Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Page 3
1 JSl MIÐVIKUDAGUR .14. DESEMBER 1988. 19- GÓLFLEIKJABÓK ARNAR OG ÖRLYGS Caroline og John Astrop Jón Skaptason þýddi. Stór bók með þykk- um spjöldum, ætluð til leikja á gólii eða borði sem börn og fullorðnir geta samein- ast um. í henni er klukka með færanleg- um vísum, dagatal með breyfanlegri skífu, bæjarkort til bílaleikja, stóreflis brúöuhús, sögur og vísur og dansgólf með danssponim. Örn og Örlygur. Verð: 1990 kr. Edwina Riddel 100 fyrstu orðin er litmyndabók sem sýn- ir lítil böm í daglegu lífl. Þetta er bók til að skoða með þeim allra minnstu og hjálpa þeim að læra nöfn hluta í um- hverfi þeirra. Bók sem gefur tilefni til samveru og samtals við lítil börn. Mál og menning. Verð: 575 kr. Suu Axcíwsí ofí Svca N'orágsta SAGAN UM SÖGU Sun Axelsson Saga um litla stúlku, Soffíu, sem býr rétt utan við borgin'á með foreldrum og fjór- um systkinum. Saga um vináttu og nær- gætni. Myndir em eftir Sven Nordqvist sem íslensk böm þekkja af bókunum Pönnukökutertan, Hænsnaþjófurinn og Veiðiferðin. Þorsteinn frá Hamri þýddi. Iðunn. Verð: 598 kr. Jakob og ERUIÖ6RESLUWONAR IÐUNN J0RGEN CLEVIN JAKOB OG JÓAKIM ERU LÖGREGLUÞJÓNAR Jörgen Clevin Clevin er þekktur danskur barnabóka- 'höfundur. Sagan veitir létta umferðar- fræðslu fyrir ung börn, þar sem strákur- inn Jakob og fíllinn Jóakim aðstoða veg- farendur. Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Iðunn. Verð: 597 kr. Ðccéetti. LlfJfERILL líNÍNflRflbf ÆVISAGA XÍU. EINS OC SKÁLD40 SACÐI BOSNUM SlNUM LÍFSFERILL LAUSNARANS Charles Dickens skrifaði fyrir börnin sín Sá sona Dickens, sem lengst lifði, mælti svo fyrir í erfðaskrá sinni aö birta mætti þetta handrit sem höfundur gerði fyrir börnin sín 1849. Bókin kom út á íslensku 1938 og er nú endurútgefin. Prentver. Verð: 860 kr. NIKKÓLÍNA OG VILLIKÖTTURINN Anne Kierulf Saga af sómakærri heimiliskisu sem unir glöð við sitt þar til dag einn að hún lend- ir í slagtogi með villiketti. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Mál og menning.. Verð: 675 kr. BjSrj ÁmcJóHii- Ég á afmœli í dagf Rognheiáur Geisc&Hír myndslcreyHí ÉG Á AFMÆLI í DAG Björg Árnadóttir Myndskreyting: Ragnheiður Gestsdóttir í þessari bók em hugmyndir aö mismun- andi afmælisveislum, s.s. ævintýra- veislu, íþróttaralli, sjóræningjaboði, jóla- veislu, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir hverja veislu eru viðeigandi uppskrutir, skreytingar, leikir og miðað við lítinn til- kostnað. 64 bls. Mál og menning. Verð: 1775 kr. Kilja: 1275 kr. TÍU LITLIR NEGRASTRÁKAR Endurútgáfa á tveim vinsælum harð- spjaldabókum. Þýðandi beggja var Loftur heitinn Guðmundsson. Öm og Örlygur. Verð: 490 kr. SKEMMTILEGU SMABARNABÆKURNAR STÚFUR SKEMMTILEGU SMÁBARNABÆKURNAR 1. LÁKl Þýdd af Sigurði Gunnarssyni, fyrrv. skólastjóra. 2. STUFUR Þýdd af ísak Jónssyni kennara. Þetta eru endurprentanir, hvor um 40 bls. í litlu broti. Bókaútgáfan Björk. Verð: 125 kr. hvor bók. PÚTUR ZOÞHONÍASSON VTKDMGS IÆKJARÆIT FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einieikið unt dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurður, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- ntanni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. VIKINGSLÆKJARÆTT IV Pétur Zophoníasson Þetta er fjórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k- og l-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjarna- döttur. 1 þessari nýju útgáfu Víkipgslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, scm fylgja niðjatalinu. 1 næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. ÞORÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikili hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í íslendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson myndskreytú bókina. SKVGGSJÁ - BÓKABVÐ OIIVÍRS STEINS SF ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn ijóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi Ijóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.