Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1989, Blaðsíða 5
V T 20 Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudag 15. janúar1989 Árbæjarprestakall. Barnasamkoma í Foldaskóla, Grafarvogshverfi, laugardag kl. 11 árdegis. Sunnudagur: Bamasam- koma í Árbæjarkirkju kl. 10.30 árdegis. Guösþjónusta kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Æskulýösfé- lagsfundur í kirkjunni kl. 20.30. Þriöju- dagur: Fyrirbænastund í Árbæjarkirkju þriöjudag kl. 18. Miðvikudagur: Samvera eldra fólks í safnaðarheimili Árbæjar- kirkju kl. 13.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Áskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sameiginleg guösþjónusta Ás- og Laugar- nessóknar í Askirkju kl. 14. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar. Sóknarprestamir báðir þjóna fyrir altari. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja. Barnaguösþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sig- ríöur Jónsdóttir. Þriöjudagur: Bæna- guösþjónustakl. 18.15. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Guöni Þ. Guðmundsson. Fundur meö foreldrum fermingarbarna eftir messu. Féiagsstarf eldri borgara miövikudag kl. 13.30 - 17. Æskulýðsfé- lagsfundur miðvikudagskvöld. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall. Bamasamkoma í safnaðarheilmilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Rætt veröur um fermingarundirbúning og ferminguna. Foreldra fermingarbarna sérstaklega vænst. Kirkjufélagsfundur verður í safnaöarheimilinu fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. Dómkirkjan. Laugardagur: Barnasam- koma í kirkjunni kl. 10.30. Öll börn vel- komin. Egill og Ólafía. Sunnudagur: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14 fellur niður vegna veikinda. Elliheimilið Grund. Messa kl. 14. Sr. Árelíus Níelsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja. Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverris- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Æskulýðsfundur kl. 20.30 mánudagskvöld. Þriöjudagur. Opið hús fyrir 12 ára börn kl. 17-18.30. Miðvikudagur: Guðsþjónusta með altar- isgöngu kl. 20.00. Sóknarprestar. Grensáskirkja. Barnasamkoma kl. 11. Börn og foreldrar hvött tií að ijölmenna. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Org- anisti Ámi Arinbjarnarson. Fimmtudag- ur: Almenn samkoma kl. 20.30. UFMH. Föstudagur: Æskylýðshópur Grensás- kirkju kl. 17. Laugardagur: Biblíulestur kl. 17 og bænastund kl. 10. Prestarnir. Hallgrímskirkja. Laugardagur: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudagur: Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Ragn- ar Fjalar Lámsson. Seldur verður léttur hádegisverður eftir messu. Þriöjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beöið fyrir sjúkum. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Sigurður Pálsson. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnguðsþjónusta kl. 11. Pétur Björgvin og Kristín. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Sóknarprestar. Hjallaprestakall í Kópavogi. Bamasam- koma kl. 11 í messuheimili Hjallasóknar Digranessókna. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Kór Hjallasóknar syngur. Organisti Sólveig Einarsdóttir. Sóknarprestur. Kársnesprestakall. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. María og Vilborg hafa umsjón. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00 í upphafi al- þjóðlegu bænavikunnar. Sóknarprestur safnaðarins þjónar fyrir altari. Lesarar em: Daníel Glad frá Hvítasunnusöfnuö- inum, Eric Guðmundsson frá Aðventist- um og Signý Pálsdóttir frá Kaþólsku kirkjunni. Óskar Jónsson frá Hjálpræðis- hemum prédikar. Anne Marie og Harold Reinholdtsen syngja tvísöng. Ungt fólk með hlutverk verður með samkomu í Kópavogskirkju kl. 17. Sr. Ámi Pálsson. Langholtskirkja.Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund bamanna kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Jón Stefánsson og Þórhallur Heimisson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Ólöf Ól- afsdóttir. Organisti Jón Stefánsson. Sóknamefndin. Laugarneskirkja.Sameiginleg guðsþjón- usta Ás- og Laugamessókna verður í Áskirkju kl. 14. Srr'Jón D. Hróbjartsson prédikar, sr. Ami Bergur Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Þriðjudagur 17. jan.: Opið hús í safnaðarheimilinu hjá samtök- um um sorg og sorgarviðbrögð kl. 20-22. Fimmtudagur 19. jan. Kyrrðarstund í hádeginu. Altarisganga og fyrirbænir kl. 12.10. Hádegisverður í safnaðarheimilinu kl. 12.30. Neskirkja. Laugardagur: Samvemstund aldraðra kl. 15. Aöalheiður Þorsteins- dóttir og Ármann Kr. Einarsson segja frá og sýna myndir úr ferðum sínum. Sunnu- dagtu1: Barnguðsþjónusta kl. 11. Munið kirkjubíhnn. Húsið opnaö kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 14. Orgel- og kóstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989. FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989. listasafn Siguijóns Ólafssonar: þýddum bókum Lesið úr Ákveðið hefur verið að halda bók- menntakynningu í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar einu sinni í mán- uði fram á vor. Er það gert vegna góðrar aðsóknar á þær kynningar á bókmenntum og tónlist sem verið hafa. Á sunnudaginn verður næsta bókmenntakynning. Lesið verður úr þýddum skáldsögum en fjöldi áhugaverðra bóka hefur komið út að undanförnu í íslenskri þýðingu. Áifheiður Kjartansdóttir mun lesa úr þýðingu sinni á bók P.D. James, Saklaust blóð. Sigurður G. Tómasson ætlar að lesa úr bók eft- ir Iris Murdoch sem ber heitið Nunnur og hermenn. Berlind Gunnarsdóttir mun lesa kafla úr bókinni Ást og skuggar eftir Isabel Allende. Einar Már Guðmundsson ætlar að kynna höfundinn Ian McEwan og les úr þýðingu sinni á Steinsteypugarðinum. Áuk þess mun Ingibjörg Haraldsdóttir fjalla um þýðingar sínar á verkum eftir Dostojevski og lesa kaíla úr Fávit- anum. Dagskráin hefst kl. 14.30. Yflrlitssýning á verkum eftir Sig- urjón Ólafsson, sem sett var upp í tilefni opnunar safnsins, stendur enn. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-17.00 og er þá kaffistofan einnig opin. Einar Már Guðmundsson mun lesa úr þýðingu sinni á Steinsteypugarð- urinn eftir lan McEwan. Nýlistasafnið: Einlýsingar í dag kl. 20.00 opnar Guðmundur Thoroddsen sýningu á vatnslita- myndum í Nýlistasafninu, Vatns- stíg 3b. Sýningin ber nafnið Einlýs- ingar eftir einni myndröðinni og stendur dagana 14.-17. jan. Guðmundur nam myndlist í Reykjavík í tvö ár. Hann nam svo tvö ár í París og fjögur ár í Amst- erdam. Þetta er áttunda einkasýn- ing Guðmundar hér á landi en hann hefur einnig sýnt í Hollandi, Frakklandi og Danmörku. Guð- mundur Thoroddsen hefur verið búsettur í París síðastliðin fjögur ár. Sýningin stendur til 29. janúar og er opin kl. 16-20 virka daga og 14-20 um helgar. Þjóðleikhúsið: Stór og smár Aukasýning verður á Stór og smár í Þjóðleikhúsinu á sunnu- dagskvöld. Leikritið var frumsýnt 23. nóvember og hlaut sýningin einróma lof gagnrýnenda. Anna Kristín Amgrímsdóttir leikur höf- uðpersónu verksins, Lottu sem tal- in er ein stærsta kvenpersóna í leikbókmenntum nútímans. Leik- stjóri er Guðjón P. Pedersen. Stór og smár, sem höfundurinn, Botho Strauss, kallar leikþætti, er lýsing á ferð ungrar konu um vel- ferðarþjóðfélag nútímans. Leikritið fjallar um leit hennar að samskipt- um og samfélagi við annað fólk, að ást og hamingju í firrtu samfélagi. Brugðið er upp myndum af fólki af ýmsum þjóðfélagsstigum og einnig af forvitinni og blátt áfram einmana og örvæntingarfullri nú- tímakonu. er nærfærnisleg lýsing á