Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Qupperneq 1
Jóladagskrá Stöðvar 2: Kvikmyndir og barnaefni aberandi - leikin heimildarmynd um Halldór Laxness Mikið úrval kvikmynda er það sem er mest áberandi í jóladagskrá Stöðvar 2. Þá er bamaefni fjöl- breytt og gott. Ekki er mikiö um frumsýningar á innlendu efni. Þaö innlenda efni, sem mesta forvitni vekur, er leikin heimildarmynd um Halldór Laxness. Er myndin í tveimur hlutum. Sá fyrri er sýndur á jóladag en sá seinni á nýársdag. Aðfangadagur jóla Eingöngu bamaefni er sjónvarp- að á Stöð tvö aðfangadag jóla enda stendur útsending aðeins til kl. 5. Böm fá ríflegan skammt af fjöl- breyttu efni með þekktum og óþekktum ævintýrapersónum. Mjallhvít, Rauðhetta, Gosi, Denni dæmalausi og að sjálfsögðu afi em meðai þeirra sem sjá um að stytta spenntum barnshjörtum stundirn- ar. Það sem vekur mesta forvitni er leikin útgáfa af ævintýrinu um Rauðhettu þar sem hin þekkta leik- kona Mary Steenburger fer með hlutverk Rauðhettu. Og henni til aðstoðar er ekki ómerkari leikari en Malcolm McDowell. Er þetta mynd úr myndaflokknum Ævin- týraleikhúsið. Þá fáum við að sjá ævintýrið um Mjallhvíti í nýjum búningi og Jólin hans Gosa. Jóladagur Hvorki meira né minna en fjórar kvikmyndir eru frumsýndar á jóla- dag - kvikmyndir ólíkar að uppr- una og gerð. Það sem vekur samt mesta eftirvæntingu er fyrri hluti leikinnar heimildarmyndar um Halldór Laxness. Leikstjóri er Þor- geir Gunnarsson og handrit er eftir Pétur Gunnarsson. Fyrri hfutinn fjallar um æsku, uppvöxt og þroskaár skáldsins og lýkur er heimsfrægðin ber að dyrum. Guð- mundur Olafsson fer með hlutverk skáldsins þegar hann er orðinn fullorðinn. Aðrir er leika skáldið á ýmsum aldursskeiðum eru Lárus Grímsson, Orri Huginn Ágústsson og Halldór Halldórsson. Fyrsta kvikmyndin, sem sýnd er á jóladag, er hin klassíska jóla- mynd Hvít jól - hugljúf kvikmynd sem á frægð sína aö þakka sam- nefndu jólalagi í myndinni. Tvær gamanmyndir eru á dagskrá. Fyrst ber að tefja Krókódíla Dundee sem naut óheipjuvinsælda í kvik- myndahúsum um allan heim í fyrra og Vistaskipti þar sem Dan Aycroyd og Eddie Murphy fara á kostum. Þeim sem vilja drama- tískari kvikmyndir ætti ekki að leiðast yfir Nafni rósarinnar en mikið hefur verið skrifað og fjallað um efni þeirrar kvikmyndar. Óperuunnendur geta glaðst yfir nýstárlegri útfærslu á Rakaranum í Sevilla. Þar er brugðið út frá hefð- bundinni leikhúsuppfærslu og sum atriði þessarar frægu óperu eru gerð utandyra. Óperuaðdáendur fá heimildarkvik- mynd um Maríu Callas. Bömin fá sinn skammt um morguninn og er vert að benda á Dotta og jólasveinn- inn, sem er kvikmynd þar sem blandað er saman leiknum verum og teiknimyndafígúrum. Fyrsta kvikmyndin, sem sýnd er á annan jóladag, er ástralska kvik- myndin Maðurinn frá Fanná (The Man from Snowy River) en hún hélt titlinum vinsælasta kvikmynd sem gerð hafði verið í Ástralíu þar til Krókódíla Dundee kom á mark- aðinn. Aðrar kvikmyndir eru Greystoke - Goösögnin um Tarsan, skemmtileg ævintýramynd sem sýnir okkur konung frumskógar- ins í nýju ljósi og Agnes, barn Guðs, mynd sem engan svíkur. Hún er byggö á samnefndu leikriti sem sýnt hefur verið hér. Þá hefur Stöð 2 sýningar á nýjum framhaldsmyndaflokki, Napóleon og Jósefína. Titilhlutverkin leilja Armand Assante og Jacquelirít Bisset. Þá er vert að nefna þáttinn í slagtogi. Þar verður Jón Óttar Ragnarsson í slagtogi með Ólafi Jóhanni Ólafssyni, framkvæmda- stjórahjáSonyogrithöfundi. -HK Annar jóladagur Dagskrá á annan dag jóla er lítið frábrugðin þeirri á jóladag. Þrjár kvikmyndir eru frumsýndar. Halldór Laxness (Guðmundur Ólafsson) við skriftir á hótelsvölum í Ta- ormínu. Krókódíla Dundee er einhver allra vinsælasta kvikmynd sem gerö hefur verið. Hér eru Paul Hogan og Linda Kozlowski. Hljóðbylgjan í Reykjavík Á höfuðborgarsvæöinu tók til starfa ný útvarpsstöð 1. desember. Var þaö Hljóðbylgjan. Útvarpsstöðin sjálf er ekki ný. Hún hefur verið starfrækt á Akureyri í nokkurn tíma. Nú hefur sem sé Reykjavík og höfuð- borgarsvæðinu verið bætt við hlust- endahóp Hljóðbylgjunnar. Fram að áramótum verður einnig starfrækt útvarpsstöð í Reykjavík. Frá og með áramótum verða útsend- ingar eingöngu frá Akureyri. Endur- varpsstöð verður komið fyrir í Reykjavík. Fjórir starfsmenn Hljóö- bylgjunnar eru fyrir sunnan og sjá um dagskrárgerð. Eru það Snorri Sturluson, Pálmi Guðmundsson, Hafdís Eygló Jónsdóttir og Linda Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð í Reykjavík er með líku sniði og fyrir norðan. Á morgn- ana er spiluð létt tónlist og er tekið á móti afmæliskveðjum milli kl. 8 og 12. Tónlistarþættir eru á daginn og fram eftir kvöldi. Klukkan tiu taka við ljúfir tónar fram undir eitt. Um helgar eru auk þess spjallþættir og þá er útvarpað til kl. fjögur um nótt- ina. -HK Starfsmenn Hljóðbylgjunnar i Reykjavík, Snorri Sturluson, Pálmi Guðmunds- son, Hafdís Eygló Jónsdóttir og Linda Gunnarsdóttir. — Baráttan fyrir sairai- ingsrétt- inum - sjá Útvarp Rót laugardag kl. 14.00 Sunset Boulevard -sjáStöð2sunnu- dag kl. 22.50 Dagbók herbergis- þemu - sjá Stöð 2 mánu- dag kl. 22.25 Deleríum Búbónis -sjá rás 1 þriöjudag kl. 22.25 Land og synir -sjáSjónvarpmið- vikudag kl. 21.50 Meðan skynsemin blundar - sjá Sjónvaip ílmmtudag kl. 22.05. Milljóna- þjófar -sjá Stöð 2 föstudag kl. 23.10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.