Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1989, Blaðsíða 6
30
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989.
Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvimyndir - Kvimyndir
Pamela Gidley og Dylan McDermott í hlutverkum sínum i Bláu eðlunni.
Laugarásbíó:
Bláa eðlan
Bláa eðlan (Blue Iguana) er ný
bandarísk kvikmynd sem hefur
vakið nokkra athygli fyrir frumleg-
heit. Þetta er bæði sakamálamynd
og gamanmynd sem gerist í Mex-
íkó. í fyrra var hún tilnefnd af hálfu
Bandaríkjanna í kvikmyndahátíð-
ina í Cannes.
Það má segja að Bláa eðlan sæki
margt til gömlu sakamálamynd-
anna sem kenndar hafa verið við
Humphrey Bogart þótt myndin sé
fyrst og fremst nútímamynd og
með sérstökum húmor.
Dylan McDermott leikur Vince
Holloway, aðalpersónu myndar-
innar, sem fær verkefni sem mun
gefa mikið í aðra hönd ef hann lifir
það af. Aðrir leikara er koma mikið
við sögu eru Dean Stockwell,
Jessica Harper og James Russo.
Annar framleiðandi myndarinn-
ar er Sigurjón Sigvatsson sem er
óðum að festa sig í sessi í Banda-
ríkjunum. Bláa eðlan hefur yfirleitt
fengið góðar viðtökur gagnrýnenda
sem hafa kunnað að meta sérstöðu
hennar.
-HK
Tom Cruise leíkur barþjóninn Brian Flanagan sem dreymir um að
verða rikur.
Bíóborgin:
Kokkteill
Kokkteill er mynd barþjón-
anna og íslenskir barþjónar
mundu ábygglega verða vinsælir
ef þeir næðu að sýna þó ekki
væri nema smábrot af þeirri
snilld sem Tom Cruise og Bryan
Brown sýna 1 myndinni Kokkteil.
Tom Cruise leikur metnaðar:
gjaman ungan mann sem dreym-
ir um að verða fjármálamaður.
Honum gengur samt ekki alltof
vel að fá vinnu. Hann neyðist til
að gerast barþjónn. Með hjálp
hins reynda barþjóns, Dough
Coughlin, sættir hann sig við
starflð og fer brátt aö hafa gaman
af.
Myndin hefur aðallega orðið
þekkt vegna tónlistarinnar. Tvö
lög úr kvikmyndinni Kokomo og
Don’t Worry, Be Happy hafa ver-
iö á vinsældalistum um heim all-
an að undanfómu og vakið at-
hygii á kvikmyndinni sem er létt
skemmtimynd.
Tom Cruise er sjálfsagt einhver
allra vinsælasti leikarinn af yngri
kynslóöinni. Hann leggur mikiö
upp úr að gera hlutverkin sann-
færandi og hefur hann náð mik*
illi leikni í að handíjalla kokkteil-
hristarann og glösin. Sama má
segja um Brian Brown er leikur
félaga hans. Unga stúlkan, sem
vekur áhuga Croise, er leikin af
Elisabeth Shue sem vakti mikla
athygli fyrir leik sinni í Night on
the Town í fyrra. -HK
Kevin Kostner leikur þjálfarann og
hornaboltaleikarann Crash Davis.
Leikstjórinn og handritshöfund-
urinn Ron Shelton er fyrrverandi
homaboltaleikari sem, eins og_
hann segir sjálfur, rétt gægðist inn
um dyr atvinnumennskunnar en
var ekki nógu góður til að eiga
framtíð fyrir sér í íþróttinni. Bull
Durham er hans fyrsta kvikmynd
sem leikstjóra. Hann hafði áður
skrifað handrit að Under Fire og
The best of Times. -HK
Háskólabíó
Bull Durham
Bull Durham náði að verða meðal
vinsælustu kvikmynda vestanhafs
á síðasta ári, þykir í alla staði hin
skemmtilegasta. Rammi myndar-
innar er hornabolti, íþrótt sem
nánast aðeins er leikin í Ameríku.
Þótt menn viti ekki hvað horna-
bolti er ætti það ekki að spilla
ánægjunni af myndinni sem auk
þess að fjalla um hornabolta segir
frá skemmtilegu fólki.
Annie Savoy er geysimikill aðdá-
andi homabolta og kannski sér-
staklega hornaboltaleikara. Á
hverju ári nælir Annie í einn ung-
an hornaboltaleikara fyrir sínar
eigin þjálfunarbúöir. Þar segir hún
þeim útvalda að hann þurfi fyrst
að læra að elska áður en hann geti
leikið hornabolta almennilega.
Hún hefur fylgst vel með þessum
unga manni áöur en hún tekur
hann að sér sem nemanda og elsk-
huga. Hún getur ávallt sannfært
þjálfarana um að hún geti aðeins
haft góð áhrif á unga manninn.
Eitthvað hefur henni yfirsést við
valið á Ebby Calvin, þeim nýjasta
í safninu. Hann er henni erfíður
viðfangs. Kannski er það vegna
þess að hún hefur fengið augastað
á þjálfaranum Crash Davis sem er
veraldarvanur hornaboltaleikari
og þjálfari...
Það er Susan Saradon er leikur
Annie Savoy og þykir henni takast
vel upp. Hefur hún þegar fengið
tilnefningu til Golden Globe verð-
launa fyrir bestan leik í aðalhlut-
verki. Kevin Costner leikur Crash
og Tim Robbins leikur hinn unga
Ebby Calvin.
Susan Sarandon þykir standa sig vel í hlutverki hinnar lífsglödu Annie
Savoy.