Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 9
2 -w BaaVifiisum wsvK-i-3.4i/tsm MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. 25 J3V MAÐURINN ER MYNDAVÉL Guöbergur Bergsson Hér blandast myndir og minningabrot bemskunnar sýn skáldsins á íslenskan samtíma, tíma tilfmningadoöa og upp- lausnar þar sem sjálfsviröingin er lítils metin. Guöbergur leitast viö aö varpa nýju og óvæntu ljósi á veruleikann. Sög- ur hans eru áminning til þjóöar sem leit- ar langt yfir skammt og kemur ekki auga á ævintýriö hið næsta sér. 133 bls. Forlagið. Verð: 2375 kr. ÞRJÁR SÓLIR SVARTAR Skáldsaga sem gerist á 16. og 17. öld auk kafla í Reykjavík nútimans. Fyrri hluti hennar fjallar um Axlar-Bjöm sem háls- höggvinn var um 1600 fyrir aö hafa myrt hátt í 20 manns. í seinni hlutanum grein- ir frá syni hans, Sveini skotta, sem hengdur var hálfri öld síöar fyrir kvenna- far og gripdeildir. Úlfar Þormóösson 192 bls. Eigin útg. Verð: 2648 kr. SKUGGABOX Þórarinn Eldjám Aöalsöguhetjan i Skuggaboxi er Kort Kjögx, fertugur málatferhsfræöingur og uppfinningamaöur af íslensku bergi brot- inn. Eftir langan námsferil skilar óvænt- ur arfur þessari hetju heim til fóöur- landsins þar sem hann leitar aö munstri í óreiðu hugarheims síns. 176 bls. Gullbringa. Verð: 2480 kr. SÍÐASTI BÍLLINN Ágúst Borgþór Sverrisson Höfundurinn er tæplega 26 ára gamall Reykvikingur sem hér sendir frá sér niu smásögur úr samtímanum í höfuöborg- inni og dreifbýlinu. Þær fjalla oft um fólk sem er utangarðs af ýmsum orsökum. 110 bls. ábs-útgáfan. Verö: 1400 kr. MÚKKINN Eyvindur P. Eiríksson Lýsing á lífi sjómanna og samspili manns og hafs. í þessum karlaheimi veröur þörf- in fyrir samneyti viö konur oft knýjandi og birtist í næsta óhefluöu tali og þegar í land er komið leitar þessi þörf útrásar. í sögunni skiptast á frásagnir af hátterni og hugsunum sjómannanna og svip- myndir af síkviku lífi hafsins. Múkkinn er fyrsta skáldsaga Eyvindar P. Eiríkssonar. 202 bls. Iðunn. Verð: 2280 kr. JÓN DAN ATBURÐIRNIR Á STAPA Jón Dan Þetta er önnur útgáfa sögunnar af Stapa- jóni sem dag einn kemur heim úr kaup- staönum með dálaglega stúlku og segir hana vera í álögum. Riöur nú á að létta af henni göldrunum og er Stapajón, þessi séríslenski grallari, manna fúsastur til þess - meö sinni aðferð... Atburðirnir á Stapa er sögð af kímni og lúmsku háöi og lýsir ákveðnum þáttum í mannlegu eðli. 224 bls. Bókaútgáfan Keilir. Verö: 2320 kr. Leyndarmálið í Engidal StUXOTOAFAN we leyndaRmálið í engidal Hugrún Hugrún hefur áður skrifaö 30 bækur, skáldsögur, bamabækur, ljóö, ævisögur og leikrit. Þessi bók er spennu- og ástar- saga sem gerist í íslenskri sVeit og er gefm út til ágóða fyrir Seljakirkju. 140 bls. Seljaútgáfan Verö: 880 kr. STÓRBÓK Þórarinn Eldjám Hér eru saman komnar í einu bindi 5 fyrstu bækur Þórarins, ljóöabækumar Kvæði, Disneyrímur og Erindi, smá- sagnasafniö Ofsögum sagt og skáldsagan Kyrr kjör. Kvæöi komu út 1974 og slógu í gegn og síöan hafa bækur Þórarins no- tiö mikilla vinsælda. Stórbókin er mynd- skreytt af Sigrúnu Eldjám. Hér er að finna fimm úrvalsbækur á veröi einnar! 