Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1989, Blaðsíða 1
Leikfélag Reykjavíkur:
Sjang-Eng
Sjang-Eng er nýtt leikrit eftir
sænka leikritahöfundinn Göran
Tunström. Leikritið íjallar um þá
einu og sönnu síamstvíbura sem allir
samgrónir tvíburar ertu kaUaðir eft-
ir. Þeir Sjang og Eng voru fæddir í
Tælandi og tengist Síamsnafnið
heimkynnum þeirra. Þeir voru sam-
vaxnir á brjóstinu en höfðu svigrúm
til að ganga hlið við hlið.
Þeir unnu fyrir sér með bústörfum
þar til fjölleikahússtjórinn frægi,
Bamum, frétti af þeim og fékk þá til
að koma til Bandaríkjanna .
Barnum sérhæfði sig í að sýna viö-
undur og voru Sjang og Eng skírðir
Skrímsliö og tóku þátt í sýningar-
ferðum um allan heim.
Bræðurnir efnuðust ágætlega og
gátu þeir keypt sér búgarð í Norður-
Karólínu þar sem þeir gerðust bænd-
Guðrún Gísladóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir leika systurnar Söru og
Adelaide sem giftast bræörunum.
Síamstvíburarnir Sjang og Eng. Það eru Sigurður Sigurjónsson og Þröstur Leó Gunnarsson sem leika þá.
ur. Búgarður þeirra var rekinn með
glæsibrag en harðir þóttu þeir við
þræla sína og vinnuhjú.
Þótt þeir væru samvaxnir og eins
í úthtti vom þeir mjög ólíkir að inn-
ræti. Annar þeirra var samvisku-
samur og las stöðugt klassískar bók-
menntir, hinn var kærulaus og
drykkfelldur. Þeir giftust systrum
sem voru undir tvítugt. Saman áttu
þau 21 barn og munu núlifandi af-
komendur þeirra vera rúmlega þús-
und.
Fyrst í stað bjuggu fjölskyldurnar
í sama húsi en þegar kom upp mis-
klíð vegna barnauppeldis flutti önn-
ur fjölskyldan í burtu. Bræðurnir
bjuggu í þijá daga á hvorum búgarði
fyrir sig. Virðist sem annar bræðr-
anna hafi getað „slökkt" á sér þegar
hann var ekki heima hjá sér.
Leikritið gekk fyrir fullu húsi í
Stokkhólmi í rúmt hálft ár og er ís-
land annað landið þar sem þaö er
sett upp. Leikstjóri er Lárus Ýmir
Óskarsson. Þýðingu gerði Þórarinn
Eldjárn. Tónlist gerðu Hilmar Örn
Hilmarsson og Ríkharður Örn Páls-
son.
Bræðurnir Sjang og Eng eru leikn-
ir af Sigurði Sigurjónssyni og Þresti
Leó Gunnarssyni. Guðrún Gísladótt-
ir og Edda Björnsdóttir leika syst-
urnar Söru og Adelaide. Aðrir leikar-
ar eru Ragnheiður Arnardóttir, Sig-
uröur Karlsson, Margrét Ólafsdóttir,
Steindór Hjörleifsson, Edda Heiðrún
Backman, Eggert Þorleifsson, Jón
Sigurbjömsson, Kristján Franklín
Magnús, Jakob Þór Einarsson og Jón
Tryggvason.
-HK
Útivist:
Ferðir alla sunnudaga
Hér má sjá Útivistarfólk í Þjórsárdal að vetri til.
Veitingahús
vikunnar: v
Úlfar og
Ljón
- sjá bls. 18
Djass í
Heita
pottinum
- sjá bls. 19
Alltí
misgripum
- sjá bls. 20
Feröaáætlun Útivistar er komin út
og em þar skráðar um tvö hundruð
ferðir, styttri og lengri ferðir um ís-
land. Höfuöáhersla er lögð á útiveru
og gönguferðir við allra hæfi. Styttri
ferðir eða dagsferðir eru 110 talsins.
Má þar nefna ferðir sem famar eru
á sunnudögum allt árið.
Útivist var stofnuð 1975. Markmið
hennar hefur ávallt verið að stuðla
að útiveru fólks í hollu og óspilltu
umhverfi. Eins og gefur að skilja eru
flestar ferðir að sumri til og er Þórs-
mörk sá áningastaður sem oftast
verður lagt upp frá í gönguferðir
enda hefur Útivist þar yfir skálum
að ráða.
Nokkrar feröir fyrir Útivistarfólk
er hægt aö velja um í janúar og var
sú fyrsta á árinu um síðustu helgi.
Var þá farið í nýárs- og kirkjuferð
og Hjaliakirkja skoðuð.
Á sunnudaginn verður farið í
gönguferð um Grófma og Laugarnes.
21. janúar verður farið í tunglskins-
göngu. Þá er í janúar gönguferð um
Geirsnef og Gullinbrú. Þorrablóts-
ferð verður farin að Skógrnn og er
það fyrsta sérferð Útivistar á árinu.
Þá má geta tveggja ferða 29. janúar.
Önnur verður farin að Gullfossi til
að sjá fossinn í klakaböndum og
Geysir verður skoðaöur í leiðinni.
Þá verður farið sama dag gamla ver-
leiðin, Siglubergsháls, Hraunssand-
ur, Grindavík.
Brottfór i Útivistarferðir er alltaf
frá Umferðarmiðstööinni að vestan-
verðu nema annað sé auglýst.
-HK
Bókmennta-
lestur
- sjá bls. 29
Roseanna
er engin
venjuleg
húsmóðir
- sjá bls. 21
Bull Durham
í Háskólabíói
- sjá bls. 30