okkur er ekki eins áþreifanlegt og það sýn- ist.“ - En er hægt að trúa annars vegar á eldgöngu og tilvist hugsanaflutnings og hins vegar á lögmál hefðbundinna vísinda? Verður ekki að hafna öðru til þess að samþykkja hitt? „Trúin flytur fjöll. Það er hægt að benda á þóknunaráhrif sem eru vel þekkt innan læknisfræðinnar. Þetta er dæmi um mátt hugsunarinnar. Það hefur áður komið fram að íslend- ingar eru mjög fijálslyndir í við- horfum sínum til trúmála. Þeim finnst alit í lagi að trúa á hluti sem samræmast ekki bókstaflega boð- skap Biblíunnar. Það að trúa á himnaríki en ekki helvíti er dæmi um það hvernig fólk velur og hafnar. Fólk á íslandi trúir almennt á álfa, framhaldslíf og fleiri hluti sem sam- ræmast ekki viðteknum kennisetn- ingum.“ Aðpurður hvernig fólk væri að finna innan raða Þrídrangs, svaraöi Hartmann því til að hann teldi það vera þverskurð af íslensku samfélagi almennt. Þó væru konur almennt opnari og nefndi sérstaklega að full- orðnar konur sýndu þessum málum mikinn áhuga. -Pá Sr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós. Örvæntingar- full leit - fólk verður sjálft að sjá að þetta er ekki svaiið „Þetta er riáttúrulega ekkert annað en örvæntingarfull leit,“ sagði sr. Gunnar Kristjánsson, prestur að Reynivöllum í Kjós, í samtali við DV. „Hin.hefðbundnu vísindi veita engin svör um tilgang lífsins og því leitar fólk ávallt til trúarinnar. Því þó margt af þessu sé óhefð- bundið, allt frá ströngustu biblíubók- stafstrú yfir í trú á orkustrauma náttúrunnar, einhvers konar nátt- úrumystík, þá er þetta fyrst og síðast leit að svörum við áleitnum spurn- ingum um tilgang lífsins. Spurning nítjándu aldarinnar var spumingin um Guð og hvort maður- inn væri einn í heiminum, en spum- ing okkar tíma er um tilgang og markmið lífsins. Þessi þróun sem við sjáum hér í alls kyns sértrúarhópum og vaxandi áhuga á ýmiss konar kukli hefur veriö að gerast annar staðar í Evrópu og á sér nokkra forsögu. Það má segja að þetta hefjist 1968 þegar meöal ungs fólks vakna alvar- legar spumingar um lífsgæði og til- gang lífsins. Við lifum á viðsjárverð- um tímum og þessi þróun er eflaust undanfari einhvers konar breytinga. Að sumu leyti minna þessir tímar um margt á daga frumkristninnar þegar menn bjuggust við endurkomu Messíasar á nær hverjum degi. Það er spurning hvort hér sé að skapast einhvers konar andrúmsloft hinna síðustu tíma. Við þær aðstæður spyrja menn ekki um aöferðir heldur um árangur og vega og meta hvað er mikilvægt og hvað ekki. Og þá leita menn ekki til kirkjunnar. Þeir leita á vit ann- arra leiða - Náttúrumystík hefur alltaf verið snar þáttur í menningu íslendinga. Það hefur alltaf vantað alla mystík í hina lútersku kirkju. Hún hefur allt- af verið mjög jarðbundin og raunsæ í afstöðu sinni. Kirkjan í dag er alls ekki tilbúin til þess að mæta þessum breytingum. Menn héldu um tíma að svörin væri að finna í listinni en þær breyt- ingar sem við sjáum í dag benda til þess að listaskeiðið sé senn á enda.“ - Nú er oft bent tO skoðana íslend- inga á yfirnáttúrulegum fyrirbærum og á frjálslyndi þeirra í trúmálum til þess að útskýra fylgi þessara hópa. „íslendingar eru alls ekkert fijáls- lyndir í trúmálum. Það er verið að gera mjög merkilega rannsókn á veg- um Guðfræðistofnunar Háskólans sem staðfestir eftir minni bestu vit- und að íslendingar eru mjög trúuð þjóð. Hér eru allir skírðir og fermdir og jarðaðir frá kirkju. í Þýskalandi er aðeins annar hver maður jarðaöur frá kirkju. Sértrúarsöfnuðir annast hitt. Rannsóknin sýnir að íslendingar eru í senn mjög trúuð þjóð og jafn- framt mjög lítið kirkjidega sinnuð. Þetta er í sjálfu sér alveg sérstakt rannsóknarefni. En hvað varðar þessa heildrænu trúarsíefnu og mystík urðu þáttaskil í þessum efnum 1968 þegar fyrst komu fram þessar knýjandi spurn- ingar um lífsgæði.“ - Hvernig getur kirkjan brugðist við þessu? „Kirkjan þarf í fyrsta lagi að breyta sér. Fólkiö leitar ekki til kirkju nítj- ándu aldarinnar. Það leitar þangað sem einhver gróska er. Þú getur ekki snúið klukkunni við. Við þessar að- stæður þarf kirkjan að taka stökk fram á við. Kirkjan er hins vegar það þung á bárunni að hún getur ekki sveigt sig eftir tiskustraumum. Menn verða að reka sig á það sjálfir að svörin eru ekki fólgin í lófalestri stjörnuspeki og eldgöngum." -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.