Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Síða 1
Hátt í 400 bókatitlar t - hæst ber presta, dísir og góðskáld I1 ■ »■" * ......... —«->--77—rr,---r CiKMltt ,( »1 ‘'‘I GrJ'H'.'ÍÍ Gi 1 Cwhn SP«nr Hvernig sem veröldin veltist hverfa íslendingar á vit bóka á jólunum. DV-mynd GVA Jólabókabylgjan kemur nokkuð seint þetta árið. Út- gefendur fóru sér hægt og enn koma nýjar bækur á blaðið daglega. Ýmsar þeirra var ekki farið að skrifa fyrr en undir haustið. Okkur er kunnugt um eina bók sem sett vár saman á 13 dögum í nóvember og kom úr prentun fyrir síðustu helgi. Eins og við munum var Egill Skalla- grímsson ekki nema eina nótt að semja Höfuðlausn sem þó hefur staðist tímans tönn í þúsund ár. í nýútgefnum fréttatíðind- um bókaútgefenda auglýsa rúmlega 30 útgefendur liðlega 280 bækur. Þar vantar samt þá ótrúlega mörgu sem ráðast í að gefa út eina bók, eða kannski tvær. í bókablaði okkar í dag eru miklu fleiri bækur, samtals hátt á fjórða hundrað. Þar er að fmna yíir 20 nýjar skáldsögur, um 60 þýddar, hátt í 40 ljóðabækur, talsvert af fræðiritum og íjölda handbóka. Þó virðist sem íslendinga þyrsti mest í að lesa um ástir og erjur ná- grannans og þar kennir margra og auðugra grasa. Meðal þeirra mörgu sem lýsa tilfinningum sínum af opnum huga eru sex prestar og sjö kjarnakonur. Tilfmninga- málin eru heldur ekki van- rækt af þeirri breiðfylkingu skálda, lífs og liðinna, sem eiga bækur á jólamarkaðin- um. Og þrátt fyrir að meðalverð á góðri bók slagi hátt í 3000 krónur bendir allt til þess að bókastafla muni ekki vanta undir jólatrén í ár fremur en endranær. -ihh IÐUNNARBÓK E R GÓÐ BÓK gy Steinunn Sigurðardóttir IN Á FORSETAVAKT Dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur Ein á forsetavakt er lýsing Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar á lífi og störfum Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Með næmri athygli og innsæi skáldsins bregður Steinunn upp litríkri mynd og sýnir hið flókna svið sem forseti íslands þarf að sinna. Petta er persónuleg bók, þar sem Steinunn skyggnist undir yfirborðið og veltir fyrir sér hver Vigdís Finnbogadóttir raunverulega er og hvernig forseta við höfum eignast í henni. Hér fá lesendur að skyggnast inn í hugarheim forseta síns, og fræðast um hvernig er að gegna því viðkvæma og vandasama hlutverki að vera ein á forsetavakt. IÐUNN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.