mannlegu Texti Strauss er í senn kíminn hlutskipti sem ýmist vekur hlátur og alvöruþrunginn um leið og hann eða meðaumkun. Sviðsmynd úr Allt í misgripum Leikfélag Hafnarfjarðar: Allt í misgripum Leikfélag Hafnarijarðar mun frum- sýna annað kvöld leikrit Williams Sha- kespeare, Allt í misgripum, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Hafa æfingar staðið yflr síðan í október og eru það þrettán leikarar er taka þátt í sýning- unni, auk hljóðfæraleikara og aðstoðar- fólks. Allt í misgripum er gamanleikur rg eitt af fyrstu verkum Shakespeares. Talið er að það sé skrifað 1591-1592 og fjallar það um tvenna tvíbura sem vita ekki hver af öðrum og snýst söguþráður verksins um allan þann misskilning og misgrip sem verða þegar stöðugt er ver- ið að ruglast á tvíburunum og þeir hver á öðrum. Með helstu hlutverk í sýningunni fara Davið Þór Jónsson, Halldór Magnússon, Karl Hólm Karlsson, Lárus H. Vil- hjálmsson, Steinunn H. Knútsdóttir og Björk Jakobsdóttir. Leikstjóri sýningar- innar er Hávar Sigurjónsson og tónlist hefur Hróðmar Sigurbjörnsson samið. Ragnhildur Jónsdóttir hannaði leik- mynd, Alda Sigurðardóttir gerði bún- inga og Egill Ingibergsson annast lýs- ingu. Frumsýning verður sem fyrr segir á laugardagskvöld og hefst kl. 20.30. Ásmundarsalur: Vatnslita- og tússmyndir Ingileif Thorlacius opnar sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu á mynd- verkum sínum í dag. Ingileif stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1982-86 og síðan lá leiðin til Holl- ands þar sem hún nam við Jan van Eyck akademíuna í Maastricht næstu tvö árin. Myndir Ingileifar á sýningunni eru allar unnar á síðasta ári. Þær eru gerð- ar með vatnslitum og tússi á pappír. Myndirnar eru allar málaðar í Hollandi að undantekinni einni sem er máluð í skammdeginu á íslandi. Þetta er fyrsta einkasýning Ingileifar. Sýningin verður opin kl. 14.00-18.00 virka daga og kl. 14.00-20.00 um helgar. Sýningin mun standa til 22. janúar. World Class: Ljósmyndir af kepp- endum í vaxtarrækt Jóhann A. Kristjánsson mun opna ljósmyndasýningu í tækjasal World Class heilsustúdíósins í Skeifunni 19 á sunnudaginn. Á sýn- ingunni verða þrjátíu og fjórar svarthvítar ljósmyndir sem teknar eru af keppendum í vaxtarræktar- keppnum á íslandi. Elstu ljós- myndirnar eru frá árinu 1983 en þær nýjustu voru teknar á Norður- landameistaramótinu sem haldið var á Hótel íslandi 17. apríl síðas- liðið vor. Sýningin verður opin á sama tíma og World Class, frá 8.00-22.00 alla virka daga, frá 12.00-16.00 á laugardögum og 14.00-17.00 á sunnudögum. Sýningunni lýkur 29. janúar. Ein mynda Jóhanns á Ijósmyndasýningu hans. Djúpið: Ljósmyndasýningin In Concert Sveinbjörn Ólafsson mun á morgun opna ljósmyndasýningu í Djúpinu. Nefnir hann sýninguna In Concert. Sýnir Sveinbjörn ljós- myndir teknar á tónleikum í Reykjavík á undanfórnum sex árum. Þarna verða sýndar margs konar ljósmyndir, allt frá Sjón og Stuðmönnum til Sri Chimoy. Sveinbjörn er áhugaljósmyndari. hann hefur verið í ljósmynda- klúbbnum Hugmynd ’81 frá því hann var stofnaður og hefur sótt þar ýmis námskeið og fyrirlestra. Að öðru leyti er hann sjálflærður ljósmyndari. Sveinbjörn hefur áður tekið þátt í samsýningu Hugmyndarfélaga en þetta er fyrsta einkasýning hans. Sýningin mun standa til ellefta febrúar. listasafn íslands: Myndverk í eigu safnsins Listasafn íslands verður opnað á sunnudaginn. Eftirtaldar sýningar hafaverið settar upp í sölum safns- ins. í sal 1 eru kynntir þrír málar- ar: Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval og Gunnlaugur Scheving. Verk fyrstu landslagsmálaranna, Þórarins B. Þorlákssonar og Ás- gríms Jónssonar, eru sýnd í sal 2 og spanna þaú yfir tímabihð frá 1900-1930. í sölum á efri hæð húss- ins hefur nú verið komið fyrir nýj- um aðfóngum, málverkum og höggmyndum eftir íslenska Usta- menn. Leiðsögn sérfræðings um sýning- ar í húsinu er á sunnudaginn og hefst sú leiðsögn kl. 15.00. