Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. '37 Nýjar bækur THEARTSINICELAND Þetta er fyrsta hefti af samnefndri ritröö og flytur safn greina sem birst hafa í Ice- ■ land Review og News From Iceland und- anfarin ár. Fjölbreytt aö efni og hugsað sem sýnishom fyrir erlenda lesendur af menningarlífmu á íslandi enda prentað á ensku. Ritstjórar eru Haraldur J. Ham- ar og Aðalsteinn Ingólfsson. Flestar myndir tók Páll Stefánssson. 112 bls. með yfir 100 litmyndum. Iceland Rewiew. Verð: 830 kr. SÍBERÍA - ATVINNUBÓTAVINNA Á KREPPUÁRUM Jón Gunnar Gijetarsson Ritsafn Sagnfræðistofnunar XXIV. 108 bls. Verð: 1278 kr. SAGA, XXVI. árg. Ritgerðir eftir innlenda og erlenda fræði- menn. Að þessu sinni eru ritgerðir um félagsfræði fyrirferðarmiklar. Einnig eru birt tvö erindi eftir norska fræðimenn um málefni sem ísland varða. í ritinu eru 17 ritdómar, flestir mjög ítarlegir. 304 bls. Sögufélag. Verö: 2100 kr. ANDVAR11988 Ritstjóri: Gunnar Stefánsson 113. árgangur Andvara sem flytur að vanda ritgerðir og ljóð. Aðalgrein hans að þessu sinni er æviþáttur um Pétur Benediktsson, bankastjóra og alþingis- mann, eftir Jakob F. Asgeirsson rithöf- und. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Verð: 975 kr. RANNSÓKNÁ SKILNINGSGAFUNNI David Hume Lærdómsritaröð HÍB. 296 bls . Hið ísl. bókmenntafélag. Verð: 2000 kr. Handbækur BÍLLINN ÞINN Aðgengileg, myndskreytt handbók fyrir bíleigendur um nánast allt sem snertir bílinn. Meö hana í höndum er eftirlit með bílnum auövelt, einnig bilanaleit og við- gerðir. Þeir sem til þessa hafa ekki treyst sér til að gera við minnstu bilanir eiga nú að geta orðið sjálfbjarga og jafnframt sparað sér stórfé meö minni viðgerðgr- kostnaði. Nauðsynleg og notadijúg hand- bók fyrir alla sem eiga og nota bíl. 160 bls. Vaka-Helgafell. Verð: 1890 kr. JÓDYNUR Hestar og mannlíf í Austur- Skaftafellssýslu Guðmundur Birkir Þorkelsson bjó til prentunar Fyrri hlutann skrifa Egill Jónsson á Seljavöllum, Þorsteinn Jónsson á Svína- felli og Anders Hansen um ýmsa þætti hrossaræktar í sýslunni. í síðari hlutan- um eru greinar eftir 13 höfunda um ferða- lög og um samgöngur í Skaftafellssýslu. Bókaforlag Odds Björnssonar. Verð: 2975 kr. Miriam Stoppard Strákar * utíit : vinir þroski faœkirur skóií * ogaíii hítt STELPNAFRÆÐARINN Miriam Stoppard Kom út á síðasta ári og seldist upp, enda er þetta bók fyrir aUar stelpur, bók um breytinguna úr stelpu í konu. Hér er að -fmna svör við mörgum spumingum, sbr. t.d. kaflaheitin: Að verða fullorðin - Strákarnir - Snyrting og gott útlit - Heil- brigt líferni - Samskipti við foreldra - Skólinn - Reykingar og drykkja - Föt og tlska - Vinir og vinátta - Kynlíf og getn- aöarvamir. Stelpnafræðarinn svarar spurningum af hreinskUni og gefur góð ráö. 162 bls. Iðunn. Verð: 1498 kr. ÍSLENSKA DRAUMARÁÐNINGABÓKIN Steinunn Eyjólfsdóttir Draumar em allt frá því að vera fram- hald reikulla hugsana vökunnar upp í vitrun, beint samband við æðri vitund. Hér birtist fjöldi drauma sem íslenskt fólk af öflum stéttum hefur dreymt á Uðn- um ámm ásamt ráöningum á þeim og merkingu draumtákna. 