Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Side 4
20
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988.
Nýjar bækur
GRÆNA HJÓLIÐ
Dr. Gunnar Kristjánsson
Þýddar úrvalssmásögur eftir ýmsa er-
lenda höfunda sem skrifaöar eru á mjög
auöskiljanlegu máli og gefa tilefni til
umflöllunar. Þessar sögur eru ekki inni-
haldslausar afþrej’ingarsögur. heldur er
tekið á tilvistarlegum spurningum barna
og annarra í fullri alvöru. Sumar sögurn-
ar eru skrifaöar í léttum dúr án þess aö
skerða alvörugildi þeirra.
100 bls.
Tákn - Bókaútgáfa.
Verö: 1590 kr.
HEIÐA FER AÐ HEIMAN
og HEIÐA HEIMSÆKIR AFA
Bækumar um Heiðu og Pétur eftir Jó-
hönnu Spyri eru meðal þekktustu barna-
bóka. sem nokkru sinni hafa verið ritað-
ar. Hér eru tvær sögur endursagðar á
góðu máli og með skýru letri. í fyrri bók-
inni má lesa um það þegar Heiða fer til
borgarinnar og verður leiksystir Klöru,
fatlaðrar stúlku. En í hinni síðari segir
frá heimsókn og dvöl hjá afa uppi í fjöll-
unum og kynnum Heiöu af Geita-Pétri.
Óskar Ingimarsson þýddi.
Setberg.
Verð: 575 hvor bók.
.6
JÓRA OG ÉG
Guðlaug Richter
Jóra vár unghngur á Suðurlandi árið
1104 í Heklugosi og lendir í baráttu upp
álífog dauða við að komast undan eldin-
um. Sögu þessarar stúlku fmnur reyk-
vísk stelpa í gömlu handriti og ákveður
að skrá hana. Þetta er skáldsaga um ást
og örlög beggja söguhetjanna, 12. aldar
stúlkunnar og nútímaunglingsins.
107 bls.
Mál og menning.
Verð: 1575 kr.
RÁÐGÁTAN Á ROFABÆ
Enid Blyton
Hrekkjalómurinn Snúður heimsækir
Reyni og Dóru. Róbert afabróðir er líka
í heimsókn - og Snúður telur honum trú
um að leynifélagið Græna höndin sé á
hælunum á sér. Þegar fréttist af furðuleg-
um ránum er sá gamli ekki í vafa um aö
þar sé Græna höndin að verki. Svo er
brotist inn - og þjófurinn skilur eftir
grænan hanska. Hver var hér á ferð?
199 bls.
Iðunn.
Verð: 1180 kr.
ANNA í GRÆNUHLÍÐ
L. M. Montgomery
Anna er munaðarlaus stelpa sem send
er í fóstur til gömlu systkinanna í Grænu-
hlíð og vinnur með tímanum hug þeirra
og hjörtu þrátt fyrir skakkafóll í upp-
hafí. Sagan hefst er Anna er lítil stúlka,
en endar þegar hún er fullvaxin. Axeí
Guðmundsson þýddi þetta sígilda verk.
190 bls.
Mál og menning.
Verð: 975 kr.
Kilja: 775 kr.
'htaeía S^wmty'rJjof/e/iéufji
klukKubókin
Þetta er harðspjaldabók með klukku og
hreyfanlegum vísum. Klukkan átta fer
ég á fætur og klukkan niu borðum við
öll morgunverðinn. Klukkan þrjú leikum
við okkur i sandkassanum og byggjum
kastala og mjög falleg hús.
Klukkan sjö fer ég í bað og borða kvöld-
matinn. Klukkan átta fer ég að hátta og
sofa.
Vilbergur Júlíusson skólastjóri endur-
sagði.
Setberg.
Verð: 475 kr.
DRAUGAHÚSIÐ
Zilpha Keatley Snyder
Gamla Vesturhúsið fyllist lifi á ný þegar
Davíð, systkini hans, pabbi og Mollý
flytja þangað - og svo kemur Amanda
sem er engum lík! Fyrr en varir hefur
hún leitt krakkana inn í dularveröld sína.
Höfuölausi engillinn á stigahandriðinu
er sönnun þess að ærsladraugur hafi gist
húsið foröum. En svo fara óútskýranlegir
hlutir að gerast - jafnvel um hábjartan
daginn. Er nýr ærsladraugur kominn á
kreik eða er sá gamli snúinn aftur?
170 bls.
Iðunn.
Verð: 1180 kr.
Litla vampíran
flytur
Bókaútgáfan NáHn
LITLA VAMPÍRAN (1)
Angela Sommer-Bodenburg
Litla vampíran, sem kom út í lok síðasta
árs, er fyrsta bókin af sjö sjálfstæðum
sögum sem fjalla um uppátæki og ævin-
týri þeirra félaga, Runólfs Hrollberg, sem
er lítil vampíra, og Antons Túliníuss.
156 blaðsíður, innbundin og
myndskreytt.
Nálin, bókaútgáfa.