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudag kl. 11.00-17.00 og er að- gangur og auglýst leiðsögn ókeypis. Veitingastofa hússins er opin á sama tíma. son. Mánudagur: Æskulýðsstarf fyrir 12 ára krakka kl. 18.00. Þriðjudagur: Æsku- lýðsstarf fyrir 10 og 11 ára krakka kl. 17.30. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guömundur Oskar Ólafsson. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Seljakirkja. Barnguðsþjónusta sunnu- dag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Sighvatur Jónasson. Prestur Solveig Lára Guðmundsdóttir. Æskulýðsfundur mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 18.00. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barnasam- koma kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Kristján Bjömsson guðfræðingur prédikar. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjón- ustu. Biblíulestur miðvikudag kl. 20.00. Keflavíkurkirkja. Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Öm Falkner. Sóknarprest- ur. Hafnarfiarðarkirkja. Sunnudagaskóli kl. 10.30. Munið sunnudagaskólabílinn. Samkirkjuleg guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjalti Þorkelsson prestur kaþólskra prédikar, organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. Frikirkjufólk. Bamamessa á Frakkastig 6A (athugið breyttan stað) á sunnudaginn kl. 11.00. Verðlaun veitt fyrir mætingu í haust og vetur. Guðspjallið útlistað í myndum, bama- sálmar og smábamasöngvar. Afmælis- böm boðin sérstaklega velkomin. Matthí- as Kristiansen leikur undir sönginn á gítar. Allir velkomnir. Sr. Gunnar Bjömsson. Fríkirkjan i Reykjavík. Bamaguðsþjón- usta kl. 11.00. Almenn guðsþjónusta kl. 14.00. Orgelleikari Pavel Smid. Sr. Cecil Haraldsson. Fundir Safnaðarfélag Frí- kirkjunnar í Reykjavík heldur félagsfund laugardaginn 14. jan- úar nk. Fundurinn verður haldinn í innri sal Hressingarskálans í Austurstræti og hefst hann kl. 13. Á dagskrá verða ýmis mikilvæg mál er varða bæði félagið og Fríkirkjuna í heild. Allir félagar em hvattir til að mæta og nýir meðlimir em einnig boðnir velkomnir. Tilkyniiirigar Bandarískur predikari hjá Veginum Staddur er í heimsókn hjá Veginum, kristilegu samfélagi, presturinn Jim Laffoon frá N-Carolina í Bandaríkjun- um. Jim þjónar í mjög lifandi og vaxandi söfnuði, auk þess sem hann ferðast mik- ið. Almennar samkomur verða í húsnæði Vegarins að Þarabakka 3, Mjódd, sunnu- daginn 15. janúar kl. 11 árdegis og 20.30 að kvöldi. Einnig í Vegjnum í Keflavík að Túngötu 12 kl. 14. Jim Laffoon mun predika og þjóna á öllum samkomunum. Vilt þú taka þátt í skátastarfi? Nú um þessa helgi munu nokkur skátafé- lög innrita nýhða til starfa. í flestum til- feUum er um að ræða alla aldurshópa frá og með 7 ára aldri. Útilegur, varðeldar, söngur, glaumur og gleði er nokkuð af því sem hinir nýju skátar munu eiga von á í starfi sínu á komandi árum. Þau félög. sem munu innrita eru: Garðbúar, Búða- gerði 10, Rvík, skátafélagið Eina, Breið- holtsskóla, Rvik, Holtaskátar, Ártúns- skóla, Rvík, Kópar, Borgarholtsbraut 7, Kópavogi, Einherjar, Mjallargötu 4, ísafirði, Snæjöklar, Hellissandi, Mel- rakkar, Raufarhöfn, Nesbúar, Neskaups- stað, Klakkur 96-26468, Akureyri. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu bandalags skáta í síma 91-23190. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun laugardaginn 14. janúar. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er: Sam- vera, súrefni og hreyfing. Við röltum í hægðum okkar í klukkutima. Nýlagað molakaffi. Allir eru velkomnir í laugar- dagsgönguna. Breiðfirðingar Fjögurra daga spúakeppni hefst sunnu- daginn 15. janúar kl. 14.30 í Sóknarsaln- um, Skipholti 50a. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Húnvetningafélagið Spilað á morgun, laugardag, kl. 14 í fé- lagsheimilinu Húnabúð, Skeifunni 17. Spennandi keppni hefst. AUir velkomnir. Neskirkja -félagsstarf aldr- aðra Samverustund á morgun, laugardag, kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Aðal- heiður Þorsteinsdóttir og Ármann Kr. Einarsson segja frá og sýna myndir úr ferðum sínum. Ferðalög Útivistarferðir Sunnudagsferð 15. jan. kl. 13. Landnámsgangan 1989, 1. ferð Grófin - Laugarnes - Elliðavogur. Nú hefst framhald af „Strandgöngu í land- námi Ingólfs" frá síðasta ári. Með þessari ferðasyrpu verður gengið með ströndinni frá Reykjavík í Brynjudalsvog og áfram á mörkum landnáms Ingólfs niðrn að Ölfusárósum. í sunnudagsferðinni er brottfór frá Grófartorgi, bUastæðinu mUU Vesturgötu 2 og 4. Gengið um Hafnar- stræti (Strandgaden), Arnarhólstraðir, með Sætúni í Laugarnes og Ellíöavog. Páll Líndal mætir í gönguna og fræðir um sögu og ömefni eins og honum einum er lagið. Ókeypis ferð. Rútuferð frá EU- iðavogi. í „Strandgöngunni" í fyrra tóku þátt á niunda hundrað manns í 22 ferð- um. í „Landnámsgöngunni 1989“ verður 21 ferð. Verið með frá bytjun. Viðurkenn- ing veitt fyrir góða þátttöku. Ath: gönguna á sunnudaginn er hægt að stytta. Þorrablótsferð að Skógum undir EyjafiöUum 27.-29. jan. Gist í nýja félags- heimilinu. Uppl. og farm. á skriist. Gróf- inni 1, símar 14606 og 23732. Ferðaáætlun Útivistar 1989 er komin út. Kvikmyndir „Komdu og sjáðu“ í MÍR Sovéska verðlaunakvikmyndin „Komdu og sjáöu" (Ídí í smatrí) verður sýnd í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag 15. janúar kl. 16. Kvikmynd þessi er byggð á sögu eftir hvítrússneska rithöfundinn A. Adomovitsj, en leikstjóri er Elem Klimov. Þetta er óvægin mynd um hið miskunn- arlausa stríð, frásögn af frelsisbaráttu hóps föðurlandsvina í Hvítarússlandi í síðari heimstyijöldinni. Sagt hefur verið að kvikmyndin „Komdu og sjáðu“ sé eins konar sálumessa um þá sem drepnir voru og limlestir í styrjöldinni, svo og um bömin sem aldrei litu dagsins ljós af því að foreldrar þeirra létu lífið. Áðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill. Tónleikar_______________ Kammermúsíkklúbburinn verður með tónleika sunnudaginn 15. janúar kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Flytjend- ur verða Tríó Reykjavíkur. Leikhús Leikfélag Reykjavíkur Sveitasinfónía, sýning á laugardags- kvöld kl. 20.30. Sjang Eng, frumsýning í kvöld kl. 20, 2. sýning sunnudagskvöld kl. 20. Heimsmeistarakeppnin i maraþon- dansi, söngleikur eftir Ray Herman. Sýnt á Broadway fóstudags- og laugardags- kvöld kl. 20.30. Þjóðleikhúsið Stór og smár, aukasýning á sunnudags- kvöld kl. 20. Hoffmann ekki í kvöld Það á ekki af Hoffmann að ganga í Þjóð- leikhúsinu. í kvöld verður að fella niður sýningu á þessari vinsælu óperu í þriðja skiptið í röð vegna veikinda eins söngvar- anna. Fleiri sýningum hefur verið bætt á dagskrána í staðinn og verða næstu sýningar (ef guð lofar) 21., 22., 25., 27., 28. og 31. janúar. Alþýðuleikhúsið sýnir Koss köngulóarkonunnar á laug- ardagskvöld kl. 20.30. Sýningum fer fækkandi. Sýningar eru í kjallara Hlað- varpans, Vesturgötu 3. Miðapantanir í síma 15185 allan sólarhringinn. Miðasala í Hlaðvarpanum 14-16 virka daga og 2 tímum fyrir sýningu. Sýningar Árbæjarsafn, sími 84412 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16.00. Ásmundarsalur v/Freyjugötu í dag opnar Ingileif Thorlacius sýningu á myndverkum sínum. Myndirnar á sýn- ingunni eru allar unnar á sl. ári Þær eru gerðar meö vatnslitum og tússi á pappír. Myndimar eru allar gerðar í Hollandi nema ein sem er gerð í skammdeginu á íslandi. Þetta er fyrsta einkasýning Ingi- leifar. Sýningin er opin virka