140 bls. Iðunn. Verð: 1880 kr. BOKIN GOLFBÓKIN Ritstjóri: Geir Svansson' Bókin er ætluð jafnt byrjendum sem lengra komnum. I bókinni er golfleikur- inn skýrður í máli og myndum og þar er ágrip af sögu golfíþróttarinnar, lýsing á leiknum og útskýringar á helstu reglum, hugtökum og leikformum. Ennfremur upplýsingar um afreksmenn í golfi, ís- lenska og erlenda golfvelli og íslenskt golforðasafn. Tákn - Bókaútgáfa. Verð: 2995 kr. BÓKIN UM RÚNIR ásamt rúnasteinum Ralph Blum Bókin um rúnir er bók með sjaldséðum fylgihlutum því henni fylgja tuttugu og flmm rúnasteinar sem nota má til leið- sagnar og til aö svara brennandi spurn- ingum. Hér eru tákn steinanna skýrð og lýst hvemig má færa sér þessi fornu fræði í nyt. 118 bls. Iöunn. Verð: 2480 kr. HESTAR OGMENN1988 Guðmundur Jónsson og Þorgeir Guölaugsson Um hveija er verið aö Qalla? Helstu rækt- endur hrossa á Vesturlandi, snjalla knapa, duglega mótshaldara og venjulegt hestafólk. í bókinni eru hundruö ljósmynda og flöldi teikninga. 224 bls. Skjaldborg. Verð: 3450 kr. DRAUMSPEKI Draumaráðningar og leiöbeiningar um lófalestur, 2. útg. Draumaráöningamar í þessari bók eru sóttar í fornar heimildir en þá voru ekki til vísindi eða tækni eins og við þekkjum í dag. Þess vegna hefur verið leitast við að þýða drauma um t.d. þotur, sjónvörp og eldflaugar á sama gmhdvelli og fyrstu draumaráðningarnar voru. Prentver. Verð: 985 kr. ALFRÆÐIBÓKIN UM SKÁK Dr. Ingimar Jónsson Fróðlegt uppflettirit um allt sem tengist skák. Þetta er ómissandi bók fyrir alla skákunnendur, jafnt stórmeistara sem algjöra byrjendur. Hér er sagt frá miklum flölda leikja og afbrigða og birtar stöðu- myndir til skýringar. Saga taflsins er vandlega rakin og mörg forvitnileg hug- tök og orðatiltæki skýrð. Sagt er ítarlega frá fjölmörgum stórmeisturum og öörum skáksnillingum, íslenskum jafnt sem er- lendum. Bók sem skákáhugamenn munu hafa ómetanlegt gagn af. 350 bls. Iðunn. Verð: 3480 kr. mt Kenneth Blancharxl SpencerJohnson v\k\ naauTfi STJÓRNANDINN TIL STARFA Kenneth Blanchard/Spencer Johnson Ný bandarísk metsölubók um stjórnun í atvinnu- og viðskiptalífi. Sjálfstætt fram- hald bókarinnar Mínútu-stjórnun sem Vaka-Helgafell hefur gefið út. Hér er kynnt hvernig hægt er að beita nýstár- legri og áhrifaríkri stjómunaraðferð í mannlegum samskiptum og daglegu lífi. Fleiri bækur eru væntanlegar í þessum flokki handbóka sem nefndur hefur verið Mínútu-bækurnar. 120 bls. Vaka-Helgafell. Verð: 1486 kr. AreJers Hansen uppruni og saoa U> SVAÐAST AÐ AHROSSIN 1. bindi - Uppruni og saga Anders Hansen Greint er frá upphafi stofnsins, helstu ræktendum Svaðastaðahrossa á landinu og getið um helstu stóðhesta stofnsins. Ættlínum stofnsins eru gerð skil, svo sem Kirkjubæjarhrossunum, hrossum Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki og Kolkuósshrossunum. Fróðleg fyrir alla þá sem fylgjast með í íslenskri hrossa- rækt og hestamennsku. 320 blaðsíður. ísafold. Verð: 3950 kr. r;j ö 1.1 ií .! 0 i ití II O.K I N ! M NUDD FJÖLFRÆÐIBÓKIN UM NUDD Clare Maxwell-Hudson Hér er að finna létta leiðsögn um allt sem varðar fegrunarnudd, slökunarnudd, sjúkranudd og nuddtækni. Auðskildar leiðbeiningar ásamt miklum íjölda ljós- mynda gera öllum kleift að notfæra sér kosti þeirra mörgu nuddaöferða sem hér er lýst. 136 bls. Iðunn. Verð: 1980 kr. Kynnist Stapajóni, einum mesta grallara í bókmenntum okkar. Atburðimir á Stapa er full af kímni og lúmsku háði. Fyrst og fremst er sagan þó lýsing á ákveðnum þáttum í mannlegu eðli. Bókaútgáfan Keilir ATBURÐIRNIR Á STAPA eftir Jón Dan Önnur útgáfa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.