Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Qupperneq 17
33
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988.
LÍFSREYNSLA, 2. bindi
- frásagnir af eftirminnilegri og
sérstæðri reynslu
Bragi Þórðarson
í þessari bók eru níu frásagnir sem allar
eru ritaðar sérstaklega vegna útkomu
hennar. Höfundar eru flestir vel þekktir.
Óvænt atvik breyta oft viðhorfi fólks til
lífsins. Sagt er m.a. frá endurhæfingu
Ingimars Eydal eftir bílslys, björgun úr
sprungu á Vatnajökli, lífi Agústs Matthí-
assonar í Ketlavik, tlugslysi á Selfossi og
innrásinni í Tékkóslóvakíu.
213 bls.
Hörpuútgáfan.
Verð: 2675 kr.
AFLAKÓNGAR OG
ATHAFNAMENN, 2. bindi
Hjörtur Gíslason
Viðtalsbók við þekkta aflamenn. Rætt er
við Örn Þór Þorbjörnsson á Homafirði,
Sigurjón Óskarsson í Vestmannaeyjum,
Willard Fiske Ólason í Grindavik, Arthur
Öm Bogason í Vestmannaeyjum, Snorra
Snorrason á Dalvik og Jón Magnússon á
Patreksfirði. Bókin varpar ljósi á ýmis
framfaraspor sem stigin hafa verið í ís-
lenskum sjávarútvegi og lýsir lífi og kjör-
um sjómanna.
172 bls.
Hörpuútgáfan.
Verð: 2675 kr.
MINNINGAR
HULDU Á. STEFANSDOTTUR
Lokabindi: Skólastarf og efri ár
Fyrri bindum minninga Huldu hefur ver-
iö vel tekið. Lokabindinu skiptir hún í tvo
meginhluta og nefnast þeir Tveir skólar
og Við gluggann minn. Hún segir frá
skólastörfum sínum við Kvennaskólann
á Blönduósi og Húsmæöraskóla Reykja-
víkur. Jafnframt drepur hún á gömul og
ný áhugamál og lætur hugann reika. I
bókinni er fjöldi ljósmynda frá fyrri tím-
um sem tengjast efninu og nafnaskrá yfir
öll bindin.
196 bls.
Öm og Örlygur.
Verð: 2375 kr.
INDRIÐABÓK
Bókin er gefin út í tilefni áttræðisaf-
mælis Indriða Indriðasonar frá Fjalli og
flytur ýmislegt efni eftir hann. Þar á
meðal em erindi sem hann hefur flutt á
fundum og samkomum, greinar úr blöð-
um og tímaritum, þýdd ljóð og hugleið-
ingar um samferðamenn og samtíð.
234 bls.
Sögusteinn.
Kynningarverð: 2000 kr.
ÖÖBGUNAR-OG fejÓSLysaSAGR ÍSLANDS
Störviðöufðtr áranna 1372,1973 09 Í974
ÞRAUTGOÐIR A
RAUNASTUND
19. bindi björgunar-
og sjóslysasögu íslands
-Steinar J. Lúðvíksson
Þetta bindi fiallar um árin 1972, 1973 og
1974. Má þar m.a. nefna er togarinn
Hamranes sökk út af Jökli í júní 1972, en
mikil réttarhöld fylgdu í kjölfariö, og sjó-
slys er urðu í skaðaveðrum í febrúar 1973
en þá fórast vélbátamir María og Sjö-
stjaman með allri áhöfn. Fjölmargar ljós-
myndir eru í bókinni.
216 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 2375 kr. en fæst í áskrift á 1898 kr._
Árbók
Suðurnesja
1986- 1987
ÁRBÓK SUÐURNESJA
1986-87
Ritstjórar era Jón Böövarsson og Ragnar
Karlsson.
Að þessu sinni hefur Árbókin að geyma
niu greinar og frásöguþætti sem snerta
sögu Suðurnesja með einum eða öðrum
hætti. í henni eru mörg kort og ljósmynd-
ir sem sumar hafa ekki birst áður á bók.
178 bls.
Sögufélag Suðumesja.
STU RLUNG ASAG AHII
Sturlunga saga segir frá örlögum ís-
lenska þjóðveldisins þegar landið allt log-
aði í átökum. í bókinni er margur annar
fróðleikur, svo sem Árna saga biskups,
íslendingabók og fleira. í bókunum er að
' fmna ýmiss konar fróðleik og skýringar
við sögumar, fjöldann allan af bardaga-
kortum, leiðakortum og ættartölum.
1600 bls.
Svart á hvítu.
Verö: 14980 kr.
, SAGA
ISAFJARÐAR
opEyrarhrepps hins forna
1867-19211
SAGA ÍSAFJARÐAR
og Evrarhrepps hins forna, III - atvinnu-
og hagsaga 1867-1920
Jón Þ. Þór
Bókin skiptist í tvo hluta. í þeim fyrri er
fjallað ítarlega um útgerð, verslun og iðn-
að í hinum uppvaxandi kaupstað. í þeim
síöari segir frá hinum ýmsu bæjum í
Eyrarhreppi og hvemig bændur þar
tengdust uppbyggingu kaupstaðarins.
Margar myndir. Heimilda- og nafna-
skrár.
275 bls.
Sögufélag Ísfirðinga.