daga kl. 14-18 og um helgar kl. 14-20. Sýningin stendur til 22. janúar. FÍM salurinn, Garðastræti 6 í janúar verður galleríið eingöngu starf- rækt sem sölugallerí og skipt um upp- hengi viku- til hálfsmánaðarlega. Sýning- artimi gallerisins er kl. 12-18 virka daga og laugardaga kl. 14-18. Gallerí Borg, Austurstræti 10, Til sýnis og sölu fiöldi graflkmynda, leir- og glermuna eftir íslenska listamenn auk olíumálverka. Einnig em til sölu skúlpt- úrar eftir Sverri Ólafsson. Í Grafík-gall- eri Borg er opið á venjulegum verslunar- tima* 'I 29 Hafnarborg Afmæhssýning á vegum Hafnarsfiórnar í Lista- og menmngarmiðstöðinni Hafn- arborg, Hafnarfirði. Sýningin verður op- in daglega nema þriðjudaga frá kl. 14-19 til 15. janúar. Listasafn Einars Jónssonar er lokað í desember og janúar. Högg- myndagaröurinn er opinn daglega kl. 11-17. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg Nú stendur yfir sýning á verkum þeirra 9 listamanna sem að galleríinu standa. Verkin em öll til sölu. Galleríið er opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustíg 2, textílgallerí, er opið þriðjudaga til föstu- 'f daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí List, Skipholti 50b Nýtt og mikið úrval Ustaverka. Nýjar grafík- og vatnslitamyndir. Gaheríið er opið frá kl. 10.30-18. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17 f listaverkasölu gaUerísins (efri hæð) em til sölu verk ýmissa myndlistarmanna. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Sýningin Fimmti norræni vefUstarþríær- ingurinn (Den femte nordiska textiltri- ennalen) stendur yfir á Kjarvalsstööum. Á sýningunni em 81 verk eftir 66 lista- menn frá Norðurlöndunum. íslensku* þátttakendurnir á sýningunni em: Guð- rún Gunnarsdóttir, Anna Þóra Karls- dóttir, Guðrún Marinósdóttir og ína Salóme. Þetta er yfirUtssýning yfir Nor- ræna vefiarlist og er lögð áhersla á að sýna stöðu hennar og margbreytileika meðal norrænna listamanna. Sýningin er opin dagiega kl. 11-18 fram til 22. jan- úar. lOdda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðaUega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Listasafn íslands opnar sunnudaginn 15. jan. í sal 1 em kynntir þrír málarar: Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval og Gunnlaugur Scheving. Verk fyrstu landslagsmálarana Þórarins B. Þorláks- sonar og Ásgríms Jónssonar eru sýnd í sal 2 og spanna þau yfir tímabilið frá 1900-1930. í sölum á efri hæð hússins hewfur nú verið komið fyrir nýjum að- fóngum, málverkum og höggmyndum eftir íslenska Ustamenn. Listasafnið er opið alla daga, nema mánudaga kl. 11-17 og er aðgangur og auglýstar leiðsagnir ókeypis. Veitingastofa hússins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70 í tilefni af opnun safnsins og 80 ára af- mæli listamannsins er haldin yfirUtssýn- ing á 50 verkum Sigurjóns, þar á meðal em myndir sem aldrei hafa áður verið sýndar á íslandi. Safnið og kaffistofan eru opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Tekiö er á móti hópum eftir samkomu- lagi. Mokkakaffi, Skólavörðustíg í kvöld kl. 20 opnar Guðmundur Thor- oddsen sýningu á vatnslitamyndum. Sýningin ber nafnið „Einlýsingar" eftir einni myndrööinni. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20 og stendur hún til 29. janúar. Þetta er áttunda einkasýning Guðmundar. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 er opið á sunnudögum kl. 14-16. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Stofnunar Árna Magn- ússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Vinnustofa Ríkeyjar, Hverfisgötu Til sýnis og sölu postulínslágmyndir, málverk og ýmsir UtUr hlutir. Opið á verslunartíma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardög- um kl. 10-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.