Verð: 995 kr.
LITLA VAMPÍRAN (2)
Angela Sommer-Bodenburg
Litla vampíran er sett í grafarbann og
leitar á náðir vinar síns, Antons Túli-
níuss!
157 blaðsíður, innbundin og
myndskreytt.
Nálin, bókaútgáfa.
Verð: 1195 kr.
STAÐFASTUR STRÁKUR
Kormákur Sigurðsson
Fáar barna- og unglingabækur hafa notið
annarra eins vinsælda meðal íslenskra
bama og Staðfastur strákur eftir Kormák
Sigurðsson. Nú er hún endurútgefin með
nýjum myndum eftir Bnan Pilkington.
Þetta er sagan af Jóni Óskari sem var
foreldralaus og ólst upp hjá ömmu sinni.
Jón Óskar var einþykkur og gjarn á að
fara sínu fram hvort sem gömlu konunni
líkaði betur eða verr. Hann er hjálpar-
hella þeirra sem minnimáttar eru.
117 bls.
Iðunn.
Verð: 1280 kr.
KormákurSigurðsson
smMsruR
STRÁKUR
SÖNG- OG PÍANÓBÓK
BARNANNA
Árni Elfar útsetti og valdi lögin.
í þessari bók em tólf þekkt lög sem allir
geta spilað og sungið. Bókin er meö
hljómborði sem hægt er aö leika á. Lögin
em: Máninn hátt á lúmni skin, Nú er
sumar, Litlu andamngarnir, Fyrr var oft
í koti kátt, Heims um ból, Gó'ngum,
göngum, Kibba, kibba, komiö þið greyin,
Allir krakkar, Nú er frost á Fróni, Meist-
ari Jakob, Fijálst er í fjallasal, Hann
Tumi fer á fætur. Sem sagt: lög sem allir
þekkja.
Setberg.
Verð: 950 kr.
SKOTTA EIGNAST NÝJA VINI
. Margrét E. Jónsdóttir
Sjálfstætt framhald af sögunni um Skottu
og vini hennar sem kom út í fyrra. Nú
fara húsamýsnar Skotta og Bolla í ferða-
lag. Þær fela sig í bíl og ætla til borgarinn-
ar en lenda í litlu koti við sjóinn. Dvölin
þar verður viðburðarík og þær koniast
oft í hann krappan. Anna V. Gunnars-
dóttir myndskreytti.
116 bls.
Selfjall.
Dreifing: Mál og menning.
Verð 980 kr.
STÓRA UNDRABÓKIN
ÆVINTÝRAFERÐIN
Þessi bók er stærsta sögubók fyrir böm
sem út hefur komið á íslandi, hvorki
meira né minna en 35x50 sm að stærð og
70 síöur. Spennandi söguþráður, ógleym-
anlegar persónur, einstakar litmyndir.
Vaka-Helgafell
Verð: 3.860 kr.
FRIÐÞJÓFUR FORVITNI/
FRIÐÞJÓFUR FORVITNIÁ
HJOLI
H. A. Rey.
Þýðandi: Þórarinn Eldjárn
Friðþjófur er api sem á heima í Afríku.
Hann er hræðilega forvitinn og lendir því
i ýmsum óvæntum ævintýrum og
skemmtir sér rosalega vel.
Þórarinn Eldjárn þýddi þessar bækur.
Mál og menning.
Verð: 775 hvor bók.
frUiMurftnHni
•tjUt
frUþjifur
fonitai
Frá uppnina lifs tii núúnuunaims
RISAEÐLUR OG FLEIRI
FURÐUDYR
John Stidworthy
Risaeðlur, fljúgandi skriðdýr og aðrar
furðuskepnur - undraheimur sem eitt
sinn var. Þessi fyrirbæri vekja ótalmarg-
ar spurningar. Hvernig leit fyrsti fiskur-
inn út? Hvers vegna urðu risaeðlurnar
aldauða? Hver er uppruni mannsins?
Vísindamenn veita hér svör við ýmsum
þessara spmninga með hjálp litríkra
mynda, korta og línurita.
Óskar Ingimarsson þýddi bókina.
144 bls.
Iðunn.
Verð: 1480 kr.
Myiidir Eya Brikssoa
Híins Petersoii
Anna og
leyndarmálið
Mvndir: íion VV iklancl
Myndir: Uon 'WíkJand
Gunnel Linde
Goggur, kisa
og gamli
maðurinn
Myndir Tord 'Nygrcn
tbm% Peterson
LESTRARBÆKUR IÐUNNAR:
Anna 7 ára, Anna og leyndarmálið, Gogg-
ur, kisa og gamli maðurinn, Stjáni og
Stubbur
Þetta eru fjórar litlar bækur, sérstaklega
ætlaðar byrjendum í lestri.
Letrið á bókunum er stórt og setningar
stuttar og auðveldar. Allar bækurnar
skiptast í marga stutta kafla. Þær henta
þess vegna mjög vel fyrir böm sem em
að byija að lesa sjálf. Þorsteinn frá Hamri