Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Qupperneq 23
39 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. HANN ER Á! Þröstur Elliöason Bókin hefur að geyma frásagnir af 8 landskunnum laxveiðiám. Þar segja 13 veiðimenn, sem þekkja vel þessar ár, frá. í bókinni eru einnig viðtöl við fjóra stangaveiðimenn: Aðalstein Pétursson, Dag Garðarsson, Jón Jónasson og Þór Nielsen. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda af slóðum veiðimanna og viðureignum þeirra við lónbúann. 144 bls. Bókaútgáfan Strengir. Verð: 2600 kr. RAFTÆKNIORÐASAFN I Þráðlaus fjarskipti Orðanefnd RVFI Fyrsta bindi nýs orðasafns meö íðorðum ýfir hugtök úr þráðlausri fjarskiptatækni og tengdum fræðum, svo sem á sviði út- varps og síma, senditækja og viðtækja, rása, útbreiðslu útvarpsbylgna, loftneta, þráðlausra staðarákvaröana og leiösögu. lðorðin eru tilgreind á íslensku og átta öðrum tungumálum en skilgreiningar þeirra birtar á frönsku og ensku. 286 bls. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Verð: innbundin 3000 kr. - kilja 2750 kr. STÓRU STUNDIRNAR Siðir og venjur á merkum tímamótum Hermann Ragnar Stefánsson Ljósmyndir: Jóhannes Long í bókinni er fjallað um flest sem máli skiptir hjá fólki varðandi siði og venjur viö fæðingu, skím, fermingu, trúlofun, giföngu, áfangapróf, gestaboð, afmæh og útfarir. Einnig almennar siðareglur. Fjöldi stórra litmynda prýðir bókina sem er jafht ætluð ungum sem öldnum. 94 bls. Hörpuútgáfan. Verð: 2488 kr. LiTimm pínm litxwt í fotum o<i fxrðu Mebólubókin .Color Me Beautiful' eftir Caiole Jackson LITIRNIR ÞÍNIR - Litaval í fötum og farða „Color me beautiful" Carole Jackson Bókin fjallar um litgreiningu og gefur hagnýt ráð um litaval í fotum og farða. Bent er á hvemig unnt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir i fatakaupum. Þá em ekki síður mikilvæg hin jákvæðu lífsviðhorf sem þar em boðuð. Litimir þínir er bók sem gefur þér tækifæri til að uppgötva eigin fegurð með hjálp lita. 153 bls. Hörpuútgáfan. Verð: 2780 kr. STANGAVEIÐIN1988 Gunnar Bender og Guðmundur Guðjóns- son Bókin fjallar um stangaveiðina sl. sumar, prýdd flölda ljósmynda. 140 bls. Sportveiðiblaðið. Verð: 2600 kr. LÆKNISRÁÐ MUNSTERS 2. bindi Almenn kynlifsfræðsla Erik Múnster Almenn og auðskiliri heilræði mikilsmet- ins læknis sem koma allri fjölskyldunni að notum. Áður var komið út hjá Fjölva/Vasa 1. bindið um smitsjúkdóma öndunarfæranna, alls kyns vetrarslen, allt frá kvefi og hálsbólgu og niður í lungnabólgu. Nú í 2. bindi er almenn kynlífsfræðsla. Það á ekki að vera feimn- ismál heldur er það hinn sjálfsagði, gagn- kvæmi unaður. 192 bls. Fjölvi/Vasa. Verð: 595 kr. GÁRILITLI Ritröð: Fjölskylduvinimir Annetta Wolter Fjölskylduvinirnir er ný ritröð um gælu- dýr frá Fjölva/Vasa. Fyrsta bókin er Gári Uth en svo kallast litlu, áströlsku páfa- gaukarnir sem em viöa hér. Allar upp- lýsingar um val, kaup, meðferð og upp- eldi. Kennt að gera fuglinn að besta vinin- um. Þeir verða þá furðuduglegir að tala mannamál. Næst kemur svo út bók um búrfiska. Mikil þörf er fyrir gælu- dýrabækur. 72 bls. Fjölvi/Vasa. Verð: 595 kr. Ýmsar bækur RIPPLES FROM ICELAND Amaha Lindal-Webb Höfundur þessarar bókar er fædd og upp- alin á austurströnd Bandaríkjanna en giftist íslenskum námsmanni og bjó hér á landi í 23 ár. í bókinni segir hún frá kynnum sínuiri af landi og þjóð. Hún er rituð á ensku og er þvi tilvalin gjöf til vina erlendis. 256 bls. Bókaforlag Odds Björnssonar. Verð (kilja): 625 kr. MÝVATN - A Paradise for Nature Lowers David Wihiams Bókin er rituð á ensku og ætluð til gjafa út úr landinu. j henni em 133 'litmyndir og kort sem tengjast efninu. Bókinni fylg- ir sérprentuð teikning, viðmynd, af öhum fjallahringnum við Mývatn með nöfnum fjallanna. Einnig er fjallaö um sögu lands og þjóðar. 144 bls. Örn og Örlygur. Verð: 1995 kr. UM HJARNBREIÐUR Á HJARA HEIMS Monica Kristensen Höfundurinn dvaldi á Svalbarða 1976-78. Þar vaknaði áhugi hennar á heimskauta- svæðunum. Bók þessi segir frá leiðangri er hún, fyrst kvenna, stjómaði til suður- skautsins og nefndur var „í slóð Amund- sens“. 