Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 24
,40 Nýjar bækur n RIŒARDT RYEL i J' / frásögur f / færandi ^ * ferdaþa.’ttir og hugleidittgar í FRÁSÖGUR FÆRANDI ■Richardt Ryel í þessari bók eru feröaþættir og hugleiö- ingar íslendings sem hefur veriö búsettur erlendis um áratuga skeiö. Bókin skiptist í 31 kafla: ferðaþætti til Egyptalands og Marokkó og víðar, hugleiöingar um dui- ræn efni, drauma, trúmál og hið daglega líf. Fyrri bók höfundar var Kveðja frá Akureyri. 181 bls. Bókaforlag Odds Björnssonar. Verð: 2250 kr. Kristirin Reyr SEXTÁN SÖNGVAE ÚMPtmag: Ej-þór íwiáb»>n SEXTÁN SÖNGVAR Kristinn Reyr. Útsett af Eyþóri Þorlákssyni. Eigin útgáfa. 64 bls. í stóru broti. ,-------------Itefti------ 25 ÍSLENSK DÆGURLÖG í þessu nótnahefti eru 20 vinsæl lög frá liönu ári og 5 gamlir „gullmolar" að auki. Skrifuð er út laglina og bókstafahljómar. í bókinni eru lög eins og Lóa Lóa Lóa, Fröken Reykjavík og Braggablús. Dreif- ingu annast Skífan hf. 32 bls. Félag tónskálda og textahöfunda. Verð: 953 kr. 20 SÖNGLÖG, I. Ólafur I. Magnússon Flest lögin eru útsett af Eyþór Þorláks- syni. 44 bls. í sióru broti * Eigin útgáfa. MEIRATIL SÖNGS Jónas Ámason í bókinni eru um 60 textar, frumsamdir eða þýddir af Jónasi Árnasyni við ýmis lög. Þriðjungur laganna er eftir Jón Múla úr ýmsum söngleikjum þeirra bræðra. Karl Sighvatsson hefur skrifað einfaldar laglinur þeirra í.g-lykli og gítarhljómum. Myndskreytingar eftir sex myndlistar- konur. 130 bls. í stóru broti. Imbusteinn. Verð: 2682 kr. 1 UM ÓVÍGÐA SAMBÚÐ Guðrún Erlendsdóttir Alls konar upplýsingar um lögfræðileg atriði sem máli skipta í óvigðri sambúð og einnig um réttindi og skyldur hvors aðila um sig ef til þess kemur að sambúð sé rift. 184 bls. Hið íslenska bókmenntafélag. Verð: 2500 kr. KRABBAMEIN (viðbrögð, ábyrgð, angist, sorg) Heidi Tuft Þýðandi: Eiríkur Brynjólfsson Höfundur bókarinnar skrifar um eigin upplifun og reynslu þess að fá krabba- mein, um samskipti við sína nánustu, um einmanaleikann, um angistina og óttann við dauðann og viðhorf krabbameins- sjúklings til lífsins. Höfundur lýsir sam- skiptum fólks við krabbameinssjúklinga og hvernig henni fannst hún einangrast vegna klaufalegrar framkomu. 192 bls. Tákn - bókaútgáfa. Verð: 1980 kr. ÁSTVINAMISSIR Guöbjörg Guömundsdóttir skráði Bókin fjallar um sorg og sorgarviðbrögð fólks vegna andláts nákomins ættingja eöa vinar. Ellefu íslendingar rifla upp sárar tilfmningar. Tilgangur bókarinnar er sá aö hugga þá sem þurfa aö þola þung- bærar sorgir vegna ástvinamissis. Ein- lægar frásagnir viðmælenda gefa bókinni gildi. 200 bls. Tákn - bókaútgáfa. Verð: 2495 kr. í NAFNIJAFNRÉTTIS Helga Sigurjónsdóttir Greinasafn um kvennasögu. Helga Sigur- jónsdóttir hefur um árabil ritað greinar um kvennasögulegt efni í blöð og tíma- rit. Hér er úrval þeirra gefiö út í kilju. Fróðlegt efni og handhægt meðal annars til verkefnavinnslu í námi og félagsstarfi. 175 bls. Bókrún hf. Verð: 1.350 kr. KÆRLEIKUR - LÆKNINGAR -KRAFTAVERK Dr. Bernie S. Siegel Hér er sagt frá sjúklingum sem hafa svo sterkan vilja til að sígrast á sjúkdómum sínum að þeim tekst að lifa af. Hægt er að ná undraverðum árangri með því að beita kærleik, skilningi og innsæi. Ef sál- arlífið er í jafnvægi eykst líkamanum styrkur. Helga Guðmundsdóttir þýddi. 240 bls. Forlagið. Verð: 2575 kr. HARMSÖGUR OG HILDAR- LEIKIR Á 20. ÖLD N. Blundell og R. Boar Eftir blaðamennina Nigel Blundell og Roger Boar í íslenskri þýðingu Björns Jónssonar. Meöal frásagna má nefna Titanic-slysið, eldgosin í Monte Pelée árið 1902 og St. Helen 1980 og flugslysin miklu á Tenerife 1977 og við Potomac-fljótið árið 1982. Margar myndir. 212 bls. Frjálst framtak. Verð: 1780 kr. A SHORT HISTORY OF ICELAND Jón R. Hjálmarsson Bókin fjallár um sögu íslands, allt frá því landnámsmenn settust hér aö fyrir meira en ellefu öldum og fram til nútímans. Bókin svarar öllum helstu spurningum sem leita á erlenda ferðamenn sem koma til landsins og getur einnig reynst hagnýt íslenskum gestgjöfum. 