Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 14; DESEMBER 198».
28 .
Nýjar bækur
DAGAR HEFNDARINNAR
Birgitta H. Halldórsdóttir
Birgitta Halldórsdóttir sendir nú frá sér
sina sjottu bók. Áöur eru út komnar:
Inga, Háski á Hveravöllum, Gættu þín
Helga, í greipum elds og ótta og Áttunda
fórnarlambið. Birgitta er spennubóka-
höfundur, einn af fáum hér á landi.
174 bls.
Skjaldborg.
Verð: 1888 kr.
BRÉFBATARIGNINGIN
Gyrðir Eliasson
Fjórar samtengdar sögur sem láta lítið
yftr sér en geyma ótal furður þegar að
er gáð. Höfundur vekur óvænta spennu
og tekur lesandann með sér inn í sérstæð-
an söguheim. Gyrðir hefur vakið athygli
fyrir myndrænan og ljóörænan texta.
142 bls.
Mál og menning.
Verö: 2375 kr.
SNÆBJÖRG í SÓLGÖRÐUM
Ingibjörg Sigurðardóttir
Þetta er 28. bók Ingibjargar Sigurðardótt-
ur. í þessari nýjustu skáldsögu sinni leið-
ir hún lesandann á vit vina og elskenda
í gleði og sorg.
201 blaðsíða.
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Verð: 1500 kr.
LEITIN AÐ DÝRAGARÐINUM
Einar Már Guðmundsson
í þessu sagnasafni Einars er að finna átta
sögur. Þær nefnast: Sending að sunnan,
Malbikunarvélin, Garðyrkjumennimir,
Austrið er rautt, Regnbogar myrkursins,
Þegar örlagavindamir blésu, Æðahnútar
og eiturlyf og Leitin að dýragarðinum.
Sagan berst víða og koma margar eftir-
minnilegar persónur við sögu.
223 bls.
Almenna bókafélagið.
Verð: 2670 kr.
MÍN KÁTA ANGIST
Guðmundur Andri Thorsson
Fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra
Thorssonar um ungan mann í leit að
sjálfum sér og einhverju æðra - ástinni.
Egill hefur nám í íslensku en í fyrsta tím-
anum kemur hann auga á Sigríði. Eftir
það fara öll áform úr skorðum, ástin
breytir öllu og fyllir tilveru hans af kæti
- og angist. Sagan er full af spaugilegum
atvikum en hka nærfærnum lýsingum á
hinni einu sönnu ást æskunnar.
154 bls.
Mál og menning.
Verð: 2375 kr.
ÁSTIN SIGRAR -
þessi gamli djöfull
Guðmundur Björgvinssön
Ungur maður flýgur vestur um haf til
náms, kemur heim aö ári. í millitíðinni
gerist sitthvað. Hann kynnist öðrum
heimi, annarri þjóð og ástinni í öllu sínu
djöfullega veldi. Hann heldur hér áfram
að þróa stílinn sem einkenndi Næturflug
í sjöunda himni.
157 bls.
' Lífsmark.
Verð: 2380 kr.
Ölaíiif Jóhaim Ölafsson
r \ i ; S. ■ ■> J
1 *;i? i . i\ l 1 ,/ i- i V | ‘i i \ 1 i 1
i i 1 | i 1
J M í I •t
MARKAÐSTORG GUÐANNA
Ólafur Jóhann Ólafsson
Glæpur - sakleysi; trúmennska - svik;
nægjusemi - allsnægtir; sannleikur -
lygi; Guð - Mammon. Þessum andstæð-
um fléttar Ólafur Jóhann Ólafsson inn í
þessa fyrstu skáldsögu sína sem jafn-
framt er spennusaga. Hér er sleginn
nokkuð sérstæður tónn í íslenskum bók-
menntum. Sagan gerist jöfnum höndum
á íslandi, í Bandaríkjunum og Japan.
Aðalpersóna bókarinnar, Friörik Jóns-
son, er maður nútímans, einn af okkur.
940 hl<5 .
Vaka-HelgafeU.
Verð: 2480 kr.
HÆTTULEGT HLUTVERK
Soffia Jóhannesdóttir
Soffia Jóhannesdóttir er 29 ára að aldri,
búsett á Blönduósi. Hún sendi frá sér sína
fyrstu bók, Örlagarík ákvörðun, á sl. ári.
Bókin fékk góðar viðtökur hjá lesendum
og varð þaö hvatning til höfundarins um
að skrifa aðra spennu- og afþreyingar-
bók.
160 bls.
Skjaldborg.
Verð: 1888 kr.