212 bls. Skjaldbörg. Verð: 2494 kr. ÍSLANDSFERÐ John Coles John Coles ferðaðist um landið sumariö 1881. Hann gerði sér sérstakt far um aö kynnast alþýðu manna. íslandsferð kom fyrst út hér á landi 1961 og seldist þá upp á skömmum tíma. Bókina þýddi Gísh Ólafsson og formála skrifar Haraldur Sigurðsson bókavörður. Bókinni fylgir kort af þeim leiðum sem Coles fór hér á landi. 208 bls. Bókaútgáfan Hildur. Verð: 1995 kr. W. G. Coiimwood - FEGURÐ ISLANDS OG FORNIR SÖGUSTAÐIR - Svipmyndir og sendibréf W.G. Colling- woods 1897 W.G. Collingwóod Þetta er merk lýsing á landi og þjóð í lok síðustu aldar. Collingwood fór um aht land til fornra sögustaða. Hann tók tugi ljósmynda, ritaði Qölda sendibréfa og málaði mörg hundruð vatnshtamyndir. Haraldur Hannesson þýddi sendibréfin og ritar ævisögu Cohingwoods. Björn Th. Bjömsson ritar formála. 324 blaðsíöur. Örn og Örlygur. Verð í öskju: 7850 kr. GÖNGULEIÐIR Á ÍSLANDI 1. Suðvesturhomið Einar Þ. Guðjohnsen Bókin tekur að sér hlutverk fylgdar- mannsins um svæðið umhverfis Reykja- vik ffá Þyrli í Hvalfirði austur fyrir Ing- ólfsfjaU. I bókinni er lýst helstu göngu- leiðum á þessu svæði. Glöggt kort fylgir hverri gönguleiö og auk þess litmynd af merkisstöðum. Bókin er fyrsta hefti af mörgum sem fyrirhugað er að gefa út um gönguleiðir landsins og verði í heUd eins konar íslandslýsing göngumannsins. 74 bls. Almenna bókafélagið. Verð: 1450 kr. REYKJAVÍK Sögustaður við Sund Þriðja bindi R -Ö. PáU Líndal Með þessu bindi er stafrófinu lokið og fólk hefur í stafrófsröð aðgang í bindun- um þremur að gífúrlegum fróðleik. Bókin er sneisafuU af gömlum og nýjum ljós- myndum, málverkum, teikningum, kort- um og uppdráttum. Ritstjóri er Einar Arnalds og myndarit- stjóri Örlygur Hálfdánarson. 208 bls. , Öm og Örlygúr. Verð: 4975 kr. NEW YORK NAFLI ALHEIMSINS Ritröð: Leiösögurit Fjölva Jónás Kristjánsson Ljósmyndir: Kristín Halldórsdóttir í þessari ritröð hefur Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, fengið vettvang til aö fræða okkur landa sína um ýmsar stórborgir. Nú kemur út New York, nafli alheims- ins. Hún inniheldur ráðleggingar um hótel, veitingahús og verslanir og um merkustu skoðunarstaði. Áður eru komnar út bækur um Kaupmannahöfn, London, Amsterdam og París. 96 bls. Fjölvi. Verð: 1150 kr. GENGIÐ IGUÐSHÚS GENGIÐ IGUÐSHUS Sr. Gunnar Kristjánsson Myndir: Páh Stefánsson Efni bókarinnar snertir flesta þætti kirkj- unnar á íslandi: sögu, húsagerð og hst. Páll Stefánsson tók myndirnar. Bókin skiptist í tvo meginþætti: annars vegar ritgerð höfundar um kirkjuna að fomu og nýju í íslensku samfélagi. Hins vegar era valdar 24 kirkjur og þeim gerð skil í myndum og texta. Hún fæst einnig í enskri útgáfu: THE CHURCHES OFICE- LANÐ. 112 bls. Almenna bókafélagið. Verð: 3580 kr. JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÍICU dU^l lílUlLTdllU £), um fjarlæg lönd VAKA-HELGAFELL FÍLADANS OG FRAMANDI FÓLK Jóhanna Kristjónsdóttir Hún byggir frásögnina meðal annars á dagbókum sínum og speglast þar sér- kenni þjóöa og landa, svo sem Óman, Djibuti, Burma, Sri Lanca, Norður- Jemen og Bangla-desh. Sandbyljir geisa, fílar dansa og Jóhanna lendir óvænt í kúlnahríð, svo aö fátt eitt sé nefiit. 210 bls. Vaka-HelgafeU. Verð: 2480 kr. llndir augliti klukkunnar Christopher Holan er lamaður og mállaus en braust út úr þögninni. Fyrir bókina hlaut hann ein virtustu bókmenntaverðlaun Breta. Ótrúleg bók sem lætur engan ósnortinn. Fálkinn flýgur Þriðja bókin í flokki sögulegra skáld- sagna Wilbur Smith. Safarík og spennandi skáldsaga - með sögu- legu ívafi. Anders Hansen S\AÐ,4SD\ÐAf IROSSlN uppruni og saga IBINDI Svaðastaðahrossin - Uppruni og saga -1. bindi Anders Hansen rekur sögu þessa frægasta hrossakyns aldarinnar. Jóla- bók hestamannsins. ÍSAFOLD Fjórargóðar ÍSAFOLD Ninna - engin venjuleg mamma Helga Thorberg birtir óvenjulegar endurminningar móður sinnar og fyllir í eyðurnar. Einlæg bók sem vekur áleitnar spurningar um heil- brigðiskerfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.