144 bls. Almenna bókafélagið. : 1250 kr. BÖRNIN SVIKIN Tortímingarmáttur siflaspella Þýðandi: Guðrún Einarsdóttir sálfræð- ingur. Sifiaspell hafa lengi viðgengist á Islandi en upp á síðkastið hefur gifurleg umræða orðið um þessi mál víðast á Vesturlönd- um. í þessari bók kemur skýrt fram hvernig og á hve margvíslegan hátt þetta óeðli birtist í fari gerenda og þolenda. 238 bls. Tákn - Bókaútgáfa. Verð: 1980 kr. ÍSLENSKIR UTANGARÐSUNGLINGAR - Vitnisburður úr samtimanum Sigurður Á. Friðþjófsson Rætt er við tíu unglinga og þá sem vinna ráðgjafar- og hjálparstarf meðal íslenskra ungmenna sem af einhverri ástæðu hafa kiknað undan ofurálagi í lífinu. Rætt er við heimilislausa unglinga, komunga vímuefnaneytendur, fómarlömb kyn- ferðisofbeldis, samkynhneigða unglinga, fómarlömb eineltis í skólum, fatlaða unglinga og ungt og ógæfusamt fólk. 160 bls. Forlagið. Verð: 2475 kr. «89 MINNISBOK BOKRUNAR 1989 Ritstjóri: Valgerður Kristjónsdóttir Minnisbókin 1989 er með atriðum við hvern dag um konur og viðfangsefni þeirra. Fimm konur rita um hugðarefni sín. Heilsíðuljósmynd viö hvern mánuð. Auk þess er greint frá uppbyggingu Kvenfélagasambands íslands, hlut kvenna í bókaútgáfu 1984 og ýmsum töl- fræðilegum upplýsingum. Þægileg til daglegra nota. 250 bls. Bókrún hf. Verð: (kilja) 600 kr. BEÐIÐ EFTIR KAFFINU Claire Bretecher Teiknimyndasaga fyrir fullorðna. Claire Bretecher er frönsk og þekkt fyrir teikni- myndasögur sem gera grín að nútímalífi á kaldhæðinn hátt. Bókaforlagið Litla gula hænan sérhæfir sig í teiknimynda- sögum fyrir fullorðna. 48 bls. Litla gula hænan. Verö: 659 kr. BÆTUR FYRIR UMFERÐARSLYS Arnljótur Björnsson. • Lýsing á ákvæðum laga frá 1. mars 1988 um bætur fyrir tjón sem hlýst af umferð vélknúinna ökutækja. Reglur hafa breyst mjög, sem og vátryggingaskilmálar. En leitast er við að svara sem flestum spurn- ingum varðandi bótarétt og bótaskyldur. 192 bls. Hið íslenska bókmenntafélag. Verð: 2500 kr. ÁRIN OKKAR Ásdís Skúladóttir Meginefni er réttindi fólks samkvæmt almannatryggingum, lögum um málefni aldraðra og til lífeyris. Ennfremur veittar upplýsingar um skattamál, fasteignavið- skipti. Þá eru ýmsar nytsamar ábending- ar varðandi heilsuvernd og lífshætti. 112 bls. Alþýðusamband íslands og MFA. Verð: 2425 kr. HREMMINGAR - VIÐTOL UM NAUÐGUN Sigrún Júlíusdóttir Höfundur átti sæti i nefnd á vegum dóms- málaráðuneytisins þar sem hún vann að athugun á reynslu og viðhorfum kvenna sem orðið hafa þolendur nauðgunar. Bókin er byggð á viðtölum við 24 konur og er ætlað að vera framlag til umræðu um þessi efni hér á landi. 119 bls. Mál og menning. Verð: 1690 kr. FRAMHALDS-YOGAFRÆÐI Yogi Ramacharaka Yogaheimspekin, fræðastundir spekings- ins Ramacharaka hafa notið hylli hér á landi í þýðingu Steinunnar Briem, Undir- stað^ dulvísindanna. Nú gefur Fjölvi/- Vasa út næsta rit í rööinni Framhalds- Yogafræði í þýðingu Önnu Maríu Þóris- dóttur. Rætt er ítarlega um þroskaleiðir sálarinnar og um tilveru æðsta guödóms, - hins „Algjöra". 256 bls. Fjölvi/Vasa. Verð: 680 kr. NÚERKOMINN TÍMITIL - leiðarvísir fyrir konur í stjórnmálum Drude Dahlerup Um aðferðir og aögerðir kvenna á Norð- urlöndum til að ná markmiðum jafnrétt- isbaráttunnar. Safn upplýsinga og hag- nýtrar reynslu sem norrænar konur miðla með sér. Fjölmörg dæmi víða af Norðurlöndum, m.a. margt frá íslandi. Hildur Jónsdóttir þýddi. 288 bls. AB í samvinnu við ráðherranefnd Norð- urlandaráðs. Verð: 1250 kr. HVAÐ ER HEYRNARLEYSI? R. D.Freeman, C.F.Carbin og R.Boe'se. Handbók um heyrnarleysi og afleiðingar þess. Bjallað er um byggingu eyrans, samskipti heyrnardaufra við annað fólk, hjálpartæki, skólagöngu, uppeldis og fé- lagsmál. Hugsuð fyrir foreldra, og eitt af fáum fræðiritum á íslensku fyrir fatlaða. Ólafur Halldórsson og Þuríður J. Kristj- ánsdóttir þýddu, en Þuríður og Ásgeir S. Björnsson sáu um útgáfuna. 298 bls, Verð 2500 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.