Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Síða 20
36 íu Sá&MsföSt! fttjr\3AtiiJMV'dim MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. Nýjar bækur KENNARATAL Á ÍSLANDI Alls eru komin út 5 bindi af Kennaratali í tveimur útgáfum. í fyrri útgáfunni eni ^æviágrip kennara allt aftur aö aldamót- "unum 1800 til 1960. Aftur var svo hafist handa við nýtt Kennaratal 1977 og spann- ar þaö allt stafrófiö frá A-Ö og eru í því æviágrip kennara sem útskrifast hafa eftir útgáfu fyrra talsins. Ritstjóri seinna talsins er Sigrún Harðardóttir. Prentsmiðjan Oddi. Verð: 3900 kr. á þessu nýjasta bindi. SIR CHRISTOPHER WREN - Kirkjusmiður og arkitekt Hreggviður Stefánsson Prentþjónustan Metri. Verð: 1429 kr. ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR OG SAGNIR SIGFUSAR SIGFÚSSONAR 8. og 9. bindi Árið 1982 hóf Bókaútgáfan Þjóðsaga end- urútgáfu á þjóðsögum og sögnum Sigfús- ar. A árunum 1982 til 1986 voru 7 bindi af safni hans gefin út og nú koma tvö til viðbótar. í þessum nýju bindum eru margar afreks- og afburðamannasögur og útilegumannasögur. Hafa Grímur M. Helgason og Helgi Grímsson búið þau til prentunar. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Verð: 3075 kr. hvort bindi. STEINARÍKIÐ Heillandi veröld í máli og myndum Stórfróðleg og glæsileg fjölfræðibók um steinaríkið, uppruna berg- og steinteg- unda, útlit þeirra og hagnýtt gildi. Bókin er gefin út samtímis í nokknim Evrópu- löndum en íslensku útgáfuna önnuðust jarðfræðingarnir Ari Trausti Guðmunds- son og Halldór Kjartansson. Fyrsta bókin í nýjum flokki bóka sem ber heitið Heim- ur í hnotskurn. Nýstárleg og myndræn innsýn í heillandi ríki steinanna. 64 bls. Vaka-Helgafell. Verð: 1890 kr. ÍSLENSK SAMHEITAORÐABÓK Ritstjóri Svavar Sigmundsson Ómissandi handbók fyrir alla þá sem vilja tjá sig betur á íslensku. Það voru hjónin Þórbergur Þórðarson og Margrét Jónsdóttir sem stofnuðu sérstakan sjóð til að gefa út þessa bók. Hún bendir á orð sem kæmu til greina eða hjálpar til við að muna eftir oröi sem notandi kann en man ekki eftir í svipinn. 582 bls. Háskóli íslands. Dreifing Mál og menning. Verð: 4875 kr. ULL VERÐUR GULL - Ullariðnaður íslendinga á síðari hluta 19. aldar og á 20. öld. Magnús Guðmundsson 450 bls. Hið ísl. bókmenntafélag. Verð: 3.500 kr. GAELIC INFLUENCEIN ICELAND Gísli Sigurðsson Studia Islandica, 46. hefti. Bókin er samin á ensku og meginviðfangsefni að gefa yfirlit um og meta kenningar fræði- manna um keltnesk áhrif á íslandi. Helstu efnisþættir fjalla um kynni vík- inga af írum, Kelta á íslandi, blóðflokka- rannsóknir, keltnesk áhrif og keltnesk minni í bókmenntaverkum, svo sem Fornaldarsögum, Eddukvæðum, Snorra-Eddu og íslendingasögum og um keltnesk áhrif í dróttkvæðum. 172 bls. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Verð: 900 kr. Bílamarkaður á laugardögum Fjöldi bílasala og bílaumboöa auglýsir fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og öllum veröflokkum. Auglýsendur athugið ! Auglýsingar í DV-Bílar þurfa að berast í síöasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. V X f) It /> V B fi Ó I. I> f) V U A N N A UNDRAVERÖLDDÝRANNA 6. bindi. Spendýr, III. Fjölfræðisafn um dýr í alls 18 bindum. i þessu bindi er fjallað um hunda, refi, ís- birni og fleiri af þeim frændum. Margar litmyndir. íslenskir samstarfsmenn: Þor- steinn Thorarensen og Óskar Ingimars- son Fjölvi og bókaklúbburinn Veröld Tryí®¥i EmilssoE Sjómenn og sanðabændnr SJÓMENN OG SAUÐABÆNDUR Tryggvi Emilsson Bókin er í senn ættarskrá og aldaspegill. Hér rekur Tryggvi Emilsson ættir sínar og segir sögu forfeðra sinna allt að þrjár aldir aftur í tímann. í bókinni er að finna ágrip af byggðasögu Grímseyjar og fjallað um ættingja Tryggva í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslum. - 410 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2875 kr. LÍFRÍKINÁTTÚRUNNAR Mark Carwardine Þessi fallega bók fjallar um fjölbreytt úrval þeirra þúsunda dýrategunda sem lifa víðs vegar í veröldinni. Hún greinir frá hinni athyglisverðu tilbreytni í útliti og atferli og furðulegri aðlögunarhæfni, frá tengslum lífsins við vistsvæðin, frá hinum frjósömu regnskógum hitabeltis- ins til hinna harðbýlu freðmýra og heim- skautasvæða. Höfundurinn nam dýra- fræði við Lundúnaháskóla og starfaði sem ráögjafi hjá Alþjóða dýraverndar- samtökunum. 164 bls. Skjaldborg. Verö: 2.475 kr. ÁRIÐ1987 STÓnvtBBUHÐtR t MYNOUM OG MÁU MEÖ ÍSLENZKUM SÉRKAFLA ÁRIÐ1987 Stórviðburöir í myndum og máli með ís- lenskum sérkafla Þetta er fjölþjóðaútgáfa sem kemur út á 8 tungumálum. Bókinni má efnislega skipta í þrjá kafla: annál ársins þar sem helstu atburðir liðins árs eru raktir í tímaröð í myndum og máli, greinar um ýmis svið mannlífs og menningar eftir sérfræðinga frá ýmsum löndum og loks íslenskur sérkafli þar sem helstu við- burðir ársins í íslensku þjóðlífi eru rakt- ir í myndum og máli. í bókinni eru nærri 600 myndir, þar af yfir 300 litmyndir. 344 bls. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Verð: 4400 kr. ALMANAK HINS ÍSLENSKA ÞJÓÐVINAFELAGS1989 Umsjónarmaöur Jóhannes Halldórsson 115. árgangur Þjóðvinafélagsalmanaks- ins og aðalhluti þess, Almanak um árið 1989, sem dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla fslands, hefur reiknaö og búið til prentunar. Annaö efni almanaksins er Arbók fslands 1987, sem Heimir Þor- leifsson menntaskólakennari tók saman. 216 bls. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Verð: 975 kr. SJÁVARBYGGÐ UNDIR JÖKLI Fyrri hluti Eiríkur Guðmundsson, Jón Árni Frið- jónsson og Ólafur Ásgeirsson Bókin er fyrri hluti sögu Fróðárhrepps á Snæfellsnesi og greinir frá byggð, mann- lífi og atvinnuvegum frá landnámi til um 1800 og verslunarháttum fram um 1900. í henni er einnig ítarleg örnefnaskrá, fiöldi litmynda og litprentað örnefnakort. Bókin fæst hjá bóksölum en einnig er hægt að panta hana í síma 93-61233. 544 bls. Átthagafélag Fróöhreppinga. Verð: 4960 kr. NÝJA TESTAMENTIÐ - í þýðingu Odds Gottskálkssonar Með aðgengilegri nútímastafsetningu. Þýð- ingin kom fyrst út í Hróarskeldu árið 1540 en hefur aldrei fyrr veriö gefin út á íslandi. Hún er gerð í samvinnu viö Bibl- íufélagið, Kirkjuráö og Orðabók Háskól- ans. Undirbúningur hefur staðið yfir sið- an árið 1981. Lögberg. Kynningarverö til janúarloka 3750 kr., síöan 4500 kr. Glæsilegar enskar og amerískar bækur til jólagjafa Bókabúð Steinars, Bergstaðastræti 7.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.