Verð: 4375 kr.
iwataMaBiiawMMg
Þórdur Tómasson í S kógum
ÞJÓÐHÆ' ,OG ÞJOÐTI Skráð eftfr Stgaréi Þoísfeetossyii ■U „ t- £ */•,. ~ „II Z. „1 - „l„ rnR KtJ 1 frá Brunnhól
ÞJÓÐHÆTTIR OG ÞJÓÐTRÚ
Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum
Þórður skráði þessa bók eftir Sigurði
Þórðarsyni frá Brunnhól. Hér greinir frá
lifi og starfi, þjóösiöum og þjóðtrú í af-
skekktri byggð. Þórður segir í formála
m.a.: „Verk mitt er endurskin af frásögn-
um gamals manns... enn er sem ég sjái
hann fyrir mér, hinn gamla þul... “
170 blaðsíður.
Öm og Örlygur.
Verð: 2190 kr.
ÞEIR SETTU SVIP Á ÖLDINA
- Islenskir athafnamenn II
Bækumar íslenskir stjórnmálamenn og
íslenskir athafnamenn I hlutu báðar góð-
ar viðtökur hjá íslenskum lesendum. Hér
birtast fleiri þættir um mikilhæfa at-
hafnamenn. Gils Guðmundsson ritstýrði.
229 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 2280 kr.
ÖLDIN OKKAR, minnisverð tíðindi ár-
anna 1981-1985
í Öldunum era sögu þjóðarinnar á Uðn-
um áram og öldum gerð skil. Þær era
saga Uðinna atburða í máU og myndum.
Öldin okkar 1981-1985 geymir m.a. frá-
sagnir af fyrsta bankaráni á íslandi,
frækilegu sundi Guðlaugs Friðþórssonar,
Vilmundi Gylfasyni og stofnun BJ,
BSRB-verkfaUinu, gjaldþroti Hafskips,
kvennaframboöum o.fl.
231 blaðsíða.
Iðunn.
Verð: 3480 kr.
SÍLDARÆVINTÝRIÐ Á
SIGLUFIRÐI
Björn Dúason
í bókiimi er bragðið upp myndum frá
þeim áram í sögu Sigluijarðar þegar
bæjarlífið snerist allt um síldina. Uppi-
staðan í síðari hluta bókarinnar era
kvæði og bragir, bæði alvöra- og gaman-
mál.
208 bls.
Eigin útg.
Verð: 2.500 kr.
Ásgeir
msöGU
og bílamenn
Sagu bifreiðavidgerða
og Féfagt biívélavirkja
á fyrri hlota aldarínnar
SAFN TILIÐNSÖGU
ISLENDINGA
Ritstjóri: Jón Böðvarsson cand. mag.
BROTIN DRIF OG BÍLAMENN
- Saga bifreiðaviðgerða og Félags bif-
vélavirkja á fyrri hluta aldarinnar. Fyrra
bindi.
Ásgern Sigurgestsson
370 bls.
Hiö ísl. bókmenntafélag.
Verð: 3.500 kr.
MJÓFIRÐINGASÖGUR
-2. bindi
Vilhjálmur Hjálmarsson
Annar hluti Mjófirðingasagna Vilhjálms
Hjálmarssonar á Brekku rekur byggðar-
söguna í átthögum höfundar i Mjóafirði
eystra og spannar sveitina sunnan fjarð-
ar og í botni hans. Höfundur greinir frá
kjöram og afrekum Suðurbyggja og Býla-
manna. Fengur er og aö köflum um síld-
og hvalveiöar Norðmanna og þætti af
Sveini í Firði.
490 blaðsíöur.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Verð: 3975 kr.
Nýjar bækur
ANNALAR
ÍSLENSKRA FLUGMÁLA
1939-1941
ARNGRIMUR SIGUROSSON
scttí saftWft
ÍSLENSKA FLUGSÖGUFÉLAGIO
ANNÁLAR ÍSLENSKRA
FLUGMÁLA
Arngrímur Sigurðsson
setti saman
Fimmta bindið í samnefndum bókaflokki
um sögu flugs á íslandi. Það tekur til
áranna 1939-1941 sem var mjög viðburða-
ríkt tímabil í flugsögu þjóðarinnar. Bókin
er í sama broti og fyrri bindi annálanna,
prýdd á þriöja hundrað ljósmyndum sem
fæstar hafa birst áður.
195 bls.
Almenna bókafélagið/íslenska
flugsögufélagið.
Verð: 3150 kr.
SAGA ÞORLAKSHAFNAR TIL
LOKA
ÁRASKIPAÚTGERÐAR
Skúli Helgason
Þetta er þriggja binda ritverk, sunnlensk
atvinnu- og menningarsaga. Sagnfræði-
leg úttekt, þjóðháttarit um sjósókn fyrri
tíma og ævisögurit sögufrægra bænda og
sjósóknará. Bindin bera heitin Byggð og
búendur, Veiðistöö og verslun og At-
burðir og örlög. Þau era skreytt tugum
gamalla ljósmynda, uppdráttum, kortum
og teikninpm. Margt af því hefur ekki
sést áður á prenti.
1490 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verö: 8900 kr. en fæst í áskrift á
6675 kr.
ÍSLENSKIR STEINAR
Glæsileg og falleg bók
Óskabók allra sem unna
íslenskri náttúru.
BJALLAN HF
BRÖTTUGÖTU 3A - 101 REYKJAVlK
PÓSTHÓLF 1226 - SlMI 29410