487 bls. Mál og menning. Verð: 2490 kr. Agnar Þóróarson Sád í Sandinn SÁÐ í SANDINN Agnar Þóröarson Agnar Þóröarson er kunnastur af leikrit- um og skáldsögum. Sáö i sandinn flytur niu smásögur, ritaöar á löngu áraskeiði. Þar segir annars vegar frá yfirlætislausu hversdagsfólki og hins vegar broslegum broddborgurum sem þykjast yfir aörsá hafnir en em tæpir ef á reynir. Sumar þessar sögur hafa unniö til verölauna og veriö þýddar á erlend mál. 118 bls. Bókaútgáfa Menningarsjóös. Verö: 1700 kr. VEFARINN MIKLI FRÁ KASMÍR Halldór Laxness Vefarinn mikli frá Kasmír vakti mikla athygli þegar hann kom fyrst á bók áriö 1927. Þessi skáldsaga endurspeglar hug- myndastrauma og upplausnaranaa milli- stríðsáranna. Sumum þótti sagan bersög- ul og óþjóöleg; fyrir öörum var hún tákn nýrra tima. Hún er nú talin hafa markaö upphaf íslenskra nútimabókmennta. Þetta er fjórða útgáfa Vefarans. 326 bls. Vaka-Helgafell. Verð: 2490 kr. _ 'T í FLÆÐARMALINU Njöröur P. Njarövík Þetta er æskusaga, þættir frá uppvaxt- arámm drengs í sjávarplássi. í svip- myndum er því lýst hvernig hann vaknar til vitundar um sjálfan sig og umhverfiö. í eftirmála segir höfundur aö hann láti sér detta í hug aö einhveijir ísfirðingar kannist við suma atburði og ef til vill einhverjar sögupersónur líka þótt frjáls- lega sé fariö með efnið. 124 bls. Iöunn. Verö: 2280 kr. INDRIÐI G ÞOR5TEIN55DN LAND OG SYNIR Þriöja endurútgáfa, einkum ætluö skól- um, af sögu Indriða G. Þorsteinssonar sem uphaflega kom út 1963. Hún var kvikmynduö af Ágústi Guðmundssyni 1979. Gunnar Stefánsson sá um útgáfuna og ritar ítarlegan formála, orðskýringar og verkefni fyrir nemendur. 160 bls. Reykholt. Nýjar bækur ÆSKUÁST OG ÖNNUR KONA Jón Gísh Högnason í þessari bók segir frá æsku og uppvaxt- arárum ungs manns í sveit á íslandi á fyrri helmingi þessarar aldar. ástum hans og lífsbaráttu. Þetta er saga um ást og drengskap. Þetta er 8. bók Jóns Gísla en fyrsta skáldsaga hans. 183 bls. Bókaforlag Odds Björnssonar. Verö: 1975 kr. Skugginn I>RÖSTUR J. KARLSSON ÍSl.KNSK SKÁLDSAGA IJM MÖGNT.D ÁTÖK ÞAK SLM Al.l.IR HELSTl ÓRl.AGAVALDAR ÍIF.IMS KOMA VfU SÖCIl/ SKUGGINN Þröstur J. Karlsson Þröstur J. Karlsson er Reykvíkingur. Þetta er fyrsta skáldsaga hans en áöur hefur hann skrifaö 17 bamabækur. Aöal- söguhetjan er skuggi, persónugervingur, oröinn til í huga vítisengils. Sagan fjallar um ferðir hans milli ólíkra furöuheima. 160 bls. Reykholt hf. Verö: 2185 kr. Verð kr. 2.250,00 .GKU HÖö^son Hamin^ju- blöinm Snæbjörg í ý Sólgörðum rW______ I FRASOGUR FÆRANDI eftir Richardt Ryel Höfundur kemur víöa við á ferðum sínum um fjarlæg lönd og vekur jafnframt athygli á ýmsum áhuga- verðum efnum, sem honum eru ofar- lega i huga. Bókin er 31 kafli, þar er sannarlega margt / frásögur færandi úr lifi ía- lendings og heimsborgara, sem dvalist hefur erlendis um áratuga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.