Þýddar
skáldsögur
KÓLFUR
Dick Francis
Ein Regnbogabókanna. Þegar veðreið-
aknapinn Kit Fielding kemst að því að
Casilía prinsessa, eigandi hestanna sem
hann ríður, er í vanda stödd bregst hann
skjótt við henni til hjálpar. Hvorugu
þeirra er þó ljóst hvaða ógnir og átök það
á eftir að hafa í for með sér. Ragnheiður
Óladóttir þýddi.
216 bls.
Svart á hvítu/Birtingur.
Verð kr.590.
ÓVÆNT ENDALOK
Robert Ludlum
Frammi fyrir byssukjöftum hermdar-
verkamanna bíða 236 konur, karlar og
böm dauða síns uppi á þaki bandaríska
sendiráðsins í arabísku borginni Mas-
qat... í utanríkisráöuneytinu i Was-
hington býður Evan Kendrich, friðsamur
fulltrúadeildarþingmaður, vel kunnugur
arabalöndum, fram hjálp sína við að
leysa máhð. Martröð ofbeldis og ógna
fylgir í kjölfarið.
470 bls.
Setberg.
Verð: 2375 kr.
HEFND JARLSFRÚARINNAR
Georgie Sheldon
Eftir sama höfund er Systir Angela. Þetta
er ástarsaga sem fjallar um andstreymi
vonsvikinnar eiginkonu og fórnfúsrar
móður. Hún lætur ekki bugast gegn
grimmum örlögum og sigrar að lokum í
tvísýnum hildarleik.
156 bls.
Sögusafn heirhilanna.
Verð: 1550 kr.
DUMBRAUÐI FÁLKINN
Sara Hilton
Sara Hilton er mjög víðlesinn höfundur
í hinum enskumælandi heimi, auk þess
sem bækur hennar hafa verið gefnar út
á flölmörgum öðrum tungumálum. í
þessari bók sækir Sara efnivið sinn til
glæsilífs og skurðgoðadýrkunar aðalsins
í Mið-Evrópu á árunum fyrir heimsstyrj-
öldina fyrri.
239 bls.
Bókaútgáfan Hildur.
Verð: 1875 kr.
EIGN AÐALSMANNS
Catherine Gaskin
Joanna Roswell er send á vegum upp-
boðsfyrirtækis til Thirlbeck, hins af-
skekkta ættarseturs jarlsins af Askew.
Setriö minnir hana á ævintýrahöll, fulla
af gersemum sem enginn hefur fengiö að
lita. En Thirlbeck býr yfir fleiri leyndar-
málum og bölvun hefur hvílt yfir nafni
ættarinnar um aldir. Áður en Joanna
veit af togast óttinn og ástin á um líf
hennar.
Spenna og rómantík.
250 bls.
Iðunn.
Verð: 1680 kr.
SILFURSVERÐIÐ
Phyllis A. Whitney
Saga um ástir og afbrot. Caroline kemst
skyndilega að því að nánir ættingjar á
Hawaii, sem hún hélt löngu látna, eru á
lífi. En henni verður brátt ljóst aö ham-
ingjustundir bemskunnar koma ekki aft-
ur. Og harmleikurinn, sem batt á þær
enda, er óráðin gáta. Var faðir hennar
myrtur? Allir sem þekkja sannleikann
era þögulir sem gröfin. Hún ákveður að
láta ekki staðar numið fyrr en hún hefur
rifið sundur blekkingavefmn...
250 bls.
Iðunn.
Verð: 1680 kr.
hvorki
MEIRA
né
HVORKI MEIRA NÉ MINNA
Jeffrey Archer
Björn Jónsson þýddi. Jeffrey Archer er
einn af kunnustu rithöfundum Breta og
hefur mikiö verið í sviðsljósinu. Hann
var t.d. um tima varaformaður breska
íhaldsflokksins. Gerðir hafa verið sjón-
varpsþættir eftir sumum bóka hans.
Þetta er önnur bókin eftir Archer sem
kemur út á íslensku en Frjálst framtak
gaf út bók hans, Heiður í húfi, i fyrra.
252 bls.
Frjálst framtak.
Verð: 1780 kr.
ÁSTIN
ER EILÍF
ÁSTIN ER EILÍF
Bodil Forsberg
Sonja Thorsen missti foreldra sína í bíl-
slysi þegar þeir óku út af kröppum fjall-
vegi. Hún var einkabam og erfði millj-
ónaeignir. Viktor Hauge fékk þau fyrir-
mæli frá föður sínum að giftast henni og
ná þannig eignum hennar...
165 bls.
Hörpuútgáfan.
Verð: 1680 kr.